Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... DebraWinger er alveg vitlaus í kvikmyndaleik- stjórann Costa-Gavras, þann hinn sama og gerði Missing og Z. Debra er enn gift leikaranum Timothy Hutton en sagt er að hjónaband þeirra sé ekki upp á það besta. Costa-Gavras er líka giftur, hefur verið það í 20 ár. Hún er 33 ára, hann 55. Eiginkona Costa-Gavras segir að hún viti allt um ástarævintýri mannsins síns og að sér sé alveg sama. Ti- mothy Hutton, eiginmaður De- bru, lætur ástand hjónabands *' síns heldur ekki hafa nein áhrif á tilhugalífið. Hann er núna kom- inn með hina 20 ára gömlu Va- leriu Golino upp á arminn. Hún var áður kærasta furðustjörn- unnar Pee-Wee Herman. Ekki fylgir sögunni með hverri hann er. Díana prinsessa er bálreið út í mágkonu sína, hana Fergie. Og ástæðan? Jú, Fergie ákvað að fara í sex vikna frí til Ástralíu án þess að hafa nýja bamið meö sér. Díana hefur dvalið langdvölum með bami Fergie, svo lengi að hún segist vera viss um að barnið telji hana móður sína. Þegar Fergie fór til Ástralíu var dóttir hennar aðeins 44 daga gömul. Þegar hún kemur til baka segja reikningsglöggir menn aö móðirin hafi verið íjarri barni sínu helming lífs þess, eða því sem næst. Það kann Díana ekki að meta og kallar mág- konuna heimska og eigingjarna. Kurt Russel kvikmyndaleikari og ástmögur Goldie Hawn er aö gera dýravini í Bandaríkjunum vitlausa. Kapp- inn og kella hans ætla að efna til veiðiferðar fyrir aðrar stjömur og sá vinnur sem kemur með flest hræin í bæinn. Þátttakendum verður skipt upp í hópa sem í em tveir venjulegir menn og ein stjama. Veiðileyfið kostar tæpa hálfa milljón krónur. Ekki ætlar Kurt aö stinga öllum ágóðanum í eigin vasa heldur á hluti hans að renna til heimilislausra vestan hafs. Cher klæðir sig oft heldur naum- lega, eins og vel sést á þessari mynd. Cher kjaft- ar frá köll- unum Leikkonan naumklædda og fyrrverandi söngkonan Cher hef- ur sjaldan legið á skoðunum sín- um um hitt og þetta. Nýjasta op- inberun hennar er sú að hún hafi sofið hjá leikaranum Warren Beatty þegar hún var 16 ára og fundist lítið til koma. Tæknin var í lagi en neistann vantaði. „Ég er bara ein af mörgum," segir hún. Cher viðurkennir líka að hún hafi eitt sinn verið bálskotin í Robert Redford. „Meryl Streep sagði mér að hann kyssti ofsalega vel. Ég hef áhuga á öllum sem kyssa vel.“ Áfram með smjörið. Hún var líka skotin í Sylvester Stallone! Ástfangin upp fyrir haus! Hún er þó fljót að bæta því við að það hafi verið sá Stallone sem lék í fyrstu kvikmyndinni um Rocky. „Ég var skotin í þeim Stallone en ekki þeim sem nú er á kreiki." Cher segir að henni yngri menn veiti henni miklu meiri stuðning og umhyggju en menn af hennar eigin kynslóö. Hún lifir eftir þeirri kenningu sinni því að nú- verandi maður hennar er aðeins 24 ára. Cher er 42. En ætlar hún þá aö giftast manninum? „Hann hefur mjög sérstæðar hugmyndir um hjónabandið. í hans augum á það að vara að ei- lífu. Samkvæmt mínum kokka- bókum þýðir það fimm eða tíu ár. Hann neitar því að giftast mér og það hentar mér fullkomlega," segir Cher. Amold er harðstjóri Amold Schwarzenegger, maðurinn með vöðvana, er búinn að gera eigin- kona sína að taugahrúgu. Konan heitir Maria Shriver, fræg sjónvarps- fréttakona í Ameríku og náskyld Kennedy-slektinu. Þau hafa ekki ver- ið gift nema í tvö ár. Góðvinir hjónanna segja að Arnold hagi sér eins og versti harðstjóri þeg- ar hann er heima. Einni segist svo frá nýlegri heimsókn til þeirra: „Við Maria vorum að lesa blaðið þegar Arnold kom inn úr morgunskokkinu sínu. Hann sagði Mariu hvað hann vildi fá í morgunverð en hún svaraði í gamansömum tón að hann skyldi bara laga hann sjálfur. Hann þreif þá blaðið úr höndunum á henni, reif það í tætlur og sagði að hún skyldi aldrei svara honum svona aftur. Þú ert eiginkonan mín og ég vil fá morg- unverðinn minn núna, sagði kapp- inn.“ Aðrar heimildir herma að ef vöðva- maðurinn var ekki ánægður með hvernig eiginkonan vaskaði upp eftir matinn hafi hann átt það til að sýna henni hvemig hún ætti að gera það og láta hana síðan vaska upp á nýtt þar til hann var ánægður. Fjölskylda konunnar er síöur en svo ánægð með framvindu mála. En hvað er hægt að gera? Þorir einhver að biðja Arnold um að hypja sig? Jessica Hahn vill popparann Jessica Hahn, sú hin sama og fékk sjónvarpsprédikarann Jim Bakker til aö losa um biblíubeltið með hrikalegum afleiðingum er nú á höttunum eftir Tommy Lee, trommara rokkhljómsveitarinnar Motley Crue. Þau léku nýlega sam- an í rokkvídeói þar sem ungfrúin kemur fram léttklædd og eggjandi. Á meöan á upptökum stóð gerði hún allt hvaö hún gat til aö tæla manninn. En maðminn er ekki á lausu. Tommy Lee er kvæntur smá- stirninu Heather Locklear sem sumir munu kannast viö úr Dyn- asty. Heather hefur sett Tommy úrslitakosti: annað hvort er það ég eða Jessica. Hún ætlar ekki að láta Jessicu eyöileggja líf sitt eins og hún eyðilagði allt fyrir Jim Bakker. Ekki hefur Jessica þó alveg skilið við prédikarana. Núverandi kær- asti hennar heitir Sam Kinison. Hann er klámfenginn og mjög vin- sæll grínisti í Ameríku og fyrrum prédikari. tekin virtist allt vera eins og í ævintýri. Joan Collins neitar að borga meðlagið Joan Collins er enn ekki farin að borga fyrrum eiginmanni sínum eyri af þeim 180 þúsund dollurum sem dómarinn í skilnaðarmáli þeirra fyr- irskipaði. Lögfræðingur eiginmanns- ins hefur því lagt hald á bankareikn- ing stjömunnar og segist jafnframt ætla að taka af launum hennar fyrir Dynasty sjónvarpsþættina. Joan ætlar að draga það fram á síðustu stundu að borga Peter Holm en svo heitir sá sænskættaði fyrram herra Collins. „Ég breytti honum í prins en nú vil ég að hann fái að reyna kjör betlarans um stund,“ á leikkonan að hafa sagt við kunningja sinn. Og hún sagði fleira: „Ég vil að Peter viti að jafnvel þótt hann komi skríðandi með betlibaukinn bundinn á bakið myndi ég sjálfviljug ekki gefa honum svo mikið sem eina baun.“ Náinn vinur leikkonunnar segir að það sé vægt til orða tekið að segja að leikkonan hati fyrrum elskulegan eiginmanninn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.