Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Side 26
26
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988.
Samtök um byggingu tónlistarhúss
AÐALFUNDUR
verður haldinn
mánudaginn 14. nóvember 1988 kl. 20.30
í Súlnasal Hótel Sögu
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Tónlistardagskrá:
Sigrún Hjálmtýsdóttir óperusöngkona
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari
fUÖLBRAUTASXÓUNN
FRA fjölbrautaskólanum í breiðholti
KENNSLA:
Raftæknifræðingur eða iðnfræðingur óskast í heila
stöðu á vorönn 1989 við rafiðnaðardeild Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti.
Skólameistari
Hreinlætis-
tækjahreinsun
Hreinsa kísil og önnur óhreinindi af hreinlætis-
tækjum og blöndunartækjum. Sértilboð á
stykkjafjölda. Fljót og góð þjónusta.
Verkpantanir daglega milli kl. 1 og 6 í síma
985-28152.
Hreinsir hf.
RAKARASTOFAN
KLAPPARSTIG
HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG
Simi 12725
Simi13010
VINNUFLOTBÚNINGURINN
ísAco
Kaplahrauni 12, 220 Hafnarfirði Sími 54044
STEARNS ifs 580
e
e
Hentar öllum sjómönnum, rjúpna-
skyttum, snjósleðafólki,
hestamönnum, verktökum
og veitustofnunum.
Tvöfalt ytra byrði á hnjám og
sitjanda.
Rennilásar á skálmum.
Uppblásanlegur höfuðpúði.
Mikið vasapláss.
Hetta sem hindrar ekki sjónsvið.
Þyngd aðeins 2,3 kg.
Fáanlegur í stærðum frá „XS“
til „XXXL“.
Viðurkenndur af Strandgæslu USA
til notkunar á heimskautasvæðum.
Iþróttir
Sigurlás Þorleifsson er kominn heim úr víking:
„Það verður
erfitt að
þjálfa ÍBV“
- segir markahrókurinn sem þjálfar ÍBV
„Ég er alkominn heim eftir fimm
ár úti í Svíþjóð og tek að mér þjálf-
un hjá Eyjamönnum í sumar. Ég
geri mér grein fyrir þvi aö það
verður erfitt verk að þjálfa Eyjahð-
ið en spennandi. Við erum komnir
ansi neðarlega með hliðsjón af því
sem var er ég spilaði hérna fyrir
fáeinum árum. Ég reikna enda með
aö það taki að minnsta kosti tvö
ár að byggja hðið upp. Vestmanna-
eyingar er gríöarlega kröfuharðir
og þeir hafa rekið þrjá þjálfara á
nokkrum árum þannig að maður
getur oröið undir álagi í starfinu."
Þetta sagði markahrókurirm Sig-
urlás Þorleifsson, sem spilaö hefur
í Svíþjóö síöustu árin, í samtali viö
DV. Sigurlás var einn burðarása í
gullaldarliði Eyjamanna og varð
markakóngur í þrígang, að vísu
eitt árið með Víkingi. Erlendis var
hann síðan einnig iðinn við kolann
og reyndist Vasalund góður fengur.
Sigurlás var flmm leikár í herbúö-
um félagsins og varö þvívegis
markahæstur leikmanna þess:
„Ég er þokkalega ánægöur með
tímabil mín þarna úti en þetta er
nokkuð önnur knattspyma í Sví-
þjóð en hér heima. Hér er mitóll
kraftur í þessu en í Svíþjóð er leik-
inn kerfisbundnari fótbolti. Égætla
að deildin, sem ég spilaði í úti, önn-
ur deildin, sé sambærileg fyrstu
deildinni hér heima,“ sagði Sigurl-
ás í spjallinu.
- Nú hafa margir leikmenn j'firgef-
ið Eyjaliðið til aö spila á fasta-
landinu og jafnvel víðar. Hveijar
telurðu orsakimar?
„Ég veit ekki af hveiju málum
er svo komið. Þó get ég nefnt það
aö Eyjamenn hafa ekki staðið
nægjanlega vel að bató knattspyrn-
unni á undanfórnum árum. Þeir
hafa ekki alveg fylgt þróuninni sem
hefur átt sér stað á fastalandinu. í
þessum efnum má bæta verulega
úr skák og ég veit að þeir menn sem
ég starfa meö í sumar eru í þessu
af miklum áhuga og krafti. Enda
stefnum við hátt. Við förum af stað
meö einhverja þjálfun nú um mán-
aöamótin og æfiim jaflivel tjórum
sinnum í viku. Síðan er ætlunin aö
fara í æfingaferö til*útlanda um
miðjan apríl.“
Égspila, það er á hreiriu
„Ég spila, það er á hreinu," sagði
Sigurlás, aöspurður hvort hann
ætli aö leika með Eyjahðinu í ann-
arri deildinni., JÉg hef engan hug á
að leggja skóna á hilluna. Ég leik
þó ektó í fremstu víglínu eins og á
árura áður. Ég hef spilað sem
miðjumaður í Svíþjóð síðustu árin
en mér hefur samt tetóst aö skora
talsvert. Ég vona svo sannarlega
að markaheppnin yfirgefi mig ekki
enda veitir Éyjamönnum ekki af
• „Lási“, eins og hann er jafnan
kallaður, sést hér i búningi ÍBV.
henni,“ sagði Sigurlás.
- Nú áttu Eyjamenn í miklu basli
í annarri deildinni á síðasta tíma-
bili. Er ekki þörf á að sfyrkja liðið?
„Við þurfum aö fá mannskap ef
við ætlum að ná markmiði okkar
og ég tel það ektó raunhæft að ætla
í fyrstu deildina fyrr en yið höfum
aukið breiddina í Úðinu. Ég sé þjálf-
arastarfið hjá ÍBV sem framtíðar-
starf og ég á von á því að okkur
takist að blanda okkur í þann hóp
sem við heyrðum til fyrir faeinum
árum,“ sagði Sigurlás við DV.
• Sigurlás Þorleifsson er nú aftur kominn til Islands eltir langa Ijarveru og mun þjálfa lið IBV næsta sum-
ar. Verður fróðlegt að fylgjast með hvort hann verður jafniðinn við að skora mörkin og áður en hann fór til
útlanda.