Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988.
17
Lesendur
Ríkisstjórn Steingrims Hermannssonar. - „Sannkölluð Happaþrenna".
Nafii á nýju ríkisstjómina:
Happaþrenna skal hún heita
Ásgrímur hringdi:
Það hefur verið vani að einkenna
ríkisstjómir hér á landi með ýmsu
móti, svo sem viðreisnarstjórn, ný-
sköpunarstjórn, o.s.frv. - Eða þá að
nefna þær eftir þeim forsætisráð-
herrum sem þær hafa myndað. Sú
nýja stjóm sem tók við völdum á
dögunum getur varla dregið nafn af
skapara sínum. það hreinlega fer
ekki vel í munni að kalla hana Stein-
grímu eins og einhver var að ýja að
fyrir nokkru.
Þessi stjórn verður að fá eitthvert
sérstakt heiti og taka þá nafn sift af
einhveiju því sem hana einkennir
eða hún rekur uppmna sinn tiL -
Ég legg til að hið ágæta nafn „Happa-
þrenna" sem Kristín Halldórsdóttir,
þingkona Kvennalistans, gaf þessari
ríkisstjórn í grein í DV í dag verði
hið endanlega nafn stjórnarinnar.
Að vísu bætti Kristín orðinu „bón-
us“ við, vegna þess gildisauka sem
Stefán Valgeirsson gefur henni og
gæti þá fullt nafn stjórnarinnar verið
Happaþrenna'með bónus. - En mér
íinnst að í daglegri umræðu manna
á meðal megi að ósekju kalla þessa
stjórn Happaþrennu. Stjómina tókst
að mynda með heppninni einni sam-
an og flokkarnir sem að henni standa
eru þrír og því er núverandi ríkis-
stjórn sannkölluð Happaþrenna.
Leiðinlegt útvarp
á morgnana
Þór Gunnarsson hringdi:
Það er annars furðulegt hvað all-
ar þessar nýju útvarpsstöðvar hafa
lítið auðgað þá dagskrá sem fólki
er boðið upp á. í fyrstunni lofaði
þetta allt góðu og manni fannst sem
þetta yrði talsverð bót að þvi leyt-
inu til að fólk gæti í raun vahð úr,
t.d. hvað tónhst varðar. Sumir
héldu sig einfaldlega við gömlu
gufuna og aðrir skiptust svo á hin-
ar stöðvamar, eftir því hvaða tón-
hstarsmekk menn höfðu Það
myndi verða, héldu menn, sín hver
tegund tónhstar á stöðvunum. - En
það varð ekki raunin.
Að vísu kom ein stöð inn í mynd-
ina nokkuð fljótt, Ljósvakinn, þar
sem leikin var tónlist svo th stans-
laust og án mikiha eða stöðugra
innskota um ekki neitt, frá morgni
til kvölds. Þessi stöð var mörgum
mjög kærkomin til hlustunar, þar
sem þarna voru leikin vinsæl ný
og gömul dægurlög ásamt klassísk-
um lögum eða brotum úr klassísk-
um verkum. Uppistaðan var þó
svoköhuð „lyftutónhst" eða af-
þreyingartónhst. - Stöðin var því
miður lögð niður fyrirvaralaust.
Engar skyldur við þá sem höfðu
„ánetjast" stöðinni sem fastir og
þakklátir hlustendur!
Og nú er engin slík stöð til í
landinu, nema hjá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvehi, en hana meg-
um við ekki hlusta á, hún sendir
út í kapalkerfi.
Á morgnana eru útvarpsstöðv-
arnar hér hver annarri leiðinlegri,
allar með sömu tónhstina, grað-
hestamúsík samkvæmt vinsælda-
hsta, og hundleiðinleg innskot um-
sjónarmanna stöðvanna. Hver hef-
ur t.d. áhuga á fréttapisth frá
Þýskalandi, Bandaríkjunum eða
Svíþjóð? Eða upplestri úr lands-
málablöðum eins og Skuth eða
Dagskrá? Nú, eða þá fréttum utan
af landi, eins og um það að önnur
hver kerling í einhverju þorpinu
gangi ýmist með berjafötur eða
sláturbala þessa dagana!
Gamla gufan er góð að sínu leyti,
en þar er heldur mikil klassík
svona snemma dags. Hvers á sá
fjölmenni hópur landsmanna að
gjalda sem vill hlusta á samfehda
afþreyingartónhst, þótt ekki ýæri
nema mihi kl. 7 og 9 á morgnana?
FRÁ MENNTA-
MALARAÐUNEYTINU
Lausar stöður við framhaldsskóla.
Við Iðnskólann í Reykjavík er laus til umsóknar staða
bókasafnsfræðings frá og með 1. desember nk.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 150 Reykjavík, fyrir 1. nóvember nk.
Menntamálaráðuneytið
M.B. 280 SE 1983
Ekinn 103 þús. Topplúga rafdr. Centrallæsingar
aflbremsur, plussáklæði.
Upplýsingar í síma 671900
Nýr 1988
GMC SIERRA CLASSIC
6,2 dísil
Rafmagnshurðalæsingar, rafmagnsrúðu-
upphalarar. Sjálfvirkur hraðastillir, stereo
útvarp og segulband, veltistýri, sjálfskiptur
m/overdrive.
Rally sportfelgur 31" dekk, læst drif 3,73
drifhlutfall.
Upplýsingar í síma 92-46641 eða 985-21341.
ik
'rvMytatvyx'
Dans kemur í veg fyrir ýmislegt neikvætt,
sérstaklega hjá strákum. DV fór í dansskóla
Auðar Haralds í vikunni þar sem rætt var
við dansfólk, yngra sem „aðeins eldra".
Viðmælendur voru sammála um að það
vantaði stráka til að dansa við. En hvers
vegna ekki aðtvinna dans saman við skóla-
kerfið, einu sinni í viku t.d.?
Þar sem Islendingar eru mikið fyrir að
skemmta sér, því þá ekki að kenna krökkum
að dansa svo þeir kunni það? Það yrði e.t.v.
til að minnka áfengisneyslu á skólaböllum.
í Lífsstíl á morgun verður einnig sagt frá
átta danspörum sem búin eru að halda sam-
an í átta ár.
Nýlega voru gef nar út fyrstu
íslensku næringarefnatöflurn-
ar. Töfluheftin eru tvö og í
þeim eru upplýsingar um efna-
innihald íslenskra matvæla.
Tilgangurinn með útgáfunni
er að draga saman og gera
aðgengilega þá þekkingu sem
er til staðar á efnainnihaldi ís-
lenskra matvæla.
I Lífsstíl á morgun verður
þessum töflum lýst enn frekar
og gerð grein fyrir gagnsemi
þeirra fyrir almenning sem og
sérfræðinga.