Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988. 9 Útlönd Augusto Pinochet, forseti Chile, er einn í framboói í forsetakosningunum sem fram fara í dag. Simamynd Reuter Skemmdar- verk í Chile Skemmdarverkamenn sprengdu í gærkvöldi fjóra háspennutuma í loft upp með dýnamíti og gerðu þar með sextán hundruð kílómetra langa landræmu af Chile rafmagnslausa, aðeins nokkrum klukkustundum áður en forsetakosningar áttu að heflast í morgun. Sjö milljónir Chilebúa eru á kjör- skrá og hafa því réttindi til að segja skoðun sína á því hvort Pinochet hershöfðingi á að gegna forsetaemb- ætti í átta ár í viðbót. Lögreglan sagði að tumamir hefðu verið í sveitahémðum skammt frá Santiago og að miðhluti Chile hefði orðið rafmagnslaus. Patricio Aylwin stjómarandstöðu- leiðtogi sagði að rafmagnsleysinu helði verið ætlaö að hræða fólk og fá það til að sitja heima á kjördag til að koma í veg fyrir ósigur Pinochets. Sprengingar heyrðust í austur- hluta Santiago og örskömmu síðar varð allt myrkt í borginni, en þrjátíu mínútum síðar kom rafmagniö aftur ár. Lögreglan sagði að einungis hefði verið um að ræða hávaðasprengjur sem engum skáöa hefðu valdið. Andstæðingar herforingjastjómar- innar hafa sakað hana um að ætla að reyna að svindla í kosningunum eða frnna leið til að aflýsa þeim. Stjórnin hefur sakað skæruliða kommúnista um að hafa staðið fyrir sprengingunum og öðrum skemmd- arverkum til að reyna að eyðileggja forsetakosningamar. Reuter Flóð í Malaga Pétur L. Pétursson, DV, Barœlona; Alls hafa sex manns drukknað í flóðum-í Malaga að undanfórnu. Flóðin hafa valdið gífurlegu tjóni. Stöðugar rigningar hafa leikið suðurhluta Spánar grátt aö und- anförnu og hefur verið lýst yfir neyðarástandi á mörgum svæðum. Flóðin hófust á laugardag með gif- urlegu hagléli sem lagði vínupp- skeru svæðisins í rúst. Haglélið skildi eftir sig meira en eins metra þykka spjóbreiðu. Síðan þá hefur ekkert lát verið á úrkomu. Tjónið hefur verið einna mest í þorpunum Mijas og Fuengirola, en það síðamefnda er vinsæll sumar- dvalarstaður íslendinga. Talið er að tjóniö í þessum tveimur þorpum nemi milljörðum íslenskra króna. Önnur svaeði, sem hafa orðið illa úti við úrkomuna, era La Mancha, heimahéraö Don Kíkóta, og Melilla, spænsk borg á norðurströnd Afríku. Neyöarástandi hefur verið iýst yfir á mörgum stööum á suöurströnd Spánar. Samkvæmt veöurfréttum er útlit fýrir aö veðrið batni í þessari viku og hefur því neyðarástandi verið aflétt á nokkrum svæðum. Fáwiðri veldur grfuriegu tjóni Francois Mitterrand Frakklands- forseti heimsótti í gær borgina Nimes í Suður-Frakklandi þar sem ellefu manns létust í fárviðri sem gekk yfir borgina á mánudagjnn. Margra er enn saknað og óttast menn að fleiri lík eigi eftir að finnast í bílflökum sem enn era í kafi eftir gifurleg flóð. Einn þriðji hluti borgarbúa, eða fjöratíu og fimm þúsund manns, er nú heimilislaus. Tjónið af völdum flóðanna er tahð nema nær þrjátíu milljörðum króna. Lofaði forsetinn að allt yrði gert til þess að aðstoða borgarbúa. Tugir manna meiddust er vatn flæddi um götur borgarinnar, kast- aði bílum upp að húsveggjum og olli rúðubrotum. Vatn flæddi inn í versl- anir, verksmiðjur og vöruhús og ekki er fyrirsjáanlegt hvenær hægt verð- ur að opna aftur. Skólar vora lokaðir í gær og lestar- ferðir til borgarinnar lágu niðri. Reuter Ibúi í Nimes í suðurhluta Frakklands leitar aö bíl sinum sem hvarf i fióöun- um sem gengu yfir borgina á mánudaginn. Simamynd Reuter EGILL VILHJÁLMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202 fð Jeep Cherokee LAREDO Eigum örfáa bila af 1988 arg. a verði frá því fyrir gengisfellingu til afgreiðslu STRAX! Sendum i póstkröfu w »hummel M SPORTBÚÐIN Ármúla 40, Reykjavík, sími 83555 Eiðistorgi 11, Seltjarnarnesi, 2. hæð, sími 611055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.