Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Page 12
12 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988, Uppáhaldsmatur á sunnudegi Gúllasið hans Helga Pé „Ég sá einhvem tíma þátt eöa brot úr þætti í norska sjónvarpinu, þar sem rætt var við matreiðslumann norsku hirðarinnar," sagði Helgi Pétursson, sjón- varpsstjama á Stöð 2, er DV leitaði eftir uppáhalds- uppskrift hans. „Matreiðslumeistarinn var að segja frá nokkrum uppáhaldsréttum Ólafs Noregskon- ungs og þar á meðal var þessi, giillas með kúm- eni, sem ég hripaði niður 1 flýti,“ sagði Helgi enn- fremur. „Svona réttir þróast ailtaf í meðförum en þegar ég þarf að ná mér í prik hjá fjölskyldunni, sem er oft, býð ég í þennan rétt. Hann.hefur ekki bmgðist.“ Það ervel til fundið hjá Helga að bjóða lesendum upp á konunglega uppskrift nú þegar heimsókn Ólafs Noregskonungs er nýlokið. Rétturinn virðist gimilegur og upplagður í helgarmatinn. Uppskriftin er ætluð fýrir sex og hún lítur svona út. Konunglegt gúllas 800 gr nautagúllas. Tvö græn epli. Tveir góðir laukar. Ein sítróna. Tvær tsk. paprikuduft. Tvær tsk. kúmen, saxað smátt. Hveiti, ijómi, salt, pipar og olía. Saxið eplin og laukinn smátt og steikið vel í olíu. Stráið papriku yfir og annarri teskeiðinni af kúm- eninu. Skerið börkinn af sítrónunni með ostaskera, saxið smátt og setjið út í. Þá er kjötið sett á pönn- una og ca. ein matskeið af hveiti. Kryddað með salti og pipar eftir smekk: Látið krauma vel og setj- ið seinni teskeiðina af kúmeninu yfir. Þegar kjötið er orðið meyrt er safinn úr sítrónunni kreistur yfir. Sósan er þykkt með rjóma. Rétturinn er bor- inn fram með hrísgrjónum og snittubrauði. -ELA ÓlafsVhjá SMÁAUGLÝSINGflR Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.