Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. 9 tJtlönd EisHand haf nar Moskvuvaldinu í gær hafnaði eistlenska þjóðþingið stjómarskrárbreytingum sem áður vora samþykktar í Moskvu. At- kvæðagreiðslan í Eistlandi undir- strikar sjálfstæðisvilja sovétlýðveld- isins. Niðurstaðan bendir til að kommúnistaflokkurinn í Moskvu sé að missatökin á umbótaáætluninni, „okkur finnst þjóðemisleg öfga- mennska sérlega ógeðþekk." Spumingin sem Gorbatsjov hlýtur að spyija sig er hvort hann hafi misst tökin á þróun sem hann var sjálfur upphafsmaður að. í breiðara sam- hengi má einnig spyrja hvort mið- stýrð umótaáætlun sé yfirhöfuð möguleg í kommúnistaríkjum. Reynslan frá Tékkóslóvakíu 1968 og Póllandi 1980 bendir til að lýðræði komi þjóðum í langri ánauð í slíka vímu að enginn fær við neitt ráðið og ailra síst yfirvöld. Sovétlýðveldin ganga ekki lengur í takt: Sovéskir hermenn á gæsagöngu. perestrojku, og hún tekin að lifa sjálf- stæðu lífi. í stað þess að samþykkja tillögur frá Moskvu féllst eistlenska þingið á að breyta stjómarskrá sovétlýðveld- isins í þá átt að það hafi fullt vald til að hafna lagabálkum frá Moskvu. Leiðtogi eistlenska kommúnista- flokksins, Vaino Valjas, sagði í gær að atkvæðagreiðslan væri ekki upp- reisn gegn Moskvuvaldinu, heldur í anda þeirrar lýðræðisþróunar sem sovéski kommúnistaflokkurinn væri samþykkur. Gorbatsjov vildi sjá tillögur sínar samþykktar í Eistlandi, eins og í öðr- um sovétlýðveldum. Hann sendi þrjá fulltrúa stjómmálaráðsins til Eist- lands um helgina til að tala um fyrir þarlendum. Það kom fyrir ekki, og sagði einn fulltrúanna, Medvedev sem er hugmyndafræðingur flokks- ins, að þjóðemishyggja Eystraltsríkj- anna, Eistlands, Lettlands og Lithá- ens, væri komin á hættulegt stig. „And-sósíalísk háttsemi verður ekki þoluð,“ sagði Medvedev. Eystrasaltsríki Sovétríkjanna vom sjáÚstæð á áranum milli heimsstyrj- aldanna tveggja, en Stalín innlimaði ríkin þijú. Með ógnarstjóm og inn- flutningi Rússa í Eystrasaltsríkin reyndi Stalín að bijóta á bak aftur sjálfstæðisvilja þjóðanna. Þegar Gorbatsjov varð leiðtogj Sov- étríkjanna gaf hann beint og óbeint undir fótinn með að einstök ríki í sovéska ríkjasambandinu gætu feng- ið að ráða sínum málum sjálf í meira mæh en áður. Það var til þess að þjóðir eins og Eistlendingar tóku við sér og sáu fram á að fá meiri völd heim í hérað. Gorbatsjov er hins vegar ekki án- ægður með það hvað hlutimir gerast fljótt og án þess að flokkurinn hafi fulla stjóm á þróun mála. í ræðu á þriðjudaginn sagði Gorbatsjov að Pólskakirkj- an ræðst að stjóm- völdum Kaþólska kirkjan í Póllandi réðst í gær harkalega aö yfirvöld- um landsins og sakaði þau um að koma í veg fyrir viðræður við Samstöðu, hin bönnuöu verka- lýðssamtök. Yfirlýsing kirkjunnar þykir óvenju haröorð. Eru stjómvöld fordæmd fyrir að reka áróður í ríkisfjölmiðlunum gegn mann- réttindum, sérstaklega réttindum verkalýðsfélaga. Er áróðurinn sagður hafa komiö í veg fyrir aö rétt andrúmsloft hafi getað myndast í viöræðunum. Einnig eru sljómvöld fordæmd fyrir aö viröa ekki samkomulag sitt við kirkjuna þar sem kveðið var á um að námuverkamönnum, sem fóra í verkfall í ágúst síðastliðn- um, yrði ekki refsað. Loks var ákvörðun yfirvalda um að loka Lenín-skipasmíðastöðinni, þar sem Samstaöa varð til 1980, for- dæmd. . Kirkjan, sem styður Samstöðu, átti mikinn þátt í að koma á við- ræðum milli verkalýðsfélagsins og yfirvalda. Getum nú boöiö þennan fullkomna og hentuga Bondstec örbylgjuofn á ótrúlega hagstæöu og milliliöalausu heildsöluveröi beint til þín 18 lítra, 500 vatta, affrysting, snúningsdiskur. Nákvæmur íslenskur leiöbeiningarbæklingur fylgir. Spariö tíma, fé og fyrirhöfn, meö Bondstec og lækkiö um leið rekstur heimilisins. VERÐ AÐEINS 13.850 STGR. Opið mánudag—fimmtudag frá kl. 9—22 föstudag frá kl. 9—19 laugardag frá kl. 10—16 OPUS-VERSLUN SEM ER TIL FYRIR ÞIG. w j SNORRABRAUT 29 SÍ/V8 62-25-55 powm mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.