Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Side 17
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989.
17
Stund með
Jónasi
í tilefni væntanlegs bókmenntaviðburðar
Það er hátt á liðnu sumri að seglhvít
en smágerð bifreið líður inn Öxnadal
utan úr Eyjafirði eftir þurrum þjóð-
veginum sem liggur líkt sem áin
meöfram honum. Ofar líður miðnæt-
tið á milli hrothættra tinda og blárra
hnjúka undir tungh Jónsmessuleytis
og fyllir dahnn af hinni björtu kyrrð
sumamætur. Á milh hhðanna ríkir
sveitaleg þögn, að undanskildum
nokkrum vængjum. Dalurinn er
hinn fullkomni dalur, á dalsvísu: Fíf-
ilbrekka, gróin grund, grösug hlíð
með berjalautum. Já, þetta er sælu-
dalur, sveitin best.
Bílinn ber hægt yfir þessa smára-
grund, með honum ríkir Fjölnis-leg
stemmning, hann siljum við fjór-
menningar og værum ansi fjölnisleg-
ir ef ekki væri löngu búið að ónýta
það orð og bendla viö hlæghega
heimspekinema eða ómerkileg út-
gáfufyrirtæki. Haukur, Þorsteinn,
Páh og Hallgrímur. Ritstjórn heildar-
útgáfunnar og einn ég að auki. í stýri
bifreiðarinnar liggur beygja sem
skiiar okkur út af þjóðbraut og að
steinbýldum bæ sem stendur htt uppi
í suðurhlíðinni um miðjan dal.
Steinsstaðir.
Eyfirska í röddinni
Hin hvíta bifreið drepur hljóði á
miðju hlaði gagnvart gulum skehótt-
um gafh íbúðarhússins og fjórum
hurðarskellum síðar, sem bergmála
upp í brekkuna, stendur ábúandi á
tröppunum. Þar sem við stöndum
þarna fjórir saman á hlaðinu minnir
bóndi okkur aftur á tuttugustu öld-
ina, hann er á sokkaleistum og innan
úr húsinu heyrist skvaidur úr sjón-
®varpstæki. En þó ber á einhverjum
öxnum í andliti hans og eyfirsku í
rödd hans, hann er og eitthvað bíid-
inn í lagi, sam-ofinn, rjóður á vang-
ann, í vexti og yfirbragði eins og Jón-
as Hahgrímsson. Sem einmitt er er-
indi okkar hér á þessari hvítu nóttu.
Þessi útgáfa, þessi ættmaður Jón-
asar veitir okkur góðfúslega leyfi til
að eiga htla stund með skáldinu
sjálfu sem htlu ofar hér í þessari fífil-
brekku leit sitt fyrsta ljós. Og að
loknu klofi yfir rafmagnsgirðingu
stöndum við á ný fóstum fótum í nítj-
ándu öldinni. Bæjarhóhin er brattur
og bitinn, en efst á honum mótar fyr-
ir htlu höfuðlagi á grænni þúfu innan
um móðurmjúkar bæjarþústir. Þar
leggst ég niður og reyni að vakna
nokkur hundruð sinnum með bams-
legum huga og fjallið á móti í augun-
um, á meðan þeir hinir félagar mínir
feta úr-sér-vaxin-fótsporin á bæjar-
hellunni áður en hver þeirra hveifur
til sinna starfa.
Höfuð milli þúfna
í skuggalausri birtu sólstöðunnar,
sem hér er allt um vefjandi og líkt
og hún stafi frá landinu sjálfu, að
innan úr hólnum, hgg ég eftir og að
mér setur ægilega kyrrðina í kring.
Hún þrýstir sér um þunnar himnur
og fyllir að lokum höfuð manns af
friði, tómi, orðleysi, líkt og það fyllist
af mold. Höfuð mitt verður að þúfu
á milli þúfna.
En smám saman rofar th í þessum
þögla massa í höfði mínu, brátt örlar
fyrir skímu af næturbirtu þúfnanna
í kring, moldin verður að móðurmold
og um hana tekur að seytla lækjar-
buna, vafin lyngmóa og vappi lamba,
höfuð mitt fylla hófar liðinnar aldar,
sýsl af búsáhöldum, þytur af orfi,
snark í hrífu, bun úr spena. Hugur
minn glæðist af hlóðum. Ég rís upp
við dogg og ofan úr hlíðinni sprettur
bæjarlækurinn fram í sínum hátt-
bundnu hendingum, sinni kliðmjúku
hrynjandi.
Orðleysið víkur fyrir kveðnum og
sniðnum línum sem streyma til mín
eins og síferskt og fagurtært bergvat-
niö í læknum: Um tinda fjalla, áður
alla, undir snjá, tekur buna, breið
að duna, björgum á, því ærin ber og
Úr mínu höfði
Hallgrímur Helgason
bærinn fer, að blómgast þá, leika sér
þar lömbin smá. Já, bunulækur blár
og tær og bakkafógur á í hvammi,
yndið vekja okkur nær, allra best í
dalnum frammi! Allt í einu er mér
sem ég sjái hann Jónas, dreng á
hlaupum mihi þúfna, með smávinum
sínum fögrum, niður með bunulækn-
um, af stokki á stein, lítill hnokki,
með landið með sér í einhveijum
kvæðaleik, eða einhverri rímorða-
leit. Eins og lítill heimalningur
skoppar hann í kringum bæjarhól-
inn, fljótur og fimur, svo vart verður
auga á hann komið. Lítill brókarlalh
á buxum, í vesti og skóm, bættum
sokkum nýtum. Sjáið þið hana systur
mína? Heyrist mér hann kalla, sitja
lömb og spinna ull. Sjáið þið ^iana?
Sjáið þið það sem ég sé?
ð
Háir hólar hálfan dalinn fylla
Nei, því miður, ekki sjáum við
neina systur, en jú, við sjáum þaö
sem hann sér. Við sjáum hvar háir
hólar hálfan dalinn fylla, um leið og
hamra hiha, hlær viö skini sólar. Það
er árla fyrir óttu, enn þá meðan
nóttu, grundin góða ber, græn í faðmi
sér ... Nóttin er hðin og birta hennar
víkur fyrir skini sólar. Hún er komin
upp, hún gyllir efstu hamrasyllumar
og slekkur á hverjum steini, hverri
þúfu. Maður rankar við sér í miðjum
bæjarrústunum og bíður stund eftir
félögum sínum, þeir koma töltandi
ofan og neðan sinn úr hverri áttinni.
Hauki, sem áðan hélt til hhðar í þýð-
ingarvanda, í leit að orði fyrir „ter-
rasser" sem Jónas notaði svo í dag-
bók sinni um brekkuhléin hér fyrir
ofan bæinn. Ekki syhur, ekki hillur,
né þá slakki, eður slaki, varla pallar,
síður altön, svalir eða terröss. Þor-
steini, sem hvarf niður að á í von um
vakandi fisk, sporðasprækan og
veiðitækan. Ekkert bólar hins vegar
á Páli, hann fór yfir að Hrauni og
situr þar sjálfsagt enn við lestur próf-
arka. Við skutlumst eftir honum á
bakaleiðinni.
Heimafólk á Steinsstöðum er sofn-
að þegar japönsk bifreiðin muldrar
vélarhljóði á morgunsvölu hlaðinu
og lötrar síðan niður heimreiðina.
Við hliðið niður við veg stansar hún
litla stund eins og eitt lítið andartak
í íslandssögunni áður en ég stekk út
til að opna, og loka, binda endahnút-
inn á þessa stund með Jónasi. Áður
en ég geng aftur til framsætis míns
er mér litið upp í brekkuna þar sem
er sem ég sjái einhvern anda á
sveimi, dnda sem alls ekki er
óhreinn. Anda sem eilífð fær aldrei
héðan burt skilið.
Öxnadalurinn, sæludalur, sveitin
besta, er að vakna til lífs þegar við
höldum brott úr honum. Við okkur
hlær hver hamrahilla, alla leið upp
á heiði, suður, í átt til nýrra og í raun
fyrstu heildarútgáfu á verkum Jón-
asar Hallgrímssonar, eina íslend-
ingsins sem skiptir einhverju máli.
Þess eina íslendings sem vert er aö
lifa fyrir.
Barna- og unglingavika
12.-18. mars 1989
Tónabær kl. 20.00.
Tómstundir — pallborð unglinga.
Gerðuberg kl. 20.00.
Jafnrétti til nóms.
Vitinn — Hafnarfirði kl. 20.00.
Dagvistarheimili — Menntastofnun!
Sóknarsalur kl. 20.00.
Tómstundir barna og unglinga.
Þriðjudagur 14. mars
Gerðuberg kl. 20.00.
Dagvistarheimili — Menntastofnun!
Miðvikudqgur 15. mars
Gerðuberg kl. 20.00.
Samvera fjölskyldunnar.
Gerðuberg kl. 20.00.
Ahrif fjölmiðla.
Laugardagur 18. mars
Hóskólabíó kl. 14.00
Fjölskylduhótíð.
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Alþýðusamband Islands, Kennarasamband Islands,
Félag bókaqerðarmanna, Bandaíag hóskólamenntaðra ríkisstarfsmanna,
Starfsmannafélaq ríkisstofnana, Fósturfélaq íslands, Sókn,
Hiðíslenska kennarafélag, loja