Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblað Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverö á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Óraunhæfa ævintýrið í ævintýrinu, sem ekki gerðist, fór dagblaðið Tíminn að skrifa um Sambandið á svipuðum tíma og Helgar- pósturinn hóf skrifm um Hafskip. Skrif blaðsins sner- ust um meinta óráðsíu og rugl í rekstri fyrirtækisins og um óeðlilegan forgang þess í Landsbankanum. Þjóðareigendafélagið í ýmsum stjórnmálaflokkum tók málið upp á sína arma. Málið snerist fljótlega upp í árásir á Kristin Finnbogason, sem hafði verið formað- ur bankaráðs Landsbankans um skeið og var ýmsum til ama. Málareksturinn tók mörg ár í ævintýrinu. Af fréttum Tímans og annarra íjölmiðla mátti ráða, að Sambandið hefði brotið lög með kafTibaunabókhaldi, sem virtist miða að því að hlunnfara þjóðarheildina og rétta hag ráðamanna fyrirtækisins örlítið í leiðinni. Slíkt hefði auðvitað aldrei getað gerzt í raun og veru. Af fréttunum mátti líka ráða, að bankaráðsmenn og bankastjórar Landsbankans væru löngum stundum í eins konar Sambandsvímu. Til dæmis lánuðu þeir því stórar fjárhæðir án nokkurra veða, þótt ekki fengju lán margir þeir, sem gátú boðið fullnægjandi veð. í fréttum ævintýrisins var ennfremur haldið fram fullum fetum, að Landsbankinn hefði keypt á nafnverði af Sambandinu gífurlegt magn af verðlausum Nígeríu- víxlum, sem greiddir höfðu verið fyrir skreið og allir vissu, að mundu aldrei verða að krónu í peningum. Af því að þetta gerðist í ævintýralandi, voru ráða- menn Sambandsins settir í gæzluvarðhald í nokkra mánuði. Helmingur bókhaldsfræðinga þjóðarinnar hófst handa við að kafa ofan í fyrirtækið. Þeim var sagt að láta sér ekki nægja að skoða kaffibaunamálið. Ekki er rúm hér til að rekja niðurstöðu bókhaldsrann- sóknarinnar, en vísað til sjötugasta kafla ævintýrisins, sem ekki gerðist. Ekki er heldur rúm til að rekja hér niðurstöðu úttektarinnar á Landsbankanum, sem var afar ítarleg, svo sem lýst var í hundraðasta kaflanum. Sérlegur saksóknari ákvað, að rétt væri að kæra bankann ekki aðeins fyrir viðskipti hans við Samband- ið, heldur öll viðskipti, þar sem bankinn hafði lánað gegn ófullkomnari tryggingum en þeim, sem boðnar voru á sama tíma af hálfu annarra, er ekki fengu lán. Röksemdafærsla saksóknarans í ævintýrinu var sú, að ráðamenn bankans í stjórn hans og ráði hefðu með þessu misræmi ekki gætt hagsmuna bankans sem skyldi. Þeim hefði verið skylt að fara í hvívetna eftir almennum bankareglum og bannað að kjassa gæludýr. Þegar hér var komið sögu í ævintýrinu, hafði hið opinbera stöðvað rekstur Sambandsins. Eignir þess fóru fyrir lítið, eins og algengt er við slíkar aðstæður, og var kaupandinn Samvinnufélagið Hótel Örk. Fyrir bragðið náði Landsbanki ævintýrisins litlu af lánsfé sínu. Þar sem ríkið átti Landsbankann og var 1 ábyrgð fyr- ir rekstri hans, var hann tekinn undir verndarvæng ríkissjóðs. Bankinn hóf þegar að auglýsa, hversu tryggt væri að nota bankann, því að ríkissjóður ábyrgðist allt. Þetta gafst bankanum vel og vildi Hafskip kaupa hann. Ekki er rúm til að rekja síðari hluta ævintýrisins, sem Qallar að mestu um málarekstur hins opinbera gegn bankastjórum og bankaráði. Eftir það fékkst enginn stjórnmálamaður til að taka að sér bitling fyrir óeigin- gjöm störf. En Tíminn fór á haus eins og Helgarpóstur. Hið fagra í ævintýrinu var, að Kristinn Finnbogason var aðlaður sem greifinn af London. Var hann svo löng- um með Parísargreifanum á siglingum um Ermarsund. Jónas Kristjánsson Heimur í uppgjöri Stefnur, straumar, ismar og öfg- ar - öll þessi orö eru olía sem smyr mannlífsvélina. Heimurinn er flak- andi sár óuppgerðra saka og landa- mæri eru hvergi „skýr“ en hvað þýöir það orð í rauninni? Geta landamæri einhvem tíma orðið „skýr“? Eru ekki alltaf fyrir hendi einhverjar sögulegar skýringar eða „staðreyndir" sem kollvarpa tíl- raunum tU þess að staösetja endan- leg landamæri? Er ekki í rauninni best að afnema öU landamæri fyrir fuUt og aUt? Nokkuð virðist stefna í þá áttina. Allavega er stefnt að samruna Evr- ópu í eitt markaðssvæði á næstu árum og vegabréf munu þá verða óþörf fyrir Evrópubúa á landa- mærum ríkja bandalagsins sem þá myndast. Evrópa verður sterk „heUd“ þeg- ar fram í sækir en mim jafnframt ögra öðrum samsteypum á við- skiptasviðinu og spumingin er þá sú hvort draga muni tU einhverra árekstra miUi ríkja sem magnast gætu upp í styijöld vinaþjóða. Mannkynssagan malar hægt, homsteinar augnabUksins vega létt á síöum heUdarsögunnar og aðeins mjög afgerandi aðgerðir komast á hennar blað og ber þar styijaldir og aðrar þrengjngar hæst. Grimmdin Því miður er heimurinn þannig saman settur að alls staðar em þjóðemis- og þjóöarbrot tUbúin til uppreisnar og til að framkvæma svonefndar „endanlegar lausnir" á grönnum sínum í þeim hörmulega anda sem þessi orð voru sköpuð í á árum síðustu heimsstyijaldar. í Evrópu einni, sem mér hefur oröið tíðrætt um í þessari grein, eru hundruö þjóðarbrota og þúsundir „tungumála" eða mállýskur - og afbrigði af þeim. Víöa leynast púð- urtunnur og gremja yfir tapi og niðurlægingu. Jafnvel í hinum frið- sælu Alpahéruðum Evrópu em margbrotin mynstur í samsetningu strauma, stefnu og söguskoðunar. Nýverið kom ég á hersýningu í ítölsku Ölpunum þar sem vom samankomnir allmargir menn á hundraðasta aldursári, auk „ungl- inga“ á nítugasta ári. Vom það bæði Austurríkismenn og Tíróla- ítalir sem börðust í fyrri heims- styijöldinni. Ekki var látið nægja að minnast fyrri heimsstyijaldar- innar í veislunni og göngunni held- ur var þess og minnst þegar stríöið mikla geisaði um 1866 í Ölpunum og táraðist margur maöurinn enn yflr ósigmm þess tíma en þeir vora auövitaö undanfari uppgjörsins í fyrri heimsstyijöldinni. Minningin um 1866 liföi í ungu drengjunum frá foðurhúsum og þannig eflaust koU af kolli, alveg aftur að þeim degi þegar fmmmenn börðu hver KjaUaiiim Friðrik Á. Brekkan blaðafulltrúi um að viðhalda, að skynja og skilja þær fórnir og þá vitfirringu sem að baki fómanna er. Við verðum að skilja vitfirringuna til þess að forðast hana. Við verðum að loka augunum og skypja hvað allir þess- ir „grimmu" hermenn hugsuðu minútuna áður en dauðakúlan kom. Ég hygg að flestir hafi spurt sig hvað þeir eiginlega væru að gera þama, til hvers og fyrir hvem. Hveijir em það sem skapa stefn- umar og ismana? Hverjir eru þaö sem magna upp átök og tilfmning- ar? Munum við einhvern tíma komast að því hvar upphaf hins illa liggur? Hið illa blundar í okkur öllum og birtist það í ýmsum mynd- um daglega og stutt er í öfgar og að sjóði upp úr. Þannig er einnig heimslíkaminn. „Þjóöfélagið er að leysast upp í allt of marga smáa sérhagsmunahopa sem sjá ekki lengra fram á við en sem eigin nefi nemur.“ annan með steinöxum. Svo virðist vera að í eðli manns- ins sé grimmdin aðaldrifkraftur- inn. Aldrei er slakaö á grimmdinni og erfltt er að beina henni inn á jákvæöar brautir - erfltt að hemja mannshjartað til fullkominna góð- verka. Jafnvel í stjómkerfi mik- ilsvirtra góðgerðarstofnana er bar- ist hatrammlega um völd og aö- stöðu og stofnanimar komnar langt frá því markmiði sem þær vom uppmnalega stofnaðar utan um í þágu mannkyns. Víða sýður undir Sagan verður aldrei skoðuð í „raunsæju ljósi“ því ávallt verður slegist um skilgreiningar á „raun- sæi“. Sá sem sigrar ákveður raun- sæið og prentar svo bækumar. Sá sem fjármagninu stýrir er sterkast- ur í sköpun áhrifa og hugmynda, allavega um tíma. Kvikmyndir og önnur umræða, sem viö þekkjum um „heljar- menni" og „afrek“, unnin í styij- öldum, veröa ansi lítilvæg í hugan- um þegar maður stendur í her- mannagrafreitum Evrópu. Magn- aöar hafa veriö upp myndir af „grimmum"^ andstæðingum en þegar maður lítur á steinana er varla nokkur yfir 18 til 19 ára aö aldri. Tiu þúsund féllu hér, þijátíu þúsund þar og allir skithræddir og skjálfandi við yfirburði tækninnar og vælíö í ormstuvélum. Það er sterk tilfmning aö koma í her- mannakirkjugaröa og þaö er nauð- synlegt hveijum manni, sem býr í því lýöræöisskipulagi sem við er- Hann er ekkert öðravísi en eina lækningin er virk umræða, fræðsla og að vissu leyti hræðsla. Kjarn- orkuvopn em hræðslan sem held- ur flestum í böndum. Ekki er hægt aö stöðva framrás tímans, ekki er hægt að fleygja ægivopnunum og láta sem þau hafl aldrei verið fund- in upp. Aðalatriðið er að þau verði þannig bremsa á mannkynið að ekki verði farið aftur af stað í alls- heijarátök. Það sýður víða undir niðri en við verðum að stórauka flæöi upplýsinga til þess að sem flestir skilji hver annan og myndi eina alheimstilfinningu. Náist það markmið munu styijaldir brátt heyra til forneskjulegum vinnu- brögðum. Lokaorðin verða þau að gleyma því ekki að fortíðin er lifuð í þeim tilgangi af öðmm til þess að við megum læra af þeirra mistökum, þroskast og byggja betri heim. En til þess að tengja okkur nánar við reynslu þeirra verður og að sam- tvinna reynslu þeirra sterkar okk- ar framsækni og lífsskipulagi. Það verður ekki gert í okkar þjóðfélagi í dag nema með mjög afgerandi og hreinskilnu þjóðarátaki í þá átt. Þjóðfélagið er aö leysast upp í allt of marga smáa sérhagsmunahópa sem sjá ekki lengra fram á við en sem eigin nefl nemur. Þessari þjóð- artvístmn verður að ljúka, við verðum að ná saman um markmið og læra að fullnýta hið góða sem í okkur býr, samheildinni og lýð- veldinu til hagsbóta. Friðrik Ásmundsson Brekkan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.