Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 19
Slguxöur Bjömsson, DV, V-Þýskalandi: Vestur-þýsku meistaramir í knattspyrnu, Werder Bremen, eru komnir í þriðja sæti úrvals- deildarinnar eftir 6-0 útisigur á Stuttgarter Kickers í gær. Frank Neubarth skoraði 3 markanna, Karl-Heinz Riedie tvö og Frank Ordenewitz eitt og þetta var eins og léttur æöngaleikur fyrir meistarana sem eru greinilega komnir á skrið. Bayer Uerdingen vann Kaisers- lautern, 3-1, en það var dýrkeypt- ur sigur því Stefan Kunz og Dan- inn Jan Bartram voru báðir bom- ir meiddir af leikvelli Mannheim og Hannover skiMu jöfn, 1-1, Eintracht Frankfurt vann sinn fyrsta sigur í tvo mánuði, sigraði Karlsruher, 1-0, og Köln sigraði Leverkusen, 3-0. Staða efstu liða er þannig: Bayem.....14 7 7 0 29-10 21 Stuttgart..l4 8 2 4 27-18 18 Bremen....l3 6 5 2 23-14 17 Hamburger ..........14 7 3 4 26-17 17 Uerdingen .........14 5 7 2 21-14 17 Gladbach.14 6 5 3 20-17 17 Danski knattspymumaðurinn Jesper Olsen skrifáði í gær undir samning við franska 1. deildar félagið Bordeaux til hálfs þriðja árs. Frakkamir greiða félagi hans, Manchester United, tæp- lega 45 milljónir ísl. króna fýrir hinn 27 ára gamla útherja sem á 45 landsleiki fyrir Danmörku að baki. Reiknað er með að Olsen leiki með Bordeaux gegn Paris St. Germain, efsta liði 1. deildar, um aðra helgi en hann má ekki leika gegn Napoli í UEFA-bikamum í næstu viku. Olsen er Qórði erlendi leikmað- urinn hjá félaginu en aðeins er heimilt aö nota tvo hveiju sinni. Hjá Bordeaux eru fyrir Englend- ingurinn Clive Allen, Belginn Enzo Scifo og Júgóslavinn Zoran Vujovic og reiknað er með að fé- lagið losi sig fljótiega við Allen. -VS Fjórðu umferð l. deildar karla í handknattleik lýkur í kvöld. Fram og Stjarnan leika í Laugar- dalshöllinni og hefst leikurinn kl. 20.15. Á undan, eða kl 19, mætast Vöóngur og Stjarnan í 1. deild kvenna. Körfubolti X kvöld er stórleikur á dagskrá í Flugleiðadeildinni. KR og ÍBK leika í Hagaskólanum kl. 20. í 1. deild karla leika Laugdælir og Breiðablik á sama tíma á Laugar- vatni. í 1. deild kvenna leika Grindavik og ÍS í Grindavík kl. 20 og ÍBK og KR í Keflavík á sama tíma. >4. • Valsmenn eru hreint óstöðvandi á Islandsmótinu í handknattleik og í gærkvöldi sigruðu þeir KA með miklum yfirburðum. Það er eins með KR-inga en í gærkvöldi unnu þeir Eyjamenn í Laugardalshötlinni. Á myndinni sést Sigurður Gunnarsson, landsliðsmaður i liði Eyja- manna, reyna markskot að marki KR. Á blaðsíðum 20-21 er fjallað um leikina sem fram fóru á íslandsmótinu í gærkvöldi. DV-mynd Eiríkur Atli Hilmarsson. Atli skoraði sex og Granollers vann sinn fimmta sigur Pétur L. PétuiBsan, DV, Baroekma: Atli var n\jög ánægður eftir sig- urinn. „Viö náðum yfirhöndinni Lið Atla Hilmarssonar, Cacolat rétt eftir hálfleik en í þeim fy rri var Granollers, vann sinn fimmta sigur markvarslan slök og við einu í jafnmörgum leikjum í spænska marki undir. En í seinni hálfleik handknattieiknum í gærkvöldi. var það hún sem skipti sköpum. Það vann Caja Madrid, eitt besta Ég hlakka mikið til að mæta Krist- liö Spánar, glæsilega, 28-23, og jáni Arasyni og félögum í Santand- skoraði Atli 6 markanna, þar af erálaugardaginnenþeirgætuorð- eitt úr vítakasti. iö skeinuhættir mótherjar,“ sagði Atli í samtali við DV í gærkvöldi. Granollers er með 10 stig eftir fimm leiki en næsta lið í riðlinum er Michelin með 7 stig. Teka, lið Kristjáns, hefúr ekki byijað vel og er með 5 stig þannig að Atli og fé- lagar ættu að eiga góða möguleika á laugardaginn þó þeir leiki á úti- velli. Vináttulandsleikir í gærkvöldi: Italía sigraði Holland ítalir sigruðu Hollendinga, 1-0, í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Róm í gær. Sigurmarkið skoraði Gianluca Vialli á síðustu mínútu fyrri hálfíeiks. Vegna meiðsla gátu Hollendingar aðeins teflt fram fimm þeirra leik- manna sem unnu Evrópumeistara- titilinn sl. sumar, þeim Van Breuke- len, Ronald Koeman, Van Basten, Vanenburg og Rijkaard en samt réðu þeir feröinni allan fyrri hálfleikinn. Jafntefli í Riyadh Englendingar máttu sætta sig við jafhtefli, 1-1, gegn Saudi-Aröbum í Riyadh í gær. Heimamenn náðu for- ystunni á 15. mínútu en Tony Adams jafnaði með skalla á 54. mínútu. Eng- lendingar áttu meira í leiknum en ollu samt miklum vonbrigðum. -VS • Hollendingar sækja aó marki Italíu í landsleiknum í Róm í gær en höfðu ekki erindi sem erfiði. Símamynd/Reuter Blikar og Fram fá leikmenn Þorsteinn Geirsson, miðjumað- urinn sem lék með Leiftri á Ólafs- firði í 1. deildinni í knattspyrnu sl. sumar, verður að öllum líkind- um með sínu gamla félagi, Breiðabliki, í 2. deildinni næsta keppnistímabil. Þorsteinn er við nám í Banda- ríkjunum og er væntaniegur til landsins áður en íslandsmótið hefst. Framarar hafa einnig fengið liðsstyrk en þeir Eiríkur Björg- vinsson, sem leikið hefur með Völsungi, og Páll Grímsson, sem lék með ÍBV á síðasta ári, hafa ákveðið að ganga til liðs við liðið. Þeir léku báðir með Fram í yngri flokkum félagsins. JKS/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.