Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. 11 Ullönd Palestínsk börn á vesturbakkanum fagna sjálfstæðisyfirlýsingu Palestínu- manna. Símamynd Reuter Rabin ver hertar aðgerðir Vamarmálaráðherra ísraels, Yitz- hak Rahin, varði í gær síðustu að- gerðir ísraelsmanna á herteknu svæðunum og spáði því að þeim tæk- ist að bæla niður uppreisn Palestínu- manna innan hálfs árs. Arabar á vesturbakkanum og Gazasvæðinu segja að sjálfstæðisyfirlýsing Palest- ínumanna hafi stappað í þá stáli til þess að halda uppreisninni áfram. Útgöngubannið, sem sett var á til að koma í veg fyrir fagnaðarlæti í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingarinnar, ríkti enn í gær á Gazasvæðinu og í Nablus og fleiri borgum á vestur- bakkanum. Hermenn gerðu víða skyndiárásir og handtóku að minnsta kosti hundrað Palestinu- menn á vesturbakkanum. Palest- ínskir heimildarmenn segja að her- menn hafi skotið á og sært fjóra araba á Gazasvæðinu. Herinn stað- festi aðeins eitt tilfellanna. Einnig eru hermenn sagðir hafa skotið á og sært unghng á vesturbakkanum. Aðrar heimildir segja að unghngm- hafi verið skotinn til bana. í breska blaðinu The Times frá því í morgun er haft eftir talsmanni Pal- estínska þjóðarráðsins að hið ný- stofnaða ríki Palestínumanna myndi sækja um þátttöku í ólympíuleikun- um í Barcelona árið 1992. Búist er við að Palestínumenn mæti andstöðu þegar höfð eru í huga morð palest- ínskra skæruhða á ellefu ísraelskum íþróttamönnum á ólympíuleikunum í Miinchen árið 1972. Reuter Seðlabankastjóri hvetur til aðgerða Steimom Böðvaradótlir, DV, Washington; Seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, Alan Greenspan, hvatti í gær tilvonandi ríkisstjórn George Bush til að koma með raunhæfar aögerð- ir í efnahagsmálum til að reyna að lækka hinn gífurlega fjárlagahalla ríkissjóðs. Á fundi ráðgjafanefndar ura efnahagsmál í gær, sagði Gre- enspan aö raestu máh skipti aö fjár- lagahalhnn yrði réttur við, sama hvemig farið yrði að því. Margir tóku ummæh Greenspans sem gagnrýni á fyrirhugaðar efna- hagsaögerðir Bush í næstu ríkis- sljóm. Hinn nýkjömi forseti hefur margítrekað að hann muni ekki grípa til skattahækkana til að rétta við fjárlagahallann þrátt fyrir að margir hagfræðingar telji aukna skattheimtu óumflýjanlega. Þess í stað leggur Bush til sveigjanlegan þrýsting á útgjöld ríkisins sem muni halda þeim við veröbólgu- markið og leiða til jákvæðrar þenslu í efnahagslifinu og aukinna tekna ríkissjóðs. Greenspan sagði að fjárlagahall- inn væri aö grafa undan efhahags- styrk Bandaríkjanna. Hann kvað niðurskurð í ríkisútgjöldum ákjós- anlegri leið til að leysa vandann en að hækka skatta en sagöi jafnframt að í raun væri aöferðin ekki aðalat- riöið. Ummæli seðlabankastjórans koma á sama tíma og frekari vis- bendingar um efnahagsörðugleika koma fram á sjónarsviðið. Þrátt fyrir að viöskiptahalli Bandaríkj- anna hafi minnkað um 15 prósent í september tefja hagfræðingar að um frekari lækkun verði ekki að ræða á næstunni. Viöskiptgjöfnuð- ur Bandaríkjanna var óhagstæður um 9 milljarða dohara í september- mánuði miðað við 10,6 mihjarða í ágúst. En hagfræðingar kveða inn- flutning of mikinn til aö vekja bjartsýni á framtiðina. Verðbréf og dollar héldu áfram að lækka í verði á verðbréfamörk- uöum í gær þrátt fyrir fréttirnar um lækkun viðskiptahahans. Á fjármálamörkuðum i New York lækkaði Dow Jones verðbréfavísi- talan um rúm 38 stig og gengi doll- ars gagnvart japönsku yeni var hið lægsta síöan í byrjun þessa árs. Stór númer boulique im.imairida Kjörgarói. LUHTA hágæðafatnaður frá Finnlandi fyrir aila fjölskylduna Sendum í póstkröfu Ármúla 40, Reykjavik, sími 83555 Eiöistorgi 11, Seltj., 2. hæð, simi 611055 520STFWI 3REIÐSLUVERÐ 39.900,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.