Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 28
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. 28 Smáauglýsingar - Sími 27022 ■ Verslun Vetrarhjólbarðar. Hankook frá Kóreu. ’-'Uæðahj ólbarðar. Mjög lágt verð. Snöggar hjólbarðaskiptingar. Barðinn hf., Skútuvogi 2, Reykjavík. Símar 30501 og 84844. Nýkomin kuldastigvél, stærðir 23-33, kr. 1790, stærðir 35-46, kr. 1880. Póstsend- um. Otilíf, Glæsibæ, sími 82922. Fluguhnýtingabókin eftir Dick Stewart, ísl. þýðing. Ásgeir Ingólfsson, kr. 1.610. Pósthólf 958, 121 Reykjavík. Fluguhnýtingasett kr. 4.600. Fluguhnýtingabókin kr. 1.610. Vaðstafir kr. 1.950 og kr. 2.200. Luxus fluguhjól og aukaspólur Áhugaverðar jólagjafir. Lauganesvegur 88, 105 Reykjavík. Pósthólf 958, 121 Reykjavík. Fluguhnýtingasett, kr. 4.600. Partridge önglar, mikið úrval. Esmond Drury þrikrækjur, allar stærðir, svartar og silfraðar. Vaðstafir, kr. 1.950 og 2.200. Laugamesvegur 88, 105 Rvík. Opið laugardag kl. 13-16.30 og fimmtu- daga 20-22.30 eða eftir samkomulagi. Símar 32642 og 31460, Laugamesvegur 88, kjallara, 105 Reykjavík. Skrifstofa, Laugamesvegur 74A, pósthólf958,121 Reykjavík. ■ BQar til sölu Suzuki Fox '85 til sölu með B-20 Volvo- vél. Bein sala eða skipti á ódýrari. Uppl. í síma 91-53887. Hafliði. Toyota 4Runner ’8S til sölu, ekinn 87 þús. km, einn með öllu, toppbíll, engin skipti. Uppl. í síma 92-37711 á kvöldin. Suzuki Fox 413 ’85 til sölu, langur, plasthús, upphækkaður, 32" dekk, aukadekk á felgum, útvarp og segul- band, ekinn 65 þús. km, litur blár. Ath. skipti á nýlegum, ódýrari bíl. Verð 590 þús. Uppl. á Borgarbílasöl- unni, sími 91-82257 á daginn eða 31268 á kvöldin. Einn sá besti. Colt turbo, árg. ’87, ek- inn 19.800 km, sóllúga, rafm. í rúðum + speglum, sumar- og vetrardekk, ál- felgur, svartar filmur í rúðum, útvarp + kassettutæki, 150 W Jensen hátal- arar, einstaklega fallegur og kraf- mikill sportbíll, tjónlaus og vel með farinn. Uppl. í síma 24802 eftir kl. 18. Ford Econoline 4x4 150 ’78 til sölu, upphækkaður, 33" dekk, sæti fyrir 12 fullorðna. Uppl. i síma 91-54946 eftir kl. 18. Subaru Justy J 10 árg. ’85, ekinn 61 þús. km. Til sýnis og sölu á bílasölu Garðars, Borgartúni 1. Símar 91-19615 og 18085. Fæst allur á skuldabréfi. Subaru station '88 til sölu, sjálfskiptur með rafinagn í rúðum, ekinn 20 þús., verð 870 þús., góður staðgreiðsluaf- sláttur. Uppl. í síma 91-43617. Til sölu af sérstökum ástæðum Benz 190 E ’84 með centrallæsingum, sól- lúga, litað gler, 4 höfuðpúðar, gott verð ef samið er strax, góður stað- grafsl. Uppl. gefur Páll Halldórsson í síma 91-10440 á daginn eða Benedikt í síma 985-22194 á daginn eða kv. Daihatsu Cl.arade ’86, ekinn 10.000 km. Bíllinn er sem nýr, útvarp + segul- band. Uppl. í síma 91-35285, Tómas. ..r' ■ Ymislegt við Gullinbrú. Iþróttasalir til leigu. Fáeinir tímar lausir á laugardögum og sunnudögum, auk hádegistfina á virkum dögum. Uppl. í síma 641144. Fréttir Falli dollarinn um 20-30 prósent gæti það verið dauðadómur íslensks frystiönaðar. Virtur bandarískur hagfræðingur spáir 20 til 30 prósent falli dollarans: Kippir viðskiptahalli Bandaríkjanna fótum undan frystingunni? - útflytjendum hefur ekki tekist að aðlaga sig gengisbreytmgum Því fer flarri að íslenskir útflytj- endur hafi aðlagað sig aö breyttum verðhlutföllum Bandaríkjadollars og helstu annarra mynta á undanf- örnum árum. Hækkandi flskverð á Bandaríkjamarkaði á síðasta ári vó upp fall dollarans. Þegar fis- kverðiö lækkar síðan kemur það í hausinn á útflytjendunum að hafa ekki aðlagað sig gengisþróun. Nú bendir allt tii þess að dollar- inn muni enn halda áfram að falla. Virtur bandarískur hagfræðingur hefur spáð um 20 til 30 prósent falli á næstu mánuðum. Ef sá spádómur ræddist gæti það í raun verið dauðadómur yfir frystiiðnaði ís- lendinga sem leggur höfuðáherslu á Bandaríkjamarkað. Eina úrræði sjávarútvegsins á næstunni væri því að leita nýrra markaða. Spáð 20 til 30 prósent falli dollarans Martin Feldstein, prófessor í hag- fræði við Harvard og fyrrum form- aður efnahagsráðgjafanefndar Ronalds Reagan, lýsti því yfir í síð- ustu viku að til þess að ráða bót á viðskiptahalla og halla á fjárlögum Bandaríkjanna þyrfti dollarinn að falla um 20 til 30 prósent. „Ég er ekki aö segja að grípa þurfi til sérstakra ráðstafana til þess að lækka dollarann heldur að mark- aðurinn muni keyra hann niður,“ sagði Feidstein. Þessi yfirlýsing Feldsteins, sem er einn af virtustu hagfræðingum Bandaríkjanna, varð til þess að dollarinn féll enn meira. Eftir að George Bush var kosinn næsti for- seti Bandaríkjanna tók dollarinn að falla. Þaö eru einkum yfirlýsing- ar Bush um aö hann muni ekki hækka skatta til að minnka fjár- lagahallann sem hafa veikt trú manna á dollaranum. Spádómur Feldsteins jók fallið enn frekar þrátt fyrir að bæði Bush og helstu samstarfsmenn hans hafi sagt það stefnu næstu stjómar að halda dollaranum stöðugum. Það er fátt sem bendir til annars en að dollarinn muni halda áfram aö falla. Vextir í Bandaríkjunum eru um 3 prósentum hærri en í Vestur-Þýskalandi og bendir það til þess að markaðurinn búist við lækkandi gengi dollars. Yenið hækkar um 111 pró- sent en dollarinn um 12 Á undanförnum árum hefur hlut- deild Bandaríkjamarkaðar sífellt minnkað i útflutningi íslendinga. Árið 1985 fóra um 27 prósent af útflutningsverðmætum okkar til Bandaríkjanna. Árið 1986 lækkaði þetta hlutfall í 21,7 prósent. Það lækkaði enn 1987 þegar um 18,3 prósent af útflutningstekjum okkar komu af Bandaríkjamarkaði. Mið- að við minnkun á útflutningi til Bandaríkjanna á fyrstu fimm mán- uðum þessa árs miðað viö sömu mánuði í fyrra má búast við að þetta hlutfall geti orðið um 14,3 prósent í ár. Hlutur Bandaríkjamarkaðar hef- ur því minnkað um helming á þremur áram. Þegar skoðuð er þróun dollars og annarra helstu mynta gagnvart ís- lensku krónunni á sama tíma kem- ur ástæðan fyrir þessum samdrætti í ljós. Miðað við gengi dagsins í dag hefur dollarinn hækkað um 12 pró- sent frá meðalgengi ársins 1985.' Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson Pundið hefur hins vegar hækkað um 53,5 prósent, vestur-þýska markið um 84 prósent og japanska yenið um 111 prósent. Útflytjendur lítt aðlagað sig gengisþróuninni Eins og sjá má af þessari þróun er helsta ástæðan fyrir minnkandi hlutdeild Bandaríkjamarkaðar verðfall hans. Það er ekki svo að útflytjendur hafi fært sig yfir á markaði þar sem þeir fá greitt í verðmeiri mynt. Ástæðan fyrir minnkandi hlut Bandaríkjamark- aðarins er fyrst og fremst sú að útflytjendur fá minna fyrir dollar- ann en þær myntir sem greitt er með á flestum öðrum mörkuðum. En þó að þetta skýri meira en helminginn af samdrættinum á Bandaríkjamarkaði hafa útflytj- endur reynt að færa viðskipti sín frá Bandaríkjunum. Vaxtarbrodd- urinn í útflutningsviðskiptum okk- ar héfur fyrst og fremst verið í ríkj- um Evrópubandalagsins og Japan. Á Japansmarkaði höfum við reyndar tapað fjármunum vegna þess að flestallir viðskiptasamning- ar við Japani eru gerðir í doUuram eins og við Rússa. Hækkandi fiskverð faldi fall dollarans En þrátt fyrir vissa aðlögun er það mat hagfræðinga að markaður- inn hafi langt í frá brugðist við sem nemur breyttum verðhlutföllum á mörkuðum Evrópu og Japan ann- ars vegar og Bandaríkjamarkaði hins vegar. Ástæðan liggur án efa í því að fiskverö á Bandaríkjamarkaði hækkaði mjög frá seinni hluta árs 1986 og allt fram til síðustu ára- móta. Það hefur því frestað því að útflytjendur leituðu annarra mark- aða. Önnur ástæða er sjálfsagt sterk tengsl stærstu útflytjend- anna, Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna og Sambands íslenskra samvinnufélaga, við dótturfyrir- tæki sín vestanhafs. En nú hefur fiskverð lækkað í Bandaríkjunum og litlar líkur eru á að það muni hækka í bráð þó álit- ið sé að það lækki ekki mikið úr þessu. Við þessa lækkun hefur frystuðn- aðurinn orðið fyrir miklum skakkafóllum. Lækkun dollarans á næstu mánuðum mun síðan leggj- ast með fullum þunga á frysting- una þar sem hækkun á fiskverði vegur ekki upp á móti. Spádómur Martins Feldstein um 20 til 30 pró- sent lækkun á gengi dollars er því nánast dauðadómur yfir íslenskum frystiiðnaði sem leggur höfuðá- herslu á Bandaríkjamarkað. Þarf Bandaríkjamarkaóur að minnka niður í 10 prósent? Þar sem hlutur Bandaríkjamark- aðar er sífellt að minnka veikjast sífellt undirstöðurnar undir þeirri kröfu sjávarútvegsins að versnandi afkoma hans á þeim markaði rétt- læti gengisfeHingu. Það er því nokkuð ljóst að með fallandi fis- kverði á Bandaríkjamarkaði verða íslenskir útflytjendur að vinna vör- um sínum nýja markaði tH að bæta upp fall dollarans á undanförnum árum. Við þetta bætist síðan áfram- haldandi fall doUarans á næstunni sem að mati flestra hagfræðinga er óumflýjanlegt ef Bandaríkjamönn- um á að takast að rétta við við- skiptahallann. Hagfræðingur sem DV ræddi við sagði að miðað við breytt verðhlut- fóll dollara og helstu annarra mynta á undanfórnum árum væri hlutdeild Bandaríkjamarkaðar í útflutningi okkar eitthvað um 10 prósent. Islenskir útflytjendur eiga eftir aö aðlaga sig þessum breyttu forsendum. Ef doUarinn heldur falU sínu áfram þurfa þeir að taka á sig rögg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.