Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. 33 Fólk í fréttum Tómas Þorvaldsson Tómas Þorvaldsson hefur verið í fréttum vegna þeirra nýjunga hjá Þorbimi hf. að stunda saltfiskverk- un um borð í skipunum. Tómas er fæddur 26. desember 1919 á Jám- gerðarstöðum í Grindavík og lauk unghngaskólanámi. Hann var sjó- maður og í námi í málum og reikn- ingi í Grindavík 1934-1945, verk- stjóri og bifreiðarstjóri hjá Hrað- frystihúsi Grindavíkur 1946-1952 og tók verkstjórnunar- og síldarverk- unarpróf á Siglufirði 1950. Hann var stofn'andi, forstjóri og aðaleigandi útgerðarfyrirtækisins Þorbjamar hf. frá 1953 og gerir út fimm skip. Tómas hefur rekið saltfiskverkun, rækjuvinnslu, síldarsöltun og skreiðarverkun. Hann var í stjórn Sölusambands ísl. fiskframleiðenda 1960-1981, formaður 1965-1981. Hann hefur verið í stjórn Sambands fiskvinnslustöðva, Fiskimálaráði, Hagráði, stjórn Landssambands ísl. útvegsmanna, Samlags skreiðar- framleiðanda, Fiskifélags íslands, Fiskveiðasjóðs íslands, Síldarsalt- endafélags Suður- og Vesturlands, Viðlagasjóðs, Útvegsmannafélags Grindavíkur og síðar Suðurnesja og Vélbátatrygginga Reykjaness. Tóm- as var í hreppsnefnd Grindavíkur- hrepps 1949-1961 ogeinn stofnanda Björgunarsveitar Grindavíkur og formaður í þrjátíu og tvö ár. Hann er heiðursfélagi Slysavamafélags íslands, hefur hlotiö heiðursmerki fyrir björgun manna úr sjávarháska nokkrum sinnum og er í stjóm Vinnuveitendasambands Islands. Tómas kvæntist 14. maí 1953 Huldu Jónínu Björnsdóttur, f. 1. apríl 1931. . Foreldrar hennar eru Björn Jóns- son, b. í Glaumbæ í Skagafirði, og kona hans, Þorgerður Halldórsdótt- ir. Börn Tómasar era Stefanía Krist- ín, f. 6. apríl 1939, d. 24. júní 1948, Eiríkur, f. 17. maí 1953, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar hf., kvæntur Margréti Gunnarsdóttur kennara, Gunnar, f. 9. desember 1954, yfirverkstjóri Þorbjöms hf., kvæntur Rut Óskarsdóttur, Stefán Þorvaldur, f. 21. júlí 1956, rafeinda- virki í Grindavík, í framhaldsnámi í Kanada, kvæntur Sigríði Erlu Jó- hannsdóttur og Gerður Sigríður, f. 27. desember 1960, skrifstofumaður í Grindavík, gift Jóni Emil Halldórs- syni, byggingatæknifræðingi hjá Aðalverktökum. Systkini Tómasar era Margrét, f. 20. nóvember 1917, gift Hallgrími Georg Björnsson, verkstjóra og fiskimatsmanni í Hafnarfirði, Halldóra Jóhanna, f. 15. júlí 1921, stöðvarstjóri Pósts og síma í Reykholti, gift Jóni Þórissyni, b., oddvita og kennara i héraðsskólan- um í Reykholti, Guðlaugur, f. 13. október 1924, ríkissáttasemjari, kvæntur Kristínu Hólmfríði Krist- insdóttur skrifstofumanni, og Val- gerður Sigurbjörg, f. 7. apríl 1927, skráningarstjóri og umboðsmaður fyrir SOdarútvegsnefnd, gift VO- mundi Ingimarssyni, d. 1986, vél- stjóra og hafnarverði í Grindavík. Systir Tómasar samfeðra er Lovísa Margrét, f. 6. mars 1913, ekkja Stef- áns Jónssonar námstjóra. Foreldrar Tómasar voru Þorvald- ur Klemensson, útvegsbóndi, tré- smiður og símstöðvarstjóri á Jám- gerðarstöðum í Grindavík, og kona hans, Stefanía Tómasdóttir. Föður- systir Tómasar var Klemenzía, móðir Rósbergs Snædals rithöfund- ar. Þorvaldur var sonur Klemenzar, b., sjómanns og smiðs í Gjáhúsum í Grindavík, Jónassonar, vinnu- manns í Holti í Svínadal, Ásmunds- sonar, b. í Holti, Illugasonar, b. í Holti, Gíslasonar, b. í Holti, bróður Þóru, langömmu Guðmundar Björnssonar landlæknis, og Jósef- ínu, móður Sigurðar Nordal. IOugi Tómas Þorvaldsson. var einnig bróðir Sigurðar, langafa Björns Magnússonar, fv. prófessors. Gísli var sonur Sigurðar sterka, b. í Holti, Jónssonar, b. á Eiðsstöðum, Bjarnasonar, ættíöður Eiösstaða- ættarinnar. Móðurbróðir Tómasar var Eirík- ur, faðir Ellerts, sveitarstjóra í Garði. Afmæli Jóhannes HelgiJónsson Jóhannes Helgi Jónsson, fyrrv. verkstjóri hjá togaraafgreiðslunni í Reykjavík, til heimilis að Álftamýri 30 í Reykjavík, er sjötugur í dag. Jóhannes fæddist að Lækjartungu á Þingeyri og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann var sjómaður í íjölda ára en gerðist síðan verkstjóri hjá Togara- afgreiðslunni þar sem hann starfaði umárabil. Kona Jóhannescir er Elísabet Pét- ursdóttir, f. 20.7.1922, dóttir Péturs Níelssonar í Hnífsdal og konu hans, Þorvarðínu Kolbeinsdóttur. Jóhannes og Ehsabet eiga fimm börn. Þau eru: Gylfi Níels, rafvirki í Reykjavík, f. 1.2.1945, kvæntur Hrefnu Einarsdóttur en þau eiga tvö böm; Guðrún Jóna, húsmóðir á Akranesi, f. 21.8.1947, gift Guðjóni J. Jenssyni en þau eiga þrjú börn; Anna Þuríður, húsmóðir í Hafnar- firði, f. 18.1.1950, gift Ara Hjörvar en þau eiga tvö börn; Pétur Jóhann- es, starfsmaður hjá Brimborg í Reykjavík, f. 7.4.1951, kvæntur Kol- brúnu Bessadóttur en þau eiga tvö böm, og Sigríður Jóhanna, skrif- stofustjóri í Osló, f. 2.6.1956 en hún áeitt bam. Systkini Jóhannesar urðu ellefu talsins, auk þess sem hann á eina hálfsystur. Syskini hans: Sigrún, f. 29.9.1905, ekkja eftir Björn Hólm Jónsson, b. á Ölvaldsstöðum í Borg- arfirði; Jóhanna Þorbjörg, f. 8.10. 1907, d. 22.12.1926; Jóhannes Helgi, f. 19.12.1908, d. 9.3.1909; Bjöm, f. 18.8.1910, skipstjóri á Þingeyri, en hann er látinn og er ekkja hans Jón- ína Guðmundsdóttir; Gísh, f. 21.9. 1911, skipstjóri og síðar verkstjóri í Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna; Sigríður, f. 8.12.1913, húsmóðir í Reykjavík; Guðmundur, f. 28.2.1915, b. á Kirkjubóli í Dýrafirði, en hann er látinn og er ekkja hans Ásdis Bjarnadóttir; Ehsabet Steinunn, f. 21.12.1917, en hún er látin; Ósk, f. 26.2.1920, ekkja eftir Helga Helga- son; Ásta, f. 21.4.1922, gift Daníel Guðmundssyni frá Bíldudal, og Kristján Sveinn Helgi, f. 22.2.1924, d. 25.6. sama ár. Auk þess er hálf- systkir Jóhannesar Guðmunda Jónsdóttir, húsmóðir á Akranesi. Foreldrar Jóhannesar vora Jón G. Jóhannsson, f. á Saurum 13.6. 1883, d. 28.4.1954, og kona hans, Guðrún Gísladóttir, f. 18.10.1883, d. 3.1.1946. Jón var sonur Jóhanns, b. á Saur- um í Dýrafirði, Samsonarsonar, hreppstjóra á Brekku í Dýrafirði, Samsonarsonar skálds, síðast í Hólahólum, Samsonarsonar, skálds í Húnaþingi, Sigurðssonar, í Klömbrum, Jónssonar, i Ósum á Vatnsnesi, Sigurðssonar, í Gröf á Jóhannes Helgi Jónsson Vatnsnesi, Jónssonar, í Krossnesi, umboðsmanns Vatnsdalsjarða, Hallgrímssnar, prests á Hofi á Skagaströnd, Ólafssonar, prests og skálds á Sauðanesi, Guðmundsson- ar. Faðir Guðrúnar var Gísli Björns- son, á Felli í Dýrafirði, Ásbjömsson- ar, á Hrauni í Kelduhverfi, Pálsson- ar. Móðir Guðrúnar var Elísabet Pálsdóttir, b. í Þernuvík, Andrés- sonar, á Hjöllum, Jónssonar. Móðir Ehsabetar var Jóhanna Sturludótt- ir, b. í Meirihlíð í Bolungavík og á Kleifum í Skötufirði, sonar Sturlu Sturlusonar og Ingibjargar Bárðar- dóttur Illugasonar, ættföður Arnar- dalsættarinnar. Jóhannes og kona hans, Elísabet, dvelja erlendis hjá dóttur sinni á þessum tímamótum. Agústa Kristófersdóttir Ágústa Kristófersdóttir húsmóðir, Staðarhóli, Dyngjuvegi 9 í Reykja- vík.eráttræðídag. Ágústa fæddist í vesturbænum í Reykjavík og ólst upp í foreldrahús- um í Skuld við Framnesveg. Hún var þrettán ára er faðir hennar lést og fór hún þá að vinna fyrir sér, fyrst með barnagæslu og síðan við netahnýtingar á loftinu þar sem Naustið er nú. Var þar oft glatt á hjalla en stúlkurnar vora vanar að syngja við vinnu sína. Ágústa var við hnýtingamar til sautján ára aldurs en fór þá á síld th Siglufjarðar þar sem hún vann hjá Óskari á Bakka. Þá var hún einnig í kaupavinnu á sumrin norð- urílandi. Ágústa giftist 18.11.1926 Kristni Magnússyni, stýrimanni á togurum og síðar verkstjóra, f. 2.11.1895, d. 15.8.1956. Kristinn var sonur Magn- úsar Pálssonar, steinsmiðs í ReyKja- vík, sem m.a. starfaði viö byggingu alþingishúsins, og Sesselju Gísla- dóttur. Var Kristinn alinn upp hjá Karitas Ólafsdóttur frá Mýrarhús- um. Ágústa og Kristinn hófu búskap sinn á Bræðraborgarstígnum en fluttu síðar að Staðarhóli 1934 þar sem Ágústa hefur búið síðan. Eftir að Kristinn dó hóf Ágústa störf við heimihshjálp en við það starfaði hún næstu tuttugu árin. Þá fór hún tvisvar til Noregs og starfaði þar á elliheimih í Osló nokkra mánuði í senn. Ágústa er kaþólsk en hún hefur farið píla- grímsferð til Rómar og tvisvar til Lourdes í Frakklandi. Þá fór hún á kvennaráðstefnuna í Noregi í sumar enda eindregin kvenréttindakona. Böm Ágústu og Kristins era: Margrét, sjúkrahði í Reykjavík, f. 1930; Eva, sjúkraliði í Noregi, f. 1931; Svana, gæslukona við barnaheimih í Reykjavík, f. 1934; Ásgeir, vélvirki í Reykjavik, f. 1939; Óh, vélstjóri, f. Ágústa Kristófersdóttir 1941; Kristinn Magnús, símvirki, f. 1946; og Kristófer Már, kennari og fyrrv. alþingismaður, nú búsettur í Brussel, f. 1948. Ágústa átti fjögur systkini sem öll erulátin. Foreldrar Ágústu voru Kristófer Magnússon, f. að Blöndubakka í Húnavatnssýslu 1853, d. 1921, og kona hans, Margrét Jónsdóttir, f. í Stekkjakoti í Njarðvík, 1863, d. 1952. Ágústa tekur á móti gestum að Skipholti 70 á afmælisdaginn eftir klukkan 16.00. Leiðréttingar Faöir Sesselju, móður Sigmundar, foður Gunnlaugs, framkvæmdastjóra Þróunarfélagsins var Stefán Jónsson, b. á Berufirði í Reykhólasveit, bróðir Kristjáns, fóður Snæbjamar í Hergilsey. Stefán var sonur Jóns, b. á Kleifum í Gilsfirði, Ormssonar, b. í Langey, Sig- urðssonar, ættfóður Ormsættarinnar. Móðir Ólafs Jónssonar, veitingamanns á Akureyri, afa Ólafs J. Ólafssonar, var Sigriður Finnsdóttir, b. á Syðri-Ey á Skagaströnd, Magnússonar. Petrúnella Pétursdóttir, móðir Svavars Ámasonar, var dóttir Péturs Guðmundss., skólastj. á Eyrarbakka, og Katrínar Jónsdóttur. Karl Karlsson Karl Karisson, vélfræðingur og deildarstjóri hjá Vinnueftirhti ríkis- ins, til heimilis að Mávanesi 24, Garðabæ, er sextugur í dag. Karl fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp. Hann stundaði nám á Al- þýðuskólanum á Eiðum 1944-45, var í Gagnfræöaskólanum á Akureyri 1945-46 og stundaði vélsmíðanám í Vélsmiðjunni Héðni 1946-1950. Hann lauk prófi sem vélfræðingur frá Vélskóla íslands 1955. Karl var vélstjóri á skipum SÍS frá 1951-57. Hann starfaði hjá íslensk- um aðalvertökum 1957-59, hjá RA- RIK1959-62 og var verslunarstjóri hjá véladeild Heklu frá 1962-68. Karl vann hjá Japönsku bifreiöasölunni 1968-69, var með eigin útgerð 1970-75, starfaði hjá Vamarhðinu 1975-77 og hefur starfað hjá Vinnu- eftirlitinu frá því í ársbyrjun 1978. Karl kvæntist 1.11.1952 Hhdi Hálf- dánardóttur skrifstofustjóra, f. 22.2. 1931. Hildur er dóttir Þórnýjar Jóns- dóttur, f. 27.4.1904, d. 6.12.1955, og Hálfdáns Eiríkssonar kaupmanns, f.24.6.1901, d. 28.5.1981. Karl og Hildur eiga þrjú börn. Þau eru: Hafdís Þóra, f. 21.9.1954, við- skipta- og tölvufræðingur, gift Jó- hanni Ámasyni viðskiptafræðingi en þau eru búsett í Kópavogi og eiga tvo syni; Vilhjálmur Karl, f. 22.11. 1955, vélfræðingur, kvæntur Bennýju Guðrúnu Valgeirsdóttur húsmóður, en þau era einnig búsett í Kópavogi og eiga þrjú böm, og Hálfdán Þór, f. 27.11.1959, viðskipta- fræðingur, kvæntur Ellen Louise Tylerarkitekt. Karl á fimm systkini. Þau eru: Guðrún, gift Sigurði Gunnarssyni en þau eiga þrjá syni; Helga, gift Guðjóni Þorghssyni, en þau eiga fjögur börn; Þóra, gift Harvey Tann- 90 ára Hólmfríður Rögnvaldsdóttir, Hrafthstu við Kleppsveg í Reykja- vik. Una Jónsdóttir, Skógargötu 18, Sauðárkróki. 70 ára Friðbjöm Björnsson, Baldursbrekku 16, Húsavík. Hann veröur að heiman á afmæhs- daginn. Eggert Guðjónsson, Bugðulæk 17, Reykjavik. Margrét Jónsdóttir, Lönguhhö 13, Reykjavík. Ólafía Olsen, Suðurvangi 9, Hafnarfirði.______ 50 ára Guðríður Ingibergsdóttir, Túngötu 1, Reyðarfirði. Karl Karlsson er en þau eru búsett í Bandaríkjun- um og eiga tvö börn; Ásgerður, sem lést fyrir nokkrum árum, var gift Ron Foxon en þau voru búsett í Englandi, eignuðust fjögur böm, og eru þrjú þeirra á lífi, og Gyða, gift Þorvarði Árnasyni en þau eiga fimm börn. Foreldrar Karls bjuggu lengst af á Seyðisfirði en þau voru Karl Finn- bogason, skólastjóri og alþingis- maður, f. að Arnstapa í Ljósavatns- skarði í Suður-Þingeyjarsýslu, 29.12. 1875, d. 5.1.1952, og kona hans, Vh- helmína Ingimundardóttir, f. á Sörlastöðum viö Seyðisfjörð, 20.1. 1892, d. 1.4.1956. Albróðir Karls skólastjóra var Guðmundur Finnbogason, heim- spekingur, prófessor og landsbóka- vörður, en foreldrarþeirra voru Finnbogi, b. að Amstapa, Finn- bogason og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, b. að Belgsá, Jónssonar. Vhhelmína var dóttir Ingimundar, b. á Sörlastöðum við Seyðisfiörð, Eiríkssonar og konu hans, Rann- veigar Helgu Rasmusdóttur. Karl verður ekki heima á afmæhs- daginn. Óskar Friðriksson, Árstig 15, Seyöisfirði. 40 ára Guðrún Karlsdóttir, Strandgötu 3, Eskifirði. Jónas Rúnar Jónsson, Kúrlandi 30, Reykjavík. ' Anna Sæmundsdóttir, Hverfisgötu 5B, Siglufirði. Ráðbhdur Stefánsdóttir, Holtabrún 5, Bolimgarvík. Lilja Dóra Eyþórsdóttir, Hrísholti, Laugarvatni. Gunnar Öm Guðmundsson, Odda á Hvanneyri, Andakils- hreppi. Jakobina Jónsdóttir, Dalbraut 28, Suöurfiarðarhreppi. | Kristín Jónsdóttir, Bleikjukvísl 9, Reykiavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.