Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Qupperneq 34
34
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988.
Menning
Bækur handa byrjendum
Þú mátt ekki berja Stubb! (Úr bókinni Stjáni og Stubbur).
Bókaútgáfan Iðunn sendir frá sér
Qórar bækur í sérstökum flokki
sem kallast Lestrarbækur Iðunnar.
Þær eru ætlaðar byrjendum í lestri
eða börnum í 1. og 2. bekk grunn-
skóla. Bækurnar eru eftir kunna,
sænska höfunda og myndskreyttar
af frábærum teiknurum. Þýðand-
inn er heldur ekki vahnn af verri
endanum sem sé skáldið Þorsteinn
frá Hamri.
Höfundur bókanna um Önnu,
Hans Peterson, er elstur þeirra,
fæddur 1922, sonur rafvirkja í Vár-
ing. Hann lærði rafvirkjun en sneri
sér að ritstörfum og frá 1959 hafa
komið eftir hann fjölmargar
barnabækur sem hafa verið þýddar
á ýmis tungumál. Á íslensku hafa
meðal annars komiö út eftir hann
Maggi litli og íkorninn og Maggi,
Marí og Matthias, en fyrir þá bók
fékk hann NOs Holmgersson-verð-
launin 1957.
Síðastliðinn áratug hefur Hans
Peterson unnið ötullega að því að
vekja athygli á naúðsyn þess að
gefa út léttlestrarbækur og lesefni
handa börnum með sérþarfir og
hefur verið óspar að leggja sitt af
mörkum. Margir góðir höfundar
eru tregir til að einfalda svo texta
sinn og finnst það koma niður á
stílnum. Vissulega er vandasamt
að skrifa þannig og slá ekkert af
listrænum kröfum. Það þarf að
hnitmiða setningarnar, nota sömu
orðin aftur og aftur og velja gjarn-
an þau stystu.
Anna er sjö ára í fyrri bókinni.
Það er sagt frá heimili hennar, fjöl-
skyldu og skólanum. Hún er ósköp
venjulegur krakki, lítil í sér þegar
hún á að fara að sofa og þá sýgur
hún á sér þumalputtann. Stundum
fær hún frekjuköst, orgar og stapp-
ar en oftast er hún góð, dálítill
spekingur sem veltir fyrir sér hlut-
unum. í seinni bókinni er hún orð-
in átta ára og komin í 2. bekk. Ása
vinkona hennar flytur í aðra borg
og allt verður ómögulegt en Anna
litla sigrast á erfiðleikunum. Þetta
eru skemmtilegar sögur og teikn-
ingar Ilon Wikland einstaklega
góðar.
Goggur, kisa og
gamli maðurinn
Gunnel Linde, höfundur bókar-
innar Goggur, kisa og gamli mað-
urinn, er fædd í Stokkhólmi 1924.
Hún var einkabarn sem saknaði
þess mjög að eiga ekki systkini til
að leika sér við. Hún lá í bókum
og lifði í ímynduðum heimi þar sem
hún bjó sér til þykjustuleikfélaga.
Hún átti til að mynda árum saman
Bamabækur
Vilborg Dagbjartsdóttir
upphugsaöan hund. Árið 1964 fékk
hún Nils Holmgersson-verðlaunin.
Goggur, sem reyndar heitir
Magnús, er líka einmana. Hann á
engin systkini og ekkert gæludýr.
Hann langar svo mikiö til að eiga
kött. Svo kynnist hann karli sem
býr í litlu, rauðu húsi sem stendur
inn á milli stórhýsanna. Karlinn á
kisuna Bröndu. Goggur fer að
venja komur sínar til þeirra. Hann
veikist af hettusótt og á meðan
hann hggur í rúminu brennur litla,
rauða húsið. Gamli maðurinn er
fluttur á spítala. Goggi tekst aö
hæna að sér Bröndu og að lokum
fær hann að taka hana heim til sín
og hugsa um hana meðan gamh
maöurinn er á spítalanum. Teikn-
ingar Tord Nygren eru í mildum
litum og undirstrika angurværa
stemningu sögunnar.
Sagan um Stjána og Stubb er eft-
ir Barbro Lindgren. Hún er fædd í
Stokkhólmi 1937. Menntaðist í
handíðaskóla og starfaði sem
teiknari á dagblöðum og auglýs-
ingastofum en byrjaði að skrifa
1965. Hún semur jöfnum höndum
fyrir börn og fullorðna lesendur og
er ágætt ljóðskáld. Stíll hennar er
persónulegur og henni tekst að
nota barnamál á skemmtilegan
hátt. Textinn verður í senn fyndinn
og ljóðrænn. Myndir Evu Eriksson
draga einmitt fram þetta tvennt og
eru aldeihs frábærar. Hún hefur
myndskreytt fleiri bækur Barbro
Lindgren, til að mynda bækurnar
um Dúa en tvær af þeim hafa kom-
iö út á islensku.
Stjáni er lítill strákur en Stubbur
er lítill hundur. Helgi og Matthild-
ur eiga þá báða en skilja hvorki litla
stráka né hvolpa. Þau eru alltof
ströng og smásmuguleg og vilja
hafa svo fínt í kringum sig. Stjáni
og Stubbur þola þetta ekki og leggj-
ast út. Þeir koma ekki heim fyrr
en Helgi og Matthildur hafa lofað
bót og betrun.
Erfið orð
Þorsteinn frá Hamri þýddi allar
bækurnar. Einhverra hluta vegna
hefur hann ekki vandað verkið sem
skyldi. Sums staöar eru beinar
smekkleysur. Ása kjökrar hástöf-
um (Anna og leyndarmálið bls. 11).
Nöfnin Goggur og Stubbur eru oft-
ast Gogg og Stubb í þágufalh. Nú
bjó Branda heima hjá Gogg (Gogg-
ur, kisa og gamli maðurinn bls.
31). Á síðu 8 er þágufallsmyndin
ýmist Gogg eða Goggi. Verra er að
textinn verður of þungur fyrir byrj-
endur í lestri vegna þess að í hann
er stráð löngum samsettum orðum
sem hæglega hefði mátt forðast. Ég
tek af handahófi nokkur dæmi úr
Goggur, kisa og gamh maðurinn:
rauðmálað, útidyrahurðinni, gul-
bröndóttur, vatnskranann, grjót-
hörð, hríðskalf. Þessi orð eru bein-
línis lengd að óþörfu.
Þrátt fyrir þennan ágalla eru
bækurnar fengur sem viðbótarles-
efni í skólum. Á heimilum er hægt
að hjálpa treglæsum bömum með
erfiðu orðin. Eins henta bækurnar
vel til þess að lesa þær upphátt fyr-
ir litlu börnin og skoða með þeim
myndirnar sem eru svo fallegar.
Frágangur er góður, pappírinn
vandaður og letrið stórt og skýrt.
Vilborg Dagbjartsdóttir
ANNA 7 ÁRA. Höfundur: Hans Peterson.
Myndir. Ilon Wikland.
ANNA OG LEYNDARMÁLIÐ. Höfundur:
Hans Peterson. Myndir: llon Wikland.
GOGGUR, KISA OG GAMLI MAÐURINN.
Höfundur: Gunnel Linde. Myndir: Tord
Nygren.
STJÁNIOG STUBBUR. Höfundur: Barbro
Lindgren. Myndir: Eva Eriksson. Þýðandi
allra bókanna: Þorsteinn frá Hamri.
Bókaútgáfan lóunn.
Heimildir um höfundana: Börnen-
es hvem skrev hvad, Politikens
Forlag, Köbenhavn, 1974.
Að yrkja heiminn
Ljóð Sigurðar Pálssonar eru
komin ansi langt frá því sem fólk
á fyrri hluta aldarinnar lét hljóma
í eyrum sér sem ljóð: háttbundin
orð um ást, fegurð, þjáningu og
vegferð mannsandans í tilverunni.
Enn er þó ort um lík efni þó að
smíöaaðferðir hafi breyst. Nú er
ekki lengur borið fram tilbúið
skraut sem við getum hengt upp
heldur verðum við sjálf að búast í
ljóðnámurnar og sækja þá óunnu
fjársjóði sem þar bíða: Verða ljóð-
námumenn.
Það segir sig sjálft að þessi til-
högun gefur lesendum miklu fijáls-
ari hendur um túlkun ljóöa en áður
var. Ljóðin eru torráðnari en það
er enginn einn skilningur réttur
og því er ekki hægt að sjá dæmið
fyrir sér þannig að skáldiö og les-
endur séu í leiknum að fela hlut -
þar sem lesandinn á að finna hlut-
inn sem skáldið felur í ljóðinu. Les-
andinn kemst ekki alltaf að pæling-
um skáldsins, heldur smíðar hann
sér eigin hugmyndir út frá ljóðun-
um. Við þá iðju verður hann alltaf
að hafa í huga að orö ljóðsins visa
út fyrir sig og eru hlaðin merkingu.
Ferð í leigubíl (sbr. „Leigubíll" 43)
hefur alít aðra merkingu í ljóði
heldur en í blaðafrétt.
Regla úr óreiðu
Þessi lesandi hér pældi í tveimur
meginhugmyndum á meðan hann
las Ljóð námu menn: Hugmyndinni
um hstina sem mótar brot úr veru-
leikanum í varanleg listaverk sem
við notum síðan áfram til að skynja
veruleikann, og hugmyndinni um
eilífa tilveruna andspænis hverf-
ulu lífi einstaklingsins.
Ljóöin í fyrsta hluta bókar eru
um upphaf sagnaritunar og land-
nám Islands, hvort tveggja dæmi
um óspjallaða náttúru í óreiðu sem
maðurinn á eftir að nefna og lýsa
með hst sinni. Höfundar fornsagna
okkar ganga um ljóðin og hugsa
þær setningar sem síðan hafa lifað:
„Þeim var ek verst ...“ („Höfundur
Laxdælu, 10). Þannig nemur listin
landið og mannshugann, kemur
skipulagi á óreiðuna og kennir okk-
ur að hugsa og skilja heiminn. í
„Landnámsljóði" er sagt frá frjóvg-
un nýrrar menningar, sægarpinum
sem kemur af hafi og: „Úr óskapn-
aðardjúpinu rís/hinn lifandi skap-
andi klettur ...“ (12) og með í fór
er „mærin dökkeyga með hörpuna
gróttu/frá vestmönnum komin ...“
Saman nema þau nýtt land, búa til
eitthvað nýtt og lifa áfram þó að
þau leggist til hvílu í landinu - því
að hörpuleikurinn, tákn listarinn-
ar, þagnar aldrei. Lífið endurnýjar
sig í sífellu en gimsteinar listarinn-
ar eru varanlegir.
í öörum hluta heldur samspil lífs
og hstar áfram í ljóöunum um garð-
inn þar sem myndastyttan í fyrsta
ljóðinu stendur óhögguð á meöan
lífið sveiflast í kring. Garðinn er
hægt að túlka sem ímynd siðmenn-
Bókmermtír
Gísli Sigurðsson
Sigurður Pálsson.
ingarinnar, reglunnar sem mann-
legt félag hefur komið á náttúruna.
Þar lifum viö fjölbreytilegu lífinu
sem snýst sinn árstíðabundna
Hring, kviknar um vor eftir vetur
þegar nýtt líf myndast; líf sem hef-
ur aldrei verið áður - en er samt
eins og það hefur alltaf verið.
Áleiðumlífið
Áfram er ort um ferð mannsins
og drauma. Hann er jafnan í farar-
tækjum sem hann hefur enga
stjórn á sjálfur: leigubílum og lest-
um. Draumamir koma og fara í
lestinni þegar glæsikvendið stigur
um borð og lætur horfa á sig um
stund þangað til hún hverfur
skyndilega þegar lestin brunar á
milli stöðva - og enginn veit hvern-
ig. Og þaö er fjarska htiö sem leigu-
bílstjórinn í fyrrnefndu ljóði getur
gert fyrir farþega sína annað en að
fitla eitthvað viö rúðurnar, mið-
stöðina og útvarpiö. Á meðan leita
tárin fram þangað til við hefjum
okkur til flugs og fljúgum burt.
Af lestri ljóðanna vakna spurn-
ingar um hvort við getum skynjað
tilveruna milliliðalaust eða hvort
við sjáum hana alltaf sem listaverk
og upplifum hana þannig í gegnum
úrvinnslu hstarinnar. í framhaldi
af því má svo benda á sítrónutréð
sem ort er um. Tréð sem þjappar
öllu sínu saman í nokkrar gular
sítrónur sem viö fáum okkur sneið
af með kólnandi teinu um leið og
við horfum á sólarlagið. Hversu
margt er líkt meö ljóði skáldsins
og sítrónu trésins?
Ljóð Sigurðar Pálssonar krefjast
þess að lesandinn fari með þeim
Út á ljóðvegina og niður í námurnar
og vinni úr þeim. Þar er tekist á
við stórar spurningar um leið og
við njótum fegurðarinnar, ekki
bara í skáldskap heldur líka í
náttúrunni og mannlífinu í kring-
um okkur. Og við þurfum að fylgj-
ast vel með orðunum sem leita sér
nýrra merkinga og eru sett í óvænt
samhengi.
Nokkuð sér á parti er ljóðið um
köttinn á sjöundu hæð sem hélt að
hann væri dúfa (í „Dúfur“, 44-45).
Kötturinn sá er í vandræðum með
sjálfsímyndina eftir að honum hef-
ur mistekist að vera maður og sitja
til borðs eins og allir gera sem hann
hefur séð í lífi sínu - nema dúfurn-
ar sem hann horfir á út um
gluggann og finnur til samkenndar
með þó að þær sniðgangi hann:
Gleymdi sér svo alveg
dag einn skömmu fyrir kvöldmat
og stökk
Þegar hann var lagður til hinstu
hvílu
í bakgarðinum
sátu dúfur í öllum gluggakistun-
um
Gísli Sigurðsson
Siguröur Pálsson
Ljóö námu menn
Forlagið 1988