Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 40
t FRETTASKOTIB Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið ( hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ftitstjjórn - Auglýsingar - Áskríft - Dreifing: Simi 27022 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. Ólympíumótiö: Stórsigur á Grikkjum íslenska skáklandsliðið vann stór- an og öruggan sigur á Grikkjum í gær 3,5-0,5 og er nú í 2. sæti með 12,5 vinninga á ólympíumótinu. Jó- hann sigraði stórmeistarann Kotrón- ias örugglega. Þá vann Jón L. Skem- bris í 32 leikjum og hefur Jón teflt geysivel það sem af er mótinu. Mar- geir gerði jafntefli við Grivas en Helgi vann Gavrilakis á 4. borði. Frí verður í dag en að sögn Þráins Guðmundssonar, formanns Skák- sambandsins, er tabð öruggt að við mætum Sovétmönnum í 5. umferð. íslenska sveitin mun því liggja í tölv- unum i dag enda veitir ekki af gegn hinni geysisterku sovésku sveit. Ka- sparov teflir þar á fyrsta borði og íifeefur sýnt mikið öryggi og unnið all- ar sínar skákir. Sovétmenn eru efstir með 13,5 vinninga en íslendingar og Búlgarir eru með 12,5 vinninga. Ungverjar og Hollendingar eru með 12 vinninga. Danir unnu Bandaríkjamenn óvænt 3-1 og eru í 6. sæti með 11,5 vinn- inga. Þá má geta þess að Englending- um gengur ekki sem best og gerðu þeir aðeins jafntefli við Frakka í gær. -SMJ — Þrjú gang- brautarslys á tveimur dögum Ekið var á gangandi mann á merktri gangbraut á Tryggvagötu í gærkvöldi. Þegar lögregla kom á staðinn virtist maðurinn við litla meðvitund og kvartaði um eymsl í mjöðm. Var hann fluttur á slysa- deild. Þetta var þriðja umferðarslys- ið á tveim dögum þar sem ekið er á gangandi vegfaranda á merktri gang- braut. Fyrsta gangbrautarslysið varð á þriðjudag, á gangbrautinni við mót Tryggvagötu og Pósthússtrætis. Þar - '•slapp maður með minni háttar meiðsl. Á hádegi í gær var síðan ekið á eldri mann þar sem hann var á leið yfir Hverfisgötu við íngólfs- stræti. Var hann einnig fluttur á slysadeild en meiðsl ekki talin mjög alvarleg. Að sögn lögreglu eru menn uggandi yfir þessum gangbrautar- slysum og óttast að ökumenn líti ekki í kringum sig. -hlh Bílstjórarnir aðstoða 25050 SZJlDIBíUISTÖÐin LOKI Það er að sjá frost- skemmdir á efna- hagslífinu! Samvinna fiskmarkaðanna: Ovissuþættirmr enn of margir „Þetta var gagnlegur fundur. Óvissuþættimir eru samt svo margir ennþá að það er eiginlega ekki hægt að taka neinar ákvarð- anir um samstarf eða samvinnu þessara þriggja fiskmarkaða," sagði Logi Þormóðsson, stjómar- formaður Fiskmarkaðs Suður- nesja, í samtali við DV. Eins og skýrt var frá í DV í gær, hittust forsvarsmenn fiskmarkaðanna í gærmorgun til að ræða samvinnu og samtengingu með aukna hag- ræðingu í huga. Logi sagði að mest væri óvissan um hvort kvótakerfi yrði áfram á ferskfisksölunni. Það þyrfti að liggja fyrir áður en hægt væri að taka ákvarðanir, Varðandi tölvu- samtengingu markaðanna sagði Logi að hún vær mjög dýr. Það væri spurning hvort markaðurinn hér á suðvesturhorninu væri nógu stór til að ráðast í svo dýrt fyrir- tæki. Menn eru þó sammála um að líta á allt svæðið frá Akranesi að Þorlákshöfn sem eitt markaðs- svæði. „Það eru allir sammála um aö reyna að gera þetta alit á sera hag- kværaastan hátt. Það er spurning hvort aðeins einn fiskmarkaður eigi að vera á svæðinu ellegar hvort þeir eigi að vera þrír. Ef um tölvu- tengingu yrði að ræða, yrði að koma fyrir útstöðvum í ölium plássunum, þannig að allir sætu við sama borð þegar boðið er upp,“ sagði Logi. Hann sagði að menn myndu hitt- ast áfram og ræða málin. -S.dór Jólasveinarnir fara senn að skjóta upp kollinum hver af öðrum, í búðargluggum og annars staðar á aimannafæri. í Blómavali verður þeim gert hátt undir höfði, að venju, þvi að þar fá þessir bestu vinir barnanna sitt eigið Jóla- sveinaland með öllu tilheyrandi. Gunnar Bjarnason skreytingamaður var í óðaönn að leggja síðustu hönd á verk- ið þegar Ijósmyndara DV bar þar að garði. DV-mynd GVA Keflavlkurtogaramlr: „Það hressir Bragakaffið“ „Menn komu saman og röbbuðu og fengu sér kaffisopa og komust að þeirri niðurstöðu að „það hressir Bragakaffð," sagði Logi Þormóðs- son, stjómarmaður í Eldey hf„ um fund Sambandsins og Eldeyjar- manna um Keflavíkurtogarana í gærkvöldi. Þar sem 9 mánaða uppgjör Hrað- frystihúss Keflavíkur liggur ekki fyr- ir fyrr en á miðvikudag í næstu viku, var engar ákvarðanir hægt að taka. Samt var ákveðið að halda viðræðum áfram, en næsti fundur hefur ekki verið ákveðinn. -S.dór Veðrið á morgun: Hægviðri og frost Á morgun verður hægviðri um mestallt landið og víða talsvert frost, einkum inn til landsins. Smá- él við norðausturströndina og lík- lega einnig á annesjum vestan- lands en annars nokkuð bjart veð- ur víðast hvar. Hitinn verður -3-8 stig. Leyft að hefja framkvæmdir Fyrirhuguð brú yfir Miklubraut var til umfiöllunar í byggingarnefnd í gær. Eins og fram hefur komið í DV áttu framkvæmdir við brúna að hefiast þann 15. nóvember sl. Þeim varð að fresta þar sem ekki lá fyrir leyfi frá byggingarnefnd. Á fundinum í gær klofnaði nefndin í afstöðu sinni til framkvæmdanna. Var samþykkt með 3 atkvæðum meirihlutans að leyft skyldi að hefia byijunarframkvæmdir við brúna. Einnig að útfærsla á brúarhandriði yrði endurskoðuð. Fulltrúar Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks sátu hjá við, atkvæðagreiðsluna. Þeir gerðu hins vegar sérstaka bókun vegna málsins. Þar segir að þeir hefðu einnig viljað að endanleg hönnun gönguleiða og lýsing á upp- græðslu svæðisins í næstá umhverfi hefði legið fyrir á fundinum. Þeir geti ekki fallist á að byrjunarfram- kvæmdir verði leyfðar.á þessu stigi málsins, þar sem þeir hefðu talið nauðsynlegt að fram hefði farið ná- grannakynning áður en lengra yrði haldiö. -JSS Tap upp á 2 milljarða Á skyndifundi Samtaka fisk- vinnslustöðva í gær var lögð fram rekstraráætlun fiskvinnslunnar. Samkvæmt henni er fiskvinnslan nú rekin með um 2,9 til 4,2 prósent tapi. Á bak við þessa útreikninga liggur hærra mat á vöxtum af afurðalánum og hærri krafa um ávöxtun stofnfiár en Þjóðhagsstofnun beitir í sínum útreikningum. Tapið er því meira en stofnunin fengi út. Samkvæmt útreikningum Sigurð- ar Stefánsson endurskoðanda á reikningum tíu fiskvinnslufyrir- tækja, sem hann lagði fram á skyndi- fundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, kom hins vegar fram að þessi frystihús hafa verið rekin að meðal- tali með um 7,3 prósent halla á fyrstu níu mánuðum ársins. Sé miðað við útreikninga Samtaka fiskvinnslustöðva mun frystingin tapa um 1,2 milljörðum á þessu ári. Samkvæmt útreikningum Sigurðar tapa fyrirtækin hins vegar 2 milljörð- um. í hvorugu dæminu er gert ráð fyrir minnkandi aflakvóta á næsta ári og má því búast við útreikningum með verriútkomufyrirnæstaár. -gse Svalbarðseyrarmáliö: Iðnaðarbankinn er tilbúinn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Iðnaðarbankinn er tilbúinn að taka þátt í því að leysa vandamál bænd- anna sem gengu í ábyrgðir fyrir Kaupfélag Svalbarðseyrar. Þetta kom fram á fundi fulltrúa bændanna með Iðnaðarbankamönnum í gær. Þó mun óljóst með framvindu málsins og bændurnir hafa hvorki tekið né hafnað því tilboði sem Sam- bandið lagði fram í fyrradag. Bænd- urnir vilja skoða betur hvort ein- hverjar af kröfunum á þá séu fyrnd- ar. Tveir í gæslu Tveir aðilar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna fíkniefna. Fíknefnalögreglan varðist allra nán- ari frétta af málinu vegna rannsókn- ar þess. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.