Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Qupperneq 6
6
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988.
Sandkom
Hvað erhann þá?
Þaðvaktimikla
athygliaðí
umræðumá
Alþingiísíð-
ustuvikusá
Guðrún Helga-
dóttir.forseti
þingsins, sigtil-
neyddaaðtil-
kynnaþaðað
Hjörleifur
Guttormsson
ílokksbróðir
hennarværi
ekki utanríkis-
mál. Ef einhverjir hafa haldið það þá
vita þeir nú hið sanna þ ví Guðrún
hlýtur jú að vita þetta. En hvað er
Hj örleifur þá? Fyrir nokkrum árum
vakti Hjörleifur mikla athygli á þing-
inu vegna óstöð vandi löngunar til að
tala úr ræðustól og þá varð til orðið
„hjörl“. Ef sáldrari Sandkornsí dag
man rétt átti þetta orö að mæla þann
tíma sem þingmenn eyddu í ræðustól
og talað var um að þessi eða hinn
þingmaðurmn hefði talað í svo og s vo
mörg „hjörl“. En nú hefur forseti
sameinaðs þings kveðið upp úr með
að Hjörleifur sé ekki utanrikismál,
og ætli hann sé þá ekki bara „þjörl“?
Ekkiallir með
Málmálannai
siðustuviku
varánefaein-
okunarsamn-
ingur 1. deildar
liöannaíhand-
knatdeikvið
Stöð2oghurfu
önnurmálgjör-
samlegaí:
skuggann. Svo
mikiðlááaö
geraþennan
samningaðeitt
liðannaísam-
tökum iiðanna hafði ekki hugmynd
um samninginn fyrr en hann haíði
verið undirritaður. Þetta er KA á
Akureyri og er mikil óánægj a meðal
KA-manna vegna samningsins. KA-
menn benda á að þeirra fy lgismenn
hafi ekki möguleika á að fylgja liði
sínu í útileiki og því eigi þeir að geta
horft á leiki liðsins í sjón varpi. En
þeir eiga ekki allir myndlykil þótt
þeir séu í hópi þeirra 95% þjóðarinn-
ar sem forráðamenn Stöðvar 2 segj -
astnátil.
Allterþetta
málhiðfurðu-
legasta.og
kemurtilmeð
aðbitnaásam-
tökumhand-
knattieiksfé-
iagaálandinu,
HSÍ, þótt liöin í
l.deildkarla
iáimeirafyrir
sjónvarpssend-
ingarenáður.
Jóni Hjaltalín,
semífyrstu
lýstiyfiránægju með samninginn,
varð þetta þóst enda fór s vo að hann
og ritstjómarmenn HSÍ treystu sér
ekki til aö mæla með þessum samn-
ingi. En félögin ráða í þessu tilfelli,
a.m.k. þau þeirra sem málið var bo-
rið undir áður en samningurinn var
undirritaöur.
Údýrtá
„Hrafninn"
Tsandkomisl.
mánudagvar
látiðíþaðskína
aðHrafhGunn-
laugssonværi
orðinnyfir-
maðurverð-
lagstnálahérá
landi, a.m.k.
hefðihannhaft
einnmeðmiða-
verðaðgeraá
nýjustumynd
sina,ískugga
hrafnsins.
Margir munu hafa bölvað 600 króna
miðaveröí í miðasölu Laugarásbíós,
en ónefndur „kmmmf' hvíslaði því
að undirrituðum að þetta miðaverð
væri ósköp eðlilegt. Hefö mun vera
fyrir því að miðaverð á innlendar
myndir sé helmingi hærra en á er-
lendar myndir og þ ví eigi að kosta
600 krónur á mynd Hrafns eða jafn-
vel meira þar sem myndin sé lengri
en „venjulegar" myndir.
Gylfi Krisljánsson
Fréttir
_____________DV
Stjómmálaályktun Sjálfstæðisflokksins:
Gengisfelling fram fyrir
baráttuna við verðbólgu
I stjórnmálaályktun flokksráðs- og
formannaráðstefnu Sjálfstæðis-
flokksins lýsir flokkurinn andstöðu
sinni við þær miklu millifærslur og
skattaálögur sem ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar hefur gripið
til.
„Ríkisstjórnin heldur uppi röngu
gengi íslensku krónunar, færir til
fjármagn og tekur erlend lán til að
greiða verðbólguna niöur. Þessar
bráðabirgðaaðgerðir færa stjórn efn-
hagsmála marga áratugi aftur í tím-
ann og byggjast á geðþóttaákvörðun-
um stjórnvalda. Þær mismuna stór-
lega fyrirtækjum og atvinnugreinum
og skerða stórlega lifskjör þjóðarinn-
ar. Þegar þessum aðgerðum lýkur
magnast verðbólga á ný en hún er
höfuðmeinsemd íslensk efnhagslífs,"
segir í ályktuninni.
I máli Friðriks Sophussonar, vara-
formanns Sjálfstæðisflokksins og
formanns stjórnmálanefndar ráð-
stefnunar, kom fram að fallið hefði
verið frá því að minnast á baráttuna
við verðbólguna í þeim hluta álykt-
unarinnar sem fjallaði um stefnumál
Sjálfstæðisflokksins. Ástæðan var sú
að þar er þess krafist að gengi ís-
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti Framsóknarflokknum
sem höfuðandstæðingi sjálfstæðismanna á flokksráðs- og formannaráð-
stefnu fiokksins á Hótel Sögu um helgina. DV-mynd KAE
Hér heldur Arni Sigfússon, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna,
á samanpressuðum áldósum sem umhverfismálanefnd lagði fram sem fund-
argagn á flokksráös- og formannafundi sjálfstæðismanna á Hótel Sögu um
helgina. Á fundinum kom fram að urðun brotajárns mundi kosta um 1.750
j krónur á hvert tonn en ef brotajárninu væri pakkað og selt út væri hægt
aö gera það meö um 1.400 króna tapi miðað við hvert tonn.
lensku krónunar verði leiðrétt.
Gengisfelling hefur áhrif til hækkun-
ar verðlags og þar með aukinnar
verðbólgu. Það var því mat nefndar-
innar að það gæti ekki farið saman
að krefjast gengisfellingar og minnk-
andi verðbólgu.
í ályktuninni eru síðan raktar ýms-
ar þær aðgerðir sem Sjálfstæðis-
flokkurinn vill að gripið verði til og
eru þær nánast þær sömu og fólust
í tillögum Þorsteins Pálssonar í síð-
ustu ríkisstjórn.
Um aðgerðir ríkisstjómarinnar
vegna erfiðleika í útflutningsgrein-
um segir síðan:
„Vinstri stjórn Steingríms Her-
mannssonar hyggst nota þessa erfið-
leika sem yfirvarp til að koma á opin-
berri skömmtunarstjórn og eyða
þeim árangri sem náðst hefur að
undanfornum árum undir forystu
sjálfstæðismanna. Slík stefna hefur
hvarvetna leitt af sér stöðnun og aft-
urför og er í hróplegri mótsögn við
nútíma stjórnarhætti í vestrænum
lýðræðisríkjum."
-gse
Framsóknarflokkurinn
er höfuðandstæðingur
I máli Þorsteins Pálssonar, form-
anns Sjálfstæðisflokksins, á flokksr-
áðs- og formannaráðstefnu flokksins
kom fram að hann metur ástandið í
stjórnmálum svo að Framsóknar-
flokkurinn sé nú höfuðandstæðingur
Sj álfstæðisflokksins.
Þorsteinn sagði ástæðuna vera þá
að Framsókn heföi forystu um þá
framsókn til fortíðar sem ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar stæði
fyrir. Alþýðubandalagið, sem enn
væri sá flokkur sem stæði lengst frá
grundvallaratriðum Sjálfstæðis-
flokksins, ætti nú í umtalsverðum
erfiðleikum innanbúðar. Alþýðu-
flokkurinn virtist hafa ákveðið að
setja lítinn svip á íslensk stjórnmál
á næstunni en einbeita sér að því aö
koma flokknum undir sama hatt og
Alþýðubandalagið. Um hina stjórn-
andstööuflokkana sagði Þorsteinn
lítið en tók fram að enn væri þíða
af hálfu sjálfstæðismanna í sam-
skiptum flokksins við Borgaraflokk-
inn. -gse
Svona á fálkinn í merki Sjálfstæðisflokksins að líta út á næsta ári þegar
flokkurinn verður 60 ára. Til hliðar má sjá gamla fálkann.
Nýr fálki í til-
efni af afmælinu
Á flokksráðs- og formannafundi
Sjálfstæðisflokksins á Hótel Sögu um
helgina var kynnt nýtt merki flokks-
ins sem notað verður á næsta ári
þegar flokkurinn heldur upp á 60 ára
afmæli sitt. Ekki féll öllum fundar-
manna merkið jafnvel. Haraldur
Blöndal hæstaréttarlögmaður flutti
tillögu ásamt öðrum um aö þessu
merki yrði hafnað. Tillagan var hins
vegar ekki borin undir atkvæði held-
ur vísað til miðstjórnar flokksins. í
athugasemdum sínum við þessa
málsmeðferð sagðist Haraldur fallast
á hana en í þeirri trú að miðstjórn
beitti ýtrustu íhaldssemi varðandi
merki flokksins.
Hið nýja merki er stílfærð útfærsla
á gamla merkinu og hafa íslensku
fánalitirnir verið settir á fuglinn.
-gse
Kanaríeyjar:
Tvö leiguflug
felld niður
„Það voru felld niöur tvö leiguflug
til Kanaríeyja, þann 4. nóvember og
25. nóvember. Farþegarnir, sem áttu
bókaö, fóru með áætlunarflugi, svo
að enginn varð af neinu,“ sagði Tóm-
as Tómasson hjá Samvinnuferðum
Landsýn í viötali við DV.
Feröirnar umræddu voru farnar í
samvinnu Samvinnuferöa, Útsýnar
og Flugleiöa. Reyndust bókanir í
ferðimar svo fáar að farþegarnir
voru sendir með áætlunarflugi.
„Þetta er segin saga með fyrstu ferð-
irnar á haustin, það detta alltaf ein-
hverjar út,“ sagði Tómas. ,-,En svo
lifnar þetta fljótlega við og sam-
kvæmt bókunum okkar núna á ég
alls ekki von á að fleiri ferðir veröi
felldar niður.“
Tómas sagöi ennfremur aö bókanir
í dýrari ferðir væru á rólegri nótun-
um núna. Fólk notfæröi sér hins veg-
ar tilboðsferðirnar út í æsar. Þá væri
meira um bókanir í dagsferðir og
tveggja daga ferðir en verið hefði.
-JSS