Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. 15 Atvinnuleysið versti óvinurinn V Mars 1989 H® 11 Fvnmtudagur Föetudagur Laugardagur Sunnudágur. 2 3 4 5 6 7 í 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 „Timinn er naumur sem ríkisstjórnin hefur til umráða - 1. mars 1989 rennur brátt upp.“ Þar sem mér hefur verið legið nokkuð á hálsi fyrir það víða í fjöl- miðlum að hafa lýst yfir stuðningi við bráðabirgðalög um efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar þyk- ir mér ekki annað fært en að gera hér á eftir nokkra grein fyrir af- stöðu minni til þessa máls. Róttækar aðgerðir í aðfararorðum bráðabirgðalag- anna segir svo: „Forseti Islands gjörir kunnugt: Forsætisráðherra hefir tjáð mér að brýna nauðsyn beri til að ákveða þegar aðgerðir til að koma í veg fyrir stöðvun mik- ilvægra ú'tflutningsfyrirtækja, styrkja afkomu atvinnuvega, draga úr verðbólgu og lækka vexti, og koma þannig í veg fyrir yfirvofandi atvinnuleysi og leggja grunn að atvinnuöryggi og stöðugleika í efnahagslífinu." Til þess að ná þessum árangri hefur ríkisstjórnin þurft að grípa til mjög róttækra aðgerða, m.a. í verðlags- og launamálum, þ.e. að banna allar hækkanir verðlags og launa. Af framansögðu má öllum vera ljóst að það er ekki auðveldasta leið sem farin er þegar um afnám samningsréttar er að ræða. Það hljóta allir að skilja að það kostar átök að þurfa að standa frammi fyrir því að helgasti réttur laun- þegahreyfingarinnar skuli vera skertur af löggjafanum. En það er Kjalkrinn Karvel Pálmason alþingismaður með þetta mál eins og mörg önnur að oft þarf að gera fleira en gott þykir. Upplausnarástand Núverandi ríkisstjórn og stuðn- ingsmenn hennar standa frammi fyrir því í dag að þurfa að grípa til róttækra efnahagsaðgerða því ann- ars er allt í voða. Upplausnar- ástand ríkir í þjóðfélaginu. Gjald- þrot verða nú æ tíðari, jafnt hjá einstaklingum og fyrirtækjum, verðfall á erlendum mörkuðum svo að sjávarútvegurinn rær lífróður til þess að hjól atvinnulífsins stöð- vist ekki. Þetta vita allir sem vilja vita. Ríkissljórnin getur ekki setiö auðum höndum meðan þessi óáran gengur yfir þjóðina. Þegar svo er komið sem raun ber vitni er það nánast þegnleg skylda hvers og eins að gera sér grein fyr- ir stöðu mála og taka virkan þátt i því að leysa málin - leggjast allir sem einn á árarnar og beita upp í vindinn, ekki láta reka stjórnlaust fyrir veðrum og vindum. Hér áður fyrir þótti það sjálfsagt að inna af hendi þegnskylduvinnu þegar mikið lá við. Ýmsir hópar þjóðfélagsins í dag leggja mikiö af mörkum varðandi alls konar hjálp- arstarf og er það vel. En það er ennþá brýnna í dag - jafnvel brýnna en nokkru sinni fyrr - að fólk almennt geri sér grein fyrir því hættuástandi sem ríkir nú í efnahagsmálum þjóðarinnar. Með hliðsjón af þessu taldi ég - og stend við það - að því fólki sem ég er málsvari fyrir væri miklu betur borgið með því að taka þátt í þeim samræmdu aðgerðum sem ríkisstjórnin stendur nú fyrir held- ur en að vera með lausa samninga og knýja á um kjarabætur við ríkj- andi aðstæður. En þetta tekur í, það skulu menn vita. Tíminn er naumur Nokkur sárabót má það vera í erfiðu ástandi að skerðingin nær til allra stétta þjóðfélagsins, svo að nánast enginn kemst undan því að taka þátt í þessu þjóðarátaki sem ég vildi kalla svo. Núverandi ríkisstjórn verður því að leggja höfuðáherslu á það að til- gangur bráðabirðalaganna nái' fram að ganga því svo mikið hefur - verkalýðsstéttin lagt undir' og miklu fórnað. Þetta er að vísu ekki ■ í fyrsta sinn sem launþegar ganga undir þá kvöð að gefa eftir rétt sinn og þetta verða stjómvöld að virða og sýna fram á að þau geti í raun rétt viö hið htjáða efnahagslíf þjóð- arinnar. Tíminn er naumur sem ríkisstjórnin hefur til umráða - 1. mars 1989 rennur brátt upp. Versti óvinur verkalýðshreyfing- arinnar er atvinnuleysið. Því er það hiklaust fullyrt hér að þetta atvinnuleysi blasir við þjóðinni, nema því aðeins að ríkisstjórnin fái frið til þess að sporna við því. Af þessum sökum og þeim einum hefi ég goldið jáyrði við þessum tíma- bundnu skerðingum á helgasta rétti hreýfingarinnar. En ég legg ríka áherslu á orðið tímabundið. Karvel Pálmason „Því er þaö hiklaust fullyrt hér aö þetta atvinnuleysi blasir við þjóðinni, nema þvi aðeins að ríkisstjórnin fái frið til þess að sporna við þvi.“ Hagur aldraðra á íslandi: Ljótur þjóðfélagsspegill! Sumir hlutir eru nokkurs konar speglar á eðh og ágæti hinna ýmsu þjóðfélaga. Þessir hlutir eiga það sameiginlegt að sú mynd, sem þeir gefa af viðkomandi þjóðfélagi, er ekki sú sama og birtist í myndapés- um eða í fagurgala stjómmála- manna eða er sýnd útlendingum. Með öðrum orðum: speglarnir eru þeir hlutir, sem ekki eru opinberir sýningargripir viðkomandi þjóð- félags. Að geta ekki beitt þumal- skrúfum Einn góður þjóðfélagsspegill er það hver hagur öldruðu fólki er búinn í viðkomandi þjóðfélagi. Aldrað fólk hefur vanist öðrum kröfum til lífsins en þeir sem yngri eru, það er tíðum hlédrægt og nægjusamt og oft raunar illa fært um að bera fram umkvartanir um hag sinn og kjör. Það á sér fáa eða enga málsvara sem tala máli þess opinberlega og krefjast úrbóta í fjölmiðlum og annars staðar. Þess vegna er auðvelt fyrir þjóðfélagið að komast hjá því eða leiða það hjá sér að bæta kjör þess. Bágur hagur aldraðra fer yfirleitt hljótt því þeir eru sjálfir ekki færir um að vekja á honum athygli. Af þessari ástæöu er hagur aldr- aðra einkar góður þjóðfélagsspeg- ill. Hvernig kemur þjóðfélagið fram við þetta fólk sem getur ekki mynd- aö þrýstihópa eða farið í verkfóll eða beitt öðrum þumalskrúfum til að þvinga fram kjarabót? Og síðast en ekki síst: Aðbúnaður þess og kjör eru fáum til sýnis og örugglega ekki neinum útlendingum. Biðlistar, hreppaflutningar, niðurlæging Á síðasta ári var opnuð flugstöð á Miðnesheiði. Þessi flugstöð, þetta „andlit þjóðarinnar", kostaði þrjá milljarða króna í allt og fór milljarð fram úr áætlun. Á sama ári sá rík- KjaUariim Einar Heimisson háskólanemi, Freiburg, Vestur-Þýskalandi isvaldið ástæðu til að verja 160 milljónum til byggingar allra stofn- ana fyrir aldraða á landinu. Hall- inn einn af Miðnesheiðarævintýr- inu nam þannig sex sinnum hærri upphæð en þeirri sem fór í allar þær stofnanir. Höfuðborg landsins, Reykjavík, hefur sjaldan verið efnaðri, að sögn yfirmanna hennar. Ráðhús er reist fyrir rúmlega þúsund milljónir króna og hringhús fyrir fimm hundruð. Á sama tíma á borgin ekki neina peninga til að koma upp tvö hundruð af þeim þrjú hundruð sjúkrarúmum fyrir aldraða sem gert var ráð fyrir að ljúka á árun- um 1982-87. Á öld ráðhúsa og hringhúsa er aldurhnignum Reyk- víkingum boðið upp á veru á þús- und manna biðlista, eða hreppa- flutning á stofnanir á Akranesi og í Stykkishólmi, eða pláss á átta manna stofu á Elliheimilinu Grund. Á árinu 1988 eru átta manna stof- ur, já, átta manna stofur, enn bú- setustaðir aldraðra íslendinga. Átta manna stofur þar sem íbúarn- ir sofa og matast og eyða mestöllum deginum. Augljós er sú niðurlæg- ing sem það fólk verður að þola sem dæmt er til að deila öllu lífi sínu og athöfnum með sjö öðrum bláó- kunnugum manneskjum. Sama gjald Aulasvefn borgar og ríkis er endalaus í þessu máli. Það er ríkið sem borgar fyrir þá þjónustu sem einkaheimili fyrir aldraöa veita. Hins vegar virðist það ekki skipta ríkisvaldið neinu máli hvers slags aðbúnaður og þjónusta þar er veitt og heldur ekki hverjir fá að njóta hennar: Hið opinbéra borgar 1593 krónur á sólarhring fyrir hvern vistmann og skiptir engu hvort hann býr í eins manns herbergi eða átta manna, upphæðin er ávallt hin sama. Hvers vegna skilgreinir ríkið ekki það sem það er að kaupa? Hvers vegna setur þaö enga staðla um þessi heimili? Hvers vegna ger- ir það ekki kröfu um að ráða því hverjir fá vist á þeim stofnunum sem það kostar að öllu leyti? Þetta fáránlega rekstrarform nær engri átt. Hvað eru menn eiginlega að hugsa? Er yfirmönnum heil- brigðismála gjörsamlega sama um þessa hluti? Þykja þeim sjálfum átta manna herbergi jafngóð og jafnæskileg og eins manns her- bergi? Myndu þessir menn vilja borga sömu upphæð fyrir vist í átta manna hótelherbergi og eins manns? Lögmál markaðsfræðanna Mönnum er ávallt hollt að kynna sér þá staði þar sem hlutirnir eru betur gerðir en hjá þeim sjálfum. Þannig ætti að senda yfirmenn Reykjavíkurborgar í kynnisferð í nágrannabæinn Kópavog þar sem biðlistar eftir opinberri hjálp við aldraða eru engir. Yfirmenn Kópa- vogsbæjar virðast þekkja betur til einhvers einfaldasta lögmáls markaðsfræðanna en starfsbræður þeirra í Reykjavík: Nefnilega þess að til þess að fá fólk til að vinna tiltekna vinnu verður að greiða samkeppnishæf laun fyrir hana. Kópavogsbær greiðir 56 þúsund krónur á mánuði fyrir störf í þágu aldraðra en Reykjavík 41 þúsund fyrir sams konar vinnu. Þetta hefur það í fór með sér að fleiri sækja um slíka vinnu en fá í Kópavogi, en í Reykjavík bráðvantar hins vegar fólk til þessara starfa og hundruð aldraðra bíða bjargar- vana eftir heimilishjálp. Að borga fyrir spítalavist Margir aldraðir Islendingar eiga við mjög slæm kjör að búa. Nokkuð er um það að fólk sé inni á stofnun- um, sem ekki henta þörfum þess, beinlínis af því að það á ekki þak yfir höfuðið. Dagpeningar aldraðra á stofnunum eru 5900 krónur á mánuði og samkvæmt upplýsing- um opinberra aðila er það eina ráð- stöfunarfé um helmings þessa fólks. Auk þess má ekki gleyma því að aldraðir eru eina fólkið á landinu sem verður að greiða fyrir sjúkra- húsvist sína. Hafi aldraður maður veriö lengur en samtals fjóra mán- uði á sjúkrahúsi á síðastliönum tveimur árum rennur lífeyrir hans allur upp í legugjöld. Hinn aldraði stendur því uppi tekjulaus og þess eru dæmi að fólk hafi glatað leigu- íbúðum og fleiru við slíkar aðstæð- ur. Samræmist þetta því yfirlýsta markmiöi íslensks þjóðfélags að allir eigi að hafa jafnan rétt og að- stöðu til að njóta almennrar heil- brigðisþjónustu, án tillits til efna- hags? Menn íhugi það! Hvernig þjóðfélag viljum við? Öll þjóðfélög eiga sér sín mein og íslenskt þjóðfélag ugglaust færri en ýmis önnur. Sum þjóðfélagsmein eru hins vegar svo alvarleg að menn ættu að staldra við undireins og athuga sinn gang. Hagur aldr- aðra íslendinga er einfaldlega óvið- unandi í mörgum tilvikum og þjóð- inni til skammar. Þetta er ljótur þjóðfélagsspegill! Svo ljótur að menn verða að spyrja sig ýmissa grundvallarspurninga um eðli þess þjóðfélags sem þeir búa í. Hvernig þjóðfélag viljum við eiginlega? Vilj- um við búa í þjóðfélagi flottræfils- háttar þar sem opinberu fé er kast- að á glæ endalaust meðan brýnum nauðsynjamálum er stungið undir stól? Flottræfilshátturinn er skyld- ur kotungshættinum og nesja- mennskunni, því skyldu menn ekki gleyma. En auðvitað er það fleira og verra sem hagur aldraðra ís- lendinga ber.vitni um: Tómlætið, sinnuleysið, sem yfirvöld og þjóð- félagið í heild gera sig sek um í þessu máli, jaðrar við að vera mannfjandsamlegt og það er býsna alvarlegur hlutur. Viljum við svo- leiðis þjóðfélag? Menn íhugi það. Einar Heimisson „Auk þess má ekki gleyma því að aldr- aðir eru eina fólkið í landinu sem verð- ur að greiða fyrir sjúkrahúsvist sína.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.