Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Qupperneq 41
41 • MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988. Sviðsljós Hörður Ingimarsson. varaforseti bæjarstjórnar, afhendir Lilju Maríu áletrað- an skjöld frá Sauðárkróksbæ. Gullverðlaunahafan- um frá Seoul fagnað Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki Það ríkti þjóðhátíðarstemning á Sauðárkróki á dögunum þegar bæj- arbúar íbgnuðu komu gullverð- launahafans frá Seoul, Lilju Maríu Snorradóttur. Móttökuathöfnin fór fram við gagnfræðaskólann þar sem fjölmenni var mætt til að fagna sund- konunni miklu sem með þrautseigju og dugnaði hefur unnið sigra sem lengi verður minnst. Lilju var afhentur fjöldi gjafa og blóma við heimkomuna, m.a. áletr- aður skjöldur frá bæjarstjórn Sauð- árkróks, silfurskjöldur frá ung- mennafélaginu Tindastóli og orðabækur frá kvenfélagi Sauðár- króks. Fjöldi ávarpa var fluttur og blómin ásamt ámaðaróskum komu úr öllum áttum. Að lokinni móttökuathöfninni héldu bekkjarfélagarnir Lilju mikla veislu. Á körfuboltaleik Tindastóls og Grindavíkur í Flugleiðadeildinni um kvöldið var Lilja María heiðurs- gestur ásamt foreldrum sínum og heilsaði leikmönnum beggja liða. Að leik loknum var skólaball henni til heiðurs í Grettisbæli, félagsaðstöðu gagnfræðaskólans. Það er því líklegt að hún hafi verið orðin vel þreytt eftir þennan fyrsta dag heima á Króki að lokinni frækinni fór til Se- oul. „Þetta er búið að vera eitt samfellt ævintýri síðan ég lagði af stað út og ég er alveg í skýjunum af ánægju. Bæði átti ég ekki von á þessum ár- angri í keppninni og svo bjóst ég ekki við svona miklum móttökum við heimkomuna. Ég var búin að frétta af því að þaö yrði eitthvað en ég reiknaði ekki með svona rosaleg- um móttökum," sagði Liíja María. Aðspurð sagðist hún ekki hafa ver- ið neitt stressuð fyrir keppnissundin úti. Það hefði komið sér á óvart strax í fyrsta sundinu að vera hársbreidd frá verðlaunasæti. Þegar henni hefði svo tekist að krækja í tvö brons hefði hún hugsað að nú væri líklega toppn- um náð og þetta væri í rauninni orð- ið gott. En síðan gekk allt upp í síð- ustu greininni, fjórsundinu, og gleð- in yfir gullinu var mikil. Lilja María var spurð hverju hún vildi þakka þennan árangur sinn. „Ingibjörgu Guðjónsdóttur þjálfara, sem mætti sex sinnum í viku á bakk- ann til mín, og svo Kristjönu Ara- dóttur sundþjálfara sem kom mér í sundið á sínum tíma.“ - Og á svo að halda áfram að æfa og keppa? „Já, já. Ég ætla að vísu að hvíla mig í nokkrar vikur. En það þýðir ekki að stoppa lengi þar sem fram undan er mót í Svíþjóð í febrúar. Síð- an verður Norðurlandamót í Vest- mannaeyjum næsta sumar og svo stefnir maður auðvitað á heims- meistaramótið í Arsen í Hollandi eft- ir 2 ár og á ólympíuleikana í Barce- lona eftir 4 ár.“ Don Johnson með stelpu í London. Þessi mynd gerði kærustu kappans, hana Börbru Streisand, alveg foxilla. Don Johnson í kvennaklandri Don Johnson, kvennabósinn úr Undirheimum Miami, er búinn að eyðileggja allar áætlanir um að ganga í hjónaband með henni Börbru Streisand. Og hvemig fór hann að því? Jú, hann brá sér í frí til Evrópu þar sem hann var síðan með hverri fegurðardísinni á fætur annarri, m.a. drulluglímukonu. „Annaðhvort er það ég eða gær- umar,“ sagði Barbra fokreið þegar hún sá mynd af ástmanninum með ljósku upp á arminn í London. Og sjónvarpsstjarnan valdi gærurnar. í New York fóru hjúin hvort í sínu lagi til að hlýða á Stevie Wonder. Þau neituðu að talast við, hvað þá að sitja saman. Það er sagt að Barbra sé enn slegin yfir því að maðurinn, sem átti að ganga upp að altarinu með henni, skuli ekki hafa lagt kvennastússið á hilluna. Barbra mun þó vera til í að giftast Johnson ef hann sér að sér. Kvennastússið byijaði í Kanada. Þaðan hélt Johnson til Stokkhólms og fór á fjörurnar við fyrrum kær- ustu Bjöms Borg. Loks var það Lon- don og þá sauð upp úr. HLJPMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 SHARP Z-30, ljósritunarvélin sem þú getur kippt með þér hvert sem er SHARP Z-30 ljósritunarvélin er ákaflega nett og meðfærileg, hún vegur aðeins 10,8 kg og skilar 5 Ijósritum á mínútu. SHARP Z-30 kom einstaklega vel út úr prófunum hins virta tímarits „What to Buy for business“. Tímaritið sagði gæði SHARP Z-30 einstök enda skilar ljósritunarvélin sérlega hreinum og skírum ljósritum. SHARP FO-150 telefaxtækið — dvergvaxni risinn Þetta ódýra og netta telefaxtæki er ákaflega hraðvirkt. Fjöldi grátóna og tvær fínstillingar auðvelda sendingar á ljósmyndum, nákvæmum teikningum, töflum og línuritum, Innbyggður sími er í tækinu ásamt upplýsingabanka sem geymir upplýsingar um send gögn og aðkomin. Það er ekki að ástæðulausu að SHARP telefaxtækin eru mest seldu telefaxtækin í Bandaríkjunum. SHARR Skímndi vömrástórgóðu verði GOÐKAUP Samkvæmt erlendum fagtímaritum er tæpast hægt að gera betri kaup en í SHARP Z-30 ljósritunarvélinni og SHARP FO -150 telefaxtækinu. Tækin eru ekki aðeins ódýr heldur einnig í hæsta gæðaflokki!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.