Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Blaðsíða 56
F R ÉTT/VS KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989.
Fyrsta verk-
fallið hefur
- verið boðað
Fyrsta verkfallið í þeirri hrinu
kjarasamninga sem nú fer í hönd
hefur verið boðað. Það er Félag ís-
lenskra fræða sem reið á vaðið og
boðar verkfall frá og með 6. apríl
hafi samningar ekki tekist fyrir þann
tíma.
í Félagi íslenskra fræða eru 36 fé-
lagar. Þeir tóku alhr þátt í atkvæða-
greiðslu um boðun verkfall sem fram
fór dagana 6. til 8. mars. Af þessum
36 sögðust 28, eða 77,8 prósent, vilja
fara í verkfall, en 7, eða 19,4 prósent,
voru andvígir því. Einn seðill var
auður.
Hjá mörgum félögum innan BHMR
stendur nú yfir eða er um það bil að
ljúka sams konar atkvæðagreiðslu
og því gætu hugsanlega fleiri félög
farið að boða verkfall frá og með 6.
apríl. -S.dór
Fáir „stútar“
við stýri
Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyii;
Það sem af er marsmánuði hafa
* fáirökumennveriðteknirölvaðirvið
akstur á Akureyri, jafnvel færri en
vetfjulega er þrátt fyrir mjög hert
eftirlit. *
Þó hendir það einn og einn öku-
mann að lenda drukkinn í klóm lög-
reglu og í því lenti ökumaður vél-
sleða í fyrrinótt. Sá ók mikinn eftir
Hlíðarbraut og lögreglan náði hon-
um. Er afar fátítt áð ökumenn vél-
sleða séu teknir í þessu ástandi.
Hótel Örk:
Enn kært til
Hæstaréttar
Helgi Þór Jónsson hefur kært þá
ákvörðun uppboðshaldarans í Ar-
nessýslu að fela Framkvæmdasjóði
íslands yfirráð yfir Hótel Örk. Kæran
barst Hæstarétti á fimmtudag. Úr-
skurður Hæstaréttar ætti að vera
væntanlegur eftir fáa daga.
Með kærunni reynir Helgi Þór að
ná yfirráðum yfir Hótel Örk á ný.
-sme
Liftiyggingar
ih
ALÞJÓÐA
"LÍ FTR Y GGINGAJRFELAGIÐ HF.
I.Á(;MÚU 5 - KLYKJAVlK
Simi Í.K1M4
LOKI
Það er betra að vera
ekki tapsár í þessum
félagsskap!
- flórðungur af eigin fé hreyfingarinnar gufaður upp
Að sögn Guðjóns B. Ólafssonar, að landbúnaðarlögin frá 1985 komu Guðjón sagöi að sjálfur rekstur bandsins um 2,8 milljarðar. Guðjón
forstjóra Sambandsins, benda þær til framkvæmda. Smásöluverslun- Sambandsins hefði skilað halla í B. Ólafsson sagði Jjóst að þetta eig-
upplýsingar, sem nú liggja fyrir, til in úti á landi hefur verið rekin meö fyrra eins og árið á undan. Með ið fé mundi rýma um nokkur
að hallarekstur Sambandsins og halla mörg undanfarin ár. Mörg öðrum orðum hefur Sambandið því hundruö milljónir. Rýmunin yrði
kaupfélaganna hafi verið um 2 kaupfélöghafaeinnigfiskvinnsluá ekki staöið undir sjálfu sér á þess- þóaldreijafnmikilogtapiðþar.sem
milljarðar á síöasta ári. sínum snærum og ég veit ekki um um árum jafnvel þó fyrirtækiö eignir hækkuðu í verði 1 takt viö
„Astæðan fyrir þessum mikla
hallarekstri er alktrnn. Bæði ég og
aðrir höfum bent á hana undanfar-
in tvö ár,“ sagöi Guðjón B. Ólafs-
son.
„Þar á ég við hinn gífurlega fjár-
magnskostnaö, stefhu í gengismál-
um, verðbólgu og samdrátt á ýms-
um sviðum.“
- Þetta eru allt almenn skilyrði
atvinnulífsins. En má ekki rekja
hluta afþessum mikla halla til sér-
mála samvinnuhreyfingarinnar?
„Þau vandamál, sem standa upp
úr, eru að þau kaupfélög, sem eru
með landbúnaöarstöðvar, hafa tap-
að nokkur hundruö milljónum eftir
mörg fiskvinnslufyrirtæki sem
ekki voru með um 30 til 100 milijón
króna halla á síðasta ári. Þessi
mikli halli á því ekki að koma nein-
um á óvart.“
Ekki liggur enn fyrir uppgjör fyr-
ir allt siðasta ár lijá Sambandinu.
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri
fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins
var hallarekstur Sambandsins þá
orðinn rúmar 700 miHjónir króna.
Guöjón B. Ólafsson sagöi að endan-
legar tölur ársins yrðu aldrei lægri
en það. Þaö er því ljóst að forstjór-
inn ætlar Sambandinu hátt í helm-
inginn af tveggja milljarða halla-
rekstri siöasta árs.
hefði enga vexti þurft að greiöa af
lánum sínum.
Bókfært tap Sambandins og
kaupfélaganna á árinu 1987 var
rúmar 400 miUjónir eða um 510
milljónir á verölagi síðasta árs. í
fyrra hefur þvf hallinn hartnær
fjórfaldast frá fyrra ári.
Hér er ekki tekið tillit til eigna-
sölu. Með henni tókst Sambandinu
aö lækka bókfært tap sitt á árinu
1987 úr 220 milljónum króna í 49
milljónir. Tap samvinnuhreyfing-
arinnar árið 1987 hefur því i raun
verið um 700 tíl 800 milljónir á verö-
lagi ársins 1988.
I lok ársins 1987 var eigið fé Sam-
verðbólguna.
Eigið fé kaupfélaganna var í árs-
lok 1987 um 4,4 milljarðar. Ef kaup-
félögin hafa tapaö á annan milljarö
króna 1 fyrra er Jjóst að eigið fé
þeirra hefur einnig rýrnað um
nokkur hundruö milljónir.
Lauslega áætlað má segja að sam-
vinnuhreyfingin hafi í fyrra tapað
um 20 til 25 prósent af eigin fé sínu.
Hún hefur því tapað fjórðungnum
af afli sínu. Þetta tap í fýrra bætist
við tap ársins 1987 en þá nam það
um 8 til 9 prósent af eigin fé hreyf-
ingarinnar.
-gse
Söngvar
Satans
renna út
Söngvar satans eða Kviður
kölska, hin umdeilda bók Salmans
Rushdie, hefur runnið út úr bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar
eins og heitar lummur. Fyrsta
sending, sem var tilraimasending,
seldist upp á augabragði og næsta
sending fór öll í pantanir. Þriðja
sending er væntanleg eftir helgina,
á þriðjudag, ef allt gengur að ósk-
um. Þessi bók er ein sú umdeild-
asta sem út hefur komið seinni ár-
in. Eins og fram hefur komið í frétt-
um fer höfundur hennar huldu
höfði vegna morðhótanastrangtrú-
aðra múhameðstrúarmanna. Bók-
in hefur víðs vegar verið tekin af
lista forlaga og úr hillum bóka-
verslana vegna hótana.
DV-mynd GVA
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Kaldi
og él
Suöaustangola verður um norð-
anvert landiö og að mestu úrkomu-
laust. Suðvestankaldi og smáél
verða sunnan- og suðvestanlands.
Á mánudag verður sunnankaldi,
él vestanlands en hægviðri og úr-
komulaust í öðrum landshlutum.
Niöurstöður rannsókna:
Sjórinn á
miðunum mjög
kaldur í ár
Niðurstöður úr sjórannsóknaleið-
angri Hafrannsóknastofnunar sýna
að sjórinn á miðunum hér við land
er mjög kaldur um þessar mundir.
Þetta er annað árið í röð sem sjórinn
mælist svona kaldur. Þetta eru að
sjálfsögöu mjög alvarleg tiðindi
vegna þess að þegar sjórinn er svona
kaldur er mun meiri hætta á að öll
nýhðun fiskistofnanna hér við land
takist verr en ella, auk þess sem
dregur úr vaxtarhraða smáfisks í
köldum sjó sökum átuskorts.
Leiðangur Hafrannsóknastofnun-
ar var farinn dagana 2. til 21. febrúar
síðastliðinn undir stjóm Svend-Aage
Malmberg og Jóns Olafssonar. Slikir
leiðangrar hafa verið famir á svipuð-
um tíma árs allt síðan 1970. Að þessu
sinni vom athuganastaöir færri en
venjulega vegna langvarandi óveð-
urs.
Hinn svokallaði hlýi sjór fyrir
Vesturlandi var í meðallagi, eða 4 til
6 gráða heitur, en áhrifa hans gætti
ekki fyrir Norðurlandi. Þar er nú
kaldur vetrarsjór, aðeins eins til
tveggja gráða heitur. Fyrir Austur-
landi er einnig kaldur sjór eða sama
hitastig og fyrir Norðurlandi. Skilin
við Suðurland vom við Lónsbug og
hitastig grunnt út af Suðurlandi var
lágt, eða undir 6 gráðum. Innst á
Selvogsbanka var hitastigjð aðeins 4
til 5 gráður. S.dór
Stykkishólmur:
Dráttarvél
fyrir bíl
Árekstur varð við áhaldahús
Stykkishólmsbæjar í gær. Dráttar-
vél, sem verið var að bakka út á
Nesveg, var bakkað í veg fyrir fólks-
bíl sem kom akandi eftir götunni.
Ekki urðu slys á fólki en ökutækin
skemmdust bæði. -sme