Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. 5 Fréttir Yfirdýralæknir gefur eftir: Samþykkir innflutning hundsins Depils með ströngum skilyrðum „Yfirdýralæknir hefur nú sam- þykkt innílutning á hundi þeim sem þér sóttuö um leyfi fyrir síðast- liðið sumar gegn því að hann verði við komuna til landsins fluttur rak- leiðis tíl Hríseyjar á Eyjafirði og geymdur þar>í einangrun í fióra mánuði á yðar kostnað, undir eftir- liti dýralæknis sem þar starfar,“ segir orðrétt i bréfi landbunaöar- ráöuneytísins til Friðberts Páls Njálssonar, dagsettu 7. nóvember. Um er að ræða innflutning á Depli, hundi 9 ára sonar hans, frá Frakklandi. Hefur DV fjallaö um mál þetta þar sem sonurinn neitaði að flytja til íslands nema hafa hundinn með sér. Hefur beiðnum Friöberts um innflutning hundsins verið þráfaldlega neitaö af ráðu- neytinu á grundvelii umsagnar yfirdýraiæknis, Páls A. Pálssonar, sem ekki gat „mælt meö innflutn- ingnum" eins og það hefur verið orðað. Endurskoðun á afstöðu yfirvalda til innflutnings hundsins var gerð þar sem „ráðuneytið hefur að und- anfórnu unnið að því að koma upp aðstöðu þar sem geymd verði öfl gæludýr sem innííutningur kann að verða heimilaður á“. Innflutningur Depils, sem er ís- lenskur hundur og alheilbrigður, samkvæmt frönskum læknisvott- oröum, er háður ströngum skilyrð- um í 9 liðum. Þar segir meðal ann- ars að hundinum verði að fylgja ný heilbrigðisvottorð, hann verði skoðaður af yfirdýraiækni, sem verði látinn vita með tveggja sólar- hringa íyrirvara hiö minnsta, strax við komuna til landsins og komiö strax í lögreglufylgd til Hríseyjar. Auk þess má ekki afhenda hundhm til lífs eða láta hann auka kyn sitt. Verði brugöið ut af skilyrðum þess- um eða veikist hundurinn verði honum „lógað bótalaust á kostnað eiganda..Ber eiganda að greiða allan kostnað og er ekki tekin ábyrgö á dýrinu meöan það er í sóttkví. -hlh Davíð og hundurinn Depill 1 danska Ekstrablaðinu: „Dýralæknir eyðileggur fjölskyldu“ „Forsætisráðherra var mjög sam- úðarfullur í garð drengsins og hundsins en hann virðist því miður þurfa að láta í minni pokann fyrir tílfinningalausum embættísmönn- um sem hata börn og hunda jafn- mikið,“ segir orðrétt í grein í danska Ekstrablaðinu á mánudag eftir sam- tal blaðsins við Steingrím Her- mannsson forsætísráðherra. í grein- inni er fjallað um mál Friðberts Páls Njálssonar og sonar hans, Davíðs, þar sem drengurinn neitar að koma til íslands frá Frakklandi nema hann fái að hafa hundinn Depil með sér. Hefur DV þegar skýrt frá þessu máh. Fyrirsögn greinarinnar, sem er upp á heila síðu, er: „Dýralæknir eyðileggur flölskyldu.“ Þar segir frá árangurslausum tilraunum Frið- berts til að fá hundinn fluttan tíl ís- lands, þrátt fyrir flölda heilbrigðis- vottorða, og er yfirdýralæknir, Páll A. Pálsson, nefndur til sögunnar sem hinn illi andi sem virðist hafa meiri völd en forsetinn og forsætisráð- herrann og haldi þannig 9 ára dreng í útlegð frá ættlandi sínu. Hafi ís- lenskir ráðamenn og forsetinn alltaf vísað á yfirdýralækni sem þann aðila er hefði síðasta orðiö í málinu. Er auk þess talaö um Davíð og Depil sem hin saklausu fórnarlömb þess hundahaturs sem alltaf hafi einkennt Reykjavík. „... en diplómatar, ríkt viðskipta- fólk og aðrir sem hafa samböndin í lagi eiga ekki í erfiðleikum með að koma hundum sínum og köttum inn í landið. Þetta get ég sýnt fram á með dæmum,“ er haft eftir Friðbert í grein Ekstrablaðsins. í lokin er vitnað í franskan dýra- lækni þar sem hann segir ekkert hundaæöi hafa ríkt þar sem Davíð býr í Frakklandi. Blaðið segir svo: „En á íslandi virðist hins vegar ríkja alltannaðæði.“ -hlh Það er óþarfi að óttast skort á bílastæðum í KRINGLUNNI, því nú tökum við í notkun 400 ný bílastæði. í KRINGLUNNI eru nú 1600 ókeypis bílastæði, flest undir þaki. Taktu lífinu létt og njóttu þess að versla í rólegheitum, óháður veðri og stöðumælum. . Opið: Mánud.-föstud. til kl. 19:00, laugárd. til kl. 16:00. Veitingastaðir, alla daga til kl. 21:00 og 23:30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.