Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. Utlönd Benazír Bhutto nær ekki meirihluta í Pakistan Þjóðarflokkur Benazírs Bhutto nær ekki meirihluta á pakistanska þinginu en verður engu að síður stærsti flokkur- inn. Þegar búið var aö telja þrjá fjórðu hluta atkvæöanna í pakis- tönsku þingkosningunum í morgun þótti ljóst að enginn flokkur næði meirihluta á þingi. Þátttaka í kosningunum varð minni en búist var við og var því um kennt að krafist var nafn- skírteina við kjörstað. » í morgun var Þjóðarflokkur- inn búinn aö fá 70 þingsæti en helsti andstæðingur flokksins, Múhameðska lýðræðisbanda- lagið, var kominn með 34 þing- sæti. Ýmsir minni flokkar voru með 50 þingsæti. Til að ná meiri- hluta þarf 109 þingmenn og er afar ósennilegt að Bhutto og Þjóðarflokkurinn nái því. Bhutto verður aö tryggja sér stuðning einhverra hinna smærri flokka ef henni á að ta- kast að verða fyrsta konan kjör- AFERÐ með Kópai Dýrótóni Veldu Kópal með gljáa vid hæfi. landi, í Oxford og í Bandaríkjun- um. Af fylgismönnum er hún kölluð „rísandi sól“ en margir andstæð- ingar flnna Benazír það til foráttu að hún er kona og telja þar með að hún sé óhæf til að gegna forsæt- isráðherraembætti. Fræðimenn múhameöstrúarmanna segja sum- ir að Kóraninn banni konu að gegna álíka embætti og Benazír sækist eftir en aðrir mæla þeirri túlkun í mót. Þegar Benazír kom til Pakistans til að taka þátt í kosningabarátt- unni var ekki búist við miklu af henni. Hún var óreynd í stjóm- málum og haföi dvalið langdvölum erlendis eftir að Zia Ul-Haq leysti hana úr stofufangelsi. Hún gerði líka mörg mistök í upphafl og missti fylgismenn yflr til andstæð- inga sinna, sem nú em flestir sam- an komnir í Múhameðska lýðræð- isflokknum. Benazír tókst að yfirstíga erfið- ustu hindranirnar þegar Zia Ul- Haq tilkynnti að efnt yrði til kosn- inga í Pakistan. Zia ætlaði sjálfur í framboð og hann var vinsæll í Pakistan, jafnvel þó að Pakistanar gleymdu ekki hvernig hann komst til valda og hvað hann gerði við fyrsta lýðræðiskjörna forsætisráð- herra landsins. Zia þótti líklegur til að halda velli í kosningum. En hann fórst í flug- slysi fyrir þrem mánuðum og hefur aldrei verið fyllilega skýrt hvernig „Rísandi sól“ er hún kölluð af fylgismönnum. Aðrir segja hana ekki eiga heima í pólitík. þaö slys bar að höndum. in í forsætisráðherraembætti í múhameðstrúarríki. Ellefu ára herstjórn Kosningarnar í Pakistan í gær eru þær fyrstu í ellefu ár. Frá árinu 1977 réð herinn lögum og lofum í Pakistan. Yfirmaður hersins og forseti landsins, Zia Ul-Haq, lést í dularfullu flugslysi fyrir þrem mánuðum. Zia framdi valdarán 1977 og steypti af stóli Zulfikar Ah Bhutto, fóður Benazírs, sem kosinn var forsætisráðherra árið 1971. Ah Bhutto var dæmdur til dauöa og dómnum fullnægt áriö 1979 þrátt Pakistanar bíða með óþreyju eftir niðurstöðum kosninganna í gær. Símamynd Reuter fyrir kröftug mótmæli vestrænna ríkja. í nýlegri bók, sem Benazír gaf út um lífshlaup sitt, er dregið í efa að Bhutto, faðir hennar, hafi verið hengdur, eins og opinberlega er sagt. Benazír gefur í skyn að faðir hennar hafi látist vegna misþyrm- inga. Menntuð glæsikona í kosningunum í gær fékk Benaz- ír Bhutto 97% atvæða í heimabæ sínum, Larkana. Benazír er glæsi- leg kona, aðeins hálffertug að aldri, og þykir hafa erft persónutöfra fóð- ur síns. Hún er menntuð í Eng- Við fráfah Zia varð Benazír Bhutto sterkasti stjómmálamaður- inn í Pakistan. Andstæðingar hennar sáu sitt óvænna og gerðu með sér kosningabandalag, Múha- meöska lýðræðisflokkinn. And- stæðingum Bhutto.virðist hafa tek- ist þaö ætlunarverk sitt að hindra að Benazír næði meirihluta á þing- inu. Engu að síður er Bhutto sigur- vegari kosninganna í gær. Spurn- ingin er bara hvort henni tekst að ná samkomulagi við minni flokk- anna sem tryggði henni og Þjóðar- flokknum meirihluta á þingi. Reuter Þrir af hverjum fjórum Pakistönum eru ólæsir. Hér virðir kona fyrir sér leiðbeiningar um hvernig skuli kjósa. Tákn voru notuð til að gera ólæs- um auðveldara að kjósa. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.