Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Side 33
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989. 49 Handknattleikur imglinga KR og Þróttur léku í 2. deild um siðustu helgi og urðu þau að gera sér tvö neðstu sæti deildarinnar að góðu. Bæði þessi lið verða því að leika í B-úrslitum í vor. Deildarkeppni í 3. flokki karla lokið Þór, Akureyri, sigraði í 2. deild Það er nú orðið ljóst hvaða lið leika til úrslita í 3. ílokki karla. Um síð- ustu helgi var 2. deildin ieikin í Álfta- mýrarskóla. Það verður að segjast eins og er að Álftamýrarskólinn er alltof lítið hús undir leiki í 3. flokki karla og kemur stærðin verulega niður á gæðum handboltans. Það voru fjögur liö sem tryggðu sér rétt til þess að leika til úrslita en Þór frá Akureyri sigraði í deildinni. Liðið fékk 7 stig og tapaði aðeins fyrir Stjörnunni og geröi jafntefli við UBK. Þrjú lið voru jöfn með 6 stig. Þessi hð UBK, KA og Stjarnan komast því einnig í úrslitakeppnina sem leikin verður á Akureyri eftir páska. Þrótt- ur fékk 4 stig og KR 1 stig. Þessi tvö lið verða því aö gera sér að góðu að leika í B-úrslitunum. Ástæðan fyrir því að úrslitin eru svo seint er sú aö 16 ára landsliðið er að leika úti í Hollandi um páskana og var þvi tahð rétt að hafa úrslitin svo seint. Eftirtalin lið leika því til urshta í 3. flokki karla. Valur, Fram, Týr Ve, Afturelding, ÍR, Víkingur, Þór Ak, UBK, KA og Sjarnan. Unghngásíðan mun greina frá riðlaskiptingu i úrslitakeppninni um leið og dregið hefur verið í riðla. Leikið um helgina Um þessa helgi verður lokið við að leika þær umferðir sem móta- nefnd hefur frestað. Það verður hart barist í íþróttahúsinu í Garðabæ þvi þar leikur 5. flokkur karla, 2. dehd, 3. flokkur kvenna, 2. deild, leikur i Keflavík og 2. flokkur kvenna, 2. deild, leikur í Vestmannaeyjum. Það skýrist því endanlega um helgina hvaða lið tryggja sér sæti í úrshtun- um í þessum flokkum. Athugasemd blaðamanns - við svari Bjöms Jóhannessonar Eftir að hafa lesið svar Björns Jóhannessonar, formanns móta- nefndar, viö greinarkorni er birtist á Unghngasíðu DV 25. febrúar sl„ um fúrðuleg vinnubrögð móta- nefndar, hefur skoðun blaðamanna ekkert breyst þrátt fyrir skítkast Bjöms í allar áttir. Tilefni greinarkoms DV um furðuleg vinnubrögð mótanefndar var það aö umrædda helgi hafði mótanefnd úthlutað tveimur „túrneringum“ til handa Ármanni þrátt fyrir aö Ármann hefði fyrr í vetur haldiö Oórar túrnerningar. Stjómarmenn í tveimur félögum höfðu haft á oröi viö blaðamann aö þetta þætti þeim furðuleg vinnu- brögð ef tekið væri tilht til þess aö Ármann sendir aðeins tvo flokka til keppni í yngri flokkunum og leiddu menn getum að því að það heföi áhrif að tveir af fimm móta- nefndarraönnura era Ármenning- ar. Björn byrjar svar sitt á því að útskýra úthlutunarreglur móta- nefndar á túmeringum og ferst það ágætlega úr hendi. Síðan tíundar hann umsjón Fram í 2. flokki karla og virðist hann vera fullkoralega sammála DV er geröi aö umtalsefni á sínum tíma að framkoma Fram i þeirri umsjón væri hneykslanleg. Blaðamanni þykja það furðuleg vinnubrögð hjá mótanefhd að út- hluta Fram umsjón tvisvar eftir svo slaka frammistöðu í 2. flokki. Björn segir að mótanefnd fylgist ætíð vel með umsjón og er blaða- maður ósammáia Bimi þar sem oftar. Seinna í svari sinu segir hann því til áréttingar aö tveir mótanefndar- menn hafi fylgst með umsjón Ár- manns í Valsheimilinu en gleymir aö geta þess að þessir tveir móta- nefndarmenn eru Ármenningar og geta því ekki verið dómbærir á gæði umsjónarinnar. Einnig gleymir Bjöm að geta þess að töf varö á keppninni vegna þess að dómara vantaði í upphafi eins leiksins og varla getur það verið til fyrirmyndar. Varðandi aldur tímavarða er blaðaraaður saramála Bimi að best væri aö þeir væru fullorðnir og vel inni í reglum leiksins en betur kann blaðamaður þó við að sjá við tímavarðaborðið áhugasama drengi, er fylgjast með leiknum, heldur en fulloröinn mann sem leggur sig allan fram við að fylgjast meö samræðum þjálfara og fylgist lítið sem ekkert með leiknum eins og kom fyrir hjá Armanni. Þar varð blaðamaður vitni að því aö dómari stöðvaöi tvívegis tímann í sama leiknum en tímavöröur gerði ekk- ert með þessa ákvörðun dómara enda upptekinn, eins og kemur fram í svari Björns, við að fylgjast með þjálfurum opinbera þekking- arskort sinn. Björn segir í svari sínu aö aöeins fjögur félög sýni metnaö í aö vanda umsjón vel í Reykjavík og notar siöan Fram til aö segja hvernig á ekki að haga umsjón. Blaðamaður vill aðeins nota tæki- færið og benda Bimi, sem svo vel hefur fylgst meö umsjónum í vet- ur, á að eitt þeirra fjögurra félaga, er hann hrósar, leyfir sér að nota réttindalausa dómara viö umsjón hjá yngstu aldurshópunum. Annað félag, sem honum þóknast að vera ánægður með, sá um umsjón í 4. flokki fyrir stuttu og þar hófst keppni tvívegis of seint vegna óstundvísi urasjónaraðila og ungl- ingar sáú um tímavörslu. Þetta ákveður Björn að gera ekki að uratalsefni. Það er að lokura von blaðamanns að Bjöm láti af fyrri viimubrögöum og sinni af sanngimi störfura sín- um í mótanefnd. asv e\ sturn 9$ \b®- t\e m Sam/iori 680988 A rmula 3 - J 08 Reykja vik - Simi 91

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.