Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. Lífsstm i>v næsta sumar. Þær minna um margt á tisku charleston-tíma- bilsins. Hárið á að vera frjálst með náttúrlegt útlit og úðarnir og túperingin verða nánast úr sögunni. DV-myndir KAE í miðju hártískuhringiðunnar: íslendingar með ferskar hugmyndir frá París Tveir ungir hárgreiöslumeistarar, Aöalsteinn Aöalsteinsson hjá Salon VEH og Kristín Hákonardóttir hjá Dúdda, brugðu sér til Parísar á dög- unum til að kynna sér nýjustu tísku í hárgreiðslu frá Intercoiffuresam- tökunum. Þar hittu þau fyrir Alex- andre, alþjóöaforseta Intercoiffure- samtakanna og einn þekktasta hár- greiöslumeistara heims. Hann hann- ar greiðslur fyrir nokkur frægustu tískuhús heims, merki eins og Chan- el, Yves Saint-Laurent, Ungaro, Karl Lagerfeld, Hanne Mori, Valentino og fleiri. íslenska hárgreiðslufólkiö fór á Þessi greiðsla hentar konum sem klæðast aðskornum fatnaði. Hún gerir það að verkum að línurnar verða enn skýrari. Hárgreiðsla kem- ur beint í æð frá Ungaro. vegum Elsu Haraldsdóttur, sem er forseti þessara samtaka hér á landi, en hún fór í sumar aö vinna meö Alexandre á sýningu sem nefndist hátískan. í leiöinni athugaði hún hvort möguleiki væri á aö senda unga hárgreiðslumeistara utan til hans og fékk við því jákvætt svar. Þau Aðalsteinn (Alli) og Kristín dvöldust ásamt fleirum hjá honum í viku og unnu með honum aö greiðsl- um fyrir tískusýningar. Að sögn Aöalsteins var mjög fróð- legt að dveljast hjá Alexandre. „Þetta er allt öðruvísi en maður hefur van- ist hér heima. Þetta er allt mjög Greitt frá andlitinu með hárið krullað út að aftan er stefna sem tískuhönn- uðurinn Valentínó boðar næsta sumar. Hér mun vera áframhaldandi þróun á hártisku haustsins. klassískt. Við vorum raunar bara þarna sem aðstoðarfólk enda voru þarna eldri og reyndari menn í fag- inu sem voru meistararnir. Við lærð- um mjög mikið á því að taka þátt í þessu.“ Aðalsteinn og Kristín unnu í París að hárgreiöslum tengdum tískusýn- ingum fyrir sumartísku. næsta árs en það eru Ready-to-wear tískusýn- ingar eins og þær heita á fagmáli. Hvað kom þar helst í ljós, hver verður tískan næsta sumar? „Toppmódelin úti eru öll með frem- ur sítt hár. Mest áberandi var hve hárið var náttúrlegt og mjúkt og bylgjur, sem minntu á charleston- tímabilið, voru mjög áberandi í hári kvennanna. Hvað varðar fatnaðinn er ljóst að pilsin eru að síkka aftur, litadýrðin hefur aldrei verið eins mikil, mynstrin voru ótrúleg og bux- urnar mjög víðar. í raun sá maöur þarna allt sem hægt er að hugsa sér. Aðalsteinn greiddi nokkrum ís- lenskum fyrirsætum til að sýna fyrir hvaða áhrifum hann heföi orðiö í París. Meðal annars greiddi hann stúlku með mjög sítt og slétt hár. Hár hennar var bylgjað með venjulegu krullujárni en ekki bylgjujárni og til þess notaði hann sérstaka aðferð sem hann lærði þarna úti. „Þessi aðferð er nokkuð tímafrek. Þaö tók mig um klukkustund setja bylgjumar í hárið á fyrirsætunni enda er hún með mikið hár. í hárið er notað lítið af hárúðunarefnum enda er það stefnan að hárið verði sem náttúrlegast útlits næsta sumar. Þess vegna er fremur notaður glans- úði í hárið,“ sagði Aðalsteinn. Háriö fellur nú niður eins og það kemur fyrir, því er ekki lyft eins nokkuð hefur verið um hingað til, það er að segja túperingin er úr tísku. Valentínó var með línuna þar sem stúlkan ér með hárið greitt aftur og það krullast út að aftan. Franska línan, sem kynnt var nú fyrir vetur- inn, var einmitt eins og þessi stúlka er með nema hún var með topp. Hins vegar þykir hentugra yfir sumartím- ann að greiða frá andlitinu. Þessi tíska minnir um margt á tískuna eins og hún var á árunum milli 1950 og 60. Stúlkan, sem tekur hárið upp í hnakkann, er með línu frá Ungaro. Aðalsteinn tjáði okkur að Ungaro væri alltaf með greiðslur sem lægju sleiktar að höfðinu því hann er sér- fræðingur í að hanna fót þar sem lín- ur konunnar koma vel fram. Formið á fatnaðinum kemur betur fram ef hárið er allt að höfðinu. Alexandre teiknar upp hárgreiðsl- ur fyrir hvert tískuhús fyrir sig, um það bil tvær til þrjár greiðslur fyrir hver 20 til 30 módel. Hvað varðar hti á hári næsta sum- ar sagði Aðalsteinn aö þeir kæmu ekki í ljós fyrr en í febrúar. Það sem viö höfum greint frá hér að ofan eru sem sagt greiðslur fyrir næsta sumar en klippingarnar og litirnir munu líta dagsins ljós rétt eftir jól. -GKr Aöalsteinn, sem sá um greiðslu stúlknanna þriggja, sést hér vinna við að setja bylgjur í siðhærðu dömuna. Það tók um klukkustund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.