Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. Fréttir Sölumiðstöðin vill fá gengisfellingu - efasemdir um lánveitingar til einstakra fyrirtækja „Samhliöa hallalausum ríkisfjár- málum og utanríkisviðskiptum og jafnvægi á vinnumarkaði er að frá- genginni niðurfærsluleið aðeins ein leið til lausnar og það er leiðrétting á skráðu gengi krónunnar. Jafnhliða verður að gera mjög strangar hliðar- ráðstafanir til að hún skili árangri.“ Svo segir í ályktun fundar Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna sem haldinn var í gær. Á þessum sama fundi sagði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra að hann teldi gengisfellingu ekki koma til greina. Hann benti á að í ár hefði gengið verið fellt um 20 prósent og samt væri staða fiskvinnslunnar jafnslæm og raun ber vitni. í ályktun fundar Sölumiðstöðvar- innar koma fram efasemdir um lán- veitingar til einstakra fyrirtækja eða útflutningsgreina og segir þar: „Fundurinn telur að mismunun innan útflutningsatvinnugreinanna sé ekki góður kostur og það þurfi almennar aðgerðir, sem duga allri útflutningsframleiðslunni. Lánveit- ingar til einstakra fyrirtækja eða greina, sem eru í taprekstri, laga ekki rekstrargrundvöllinn heldur gera vandann meiri og skjóta úrbót- um einungis á frest.“ Þá er í ályktuninni bent á nauðsyn þess að draga úr verðbólgunni og lækka vexti en þetta tvennt sé höfuð- orsök vanda fiskvinnslunnar í dag. -S.dór Þjófavamarkerfi bjargaði hljómtækjaverslun: Þjófarnir gripnir 2 mínútum eftir innbrot Brotist var inn í hljómtækjaversl- unina Opus við Snorrabraut fyrri- nótt. Þjófarnir spörkuðu upp hurð í versluninni og þá fór nýtt þjófavarn- arkerfi strax í gang. Oryggisverðir frá fyrirtækinu Vara voru komnir á vettvang eftir tvær mínútur, lögregla nokkrum sekúndum seinna og náðu þeir að handtaka þjófana. „Við fengum okkur þjófavamar- kerfi fyrir mánuði síðan og er óhætt að segja að það hafi nú þegar borgað sig og meira en það. Þjófarnir eyði- lögðu stimpiltæki er tengist þjófa- varnarkerfinu strax og þeir komu inn og hafa haldið að þannig færi kerfið ekki í gang. En kerfið fór strax í gang og gerir það um leið og átt er við búnaðinn. Því var búið að hand- taka mennina eftir örskotsstund. Þeir náðu ekki að stela neinu, hvorki peningum né tækjum,“ sagði Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Op- us, við DV og vár hinn kátasti með þjófavarnarkerfið. „í húsinu eru heildverslanir, tann- læknastofur og húsnæði Bankaskól- ans. Heföi ekki verið þjófavarnar- kerfi í Opus hefðu þjófarnir komist inn á stigagang hússins og haft alla nóttina til að stela og eyðileggja í öðrum fyrirtækjum hússins." Að sögn Gunnars er ekki vanþörf á að vekja athygli á þeirri þjófaöldu sem fer í gang um þetta leyti og mikil- vægi þess að tryggja sig með þjófa- vamarkerfi. Annars sagði hann furðulega bjartsýni þjófanna að ætla að bijótast inn í verslun sem væri nánast við hliðina á aðallögreglu- stöðinni. -hlh Keflavlk: Fækkun f yrirskipuð i Kef lavikurlogreglu - lögreglumenn uggandi „Okkur var skipað að fækka um fjóra menn hér á lögreglustöðinni og það getur hver maður séð áhrif þeirrar fækkunar á möguleika okkar til að halda úti nútímalög- gæslu hér á svæðinu. Okkur yfir- mönnunum er ætlað að ráða við þetta og við erum engir töframenn. Tíminn verður að leiða í þós hvera- ig okkur ferst það úr hendi,“ sagði Þórir Maronsson, yfirlögreglu- þjónn í Kefiavik, við DV. Um áramót veröur lögreglu- mönnum á vakt í Keflavík fækkað úr 6 í 5 virka daga og úr 9 í 7 um helgar. Eru lögreglumenn uggandi yfir þessari fækkun og óttast aö minni nágrannabæjarfélögin muni fara varhluta af eðlilegri löggæslu og erfitt muni reynast aö halda mannlífinu á götunni í miðbænum í skeíjum um helgar. Eins benda lögreglumenn 1 Keflavik á að Reykjanesvegur hefúr hæstu slysa- tíðni landsins og mikill erill er í kring um Keflavík vegna nálægð- arinnar við höfuðborgarsvæöið. Gísli Guömundsson, yfirlög- regluþjónn í dómsmálaráðuneyt- inu, sagði að menn hefðu skilning á vandanum og teldu að vissulega þyrfti að fiölga í lögregluhði víðs vegar um landiö. „Þeir í Keflavík hafa verið með Qeiri menn en stöðugildi heimila. Fjöldi manna verður að vera sem næst því sem heimilað er í fjárlög- um, annæs gengur dæmiö ekki upp. Fjárveiting til fleiri stöðugilda hefur ekki fengist og þvi er þaö fiár- veitingavaldið sem hefur síðasta orðið í þessu máli,“ sagði Gísli. -hlh Alþýöusambandiö: Vill stöðva Á fundi miðstjómar Alþýöusam- bands íslands var samþykkt ályktun þess efhis aö skora á viðskiptaráð- herra að stöðva gjaldeyrisyfirfáerslu vegna leigutöku erlendra skipa, sem mönnuö eru érlendum sjómönnum og ætluö eru til reglubundinna sigl- inga til og fiá íslandi. Þá skorar Alþýðusambandið á að- ildarfélög sin að huga aö aðgerðum leiguskipin gegn þessum skipum. Þá vill sam- bandið að framkvæmd verði úttekt á stöðu íslenskrar kaupskipaútgerðar í samanburði viö útgerðir kaupskipa á Noröurlöndunum. Þar í veröi gerð- ur samanburður á launum áhafha og launatengdum gjöldum, olíu- kostnaði, tryggingum og farmgjöld- um kaupskipa. -S.dór Veðbankar hafa spáð Lindu Pétursdóttur, fegurðardrottningu íslands, öðru sætinu i Miss World keppninni sem fram fer í London í kvöld. Hér lyftir Linda lóðum meö fegurðardrottningu Póllands, Joanna Gapinska. DV-mynd Reuter. Linda Pétursdóttir í eldlínunm í kvöld: Mig dreymir um að komast í úrslit Valgerður A. Jónsdóttir, DV, London: „Ég geri mér ekki miklar vonir en mig dreymir auðvitað um að komast í úrsht,“ sagði Linda Pétursdóttir fegurðardrottning er DV ræddi við hana í London. „En það verður ekk- ert auðvelt. Við erum 84 og það veröa bara 10 sem komast áfram í staðinn fyrir 15 áður, þannig að keppnin er harðari núna.“ í dag er stóri dagurinn. Keppnin hefst ki. 20 í kvöld í Royal Álbert Hall. Veðbankar hafa spáð Lindu 2. sætinu. Hún sagði að þaö hefði kom- ið sér á óvart en annars legöist keppnin vel í sig. „Þetta er búið að vera erfitt. Viö erum búnar að vera á æfingum frá morgni til kvölds. Andinn meöal stelpnanna er æðis- lega Ðnn en nú er dálítið farið að spá í hveijar komist í úrslit." Linda sagði einnig að hver svo sem úrshtin yrðu hefði henni fundist gaman og fyllilega þess virði að taka þátt. Hún sagði erfitt að spá í úrsht- in. „Sú frá Venesúela verður ábyggi- lega í einu af þrem efstu sætunum en ég held að hún vinni ekki. Æth það verði ekki einhver sem við vitum ekkert um. Ungfrú Spánn er ansi góð. Það kæmi mér ekki á óvart þótt hún sigraði. Annars er aldrei hægt að segja til um þetta. Það getur allt skeð.“ Foreldrar Lindu og bróðir eru í London til að'fylgjast með keppn- inni. Þau vildu heldur engu spá. , JJei, það viljum við ekki gera. Auð- vitað væri gaman ef hún lenti í verð- launasæti en það er erfitt að segja fyrir um það því við höfum ekki séð stúlkumar," sagði móðir Lindu, Ása Hólmgeirsdóttir. Reuter Visa Island: Fögnum allri sam- keppni - segir Einar S. Einarsson „Við fógnum allri samkeppni," sagði Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Visa Island, er DV spurði áhts á hugmyndum forr- áðamanna ferðaskrifstofa um að sameinast um sérstakt greiðslu- kort. „Við höfðum heyrt aö menn væru að gæla við þessa hugmynd og hafa þar með ábyrgð þessara viðskipta á eigin vegum. Það er ef til vill ekki tímabært að tjá sig um þetta en vist er gott að fá sem mesta og besta samkeppni. Hún ætti að koma neytandanum til góða.“ Einar sagði að viðskipti Visa vegna feröaútvegs á síðasta ári heföu numið 13% af heildarvið- skiptunum. „Mér dettur ekki í hug aö ætla að við my ndum missa öll þessi viöskipti frá okkur þótt ferðaskrifstofurnar tækju upp eigiö kort,“ sagði hann, „Viö- skiptavinir Visa eru það margir og við bjóðum upp á þaö mikil hlunnindi að ég óttast ekkert í þeim efnum. Hins vegar sé ég ekki að fólk þurfi á fleiri greiðslu- kortum að halda en það nú hefur aðgang að.“ Einar sagði að innheimta og ábyrgð væru þeir meginþættir sem Visa sæi um fyrir ferðaskrif- stofumar. „Ef menn vilja taka þetta á eigin herðar er það út af fyrir sig gott,“ sagöi hann. „En menn verða aö átta sig á að þessu fylgir bæði kostnaður og áhætta. Við verðum að sækja greiðslur - hinummegináhnöttinnogmenn mega ekki halda að það kosti ekki neitt. En sá kostnaður sem ferð- aútvegurinn hefur boriö vegna Visawöskipta er 1-2%, eflir því hversu mikil viðskipti er um að ræða.“ -JSS Kreditkort hf.: Myndu ekki bjóða betur r segú' Gunnar Bærings „Ef feröaskrifstofumar telja þetta vænlegan kost þá er það gott og blessaö. En ég hef þá trú aö þær geti ekki boðið betri kjör en viö,“ sagöi Gunnar Bærings- son, framkvæmdastjóri hjá Kred- itkortum hf. Aöspurður hversu stór hlutur flugfélaga og ferðaskrifstofe væri I veltu Kreditkorta árlega kvaðst Gunnar ekki vita það nákvæm- lega. .Æggetþósagtaðþósáhluti færi alveg út þá myndi það ekki spila stórt í heildarveltunni. Ég óttast ekki að korthafar hjá okk- ur snúi viðskiptum sinum annað þótt enn fiölgi korhmum. Ég hef heldur ekki trú á þvi aö ferða- skrifstofur og flugfélög hætti að taka Kreditkort þótt þau fái sér sín eigin.“ Gunnar sagði að forráðamenn Kreditkorta hf. myndu nú bíða átekta og sjá hveiju fram yndi í málinu. ,J>etta er eins og spila- mennska Við bíðum eftir útspili og spáum i okkar eigin spil þegar viö sjáum hvað þeir hjóöa.“ 4SS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.