Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. Sandkom Metið slegið Ánýafstöön- umfundi Kaupmanna- samtakanna barmargtá góma.einsog DVÍii’furgreint frá.Þarræddu kaupmenn meöal annars „töskuferðirn- ar“ svonefndu afmiklummóð. Efeinhverskyldi ekki átta sig á fyrirbærinu þá er átt viö verslunarferðir til Glasgow, Amsterdam, Trier, Frankfurt og fleiri staða. Einn kaupmaðurinn kom í pontu og sagöist vita til þess að fólk væri að koma með þetta 10-12 ferðatöskur, úttroðnar af v amingi, heim úr slík- um feröum. Öll met hefðu svo verið slegin þegar frést hefði af einum sem hefði rogast með heljarmikla harm- óníku f gegnum tollinn. Og þama hefðu kunningjar harmóníkumanns- ins séð opnast dyr tækifæranna. Þeir væru nú farnir út til að kaupa sér píanó! Stóð á öndinni Þaðtóká taugarnarað hlustaáfréttir SÚörnunnar einn ágætan veðurdagísíð- ustuviku. :. Fréttamaður- mnvarvarla bytjaðurað þyljaþegar íjóstvarðað eitthvað ansi mikið var að. Hann stóð á öndinni, mátti varla mæla og virtist bara varla ætla að hafa það af. Áreið- anlega hafa einhverjir haldið aö ver- ur frá öðrum hnöttum væm aö gera innrás i fréttastofúnaá þessari ör- lagaþrungnu stundu. En svo jalhaði fréttamaðurinn sig oglaukséraf. Skýringin á öllu þessu var sú að faeinum sekúndum fyrir fréttir mundi hann eftirþví að hann hafði gleymt spólu uppi á næstu hæð fyrir ofan. Nú var að duga eða drepast, hann flaug upp stigann, hrifsaði spól- una, niður aftur og að hlj óðneman- um, lafmóður. En allt hafðist það. Lesstofan bíður íbúarnýju stúdentagarð- annaurðu haria glaöir þegarþeir fréttuaðfor- y ráöamenn Seðiabankans hefðusam- þykktaðinn- réttalesstöfuá görðunum. Þótti þetta sýna mjkinn velvilja í garö námsmanna, semyflrleitt eiga öðm aðvenjast. En Adam var ekki lengi í Paradís. Það kvisaðist nefnilega út að á tímum eymdar og örbirgðar i íslensku efna- hagslifi sæi bankinn sér alls ekki fáert að aö standa við þetta loforð um að innrétta lesstofuna. Settu náms- menn sig i stellingar til að reyna aö sýna skilning á viöhorfi bankans. En þeir urðu ekki lítiö hlessa þegar þeir lásu fréttir þess efnis að nú væri verið að innrétta fúllkomið heiisu- stúdóí í Seðlabankanum. Væri kostn- aðurinn kominn i 3,5 milijónir og yrði líklega eitth vað meirL Hrafninn á Akureyri ■ , Kvikmyndin ; ískugga ; hrafhsinsvar frumsýndáAk- ureyri um síð- ; ustuhelgi. Eitt- | hvaðvarhljóð- iðekkisem skyldioghefúr núslegiðí j brýnumilli ! Hrafúsogbió- stjórans vegna þess. Bíóstjórinn segir að lélegt hijóð sé fúski við gerð mynd- arinnar að kenna. Hrafn segir aö þama sé ekki um að kenna fúski í framleiðslu heldur í framkomu bíó- stjórans. Viö bíðum spennt eftir framhaldi deiiunnar. Umsjón: Jóhanna S. Slgþóredóttlr Fréttir Aukafundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna: Höfum aldrei staðið nær þjóðargjaldþroti - sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra „Það er áreiðanlega ekki seinna vænna að haldinn er aukafundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og hefði hann mátt vera töluvert fyrr. Ég sagði við Jón Ingvarsson þegar hann bað mig koma hingað að það væri miklu nær að ég fengi að spyrja ykkur ýmissa spurninga en þið mig. Þær 6 vikur, sem ég hef verið í stjórn- arráðinu við Lækjartorg, hef ég lítið gert annaö en að ræða við menn um ástand og horfur í útflutningsgrein- unum og skoða gögn sem mér hafa borist um þau mál og ég verð svart- sýnni með hverjum degi sem líður. Ég hika ekki við aö segja nú að við stöndum nær þjóðargjaldþróti en nokkru sinni fyrr. Og ég spyr sjálfan mig hvernig á því stendur að þetta lá ekki ljósar fyrir fyrr. Ég get ef til vill afsakað sjálfan mig með því að ég hef setið inni í utanríkisráðuneyti í einhveijum filabeinsturni þar. En hvað um ýmsa aðra. Hvað um ykkur sjálfa, hvað um bankana, hvað um Þjóðhagsstofnun og fleiri?“ Þetta var upphaf ræðu forsætisráö- herra, Steingríms Hermannssonar, á aukafundi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í gær. Á þessum fundi voru fluttar ræður sem lýstu meiri svartsýni og dapurleik en menn hafa heyrt árum saman.' Niðurfærslan besta leiðin Steingrímur Hermannsson fullyrti að eftir því sem gögn um stöðu fisk- vinnslunnar berast inn til þeirra sem $æti eiga í stjórn Atvinnutryggingar- sjóös hafi stjómarmenn ekki gert sér grein fyrir því hve ástandið er alvar- legt áöur en starf þeirra hjá sjóðnum hófst. Hann sagöi aö á einum átta mánuðum heföi efnahagur flestra fyrirtækja algerlega snúist viö. Steingrímur sagði ástæðumar marg- ar, of mikla fjárfestingu, launayfir- borganir, fiskverðsyfirborganir og fleira. Meinsemdina sagöi hann verá ákaflega víðtæka. Steingrímur Hermannsson. Steingrímur sagöi að hinn svo- nefnda niðurfærsluleið hefði verið besta leiðin en um hana hefði ekki náðst samstaða. En hann fullyrti að hún hefði heldur hvergi dugað til að bjarga flskvinnslunm eins og nú væri komið fyrir henni. Hann spurði hvemig á því stæði að þrátt fyrir 20 prósent gengisfellingu á þessu ári hefði staða fiskvinnslunnar aldrei verið verri og nauðsynlegt að kalla saman aukafund eins og þennan. Gengið rangt skráð Steingrímur sagði að eflaust væri gengiö rangt skráö en þessi reynsla sýndi okkur, eins og oft áður, að til þess að gengisfelling væri ráð sem dygði þyrfti að taka hana út úr næst- um öllum þáttum efnahagslífsins. „Getur þaö verið gott fyrir frysti- hús, sem skuidar meira en ársvelta þess er, aö gengið sé feflt,“ spuröi Steingrímur. Hann fullyrti að ótrú- lega mörg frystihús væru í einmitt þessari stööu. 480 prósent fjármagnskostnaður Steingrímur sagði fjármagnskostn- aöinn keyra úr hófi, vera meinsemd sem ráðast þyrfti gegn. Hann sagði sögu af manni sem hefði talað við sig fyrir skömmu. Honum var ráðlagt af bankastjóra að fara yfir á „flttið“ en þaö er að fara óleyfilega yfir á hlaupareikningi sem svo eftir viku er fært á afurðareikning hans. Hann sagðist fá refsivexti og dráttarvexti og fjármagnskostnaðurinn af þessu hefði verið 480 prósent. Steingrímur sagði síðan að ef svona nokkuð við- gengist, þótt ekki væri nema í smáum stQ, hlyti aö vera nauðsyn- legt að framkvæmda uppskurð á bankakerfinu. Fækkun frystihúsa Steingrímur spurði hvort ekki væri nauðsynlegt að fækka fiskiskipunum og fækka frystihúsunum. Frystingin hefði verið færð út á sjó í stórum stíl án þess að frystihúsum í landi væri fækkaö. Hann nefndi dæmi þessu til sönnunar og sagðist ekki betur sjá en aö kylfa heföi verið látin ráöa kasti í frystiiðnaðinum oft á tíö- um. „Maður spyr sjálfan sig aö því hvers vegná lánastofnanir hafi lánaö til slíks án þess aö krefjast svars viö þeim afleiðingum sem slík breyting hefur,“ sagði Steingrímur. Gjörgæsludeild „Mér þykir alveg nauðsynlegt aö fá á eins konar gjörgæsludeild góöan hóp útflutningsfyrirtækja til að skoöa það til grunna hvaö hefur breyst á allra síðustu mánuðum og hverjar horfurnar eru á næstu vik- um,“ sagöi Steingrímur. Hann sagöi aögeröir ríkisstjórnarinnar vera bráðabirgöaaðgeröir en sér þætti menn gera of lítið úr þeim. Menn töluðu af óvirðingu um Atvinnu- tryggingarsjóðinn en ætli mörgum þætti ekki gott að fá hjá honum lán til þess að komast af „fittinu“ sem fyrr var nefnt. Hann sagöi nauðsyn- legt að losna út úr allri vísitölutrygg- ingu, losna viö lánskjaravísutölu, sem og aðrar vísitölur sem í gangi eru. Steingrímur sagðist hafa ákveö- iö langan fund í ríkisstjóminni um miöja næstu viku vegna þessara mála. Hann sagðist hafa óskaö eftir því við þær stofnanir, sem unniö hafa aö upplýsingasöfnun um stöð- una í dag, að þær yrðu búnar að framkvæma úttekt á öllu saman þeg- ar þessi ríkisstjórnarfundur fer fram. Hann sagðist ekki ætla að segja neitt um hvað þyrfti að gera á næstu mánuðum en sagðist sannfærður um að það væri meira en menn heföu ætlað til þessa. -S.dór Vonleysi manna í frystingunni er algert - sagði Jón Ingvarsson, stj ómarformaður Sölumiðstöðvarinnar „Ég vil leyfa mér að fullyrða að ástandið hefur aldrei verið jafn- ískyggilegt og nú og vonleysi þeirra sem standa fyrir rekstri frystihús- anna og reyndar annarra fisk- vinnslufyrirtækja er slíkt að flestir þeirra vita ekki sitt ijúkandi ráð. Slík eru þau skilyrði sem greininni eru búin,“ sagði Jón Ingvarsson, stjómarformaður Sölumiðstöðvar- innar, í ræðu á aukafundi Sölumið- stöövarinnar í gær. Jón sagði að engan skyldi undra þótt frystíhúsamenn boöuðu nú tíl aukafundar, svo alvarlegt væri ástandið orðið. Fiskvinnslan væri í efnahagslegu öngþveiti og hefði verið það í heilt ár. Fyrir utan heimátilbú- inn vanda, svo sem rangt skráð gengi og veröbólgu, hefði verðlag á afurð- um okkar verið að lækka og sölu- tregðu hefði gætt í vaxandi mæli. Hann sagði að allt eigið fé fiskvinnsl- unnar í fandinu væri algerlega upp- urið. Jón Ingvarsson skammaði f]öl- miðla fyrir umfjöllun þeirra um vanda fiskvinnslunnar. Sagöi hann suma þeirra hafa velt sér upp úr vanda þeirra og þá frystingarinnar sérstaklega sem ekki sæmdi ábyrg- um aðilum. Hann sagði að einu úr- ræöin, sem þeir hefðu bent á, væru að enn frekari hagræðingar væri þörf í rekstrinum án þess að skil- greina það nánar. Hann sagði aö ef frystihúsamenn lýstu áhyggjum sínum væm þeir út- hrópaöir sem gengisfellingakór, grátkonukór eöa pilsfaldakapítalist- ar. Sagði hann ömurlegt til þess aö vita hvernig rætt væri um þá at- vinnugrein sem skilaöi mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og væri undirstaða atvinnulífs víös veg- ar um landið. Jón sagöi aö fyrstu aðgerðir ríkis- stjómar Steingríms Hermannssonar heföu því miður ekki vakið vonir fiskvinnslumanna um rekstrarskil- yröi frystingarinnar. Þær miöuðu aö því að lána frystihúsunum fé tíl áframhaldandi hallareksturs í staö þess að bæta rekstrarskilyrðin. Hann geröi jafnframt lítíð úr Atvinnu- tryggingasjóði og því hlutverki sem honum er ætlaö. Þá sagði hann þaö sanngjarnt að þjóðfélagið skilaði frystihúsunum því fjármagni aftur sem ranglega hefði verið af þeim tek- ið í gegnum kolranga gengisskrán- ingu. Það væri óþolandi að undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar Væri skilinn svona eftir í rúst. Hann sagði að því miður væri ekkert sem benti tíl betri tíðar eða uppsveiflu á mörkuðum á næstunni. Hann sagðist að lokum vænta þess að frystihúsamenn stæðu Jón Ingvarsson. enn þéttar saman í þeirri viðleitni aö knýja á um viðunandi starfsskil- yrði frystiiönaðinum til handa. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.