Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 32
32
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988.
LífsstOl
DV kannar verð á grænmeti:
28,5% munur á
heildarverði
DV kannaði verð á 13 grænmetis-
og ávaxtategundum í 6 stórmörkuð-
um í Reykjavík og Hafnarfirði. Mesti
munur á einstakri tegund milli versl-
ana var á rauðum eplum sem kost-
uðu 76 kr. kílóið í Kjötstöðinni í
Glæsibæ en 138,40 kr. kílóið í Ko-
stakaup í Hafnarfirði. Munurinn er
82%.
Munur milli verslana var yfirleitt
frekar mikill eða frá 82% niður í 18%
eða að meðaltali 46,4%. Rétt er að
benda á að hér er eingöngu um verð-
samanburð að ræða og var skráð
lægsta verð á hverri tegund á hverj-
um stað.
Neytendur
Bananar voru á jöfnustu verði.
Þeir kostuðu 139 krónur kílóið í Hag-
kaup í Skeifunni en 163,50 í Kosta-
kaup. Munurinn er aðeins 18%.
Blómkál kostaði 139 krónur kílóiö
í Hagkaup en 329 krónur kílóið í
Kaupstað í Mjódd. Munurinn er 78%
en rétt er að benda á að misjafnt var
hvort um var að ræða íslenskt eða
innflutt blómkál.
Gulrófur eru eingöngu íslenskar.
Þær kostuðu 74 krónur í Hagkaup
en 99 krónur kílóið í Kaupstað. Mun-
urinn er hér 33%.
Sé tekið saman verð á þeim 12 teg-
undum sem alls staöar fengust kem-
ur í ljós að grænmetiskarfan okkar
er ódýrust í Hagkaup þar sem hún
kostar 2.148 krónur en dýrust í Kaup-
stað í Mjódd á 2.810. Munurinn er
þama 28,5%. -Pá
Verð pr. kg
Mestur verðmunur var á eplum eða 82% á lægsta og hæsta verði.
33% munur var á hæsta og lægsta
rófuverði.
Bananar voru á jöfnustu verði. Þar
munaði aðeins 18% á hæsta og
lægsta verði.
Miklig. vesturíbæ Kjötstöðin Glæsibæ Hagkaup Skeifunni Kaupstaður Miðvangur Mjódd Hf. Kostakaup Hf. Munurá hæsta og lægsta
Rauð epli 79,00 76,00 85,00 129,00 122,00 138,40 82%
Appelsínur 79,00 94,00 99,00 109,00 128,00 113,80 44%
Bananar 145,00 153,00 139,00 140,00 145,00 163,50 18%
Perur 138,00 105,00 109,00 139,00 132,00 115,70 32%
Græn vínber 198,00 158,00 195,00 198,00 210,00 233,70 48%
Hvítkál 138,00 125,00 110,00 149,00 146,00 136,00 35%
Blómkái 198,00 248,00 139,00 329,00 242,00 192,00 78%
Kínakál 240,00 224,00 185,00 299,00 300,00 250,80 62%
Salatblöð * 110,00 86,00 98,00 85,00 122,50 44%
Gulrætur 168,00 202,00 169,00 211,00 186,00 206,30 25%
Gulrófur 92,00 88,00 74,00 99,00 96,00 85,80 33%
Laukur 66,00 60,00 49,00 69,00 70,00 76,40 56%
Nýirsveppir 912,00 659sértb. 795,00 939,00 972,00 918,00 47%
' Verð á salati
pr. haus
Samtals verð:
á12teg. 2.453,- 2.192,- 2.148,- 2.810,- 2.749,- 2.630,- 28.5%
TIL HJÁLPAR
— gegn vimuefnum —
ÁHEITASÍMINN
62 • 35•50
Sextíu og tveir svo byrjar baga
bræður og systur hlýðið á
þrjátíu og fimm ég held til haga
hverju sem okkur gagnast má
fimmtíu hjartans höfðinginn,
hringdu nú elsku vinur minn
GÍRÓNÚMERIÐ
62• 10 • 05
KRÝSUVlKURSAMTÖKIN
ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVlh
® 62 10 05 OG 62 35 5C
VEISTU ...
að aftursætið
fer jafnhratt
og framsætið.
SPENNUM BELTIN
hvar sem við sftjum
í hiinum
Launin 80% lægri
- verðlagið 182% hærra
Grunnskólakennarar á íslandi
hafa að meðaltali um það bil 80%
lægri laun en stéttarbræður þeirra
í Bandaríkjunum. í verðkönnun
DV á dögunum, þar sem borið var
saman verð í ýmsum löndum, kom
í ljós að verðlag á íslandi var um
182% hærra en í Bandaríkjunum
samkvæmt könnuninni.
Laun bandarískra grunnskóla-
kennara eru misjafnlega há eftir
fylkjum en samkvæmt október-
hefti Newsweek eru þau á bihnu
frá 156.300 krónur á mánuði niður
í 76.360 þar sem þau eru lægst.
Meðaltal þessara tveggja talna er
115.000.
Hjá Kennarasambandi íslands
fengust þær upplýsingar að byrj-
unarlaun grunnskólakennara
væru 54.800 en væru hæst 73.600
eftir 18 ára starf. Meðaltal þessara
tveggja talna er 64.200 krónur.
Vörumar, sem teknar voru með
í umræddri könnun sem náði til
fimm landa, voru mjólk, smjör,
bensín, nauta- og kindahakk, egg,
sykur, brauö, kjúkhngar, appelsín-
ur og appelsínusafi, kók, sígarettur
og áskrift að dagblaði. Heildarverð
pakkans í Denver í Colorado var
1.252 ísl. kr. en í Reykjavík kostuðu
sömu vörur samtals 3.530. Munur-
inn er 182%.
Meðallaun kennara á íslandi eru
samkvæmt þessu um 80% lægri en
meðallaun stéttarbræðra þeirra í
Bandaríkjunum. Þessar tölur gefa
ekki tæmandi heildarmynd af lífs-
kjörum í þessum tveim ólíku lönd-
um en hvaö þessa tilteknu stétt
varðar gefa þær ótvíræða vísbend-
ingu.
-Pá
Hver er réttur
neytandans
- ef hann telur sig hafa fengið gallaða eóa svikna vöru?
þessa konu við því eins og aðra.“
Geymið
nóturnar
Neytendasíðan hefúr heyrt af
fólki sem hefur slæma reynslu
af leðurfatnaði sem hefúr reynst
gallaöur. Hjá versluninni Pilot í
Hafnarstræti fengust þær upplýs-
irigar að eins árs ábyrgð væri á
öllum leöurfatnaði. Við kaupin
fengi fólk ávallt nótu sem áríð-
andi væri að geyma í því tllfelli
að um gallaða vöru væri að ræða.
Meö góðri meðferö getur leður-
fatnaður enst svo árum skiptir
en erfitt er fyrir neytandann að
ná rétti sínum ef ábyrgö er runn-
in út og ekki hægt að færa sönnur
ágalla. -Pá
Til neytendasíöunnar hringdi
kona og sagði frá viðskiptum sínum
við Listasmiðjuna að Norðurbraut
41 í Hafnarfirði. Þangað fór konan til
þess að kaupa ýmislegt til postulíns-
málunar sem hún stundar í frístund-
um sínum en konan er öryrki.
Hún keypti styttu fyrir 1.100 krón-
ur til þess að mála. Þegar komið var
með gripinn út í bíl kom í ljós að hún
var brotin. Verslunareigandinn neit-
ar um bætur og telur sig ekki bera
ábyrgð á svo brothættum hlutum
eftir að þeir séu famir út úr búð-
inni. Viðskiptavinurinn telur að
styttan hafi verið gölluð og segir að
meðferðin í sínúm höndum hafi veriö
óaðfinnanleg. „Ég lít svo á að þegar
viðskiptavinurinn er búinn að borga
og farinn með hlutinn þá nái mín
ábyrgð ekki lengra," sagði María í
Listasmiðjunni í Hafnarfirði í sam-
tah við DV. „Það vita allir hvað svona
styttur eru brotgjarnar og ég varaði
Hjá Neytendasamtökunum fengust
þær upplýsingar að í svona tiifellum
væri nær ómögulegt aö sanna hvort
um gallaða vöru hefði verið að ræða.
Meginreglan, sem hafa ætti í huga,
væri sú að ganga úr skugga um það
áður en kaupin eru gerð hvort við-
komandi hlutur er heili. Ábyrgð
verslunarinnar nær alls ekki út fyrir
búðina nema hægt sé að sanna að
um galla hafi verið að ræða. -Pá