Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Blaðsíða 2
2
LAUGARDÁGUR 22. ÁÍ>RÍL' 1989.
Fréttir
Reikningsaðferð The Economist á „hamborgaragengi“ ýmissa gjaldmiðla
Gengi krónunnar 188
prósentum of hátt skráð
- hvergi dýrari hamborgarar en á íslandi
Þarf aðfella gengi
krónunnar um 65 prósent?
Ef þessari aðferð sérfræðinga The
Economist er beitt á íslensku krón-
una lítur dæmið mun verr út en
gagnvart Suður-Kóreu enda er
hvergi hægt að kaupa jafndýra ham-
borgara og hér. Hér kostar hamborg-
ari, svipaður og „Big-Mac“, (tvöfald-
ur hamborgari) um 308 krónur sam-
kvæmt athugun DV. Það jafngildir
um 5,82 dollurum. Samkvæmt „ham-
borgaragengi“ íslensku krónunnar
ættu því að vera um 152,50 krónur í
einum dollar en samkvæmt gengi
þess dags sem The Economist tekur
mið af voru 52,90 krónur í einum
dollar. Til þess að ná jafnvægi þyrftu
íslendingar því að fella gengi krón-
unnar um 65 prósent.
Þá myndi verð á erlendum gjald-
miðlum hækka um 188 prósent. Þá
skipti það þann sem ætti dollara engu
máh hvort hann keypti sinn ham-
borgara í Reykjavík eða New York.
Hann þyrfti að greiða sama raun-
virðið fyrir hann.
Út á þetta gengur ofangreind hag-
fræðikenning: að gengi gjaldmiðla
tveggja landa leiti jafnvægis til lengri
tíma þannig að hægt sé að kaupa
vörur og þjónustu fyrir sama verð í
báðum löndunum.
-gse
í nýlegu hefti timaritsins The Ec-
onomist er verð á hamborgurum í
nokkrum löndum notað til þess að
meta hversu rétt gengi viðkomandi
gjaldmiöla er skráð. Þessi leikur sér-
fræðinga The Economist er í sam-
ræmi við þá kenningu að skráð gengi
gjaldmiðla tveggja landa leiti að jafn-
vægi til lengri tíma þannig að hægt
sé að kaupa sömu vörur og þjónustu
fyrir sömu upphæð í báðum löndun-
um. Samkvæmt hamborgaraaðferð
The Economist er krónan 188 prósent-
um of hátt skráð. Það þyrfti því að
fella gengi hennar um 65 prósent til
þess að krónan yrði í jafnvægi gagn-
vart BandaríkjadoUar.
Sömu vöru fyrir
sama verð
Aðferð sérfræðinga The Economist
felst í því aö þeir könnuðu verð á
hamborgurum í ýmsum löndum.
Hamborgararnir skyldu vera sem
líkastir „Big-Mac“ sem MacDonald-
keðjan býður upp á. Til viðmiðunar
höfðu þeir verð á „Big-Mac“ í Banda-
ríkjunum. Með því að bera verð á
hamborgurum í viðkomandi löndum
saman viö verðið í Bandaríkjunum
fengu þeir „hamborgaragengi“ við-
komandi gjaldmiðils. Að lokum báru
þeir saman „hamborgaragengið" og
skráð gengi viðkomandi gjaldmiðils.
Mismunurinn þar á milh gefur til
kynna hversu mikið jafnvægi er á
milU gjaldmiðils viðkomandi lands
og Bandaríkjadollars.
Þessi aöferð er í fullu samræmi við
viðurkenndar hagfræðikenningar.
Það eru hins vegar oftast fjölmargar
vöru- og þjónustutegundir í körfunni
sem notuð er til þess að bera saman
verðlag landa. í körfu The Economist
var bara einn hamborgari.
Júgóslavar þurfa að
hækka gengi dinarsins
Ódýrastir voru hamborgararnir í
Júgóslavíu. Þar kostar hamborgari,
líkur „Big-Mac“, 7.000 dinara eða um
41 krónu. Þar sem „Big-Mac“ kostar
um 2,02 dollara í Bandaríkjunum er
„hamborgaragengi“ dollarsins í
Júgóslavíu 3.465 dinarar. Skráð
gengi segir hins vegar að í hveijum
dollar sé 9.001 dinar. Júgóslavar
þurfa því að lækka söluverð á Banda-
ríkjadollar um 61 prósent. Til þess
þyrftu þeir að hækka gengi dinarsins
um 160 prósent.
Önnur lönd, sem eru með gjald-
miðla sína of lágt skráða samkvæmt
„hamborgaragenginu" í The Ec-
onomist, eru Hong Kong, Singapore,
Ástralía, írland og Kanada.
Það land sem var með gengi síns
gjaldmiðils hæst skráð miðað við
Gengi gjaldmiðla
miðað við hamborgaragengi
„hamborgaragengi" í úttekt The Ec-
onomist var Suður-Kórea. Þar kost-
aði hamborgarinn 3,60 dollara eða
um 188 krónur. Suður-Kóreubúar
þurfa samkvæmt þessu að fella geng
síns gjaldmiðils um 44 prósent ti
þess að ná jafnvægi gagnvart doll
ar.
Menntamálaráðuneytið:
Framhaldsskólunum óheimilt að
mismuna nemendum við innritun
- engu skiptir hvort nemendur hafa þreytt samræmd próf eða ekki
Eins og skýrt var frá í DV í gær
hefur menntamálaráðuneytið lagt
það í sjálfsvald skólastjóra hvort
þeir nota það úr samræmdu próf-
unum sem þeir geta, notast við
skólapróf eða engin próf veröa tek-
in, vegna verkfalls kennara. Og til
að taka af öll tvímæli hefur ráðu-
neytið geflð út reglugerö, sem
byggist á grunnskólalögunum,
vegna þessa. Þegar kennaraverk-
fallinu lýkur verða teknar upp við-
ræður viö skólastjóra, kennara og
fræðslustjóra um skólalok 9. bekkj-
ar. Ráðuneytiö leggur sarat áherslu
á aö nemendur 9. bekkjar eigi rétt
á aö útskrifast í vor og veröur séð
til þess að svo verði.
í tilkynningu frá menntamála-
ráðuneytinu í gær segir ennfremur
aö samicvæmt lögum sé framhalds-
skólum óheimilt að mismuna nem-
endum á nokkum hátt við innrit-
un. Skiptir þá engu máli hvort
skráð er á prófskírteini að nemend-
ur hafi þreytt próf sem áttu að vera
samræmd eða ekki. Menntamála-
ráöuneytið segist munu fylgjast
grannt með því að engin mismun-
un eigi sér stað viö innritun í fram-
haldsskólana.
Það sem átt er við með mismunun
við innritun er aö sumir skólar
hafa valið til sín nemendur eftir
einkunnum þegar færri komast að
en vilja. Þaö fylgir ekki með í til-
kynningu menntamálaráöuneytis-
ins hvernig yfirfullir skólar eiga
að fara að þegar fleiri nemendur
sækja um en pláss er fyrir í skólan-
um.
S.dór
Miss Wonderland í Taiwan:
íslensk stúlka
í 6.-10. sæti
Guðrún Margrét Hannesdóttir,
sem varð þriðja í fegurðarsam-
keppni íslands í fyrra, náði sæti í
undanúrshtum í Miss Wonder-
land-keppninni sem lauk á Taiwan
í gær. 74 keppendur frá flestum
löndum heims tóku þátt í keppn-
inni en aðeins 10 komust í undan-
úrsht. Því er árangur Guðrúnar
Margrétar mjög glæsilegur.
Var þetta í annað skipti sem þessi
keppni er haldin. í fyrra var íslensk
stúlka einnig meöal 10 efstu. Sigur-
vegari í ár var stúlka frá Banda-
ríkjunum. Á eftir henni komu
stúlkur frá Mexíkó, Perú, Spáni og
Svíþjóð.
Þeim stúlkum, sem lenda í efstu
sætum íslandskeppninnar, á eftir
fyrsta sætinu, er gefinn kostur á
að taka þátt í keppni víðs vegar um
heiminn. Guðrún Margrét var full-
trúi íslands í þessari keppni. í dag
heldur síðasta stúlkan úr íslands-
keppninni 1988 utan til keppni. Þaö
er Guöbjörg Gissurardóttir sem
heldur til Mexíkó th að taka þátt í
keppni um titihnn ungfrú alheim-
ur, Miss Universe. Fara úrslit í
þeirri keppni fram 23. maí.
-hlh
Guðrún Margrét Hannesdóttir
komst i undanúrslit í Miss Wonder-
land-keppninni á Taiwan í fyrra-
dag. Hún varö þriðja i keppninni
um titilinn fegurðardrottning is-
lands í fyrra.
Undanþága til slátrunar á kjúklingum:
„Framleiðslan eyöilegðist ef við
fengjum ekki undanþágu til slátrun-
ar. Ef dregst að slátra eftir að kjúkl-
ingarnir hafa náð kjörþyngd, sem er
um eitt kíló, þyngjast þeir mjög hratt
þannig að plássleysi verður í búrun-
um. Þaö hefur komið dýralæknir á
staðinn þegar við höfum þurft að
slátra. Slátrun hefur dregist mest í
þrfá daga síðan verkfallið hjá dýra-
læknum hófst. Þaö er ekki veriö að
slátra vegna bóndans heldur ráða
dýraverndunarsjónarmið því að gef-
in er undanþága til slátrunar," sagði
Magnús Gamalíelsson, fram-
kvæmdastjóri hjá ísfugli, í samtah
við DV.
ísfugl slátrar fugli frá tíu búum,
um tvö þúsund kjúklingum á dag.
Segist Magnús vera ánægður með
samvinnuna við dýralæknana.
Hjá Reykjagörðum á Hellu var tek-
iö undir ánægju Magnúsar. Þar var
sagt að dýralæknir kæmi í eftirlit á
búin til að meta stærð fuglanna og
þörfina á slátrun. Þyrfti reyndar að
sækja um undanþágu fyrir hveija
slátrun þar sem undanþága fengist
ekki til langs tíma í senn.
-hlh
Hellsuvemdarstööin:
Meiri eftirspurn eftir heimahjúkrun
„Það er óhætt að segja aö það er
meiri eftirspurn eftir heimahjúkrun
nú en vanalega. Annars kemur eftir-
spurnin oft í bylgjum. Ég hef ekki
tekið þetta sérstaklega saman og því
er erfitt aö fullyrða að verkfalhð á
ríkisspítölunum valdi þessari auknu
eftirspurn núna þótt ýmislegt bendi
til þess. Fólk er útskrifað og sent
heim af ríkisspítölunum eins fljótt
og hægt er meöan verkfalhð varir,“
sagði Marta Pálsdóttir, deildarstjóri
hjá heimahjúkrunardeild Heilsu-
verndarstöðvarinnar, við DV.
„Það vantar mannskap til að fara
heim til fólks og því getum viö ekki
bætt við okkur heimsóknum. Það er
biðhsti eftir heimahjúkrun eins og
svo oft. Við fórum í heimsóknir til
að meta þörfina í hverju einstöku
tilfelli og hvað hægt er að bjóða upp
á. Síðan er gengið á röðina sam-
kvæmt því mati.“
Um 40 hjúkrunarfræðingar vinna
viö heimahjúkrun á vöktum. Þar af
er um helmingur á morgunvöktum.
-hlh
„Allt inni í myndinni ef
menn ná saman um málefni“
- segir Stefán Valgeirsson
Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyii:
„Það er allt inni í myndinni ef sam-
staöa næst um málefnin," segir Stef-
án Valgeirsson alþingismaður en í
gærkvöldi hófst fundur Samtaka um
jafnrétti og félagshyggju þar sem
m.a. átti aö ræða möguleika á víð-
tæku framboði í næstu alþingiskosn-
ingum.
„Við ætlum aö leggja fram drög að
stefnu í sem flestum málaflokkum á
þessum fundi meö þaö í huga að
ræða við bæði samtök og einstakl-
inga um framboð í næstu kosningum
um allt land,“ sagði Stefán.