Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Side 25
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988. 25 linu. Hér veður hann inn og heyr einvígi DV-mynd Gylfi ntak igur KA á Akureyri hálfleik. Skyttur liðsins komust lítið áleiðis í leiknum og Guðmundur á lín- unni var ekki öfundsverður að ná til þeirra bolta sem á hann voru gefnir enda missti hann af þeim flestum. En þrátt fyrir ósigurinn er óþarfi fyrir KA-menn að örvænta, liðið er betra en áður, en það er auðvitað slæmt fyrir lið sem ætl- ar sér að vera í toppbaráttu að tapa stig- um á heimavelli. Mörk KR: Alfreð Gíslason 6(2), Sigurð- ur Sveinsson 4, Páll Ólafsson 3, Konráð Ólafsson 3(1), Jóhannes Stefánsson 3. Mörk KA: Jakob Jónsson 7(1), Pétur Bjarna 5, Erlingur Kristjánsson 3(1), Sig- urpáll Aðaisteinsson 2(2) og Þorleifur Ananíasson 1. Dómarar voru Gunnar Kjartansson og Rögnvaldur Erlingsson. Þeir dæmdu vel þótt auðvitað gerðu þeir sín mistök eins og aðrir í þessum harða leik. í * 1, deild Stada Valur 3300 82-59 6 KR 3300 73-59 6 KA 3201 73-63 4 I Grótta.... 3201 65-63 4 ! FH 3201 71-65 4 ! Víkingur 3 1 0 2 70-76 2 ( UBK 3102 64-70 2 ÍBV 3102 63-72 2 Stjarnan .3 0 0 3 61-67 0 Fram 3003 61-89 0 íþróttir Valur ekki í vandræðum - Stjaman bætti stöðuna í lokin og Valur vann 20-16 íslandsmeistarar Vals gátu leyft sér að slaka verulega á og láta skipti- mennina um að klára leikinn við Stjörnuna í Digranesi í gær. Staðan var 19-11 þegar sjö mínútur voru eft- ir en fimm Stjörnumörk í röð og einn fleygur Sigurðar Sveinssonar á síð- ustu sekúndunni breyttu lokatölun- um í 20-16. Stjarnan skoraði aöeins tvö mörk fyrstu 20 mínútumar, staðan þá 7-2 og síðan 10-4 í hléi. Þrátt fyrir ágæt- an kafla Stjörnunnar í byrjun síðari hálfleiks varð minnsti munur þá fjögur mörk. Valsmenn spiluðu út trompunum strax, firnasterkri vörn og kraftmikl- um sóknum þar sem allir eru jafn- hættulegir. Jón Kristjánsson átti einna bestan leik og margar sending- ar Sigurðar Sveinssonar voru frá- bærar en hann tók lífinu of létt á lokakaflanum. Einar varði vel og einnig skiptimaður hans, Páll Guðnason. Stjarnan er með betra lið en staðan í deildinni segir, enda eru Garð- bæingarnir búnir með þau þrjú lið sem reiknað var með á toppnum. Liðið er ungt og reynslulítið en mik- ið býr í því og það ætti að lyfta sér fljótlega upp í miðja deild. í þetta skiptið voru mótherjarnir einfald- lega alltof sterkir og ekki bætti úr skák að Gylfi Birgisson meiddist á nára í fyrri hálfleiknum og Sigurður Bjarnason fékk rauða spjaldið fyrir sáralitlar sakir eftir 20 mínútna leik. Axel Björnsson er liðinu greinilega góður styrkur, öflugur hornamaður og sterkur miðjumaður í vörn. Mörk Stjörnunnar: Axel Björnsson 4, Hafsteinn Bragason 3, Skúli Gunn- steinsson 3, Hilmar Hjaltason 3/1, Valdimar Kristófersson 1, Þóroddur Ottesen 1, Valdimar Kristófersson 1. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 5, Sig- urður Sveinsson 5/2, Valdimar Grímsson 4, Júlíus Jónasson 3, Jakob Sigurðsson 2, Geir Sveinsson 1. Sigurður Baldursson og Björn Jó- hannesson dæmdu þokkalega en það var alger óþarfi hjá Sigurði að sýna nafna sínum Bjarnasyni rauða spjaldið fyrir að sparka í stól sem ekkieinusinnitókstáloft! - -VS HALIFAX NEWYORK PORTSMOUTH VIÐBÆTUM ÞJÓNUSTUNA OG FÆRUM AMERÍKUIMÆR! Með siglingum vestur um haf á 10 daga fresti í stað 14 daga áður styttum við bilið milli íslands og Ameríku um 30%. Nú höfum við Reykjafoss og Skógafoss í stöðugum beinum siglingum til New York, Portsmouth og Halifax. Nýja siglingakerfið er stórbætt þjónusta við alla inn- og útflytjendursem eiga viðskipti í Vesturheimi. HALiFAX NEWYORK/ PORTSMOUTH F.K. Warren Ltd. • EIMSKIP USA P.O.Box 1117 Wheat Building - Suite 710 2000 Barington St P.O.Box 3589 Suite 920 Cogswell Towers Norfolk, Virginia, 23514 U.SA. Halifax, N.S.B3J2X! Sími: 804-627-4444 Sími: 902-423-8136 Gjaldfrjáls sími: 800-446-8317 Telex: 019-21693 Telex: 684411 Telefax: 902-429-1326 Telefax: 804-627-9367 C3 FLUTNINGUR ER OKKAR FAG EIMSKIP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.