Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 11. MARS 1989. AÐALFUNDUR Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 15. mars, kl. 20.30 að Hótel Sögu, Átthagasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur HUSVERNDARSJOÐUR REYKJAVÍKUR Á þessu vori verða í þriðja sinn veitt lán úr Húsvernd- arsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík sem sérstakt varðveislugildi hefur af sögulegum eða byggingarsögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja greinar- góðar lýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, verk- lýsingar og teikningar eftir því sem þurfa þykir. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1989 og skal umsókn- um, stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur, kom- ið á skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. LAUSAR STÖÐUR Með skírskotun til 3. og 6. gr. laga nr. 18/1988, um Háskólann á Akureyri, eru eftirtaldar stöður við skól- ann hér með auglýstar lausar til umsóknar: 1. Staða rektors. 2. Staða skrifstofustjóra. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegum upplýsingum um menntun og störf, skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 5. apríl nk. Menntamálaráðuneytið, 7. mars 1989 Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Ómar Ragnarsson: Eini maðurinn í Sjónvarpinu sem treysti sér lengra í tvísýnu veðri til að afla frétta heidur en að dyrum Alþingishússins. Innum annað og útum hitt Stundum þegar ég er búinn aö horfa á fréttimar í Sjónvarpinu verður mér hugsaö til Ómars Ragn- arssonar; hvað skyldi hann Ómar kaliinn vera aö gera núna? Leiðin- legt að hann skuli vera hættur að bjóða manni með sér í flugferð út á land í kvöldfréttatímanum; eigin- lega eini maðurinn i Sjónvarpinu sem treysti sér lengra í tvísýnu veðri til að afla frétta heldur en að dyrum Alþingishússins. Ég sakna hans. En þótt ég sé íhaldssamur og sakni Ómars finnst mér rétt að taka fram, að ég er langt frá því að vera svo íhaldssamur að ég sakni allra sem hætta á Sjónvarpinu. Nema síður sé. Gamall Kínverji stakk upp á eftir- farandi tilraun handa þeim sem telja sig ómissandi: „Takið vaskafat og fyllið það af vatni. Stingið síðan vísifingri upp að þriðja köggli ofan í vatnið og haldið fingrinum kyrrum í vatninu litla stund. Takið síðan fingurinn hægt og varlega upp úr vatninu og gaumgæfið holuna sem hann skilur eftir sig. Útfrá ummáli og dýpt hol- unnar getiö þið síöan reiknað út hversu ómissandi þið eruð.“ Spaugsamir menn Kínverjar. Og ekki nóg með að Ómar sé far- inn heldur var maður að heyra að Stöð 2 sé búin að kaupa Hall Halls- son líka. Ansans ári hlýtur að vera gaman að eiga svona mikla pen- inga. Alveg væri ég til í það, ef ég vissf ekki aura minna tal, að hætta að glápa á fréttir í sjónvarpi og kaupa mér dálítinn hóp tískuklæddra fréttamanna í staöixm og láta þá sjálfa koma heim til mín í kvöld- kaffi og segja mér fréttir. Fréttimar eru náttúrlega meira og minna þær sömu frá degi til dags: Þaö er ýmist veriö að stofna fyrirtæki eða setja þau á hausinn; stundum týnast menn og stundum finnast þeir aftur; stundum fiskast og stundum ekki; stundum er Bogdan Kóvalsík þjóðhetja og Fjölmiðlaspjall Þráinn Berteisson stundum ekki; og alltaf stendur til að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin. Sama gutl í sama nóa. Mestan- part. En auðvitaö eru til ráð við þessu ærandi tilbreytingarleysi fréttaima eins og öllu öðru. Til dæmis á að líta svo á að fréttimar sjálfar skipti ekki höfuðmáli - held- ur hvemig þær em sagðar. Ef ég væri moldríkur gæti ég komið mér upp stóði úrvalsfrétta- manna. Ég mundi fá ElsuLundtil að sníða þeim stakka eftir vexti annaöhvort frá Sævari Karli eða Sjóklæðagerðinni. Þá gæti ég farið í símann þegar suðan væri komin upp á kartöflunum og hringt í fréttastofuna mína og spurt: „Jæja, emö þið ekki með eitthvaö æðisgengið í fréttum?" „Onei, ekki er það nú beinlínis. Hins vegar erum viö í vandræðum með alþingismajm hérna." „Er hann ...T‘ „Neinei! Segist meira að segja vera á móti bjómum þótt hann hafi greitt honum atkvæði. Hann er bara oröinn alveg óður útaf því að hafa ekki komist í fréttimar í háa herrans tíö, svo að hann er til í að segja hvað sem er.“ „Eins og hvað?“ „Eins og til dæmis að ekki sé ástæða fyrir lagmetisiðnaðinn að óttast Grænfriðunga, því næst muni þeir snúa sér að því að bjarga niðursoðinni rækju frá útrýmingu í Þýskalandi. Og sem aukanúmer býðst hann meira að segja til að hlekkja sig við niðursuðudós." „Emö þið ekki með eitthvað ann- að skemmtilegt?" „Bara nokkra ráðherra seni em reiðubúnir að reyna sig enn einu sinni við íslandsmetið í að teygja lopa. Og svo auðvitað Utlu karla- söngsveitina frá ASÍ og VSÍ og BSRB og BHM og LÍÚ og dillidó.“ „Em þeir búnir að æfa nýtt núm- er?“ „Nei, ég held þetta sé að lang- mestu leyti sama prógramið og þeir vom með í gærkvöldi og í fyrra- kvöld." „Er þá ekki eitthvað að frétta úr menningarlífinu?“ „Menningarhvað?" „Sleppum því. En Ómar? Getur hann ekki kíkt við hjá mér með einhvem skemmtilegan kall eða kéllingu?" „Hann er búinn aö vera veður- tepptur $ Hornbjargsvita dögum saman, og vitavörðurinn segir að hann sé búinn að vera óttalega daufur og niðurdreginn síðan hvítabimirnir Nonni og Manni gleyptu farsímann hans og mynda- vélina." , „Jæja, úr því að það er ekkert að frétta, ætli ég gefi ykkur þá ekki bara frí í kvöld og spjalli við fjöl- skylduna í staðinn." „Þaö er ómögulegt. Viltu ekki að við sendum Hall til þín?“ „Kann hann einhverjar fréttir?" „Nei. En hann gæti teflt við þig.“ „Sama og þegiö.“ „Vertu blessaður, Þráinn. Við tölumst við aftur annaökvöld." „Segjum þaö, Páll Bogi. Engar fréttir em góðar fréttir. Vertu blessaöur." -Þráinn Bertelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.