Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. Útlönd Vopitðfundur á N-írlandi Lögreglan á Norður-írlandi fann í gær mikið magn vopna öfga- manna mótmælenda. Aö minnsta kosti tíu manns voru handteknir í Armagh eftir vopnafundinn. Lög- reglan fann einnig sprengjuefni og tækjabúnað fyrir eldflaugasend- ingar. Ofgasinríar mótmælenda kváðust á þriöjudaginn bera ábyrgð á því að hafa komið fyrir sprengjum í Dublin sem ollu umferðaröng- þveiti. í síðustu viku voru þrír meðlimir Ulstersveita mótmælenda dæmdir í nítján ára fangelsi hver eftir að lögreglan hafði fundiö í fórum þeirra hundraö sovéska riffla. Vopnin sem fundust i Armagh á írlandi í gær. Simamynd Reufer EMflaugaárás á Pakistan Tíu manns biöu bana í Pakistan og fimmtán særðust er eldílaug frá Afganistan lenti i pakistönsku landamæraþorpi. Afganir fengu nýlega langdrægar SS-1 eldflaugar frá Sovétríkjunum til vamar gegn eldflaugaárásum skæruliða á borgir í Afganistan. Nokkrar eldflauganna hafa lent á landamærunum í Pakistan án þess að valda miklum skemmdum, að því er skæruliðar segja. Um þijár miUjónir afgan- skra flóttamanna eru nú í Pakistan og þar halda einnig til helstu hópar afganskra skæruliða sem berjast gegn stjóminni í Kabúl. Lögregiumenn mótmæla Belgiskir lögreglumenn i Brússel rétta táknrænt fram húfur sinar er þeir efndu til hópgöngu til að leggja áherslu á launakröfur sínar. Sfmamynd Reuler Þúsundir lögreglumanna hvaðanæva í Belgfu gengu um götur Brussel í gær og kröfðust launahækkunar og betri vinnuskilyrða. Öll umferð stöðvaðist meðan á göngunni stóð. Undanfama tíu daga hafa lögreglumenn verið í verkfalli og aðeins sinnt neyöarútköllum. Lögreglumenn í Briissel, sem í gær ákváðu að hætta verkfallsaögerðum í dag, gengu þó við hlið starfsbræðra sinna sem veif- uöu áletruðum borðum. Átök á Kýpur Grísk-kýpverska lögreglan beitti í gær valdi til að stöðva mótmælendur frá því aö fara inn á hlutlausa svæð- ið sem skiptir eyjunni. í fyrradag meiddust stúdentar og friðargæslu- menn Sameinuöu þjóðanna í róstum sem urðu þegar mótmælendur söfn- uðust saman á svæöinu þar sem fiið- argæslumenn em að störfum. Móönæli hafa staðið yfir f þijá daga í tilefni þess að fimm ár em liðin frá þvi að lýst var yfir stofnun tyrk- nesks-kýpversks ríkis á noröurhluta Kýpur. Grískur Kýpurbúí leggur tll atfögu Sam- Snom Vatncn. DV, Virc Austurríkismenn hafa undanfarin ár sýnt mikinn áhuga á að ganga í Evrópubandaiagiö. Hafa verið gerðar nokkrar athuganir á hvað þetta myndi þýða fyrir hverja atvinnugrein fyrir sig. Niðurstöður sýna að mikifl meirihluti bænda myndi tapa á aöild og að meðaltekjur bænda myndu lækka um 10 prósent ef af þessu yröL Aðeins er talið aö þriðjungur bænda, flestallir nautakjötsframleiðendur og skóg- eigendur, muni hagnast & aðild og því er meöaltap hinna mun meira en lOprósent Þegar á heildina er htið mun þó aðiid að Evrópubandalaginu sennilega borga sig fyrir Austurrfidsmenn því þeir myndu annars tapa mikilli markaðshlutdeild þegar bandaJagsríkin verða eitt sameigMegt markaðs- svæði. Þess vegna tilkynnti Riegler landbúnaöarráöherra þann vfija stjómarinnar að auka frekar beinar greiöslur til bænda heldur en aö stofna aöild aö handalaginu í hættu. Síðasti dansinn tíð Reagans hafa leitt til aukins fijálsræðis, bæði heima fyrir sem og á erlendri grund. Breski forsætisráðherrann er í þriggja daga opinberri heimsókn í Bandaríkjunum til að kveðja vin sinn og bandamann, Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, sem lætur af embætti í janúar á næsta ári. Thatcher og forsetinn minntust á samvinnu þjóðanna tveggja síðustu átta ár með vinsemd og virðingu. Thatcher var fyrsti erlendi þjóð- höfðinginn sem forsetinn tók á móti eftir að hann tók við embætti fyrir átta árum. Nú er hún einn sá síðasti sem Reagan tekur á móti áður en hann sest í helgan stein. Forsetinn og Thatcher ræddu með- al annars fyrirhugaða heimsókn Mikhaels Gorbatsjov Sovétleiðtoga tfl Bandaríkjanna á fundi sínum í gær. Þá ræddu þau einnig nýlega yfirlýsingu PLO, Frelsissamtaka Pa- lestínumanna, um sjálfstætt ríki Pa- lestínumanna á vesturbakka Jórdan- ár. Að sögn breskra embættismanna hvatti forsætisráðherrann banda- rísku ríkisstjómina tfl að líta með jákvæðu hugarfari á ákvörðun PLO sem hún kvað gefa von um auknar friðarhorfur í Miðausturlöndum. Thatcher mun ræða við George Bush, hinn nýkjörna Bandaríkjafor- seta, í dag. Að sögn bandarískra embættismanna munu Bush og Thatcher ræða um alþjóðamál og viðskiptamál er varða báðar þjóðir. Steinunn Böðvaisdóttir, DV, Washington: Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, bar í gær lof á átta ára stjómartíð Reagans Bandaríkja- forseta í ræðu sem haldin var í tfl- efni opinberrar heimsóknar hennar til Bandaríkjanna. Hún kvað forseta- Reagan Bandaríkjaforseti og Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, tóku sveiflu á dansgólfinu I Hvita húsinu í gær. Thatcher er nú í opinberri heim- sókn í Bandaríkjunum til að kveðja Reagan áður en hann lætur af embætti. Simamynd Reuter George Bush, verðandi Bandaríkjaforseti, heilsar Margaret Thatcher við athöfn fyrir utan Hvita húsið i gær. Simamynd Reuter Gorbatsjovheimsóknin á Stemunn Böðvaisdóttir, DV, Waahington: Bandarískir embættismenn lögðu áherslu á það í vikunni að fyrir- hugaður fundur leiðtoga stórveld- anna í byrjun næsta mánaöar yrði ekki annar Reykjavíkurfundur. Nokkur óvissa ríkti um tilgang fund- ar þeirra Ronalds Reagan Banda- ríkjaforseta og Michaels Gorbatsjov Sovétleiðtoga sem fram fer 7. eða 8. desember næstkomandi. Talsmaður forsetans, Marlin Fitz- water, sagði að kringumstæðumar nú væru mjög ólíkar því sem þær voru í október árið 1986 þegar Reag- an þáði óvænt boð Gorbatsjovs um viöræðufund. Sovétleiðtoginn kom Bandaríkjaforseta í opna skjöldu á þeim fundi sem haldinn var í Reykja- vik þegar hann lagði fram tfllögur um stórfelldan niðurskurö í vopna- tryggja búri þjóðanna. Mörgum leiðtogum Atlantshafsbandalagsríkjanna þótti fyrirvari fundarins æði stuttur og vom ekki á eitt sáttir um að forsetinn þæði boð Gorbatsjovs. Reagan sagði í viðtali við blaða- menn í vikunni að honum væri ómögulegt að spá um hvort Gor- batsjov hefði með í farteskinu nú tfl- lögur um frekari afvopnun. Yfir- standandi lotu samninganefndar stórveldanna um frekari niðurskurð í kjamorkuvopnabúri beggja þjóða lýkur í þessari viku. Enn hefur sam- komulag um mörg atriði ekki náðst en embættismenn kváðust ekki telja að Gorbatsjov myndi koma með nýj- ar tfllögur til að flýta fyrir samninga- umleitunum varðandi þessi atriði á fundinum í desember. Embættismenn Reaganstjómar- innar sögðu að Gorbatsjov væri þíðu væntanlegur tfl New York til að ávarpa allsheijarþing Sameinuöu þjóðanna og væri það kjörið tækifæri fyrir leiðtogana til að ræðast við í síðasta sinn áður en Reagan sest í helgan stein. Þeir kváðust telja aö Gorbatsjov myndi nota tækifærið til að kynna sér stefnu tflvonandi rikis- stjómar Georges Bush varaforseta og arftaka Reagans en varaforsetinn mun sifja fund leiötoganna. Þá er talið líklegt að sú ákvörðun Sovét- ríkjanna að stöðva tímabimdinn brottílutning herafla síns frá Afgan- istan komi upp á fundinum auk ýmissa svæðisbundinna deilumála þjóðanna. En meginmarkmiðið virð- ist vera að tryggja áframhaldandi þíðu í samskiptum stórveldanna nú þegar ríkisstjómarskipti í Banda- ríkjunum em á næsta leiti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.