Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 34
 34 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. Andlát Guðrún Pálsdóttir Crosier lést 15. nóvember á Rhode Island. Sigríður Karitas Gísladóttir, fyrrum húsfreyja í Ytra-Skógarnesi í Mikla- holtshreppi, andaðist 15. nóvember á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jónína Salvör Helgadóttir andaðist á Öldrunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóh 15. nóvember. Jarðarfarir Þórarinn B. Nielsen, fv. bankafull- trúi, lést 9. nóvember sl. Hann fædd- ist á Seyðisfirði 28. desember 1891. Foreldrar hans voru Jónína Jóns- dóttir og Níls Örum Nielsen. Þórar- inn lauk prófi frá Verslunarskóla íslands 1914. Árið 1918 hóf Þórarinn almenn bankastörf í íslandsbanka í Reykjavík og þjónaði þeim banka og Útvegsbanka Islands hf. frá stofnun 12. april 1930 til ársloka 1956. Útfór Þórarins veröur gerð frá Nýju kap- ellunni í Fossvogi í dag kl. 13.30. Guðbjörg Guðnadóttir lést 10. nóv- ember sl. Hún var fædd 8. nóvember 1902 í Sléttuhhð í Skagaíjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Guðni Jóns- son og Stefanía Sigmundsdóttir. Guðbjörg giftist Sigurvini Marinó Jónssyni, en hann lést árið 1962. Þau eignuðust saman 6 böm og eru 4 þeirra á lífi. Guðbjörg bjó í Vest- mannáeyjum fram að gosi, en flutti þá til Reykjavíkur. Utför hennar verður gerð frá Langholtskirkju í dag kl. 15. ■ Emil Þ. Jónsson bifreiðastjóri, I' Skúlagötu 70, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. nóv- ember kl. 13.30. Guðríður Oddgeirsdóttir Vestmann, ! Álfhólsvegi 14, Kópavogi, sem andað- ; ist laugardaginn 12. nóvember, verð- ur jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 13.30. Jarðarfor Bryndísar Þórarinsdóttur, Melhaga 3, fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 18. nóvember kl. 13.30. Jónas Gunnar Jóhannesson, Lerki- * gmnd 2, Akranesi, verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 14. Jóna Gunnlaug Ingimarsdótt.ir, Dyngjuvegi 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. nóvember kl. 10.30. Magnea Stefanía Guðlaugsdóttir, Hnotubergi 31, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkj u fóstudaginn 18. nóvember kl. 15. Pálína Margrét Guðjónsdóttir hús- freyja, Hólakoti, Hrunamanna- hreppi, verður jarðsungin frá Hrepp- hólakirkju laugardaginn 19. nóvemb- er kl. 14. Karl Hinrik Olsen, Granaskjóli 8, verður jarðsunginn föstudaginn 18. nóvember kl. 15 frá Fossvogskirkju. Tilkyimingar Jólakort Landssamtaka hjartasjúklinga Landssamtök hjartasjúklinga hafa gefið út jólakort með 5 fallegum ljósmyndum. Kortin eru pökkuð fimm saman og kostar hver pakki 150 kr. Aliur ágóði af sölu jólakortanna rennur til líknarmála en sem kunnugt er hefur þessi félagsskapur beitt sér fyrir kaupum á rannsóknar- og lækningatækjum í þágu hjartasjúklinga og fært sjúkrahúsum og nú sem stendur er unniö að stofnun nýrrar endurhæfmg- arstöðvar fyrir hjarta- og lungnasjúkl- inga. Jólakortin eru afgreidd í skrifstofu Landssamtaka hjartasjúklinga í Hafnar- húsinu viö Tryggvagötu í Reykjavík (vesturendi, 2. hæð) en mestmegnis ann- ast félagar í Samtökunmn sölu kortanna, bæði í Reykjavík og úti um land allt. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 13-17. Simi 25744. Lögfræðiaðstoð Orators Orator, félag laganema, veitir ókeypis lögfræðiaðstoð á fimmtudagskvöldum frá kl. 19.30-22 í síma 11012. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag kl. 14. Frjáls spilamennska. Kl. 19.30 fé- lagsvist, hálft kort. Kl. 21 dans. Ath. Fé- lagsfundur verður haldinn í Tónabæ laugardaginn 19. nóvember kl. 13.30. JS5've x-tb sau oc» «5 4b j €Í»oe» ariLSBt ac» * »i;* 1 Tímaritið Sveitarstjórnarmál, 5. tbl. þessa árs, er komið út. í blaðinu eru greinar um sérstakt átaksverkefni í atvinnumálum á Egilsstöðum og Seyðis- firði, almenningssamgöngur á höfuð- borgarsvæðinu. Ólafur Olafsson land- læknir á grein um þátttöku sveitarfélaga í lyfsölu, sagt er frá kennslu í fiskirækt í Kirkjubæjarskóla og nýju bókasafni á Kirkjubæjarklaustri lýst. Þá er sagt frá nýrri sundlaug á Akranesi, ráðhúsi á Dalvik, skógrækt í Hrunamannahreppi, miðstöð Byggðastofnunar á Akureyri, stofnum gjaldheimta í einstökum lands- hlutum, stofnun Sorpeyðingar höfuð- borgarsvæðisins og kaupleiguíbúðum. Kynnt er ný ríkisstjóm, sagt frá ráðu- neytisstjóraskiptum í félagsmálaráðu- neytinu, kynntir nýir bæjar- og sveitar- stjórar og birtar fjölmargar smáfréttir. Forystugrein, um efnahagsmál, skrifar Sigurgeir Sigurðsson, formaöur Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Helgi Gíslason skrifar um Fellabæ og greina- flokkur er um umferðarmál. Tímaritið er 64 bls. að stærð. Skinfaxi kominn út 5. tölublað Skinfaxa, tímarits ungmenna- félaganna, er komiö út. Skinfaxi er að nokkrum hluta tileinkaður Ungmennafé- laginu Tindastóli á Sauðárkróki en íþróttafólk þaðan stendur nú framarlega á landsvísu. Nefna má meistarflokkslið Tindastóls í körfuknattleik sem er nú komið í úrvalsdeildina en viðtöl eru við Val Ingimundarson, þjálfara og leikmann með liðinu, og Eyjólf Sverrisson. Knatt- spymumenn Tindastóls eru í 2. deild og síðast en ekki síst má nefna Lilju Maríu Viltþúbreyta peningum íbifreið eða breyta bifreið í peninga? Littu inn BÍLAKAUP Borgartúni 1 - símar 686010 og 686030 Menning Lífræn svartlist - um sýningu Jóns Óskars í Svörtu á hvítu Mörgum listamönnum er keppi- kefli aö ná fram eins konar líf- rænni nálægö í myndir sínar. Síð- dadaistinn Edward Kienholz hefur t.a.m. gert ragnarakalegar upp- setningar á knæpum og sjúkra- deildum. Þarna setur hann upp af- steypur af fólki sem virkar eins og sambland af vaxmyndum og óvætt- um úr framtíðarbíóum. Sviðsetn- ingin gerir það að verkum að þess- ar afsteypur verða áhorfendum nákomnar, það er eins og þær geti þá og þegar raknað úr rotinu. Það er sjaldgæft að myndverk standist slík návígi við dulvitundina. Það er einungis á færi áferðarsnillinga að galdra fram slíka áru á léreftið. Áferðarverk Jón Óskar Hafsteinsson hefur nú um nokkurra ára skeið gert ýmsar tilraunir með áferð í málverki. Það er fyrst og fremst vax sem hann notar í áferðarverk sín og smyr því á flötinn líkt og svartlistarmenn gera. Sem mótvægi notar hann svarta olíumálningu. Niðurstaðan er því eins konar lífræn svarthst á striga. Aðferð Jóns er á margan hátt skyldari vinnubrögðum svart- listarmanna, bæði í prentiðnaði og grafík, heldur en þeirri tækni sem olíumálarar beita að jafnaði. Er það vel, þvi allt of oft gerist það að hsta- menn afneita þessum greinum sem færibandaiðnum og fondri. En í raun býr prentið yfir ýmsum af- hjúpandi leyndardómum sem fyr- irfinnast ekki svo glatt í málverk- inu, jafnvel þó nýtt sé. Maðurinn er ófreskja Um líkt leyti og Leonardo málaði Mónu Lísu byrjaði Gutenberg að Myndlist Ólafur Engilbertsson prenta bækur og eftir það hefur málverkið hlaupið mótt og más- andi á eftir prentvélunum. Sumir listamenn sáu þó hvílíkt sköpunar- afl bjó í prentverkinu. FYanski teiknarinn Tardi teiknar þjakað og þunglynt fólk með lokuð augu. Líkt og Jón Óskar vinnur hann á graf- ískan máta en gerir þó ekki hrein- ræktaða grafík, heldur myndasög- ur. Á sýningu sem hann hélt lét hann hafa eftir sér: „Ég vil að fólk komi þunglynt út af þessari sýn- ingu. Sannleikurinn er dapurlegur: maðurinn er ófreskja - sjáið hann, hann háði tvær fáránlegar heims- styrjaldir á aðeins þrjátiu árum.“ Eitthvað líkt þessu koma manna- myndir Jóns Óskars undirrituðum fyrir sjónir. Þó þarna sé greinilega um sauðmeinlaust norðurálfufólk að ræða, þá er það altént þungt á brún og brá. Skemmtilegastar þóttu mér myndir nr. 1 og 4, bæði einfaldar og „nákomnar“. Annars staðar er teikningin heldur mikið hlaðin miðað við einfaldleikann í útfærslunni. Sýning Jóns Óskars mun hanga uppi á veggjum í Gaheríi Svörtu á hvítu til sunnudagsins 27. nóvemb- er. Ég vil þó koma þeirri ábendingu hér á framfæri við stjórnendur gaherísins að þeir standi við aug- lýstan opnunartíma. Fjórar klukkustundir á dag ættu ekki að vera tiltökumál. ÓE. Safn Vigdísar Finnbogadóttur í Húsum & híbýlum Meðal efnis sem vekur athygli í nóvemb- erhefti Húsa & híbýla eru ljósmyndir af öllum þeim styttum sem Vigdís Finn- bogadóttir forseti hefur safnað og sýna foreldri og afkvæmi. Mörg fleiri söfn og margvísleg í eigu einstaklinga eru einnig sýnd í myndsjá blaðsins. Af öðru efni má svo m.a. nefna innlit í glæsilegan bústað sendiherra íslands í Danmörku og fallega ibúð ungra hjóna við Lauga- veginn. Rætt er um vaxandi notkun flisa og litið inn í íbúðir þar sem þær eru mik- ið notaðar. Þá er fjallað um ama og skemmri hleðslutíma þeirra en áður, sagt frá nýrri verslun með eldhús- og baðinn- réttingar, fræðst um endingu teppa. Finnur Fróðason arkitekt skrifar grein um skrifstofur og blaðamaður H&H segir frá ferð sinni um Finnland þar sem hann fræddist um hönnun húsa og húsmuna. Enn fremur eru í blaðinu greinar um búferlaflutninga, uppskriftir eru aö tert- um og systkinapeysum og sagt frá nýjum húsgögnum á markaðnum. Útgefandi H&H er Sam-útgáfan og ritstjóri Þórarinn Jón Magnússon. Jólablað H&H kemur út 25. nóvember. Smurstöðin Klöpp í ný húsakýnni Smurstöðin, sem var á Klöpp við Skúla- götu, hefur flutt í ný og fullkomin húsa- kynni að Suðurlandsbraut 16 á mótum Vegmúla. Smurstöðin í Vegmúla er undir stjóm Gunnars Gíslasonar en hann hefur í rúm 40 ár starfað við smurstöðvar, þar af í 25 ár hjá Olís að Klöpp. Rekur Gunn- ar smurstöðina í umboði Olís hf. Með honum starfa þrír starfsmenn á stöðinni. Auk þess að smytja allar gerðir bíla ann- ast smurstöðin margs konar eftirlit með bílunum, t.d. með kælivatni, olíu- og loftsíum og fleiru sem bílaeigendur viija gjaman að sé í lagi. Ennfremur sjá starfs- menn um að skipta um ijósaperur, þurrkublöð og kerti. Um þessar mundir em menn líka að huga að frostlegi á bíl- um sínum og sér stöðin um að menn séu tilbúnir til að mæta vetrinum. Smurstöð- in er opin frá kl. 8-18 alia virka daga. Útskrift í Siglingaskólanum Undanfarin 4 ár hefur Siglingaskólinn haft heimild Menntamálaráðuneytisins til að halda námskeið til 30 rúmlesta rétt- inda. Á þessum 4 árum hefur skólinn haldið fjölda námskeiða af þessu tagi. í október útskrifuðust 17 nemendur úr Siglingaskólanum með 30 rúmlesta rétt- indi. Þeir sem ljúka 30 rúmlesta prófinu geta farið á framhaldsnámskeið hjá Sigl- ingaskólanum og öðlast réttindi til haf- siglinga á seglskútum (Vachtmaster Offs- hore). Kvenfélag Óháða safnaðarins verður með félagsvist í safnaðarheimil- inu Kirkjubæ fimmtudaginn 17. þ.m. kl. 20.30. Góð spiiaverölaun og kafflveiting- ar. Árshátíð Siglfirðingafélagsins verður haidin laugardaginn 19. nóvemb- er í Félagsheimili Seltjarnamess. Húsið verður opnað kl. 19 og borðhald hefst kl. 20. Að loknu borðhaldi verða skemmtiat- riði. Kl. 23 hefst almennur dansleikur með hljómsveitinni Vanir menn. Forsala aðgöngumiða er í Tösku- og hanskabúð- inni. Sjá nánar auglýst i fréttabréfi. Fundir Digranesprestakall Kirkjufélagsfundur verður í safnaðar- heimilinu við Bjamhólastíg í dag, 17. nóvember, kl. 20.30. Spiluð verður félags- vist. Kaffiveitingar. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Snorradóttur sem stóð sig frábærlega fyrir stuttu á ólympíuleikum fatlaðra í Seoul. í Skinfaxa er einnig sagt frá undir- búningi fyrir 20. landsmót UMFÍ sem verður haldið að Varmá í Mosfellsbæ árið 1990. Bráðskemmtilegur skákþáttur Jóns L. Árnasonar er á sínum stað og margt margt fleira. ARNAR FLISAR u HANNYRÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.