Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989. nínum mönnum en þeir hafa líka fengið að vinna fyrir sínu,“ segir Sigurjón Óskarsson, skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE. DV'-mynd Ómar Garðarsson „Við höfum verið með góðari bát, góð veiðarfæri og afburða góðan mann- skap gegnum árin. Það skiptir miklu máli. Ég hef ekki þurft að hvarta undan mönnunum en þeir hafa líka fengið að vinna fyrir sínu. Þeir kalla mig „þrælahöfðingja" þegar verst lætur. Það hefst heldur ekki nema með vinnu. Sjálfsagt eru aflamenn oft kröfuharðir um vinnu en þeir eru líka til sem píska mannskapinn áfram en fá lítið.“ Áalla róðraábókum Sigurjón hefur verið skipstjóri frá árinu 1972 og hefur allan tímann haldið dagbækur um fiskirí og veiði- skóðir. í bækurnar vantar engan dag sem Sigurjón hefilr átt veiðarfæri á sjó. „Ég glugga í oft bækurnar en það gengur ekki alltaf upp að fylgja þeim,“ segir hann. „Þessar bækur eru nú reyndar ekki til fyrirmyndar. Þetta er krotað niður á staðnum og aUt í þeim óskiljanlegt fyrir aðra en mig. Ég er alltaf með bækur fyrir tvær þrjár vertíðir aftur í tímann með mér og leita í þeim hvar hefur veiðst áður.“ í viðtalinu notaði Sigurjón orðið „helvíti" einu sinni og það var þegar kvótinn var nefndur. Aflamenn græða sjaldan á honum og nú situr Sigurjón uppi með meiri ufsakvóta en minni þorskkvóta en hann vildi helst hafa. „Það er lítill ufsi núna en ég verð að skrapa það sem hefst. Þetta helvíti getur verið pirrandi,“ segir Sigurjón. .„Ég væri ekki hissa þótt Halldór Ásgrímsson fengi hiksta af og til. Honum er oft bölvað upp- hátt og í hljóði. Það verður þó að vera stjórnun á veiðunum en hún hefurbara ekki verið nógu góð.“ Nafn ömmunnar Happafleytan Þórunn Sveinsdótt- ir heitir í höfuðið á ömmu Sigurjóns. Þetta er fyrsti báturinn með þessu nafni. Óskar faðir hans átti áður bát sem hét Nanna og síðar annan sem hét Leó. Á þeim bát var Sigurjón um tíma stýrimaður og síðar skipstjóri. Mattías Gíslason, afi Sigurjóns, var einnig skipstjóri. Hann fórst ungur við Eyjar. Langafinn, Gísli, hafði einnig formennsku á bátum og reri frá Eyrarbakka. „Þetta er eins og hjá mörgum fjölskyldum hér í Eyjum - lífið hefur allt snúist um fisk, kynslóð eftir kynslóð," segir Sigurjón. Vetrarvertíðin hefur gengið illa hjá Eyjabátum eins víðast hvar um landið. „Þetta hefur verið erfið ver- tíð,“ segir Sigurjón. „Það kom fyrir í vetur að við vorum með netin í landi í fimm daga. Það hefur ekki gerst áður. Við eru komnir með 500 tonn sem mér þykir lélegt. Ég lifi í þeirri von að páskahrotan komi. Það var ágæt tíð í viku núna um daginn en annars hefur þetta verið ruddatíð. Það gefur augaleið að þessu fylgir mikið álag á fjölskyld- una.“ Dóttirin á sjóinn líka Kona Sigurjóns er Sigurlaug Al- freðsdóttir. Þau eiga þrú börn. Elstur er Viöar sem er annar stýrimaður hjá föður sínum á Þórunni Sveins- dóttur. Gylfi er annar stýrimaöur á Gandi VE. Yngst er Þórunn Hrafn- hildur sem er að taka „pungaprófið" í vetur. „Hún ætlar greinilega að fylgja hinum eftir. Vill kvenfólkið ekki koma sem víðast við?“ segir Sig- uijón og hlær. „Ég held þó að vinna við erfið veiöarfæri eins og net geti ekki talist kvenmannsverk. Það er helst að þær geti verið í brúnni og öskrað á karlana. En við sjáum hvað í henni býr. Hún er ákveðin og veit hvað hún vill. Öll fjölskyldan hefur alltaf verið meira og minna í útgerðinni. Faðir minn er enn að og sér um bókhaldið og er landformaður." Sigurjón á fimm bræður og þrír af þeim eru skipstjórar. „Við ólumst upp við útgerðina," segir Sigurjón. s? „Við vorum komnir á bryggjuna alla daga eftir að skóla lauk. Þegar fyrir fermingu sáum við um að skera ofan af netum og fella ný. Það þurfti ekki að leita til netaverkstæða með þau verk. Þannig hefur lífið snúist um sjóinn og útgerðina." Tilganginum náð Sigurjón var í landi daginn eftir að áhöfninni af Nönnu var bjargað. Um miðnótt aðfaranótt fóstudagsins var aftur haldið á miðin og ætlunin að liggja úti nokkra daga. Miðnótt r er orð Eyjamanna um miðnætti. „Ég ætla að sjá hvort ekki er bunkað í netin þegar komið er út,“ segir Sigur- jón. „Ég geri þó ekki ráð fyrir aö hanga þarna í marga daga. Það má líka segja að þessi lögn við Kötlu- grunnið hafi þegar náð tilgangi sín- um,“ sagði Sigurjón Óskarsson. -GK .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.