Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. Spurningin Lesendur I hvaða sæti heldur þú að Linda Pétursdóttir lendi í fegurðarsamkeppninni í kvöld? Trausti Harðarson verkamaður: í sjötta sæti spái ég. Guðmundur Símonarson veitinga- stjóri: Hún verður að minnsta kosti í þriðja sæti. Björn Jónasson lygafræðingur: Hún verður í fyrsta sæti, það er engin spuming. Þetta er svo fallegur Vopn- firðingur. Egill Gunnarsson nemi: Ætli hún verði ekki í svona fjórða sæti. Lausaganga hrossa við þjóðvegi er viðast hvar bönnuð nú orðið. Lausaganga hrossa veldur miklu tjóni „Ein fjúkandi reið“ skrifar: Hinn 4. nóv. sl. var ég á leið vestur í Saurbæjarhrepp í Dalasýslu þar sem halda átti sundnámskeiö fyrir börn. Ég var rétt ókomin til Búðar- dals þegar ég varð fyrir því óhappi sem ég er mjög ósátt við og varð þess valdandi að ég skrifa'þetta bréf. Ég fór sem leiö liggur um svokall- aðan Heydal, þar sem Brattabrekka var illfær. Þama var engin hálka á þessum tíma. Þar sem ég ek þarna í myrkri um kl. 22 að kvöldi koma á móti mér 5 hestar, tveir hægra megin og 3 vinstra megin viö veginn. Ég er vön akstri úti á landi og hægði ferð- Óskar Sigurðsson skrifar: Margir muna eflaust stóm orðin þeirra ráðherraefnanna í viðræðun- um um myndun núverandi ríkis- stjómar þegar þau létu hvað hæst um yfirvofandi stöðvun atvinnulífs- ins og að fyrsta verk þeirra myndi verða þaö að gera ráðstafanir til að atvinnulífið stöðvaðist ekki, „til þess að hjólin fæm að snúast,“ eins og þau kölluðu það. Nú hefur ríkisstjómin setið nokkr- ar vikur og enn bólar lítt á þeim „að- gerðum“ sem hún ætlaði að grípa til. Fyrirtæki fara frekar á hausinn en hitt. Fiskvinnslustöðvar em að stöðvast og sumar hafa þegar stöðvað rekstur sinn, eins og gerðist á Stöðv- ina til að vera við öllu búin. Það skipti hins vegar engum togum að er ég var rétt komin að hestunum gengur einn þeirra í veg fyrir bílinn og engin leið að forða árekstri nema áð því leyti að ég næ að sveigja að- eins frá hestinum þannig að ég lendi aftan á hægri lend hans. Ég náði að aka á næsta sveitabæ og þá kom í ljós að bóndinn þar átti hestana. Fólk fór út tfl að gæta að hestinum og niðurstaðan varð sú að hann var ekkert meiddur, aðeins skrámaður og marinn. Létti mér við það. Bfllinn var hins vegar í verra ástandi, hann var skemmdur og htt arfirði nýlega (kannski dæmigert vegna nafnsins?) - en ekkert bólar á úrræðum ríkisstjórnarinnar. Þessir sömu menn ætluðu að lækka vexti, þeir ætluðu aö millifæra fjár- muni frá hinum vel megandi tfl hinna þurfandi, þeir ætluðu að að- stoða fyrirtæki sem áttu í erfiðleik- um og þeir ætluðu að stöðva erlendar lántökur. En ekkert hefur breyst enn sem komið er. Allt er að sigla í kaf og menn í atvinnurekstri sem og á vinnumarkaðnum yfirleitt eru komnir í hár saman innbyrðis og fólk horfir agndofa á hvemig bitist er um hveija krónu frá hinu opin- bera eða smugu til undankomu frá flárvana atvinnufyrirtækjum með ökufær. Ég var með dóttur minni, 3ja ára, og sótti fólkið, sem við ætluðum að gista hjá, okkur. Daginn eftir hafði tekist að lagfæra bílinn en aðeins þannig að hann kæmist suður aftur og er nú ljóst að tjónið er talsvert eða um 150 þúsund króna skaði. Lögreglan í Stykkishólmi hafði tjáð mér að lausaganga hrossa væri bönnuð á þessu svæði og sagði að bóndinn myndi sektaður og bætti við aö svona slys kæmu of oft fyrir á þessum stað. - Tjónið yrði ég þó því miður að bera ein. - Er ég hafði sam- bandi við tryggingafélag mitt var uppsögnum starfsfólks og samdrætti í rekstri. Fólk á landsbyggðinni, einkum það sem vinnur að framleiöslu tfl útflutn- ings eins og í frystihúsunum, vonar í lengstu lög aö einhverju verði bjarg- að. En aðgerðirnar láta á sér standa. Hvar eru þær? - Liggja þær kannski í skjalabunkanum sem bíður um- fjöllunar á Alþingi og fæst ekki rædd- ur vegna stuðningsleysis, bunkanum sem hefur að geyma bráðabirgðalög- in um afnám samningsréttar og fjár- lögin sem staðfesta hallarekstur rík- isins um 4 mflljarða króna og á að dreifa á herðar launafólksins? staðfest að ég yrði að bera tjónið þar sem löggjöfln væri þessi. Var mér bent á að tala við FÍB, sem ég og geröi, en þar var sömu sögu að segja. Mér finnst engan veginn hægt að réttlæta svona löggjöf. - Lausaganga hrossa er bönnuð á þessu svæði en ég verð að bera allt tjónið, bara af því að einhver bóndi gætir hrossa sinna ekki nógu vel! Mesta mildi var að ekki fór verr því að hefði ég ekki náð að sveigja til hliðar, hálfpartinn út af veginum, hefði ég lent á hestin- um miðjum og þá værum við mæðg- urnar sennilega hvorugar til frá- sagnar. Farinn af þingi! Kristján P. skrifar: „Sami grautur í sömu skál,“ segjum viö stundum þegar stjóm- málamenn okkar ber á góma enda má oft með sannni segja að þeir séu hver öðrum líkir og úr- ræöin þeirra öll á sömu bókina lærð. Ekki er t.d. sjónarmunur á „vinstri stjórn“ Steingríms Her- mannssonar og „hægri stjóm“ Þorsteins Pálssonar. Mér þótti því gaman og raunar tíðindum sæta þegar nýr þing- maður, Ásgeir Hannes Eiríksson, tók sæti á Alþingi. Ég sá ekki betur en þar fseri ioksins ungur maður með ákveðnar skoðanir og harður á sinni meiningu og er ég þó engan veginn sammála honum, a.m.k. á sumum sviðum. Það virtist líka fara um aðra þing- menn og -konur á Alþingi þegar þessi kraftmikii liðsauki bættist í hópinn. Það er nú fyrir mestu að gusti um sali þeirrar stofnun- ar, núna á þessum síðustu og verstu tímum lognmollu og doða - gusti eins og í gamla daga. Þaö var því eins og tímanna tákn, þegar ég hringdi niður á Alþingi í gærdag tfl að þakka Ásgeiri Hannesi fyrir rösklega framgöngu og hvefja hann tfl frekari dáöa, aö mér var sagt að hann væri farinn út af þingi og hættur. Mér fannst þetta tákn- rænt fyrir okkar tíma. Sennflega hefðu Jónas frá Hriflu, Héöinn Valdimarsson og Ólafur Thors aldrei náð kjöri á þing í dag eða veriö sendir heim eftir nokkra daga um leið og sást aö eitthvaö var í þá spunniö. „Fólk, sem vinnur að framleiðslu, vonar í lengstu lög aö einhverju verði bjargað," segir hér m.a. „Til þess að hjólin fari að snúast“: Hvar eru aðgerðirnar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.