Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. 61 LífsstíU Ökuferð um þrjú héruð í austurhluta Frakklands Arbois Broddgaltarfoss Sigðarskarð Q Annecy Beðið eftir sæfarendum. Annecyvatn býður upp á siglingar i stórkostlegu landslagi. byggður til heiðurs herförum Mark- úsar Árelíusar árið 167. Arc-et-Senans heita konunglegar saltnámur frá 18. öld skammt suð- vestur af Besancon. Þar er nú ekki lengur unnið salt en námurnar þykja einhver glæsilegasta verksmiðja í heimi. Námurnar mynduðu reyndar kjarnann í eins konar draumaborg þar sem reynt var að skapa þægilegt umhverfi fyrir verkamennina sem þar unnu. Hönnuður þessarar fram- sæknu borgar hét Claude-Nicolas Ledoux og nú hýsa námurnar safn um áform hans og kenningar þar sem spekingar koma saman og ræða skipulag borga framtíðarinnar. Hús Pasteurs Höldum áfram út á þjóðveg núm- er 83 og förum suður til Arbois, lítils þorps í fallegu daiverpi. Þorpið lætur Mtið yfir sér við fyrstu sýn, virðist heldur sofandalegt eins og svo mörg frönsk þorp af þessari stærð, en þar leynist ýmislegt ef betur er að gáð. Arbois er umkringt vínekrum og þar sem gott vín er bruggað er óhjá- kvæmilega hægt að borða góðan mat. Arbois er þar engin undantekn- ing. Einn þeirra veitingastaða, þar sem vert er að staldra við, er La Fi- nette, ekta sveitakrá með viðar- klæðningu og stórum bitum í lofti. Svo hefur La Finette það fram yfir aðra staði í Arbois að þar vann eitt sinn íslenskur menntaskólapiltur sumarlangt fyrir tæpum tuttugu árum. Þorpið er Mka frægt fyrir aö þar bjó eitt sinn einhver frægasti vís- indamaður allra tíma, sem svo átti eftir að verða, sjáh'ur Louis Pasteur, faðir gerilsneyðingarinnar. Þangað flutti hann á unga aldri með foreldr- um sínum og gekk þar í barnaskóla. Hús föður Pasteurs, hulið vafnings- viði upp undir þakskegg, stendur viö aðalgötu þorpsins og ætti því ekki að fara fram hjá neinum sem þangað leggur leið sína. Náttúrufegurð er mikil í kringum Arbois eins og alls staðar í þessum hluta Frakklands og suðaustur af þorpinu eru margir skeifulaga dalir umkringdir háum klettum. Einn þeirra er Reculée des Planches og skammt frá honum er fossinn Cuis- ance sem er ævintýri líkastur. Sest við Broddgaltarfoss Talandi um fossa þá veröur ann- ar slíkur á vegi ferðalangsins á leið- inni að Sigðarskarði ef þjóðvegi 83 er fylgt frá Arbois til Lons-le-Saunier og stefnan síðan tekin í austur á þjóð- vegi 78. Það er Broddgaltarfoss, eöa Cascades du Hérisson. Að vísu þarf að aka um allnokkurn veg út frá aðalbrautinni en hafi menn nægan tíma er krókurinn vel þess virði. Broddgaltarfoss er lengst inni í dal- botni og er ekið fram hjá að minnsta kosti tveimur litlum stööuvötnum og nokkrum bændabýlum áður en áfangastaðnum er náð. Broddgaltar- foss er ekki stór en ákaflega fallegur og með fram göngustígunum upp að honum eru bekkir þar sem hægt er að setjast og hlusta á vatnsniðinn, nú, eða dást að umhverfinu. Stystur vegur frá Broddgaltarfossi að lokaáfanga ferðarinnar, Annecy í Efri-Savoie-sýslu, liggur um Genf í Sviss. Til að komast þangað er stefn- an tekin beint á AlpafjölMn þar til bugðóttur vegurinn ber mann upp í Mðlega 1300 metra hæð í Sigðar- skarði. Þar eru stórir snjóskaflar ut- an vegar langt fram á vor alveg eins og á íslenskum fjallvegum en heldur eru akstursskilyröin nú betri. Jafn- vel lofthræddir menn þurfa ekki svo mjög að óttast þegar sér niöur snar- brattar hlíðarnar ofan í fjalladalina. Heimamenn aka meira að segja til- tölulega varlega við þessar aðstæður þótt því fari oft víðs fjarri á vegum láglendisins. Útskot eru á veginum með reglulegu millibiM ef ökumaður og farþegar vilja njóta útsýnisins. En þvi miður hefur útskotagerðin oft ekki farið vegavinnumönnum betur úr hendi en svo, að hár trjágróður byrgir sýn að mestu, loksins þegar tækifæri gefst til myndatöku. Öku- maðurinn verður aö bíta í það súra epli en farþegar hans geta hæglega notið hrikalegrar náttúrufegurðar- innar. Smyglarar og grasafræð- ingar Þegar ekið er yfir landamærin frá Genf til Frakklands er komið í hérað sem heitir Savoie og skiptist í tvær sýslur. Efri-Savoie liggur að Sviss til norðurs og austurs en Ítalíu í suð- austri. Savoie-sýsla er þar fyrir sunnan, með ítalíu í austri. Savoie var sjálfstætt ríki fram eftir öldum þrátt fyrir innrásir af og til. Stjórn- endur héraðsins voru hertogarnir af Savoie og héldu þeir völdum til 1860 þegar ákveðið var í þjóöaratkvæða- greiðslu að sameina svæðið Frakk- landi. Savoie-héraðiö er paradís ferða- mannsins allan ársins hring. Svo hefur þó ekki alltaf verið. Frakkar héldu sig að mestu fjarri Alpasvæð- inu, ef undan eru skildir smyglarar, jarðfræðingar og grasafræðingar, fram til ársins 1786 þegar Mont Blanc, hæsta fjall Vestur-Evrópu, var kliflð fyrsta sinni. Upp frá því hafa fjallgöngumenn og aðrir göngu- garpar flykkst þangaö. Svipaða sögu er að segja af skíðaíþróttinni. Fyrstu vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Chamonix árið 1924 og drógu þeir athygM alheimsins aö möguleikum til skiðaiðkana í hlíðum Alpanna. Fjöldinn allur af skíðastöðvum hefur verið byggður við álitlegustu brekk- urnar þar sem allir geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi, hvort heldur það er nú kaupgetan eða svigfimin. Vetrarólympíuleikarmr 1992 verða haldnir á þessum slóöum, í borginni AlbertviMe, og frönsk stjórnvöld hafa þegar hafið miklar endurbætur á vegakerfmu til að taka á móti öllum þeim fjölda ferðamanna sem sækir slíka leika. Biskup í útlegð Annecy er höfuðstaður Efri- Savoie með eitthvert fegursta bæjar- stæði sem um getur. Borgin stendur við samnefnt vatn þar sem bæjarbú- ar og ferðamenn synda og sigla á alls kyns farartækjum á sumrin, litlum bátum jafnt sem stórum, þar sem gestum er boðið upp á ljúffenga máls- verði á meðan þeir gleðja augað. Umhverfis er svo fjallahringur Alp- anna með skógi vöxnum hlíðum og snævi þöktum tindum. Bæjarbúar eru sér vel meðvitandi um að það er náttúran sem dregur ferðamennina til Annecy enda hefur verið lagt ofurkapp á að vernda hana eins og kostur er. Fyrir nokkrum árum var vatnið orðið nánast dautt vegna mengunar en þá tóku bæjar- yfirvöld til óspilltra málanna og hreinsuöu það. Annecy á sér langa sögu. Borginni var stjórnað af hertogunum af Genevois frá 10. öld en 1401 tóku hertogarnir af Savoie við. Borgin öðlaðist þó ekki mikilvægan sess fyrr en árið 1535 þegar biskupinn af Genf var rekinn úr heimaborg sinni, ásamt fylgdarliði, viö siðaskiptin. Gönguferðir um borgina færa mann því langt aftur í aldir. í gamia hlutanum eru götur pg byggingar sem að hluta til voru byggðar á 12. og 14. öld. Meðal bygginga frá 12. öld- inni er fangelsið EyjarhölMn, Palais de lisle, sem stendur í miðri Thiou- ánni sem rennur í gegnum borgina úr Annecyvatni. Allt þar í kring eru hús og byggingar frá 15. og 16. öld, bogagöng meðfram götunum þar sem íbúarnir kaupa allt í matinn af sölu- borðum utan dyra. Þar eru ostarnir fallegir, að ekki sé talað um pylsurn- ar og reyktu svínalærin. Á austurbakka Vatnsins gnæfir miðaldakastali uppi á hárri hæð við þorpið Menthon-Saint-Bernard og er hann til sýnis almenningi. Aðeins lengra út með vatninu er glæsihýsi þar sem Jean-Claude „Baby Doc" Duvalier, fyrrum einræðisherra á Haiti, dvaldi fyrir tveimur árum eða svo, viö litlar vinsældir íbúanna, í upphafi útlegðar sinnar í Frakk- landi. Til allra átta Annecy er vel í sveit sett fyrir þá sem hafa áhuga á að kanna Alpahér- uðin. Genf er aðeins steinsnar í burtu svo og baðbærinn Aix-les-Bains við Bourgegt-vatn. Þar hafa leitaö sér heilsubótar ekki ómerkari menn en Gratianus, keisari þeirra Rómverja á 4. öld. Þá tekur ekki nema tæpar tvær klukkustundir að aka til Lyon, Mekka franskrar matargerðarlistar. Sunnar verður ekki haldið að sinni. Heimleiðin er eftir eigin vaM því í Frakklandi, eins og annars staðar, Mggja vegir til allra átta. -gb Dyttað að bátunum við Doubs-fljót i austurhluta Frakklands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.