Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 58
74
gpo r 33HMHTfT38 HIT0AQ3ADIJA
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988.
Andlát
Arnbjörg Eiríksdóttir fyrrv. ljósmóö-
ir frá Stóru-Reykjum í Fljótum, and-
aðist á heimiU sínu, Skagfirðinga-
braut 1, Sauðárkróki, 1. september.
Jóhanna Böðvarsdóttir Hoganson
Jést á Elliheimilinu Grund fimmtu-
daginn 1. september.
Sigríður Gréta Pálsdóttir, Lamba-
stekk 9, Reykjavík, andaðist fimmtu-
daginn 1. september.
Árni Guðmundsson vélstjóri, Sund-
laugavegi 10, Reykjavík, andaðist 1.
september.
Einar Vilhelm Skúlason bryti, Álfta-
mýri 18, Reykjavík, andaðist í Landa-
kotsspítala 1. september.
Sigurður Þórðarson bóndi, Tanna-
stöðum, Ölfusi, andaðist 1. septemb-
er.
*
TjJkyrmingar
Félag eldri borgara
Kynnt veröur ný aðstaða fyrir opið hús
með samkomu í Tónabæ, Skaftahlíð 24,
í dag, laugardag 3. sept. Húsið verður
opnað kl. 19.30. Formaður félagsins flj'tur
ávarp, einnig verða skemmtiatriöi og
danssýning. Hljómsveit leikur fyrir dansi
til kl. 23.30. Á sunnudag verður opið hús
í Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 14. Frjálst
spil og tafl. Dans kl. 2Ö-23.30.
Hjálpræðisherinn fagnar
nýjum yfirmanni
Sunnudaginn 4. september verða haldnar
fagnaðarsamkomur í Reykjavík fyrir kaf-
teinana Anne Gurine og Daníel Óskars-
son og fjölskyldu. Kl. 17.30 veröur sam-
^sæti fyrir hermenn og öölskyldur og kl.
20.30 verður almenn fagnaðarsamkoma.
Fagnaðarhöld verða einnig á Akureyri
um næstu helgi.
25 ár frá stofnun
Grensássóknar
Um þessar mundir eru liðin 25 ár frá
stofnun Grensássóknar í Reykjavík. í til-
efni af þessum tímamótum verður m.a.
sett upp nýtt orgel í kirkju safnaðarins.
Til að mæta þörfmni fyrir aukna þjón-
ustu hefur sóknarnefndin ráðið sr. Gylfa
Jónsson í fullt starf safnaðarprests. Séra
Gylfi mun auk almennra preststarfa
skipuleggja og hafa umsjón með þjón-
ustustarfi fyrir aldraða. Er þar um að
ræða brýnt verkefni og viðamikið. Þá
mun hann og hafa umsjón með barna-
og unglingastarfi. Séra Gylfi hóf störf 1.
september. Hann mun predika við guð-
þjónustu í Grensáskirkju á morgun, 4.
sept., kl. 11.
Sr. Gunnar messar
Sr. Gunnar Björnsson messar í Háskóla-
kapellunni kí. 11 á sunnudagsmorgun.
Orgelleikari verður Jakob Hallgrímsson.
Tombóla lands. Alls söfnuðu þær 750 krónum. Á
Nýlega héldu þessar stúlkur tombólu til myndinni eru, frá vinstri, Guðnin Hall-
styrktar Eþíópíusöfnun Rauða kross ís- dórsdóttirogSigurbjörgÓskÓlafsdóttir.
t
Þakka auðsýnda samúð og vináttu við andlát og út-
för eiginmanns míns
Kristmanns Dan Jenssonar
Hamarsgötu 3, Fáskrúðsfirði.
Fyrir hönd vandamanna
Elsa G. Hjaltadóttir
Starfskraftur óskast
til skrifstofustarfa
Við leitum að fólki með reynslu af merkingu fylgi-
skjala og tölvuskráningu.
Verslunarmenntun æskileg. Nauðsynlegt er að við-
komandi geti unnið sjálfstætt.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir á auglýs-
ingadeild DV fyrir 8. þ.m. merkt „Sjálfstæður“.
Vopnafjörður
Nýr umboðsmaður á Vopnafirði frá og með
1/9 ’88 er
Svanborg Víglundsdóttir
Kolbeinsgötu 44
Sími 97-31289
Nýir hjónagarðar
teknir í notkun
Sl. laugardag voru afhentar fyrstu íbúð-
irnar í nýjum hjónagörðum við Suður-
götu. í þessum áfanga voru afhentar 15
íbúðir, 2 og 3 herbergja, en alls verða 93
íbúðir í húsinu. í vetur verður lokið við
60 íbúðir, en 30 síðustu íbúðirnar verða
svo afhentar haustið 1989. Auk íbúðanna
15, sem nú eru teknar í notkun, eru í
þessum áfanga lesstofa og önnur sameig-
inleg aðstaða. Félagsstofnun stúdenta
leigir nú út 100 herbergi á einstaklings-
görðunum og 69 2 og 3 herbergja íbúðir
á hjónagörðum. Alls bárust um 400 um-
sóknir um garðvist næsta vetur, svo enn
er langt í land með að eftirspurn eftir
húsnæði sé fullnægt, en einungis 5%
háskólastúdenta fá inni á garði.
Útgáfa nýrrar bókar
og fyrirlestur höfundar
Bók septembermánaðar hjá bókaklúbb-
num Veröld er splunkuný bók sem heitir
Um hjarnbreiður á hjara veraldar - í
slóð Roalds Asmundsens. Höfundur-
inn, Monica Kristensen, er 38 ára göm-
ul, doktor í jöklafræðum og eina konan
í heiminum sem hefur stjórnað og
skipulagt heimskautaleiðangur. 1 til-
efni af útgáfu bókarinnar hefur Veröld
boðið Monicu Kristensen hingað til
lands og mun hún halda fyrirlestur í
Norræna húsinu mánudaginn 5. sept-
ember kl. 20.30. Á fyrirlestrinum mun
hún fjalla um leiðangur sinn til suður-
pólsins og sýna litskyggnur.
Forsíðukeppni
Hárs & fegurðar
Nú er hafin hin vinsæla forsíðukeppni
'tímaritsins Hárs & fegurðar en þaö er
önnur stærsta keppnin í hársnyrtingu á
íslandi. Keppnin er byggð upp út frá
myndrænu og listrænu sjónarmiði og er
dæmd út frá myndum, sem teknar eru í
Stúdio 54, hjá tímaritinu. Hársnyrtifólk
þarf aðeins að mæta með módelið í Stúdíó
54 til myndatöku. Stórglæsileg verðlaun
eru í boði. Nú stendur einnig yfir Model-
keppni tímaritsins en hún er í gangi allt
árið. Hún gengur þannig fyrir sig að þeir
sem vilja taka þátt senda inn myndir og
upplýsingar um mál (hæð, brjóst, mitti
og mjaðmir). Siðan eru valin úr bestu
módehn til birtingar í blaðinu hverju
sinni. Einu sinni á ári eru svo valin úr
bestu módelin og er þeim veitt sérstök
viðurkenning.
Fyrirlestrar
Til varnar lýðræðinu
Félag áhugamanna um heimspeki gengst
fyrir fyrsta fyrirlestri starfsársins á
sunnudag kl. 14.30 í stofu 101 í Lögbergi.
Fyrirlesari er Ágúst Hjörtur Ingþórsson
M.A. Nefnist fyrirlesturinn „Til vamar
lýðræðinu" og fjallar um kenningar
nokkurra stjómspekinga um hvemig
réttlæta megi lýðræðið.
Fundir
Félagsfundur hjá JC Nes
Fyrsti félagsfundur JC Nes verður hald-
inn þriðjudaginn 6. september kl. 20.30 í
Félagsheimilinu á Seltjamamesi. Gestur
kvöldsins verður frú Bryndís Schram
sjónvarpsmaður.
Sýningar
Sýning Sóleyjar í Gerðubergi
Sóley Ragnarsdóttir sýnir cohage-myndir
og einþrykksverk unnin með blandaðri
tækni. Myndimar em 34. Sýningin stend-
ur til 10. september og er opin mánudaga
til fimmtudaga kl. 9-21, fóstudaga kl. 9-19
og um helgar kl. 15-19.
Málverkauppboð á Hótel Borg
Fimmtánda málverkauppboð Gallerí
Borgar verður haldið sunnudaginn 4.
september og hefst kl. 15.30 á Hótel Borg.
Boðnar verða upp 70 myndir eftir um það
bil fjörutíu höfunda. Meðal verka verða
tvær myndir eftir Óla Túbals og Guð-
mund frá Miðdal, teikningar eftir Þor-
vald Skúlason og Finn Jónsson, ohu-
myndir eftir Gísla Jónsson, Jón Þorleifs-
son, Mugg, Nínu Tryggvadóttur og Ás-
grím Jónsson og vatnslitamyndir eftir
Asgrim Jónssón og Gunnlaug Blöndal.
Eins og áður segir hefst uppboðið kl. 15.30
og er haldið á Hótel Borg.
Ný rakarastofa í Nóatúni
Lýður Sörlason hefur opnað nýja hár-
greiðslustofu að Nóatúni 17 í Reykjavík.
Lýður rak um tíu ára skeið rakarastof-
rma í húsi Eimskipafélagsins ásamt Páli
Sigurðssyni. Sú stofa hefur nú verið lögð
niður. Á nýju stofunni verður veitt öU
venjuleg hársnyrtiþjónusta. Síminn þar
er 622677.
Mynd mánaðarins í
Listasafni íslands
í Listasafni íslands fer vikulega fram
kynning á mynd mánaðarins. Mynd sept-
.embermánaðar er oUumálverk Þorvalds
Skúlasonar, Komposition (Höfnin), frá
árinu 1938 og var málverkið keypt til
safnsins sama ár. Þorvaldur Skúlason
fæddist árið 1906 og nam við Statens
Kunstakademi í Osló og síðar við einka-
skóla Marcel Gromaire í París. Þorvaldur
var einn helsti brautryðjandi íslenskrar
nútimalistar. Hann lést árið 1984. Leið-
sögnin „Mynd mánaðarins" fer fram í
fylgd sérfræðings alla fimmtudaga kl.
13.30 og er leiðsögnin ókeypis. Listasafn
íslands er opið alla daga nema mánudaga
kl. 11-17 og er veitingastofa hússins opin
á sama tíma.
Eurytmi
- list meðvitundarinnar
í byrjun september kemur hingað til
landsins Fantasia eurytmi ensemble.
Hópurinn hefur aðsetur í Jáma í Svíþjóð
þar sem er starfrækt eurytmi deild við
Rudolf Steiner Sáminar. Stjómandi og
danshönnuöur hópsins er Peter de Voto.
Upplesari er Antonius Zeiher. Sellóleik-
ari er Eva Rydström. Hópurinn mun
halda stutt kynningamámskeiö á Sól-
heimum í Grímsnesi 7. sept. og í Reykja-
vík 9. og 10. sept., fyrir þá sem áhuga
hafa á að kynnast þessari mjög sérstæðu
list. Nánari upplýsingar um timasetn-
ingu gefur Sigrún Harðardóttir, s.
91-30181. Sýning verður á Sólheimum í
Grímsnesi fimmtud. 8. sept. kl. 20 og í
Félagsheimili Kópavogs sunnudagskvöld
11. sept. kl. 20 og á mánudagskvöld 12.
sept. kl. 20.