Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. 7 Fréttir Ragnar Arnalds, höfundur leikritsins. Skagfirðingar æfa Uppreisnina á ísafirði Þórhailur Asmimdsson, DV, Sauðárkróki; Nýlega hófust æfingar hjá Leik- félagi Skagfirðinga á Uppreisninni á ísafirði eftir Ragnar Arnalds. Stefnt er að frumsýningu á 2.Í jólum. Starf- semi félagsins hefur legið niðri und- anfarin misseri en nú ræðst það ekki á garðinn, þar sem hann er lægstur. Þessi sýning útheimtir mikinn mannskap. í leiknum eru sex kvenhlutverk og hvorki fleiri né færri en 22 karlhlut- verk, sem hægt er að koma á 16 leik- ara. Það er Edda Guðmundsdóttir sem leikstýrir en höfundurinn hyggst verða með í ráðum um upp- setningu eftir því sem hann getur við komið. Reyndar breyttist það dæmi allnokkuð við það að Alþýðubanda- lagið tók sæti í ríkisstjórn að sögn Ragnars. Formaður Leikfélags Skagfirðinga, Friðrik Rúnar Friðriksson, segir að líf sé að færast í starfsemi félagsins á ný og hafi gengið þokkalega að manna leikinn. Má búast við að hátt í 40 manns komi nálægt þessari sýn- ingu. Fyrir tveimur árum setti Leik- félag Skagfirðinga upp Sáhr Jónanna en þá hafði öll leikstarfsemi hjá félag- inu legið niðri í mörg ár. 0,8 prósent verðbólga Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 0,1 prósent frá október til nóvember. Það jafngildir 0,8 pró- sent verðbólgu miðað við heUt ár. MiUi mánaðanna hækkuðu mat- og drykkjarvörur og almennar vörur lítiUega en hins vegar lækkuöu bú- vörur og húsnæðiskostnaður. Verðbólga fyrstu þrjá mánuðina í verðstöðvun ríkisstjómarinnar hef- ur samsvarað um 4,6 prósent verð- bólgu. Miðað við síðustu þrjá mánuði er verðbólgan nú 21,9 prósent. Verð- lag hefur hins vegar hækkað um 22,7 prósent undanfarna tólf mánuði. Vísitala framfærslukostnaðar er nú 110,5 stig. -gse Stefnt og kært vegna jarðarsölu í Landeyjum - hreppsnefndin kærð til landbúnaðarráðuneytisins Stefnt er nú og kært á víxl í Vestur- Landeyjum vegna sölu jarðarinnar Eystra-Hóls. Hreppsnefndin hefur verið kærð til landbúnaðarráðuneyt- isins. Þá hefur Eggert Haukdal, odd- viti hennar, aftur höfðað mál á hend- ur seljanda jarðarinnar. Forsaga þessa máls er sú að þrír hestamenn úr Reykjavík, Ólafur Ingimarsson, Öm Karlsson og Ámi Þorkelsson, gerðu í haust kaupsamn- ing við eiganda Eystra-Hóls, Jóhann Johansen. Samkvæmt honum keyptu þeir jörðina. Síðan skrifuðu þremenningarnir hreppsnefnd Vestur-Landeyjahrepps bréf og buðu henni forkaupsrétt að jörðinni, eins og lög gera ráð fyrir. „Við fréttum svo að hreppsnefndin hefði ákveðið að neyta forkaupsrétt- ar og gengið inn í kaupsamninginn," sagði Ólafur Ingimarsson við DV. „Við fórum fram á að fá sendan út- drátt úr fundargerð hreppsnefndar. Þegar hann barst okkur í hendur sáum við að hreppsnefndin hafði ekki aðeins neytt forkaupsréttarins heldur selt Sigurði Reynissyni, verk- taka í Reykjavík, jörðina þannig að hann gekk inn í okkar kaupsamning. Við hefðum getað sætt okkur við þetta ef innansveitarmaður eða ein- hver sem ætlaði sér að búa á jörðinni hefði fengið forgang hjá hrepps- nefndinni. En þessu gátum við ekki unað og höfum því kært máhð til landbúnaðarráðuneytisins." En sagan er ekki öll sögð. Seljanda jarðarinnar finnst þremenningarnir og hann sjálfur órétti beittir. Hann hefur því neitað að láta afsahð af hendi til hreppsnefndarinnar. Eggert Haukdal, oddviti hreppsnefndarinn- ar, hefur því höfðað mál á hendur honum þar sem seljandi „verði dæmdur til að gefa út afsal til stefn- anda“, eins og segir í stefnunni. „Ástæöur þessa eru, þótt ótrúlegt megi virðast, óvild Eggerts Haukdal í garö föður eins okkar,“ sagði Ólaf- ur. „Honum varð það á 1980 að leigja landspildu af séra Páh á Bergþórs- hvoh ásamt syni sínum og þess erum við nú að gjalda. Það hefur oft komiö fram í máh Eggerts við okkur að þetta sé undirrót þess að við fáum ekki jörðina. Þarna er verið að grafa upp gamla hluti sem koma þessu máli ekkert við heldur flokkast undir innansveitarstríð í Landeyjunum." -JSS Terfinics HLJOMTÆKJASAMSTÆÐA MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU Technics X 800 er hágæða hljómtækjasamstæða með ótrúleg hljómgæði, glæsilegt útlit og framúrskar- andi endingu. Þessi þrjú atriði koma í raun engum á óvart þegar Technics á í hlut. Vegna hagstæðra samninga og skilnings framleið- anda á erfiðu ástandi hér heima getum við boðið þessa samstæðu á hagstæðara verði en nokkru sinni fyrr Kr. 46.CGG, Kr. 34.950.- Takið ekki óþarfa áhættu, látið ekki skrumið drekkja ykkur, þið eruð örugg með tækin frá Technics JAPISS BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■ SÍMI 27133 ■ ■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■ ■ SÍMI 96-25611 ■ Böm í Garðinum: Hafa aldrei þurft að borga fyrir sunnudaga- skólann „Börnin hér í Garðinum eru ekki látin borga fyrir að sækja sunnudagaskóla og hafa aldrei þurft að gera það. Það kæmi aldr- ei til greina., Sama gildir um kirkjugesti," sagði Hjörtur Magni Jóhannsson, sóknarprestur í Út- skálaprestakalh á Suðumesjum, í samtali við DV. Tilefni samtalsins vom sögu- sagnir um að böm í Garðinum þyrftu að borga 250 krónur fyrir að vera með í sunnudagaskólan- um eða vera ekki með ella. Sann- leikurinn er hins vegar sá að bömin borga 200 krónur fýrir allt áriö fyrir sunnudagaskólamöppu með myndum og efhi er tengist kennslunni. Poki fyrir möppuna fylgir. „Það em á bilinu 30-60 böm í sunnudagaskóla hjá mér. Ég messa í tveimur sóknum og er sunnudagaskóli á víxl klukkan 11 og 14 á sunnudögum í sóknun- um. Eins og víðar minnkaði aö- sóknin aö sunnudagaskólanum fyrst eftlr að Stöð 2 hóf sýningar fyrir böm á sunnudagsmorgnum en bömin hafa jafnað sig á því og era farin að koma aftur eftir að nýjabmmið er farið af teikni- myndunum.1' -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.