Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Side 6
6 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989. Útlönd íran-kontra hneyksliö: Kviðdómur íhugar Kviðdómur í íran-kontra vopnasöluréttarhöldunum í Bandaríkjunum dró sig í hlé í gær til aö íhuga úrskurö sinn. Fyrir rétti er Oliver North, fyrrum starfsmaöur í þjúöaröryggisráði Bandaríkjatörseta, en hann er ákærður um 12 brot vegna aöild- ar sinnar aö sölu vopna til írans. Kviðdómur, níu konur og þrír karlar, þarf aö ígrunda hvorki meira né minna en 300 sönnunar- gögn og vitnisburð 48 vitna. Rétt- arhöldin stóðu átta vikur. Á fimmtudag, áður en k viðdóm- endur drógu sig í hlé, lagði dóm- arinn þeim reglumar Hann gróf undan þeirri vörn Norths að sá síðamefndi hefði eingöngu verið að hlýða skipunum yfirboðara sinna í vopnasölumálinu. Dómar- inn sagði að enginn ráðamanna landsins, þar með talinn forset- inn, hefði lagalegan rétt til að fara fram á að nokkur maður bryti lög landsins. Verði North fundinn sekur á hann yfir höfði sér 60 ára fangels- isdóm og 3 milljóna dollara sekt. Yfirvöid í ísrael ásaka SÞ um hræsni Yfirvöld í ísrael ásökuðu í gær Sameinuðu þjóðimar um hræsni í kjölfar fordæmingar allsherjar- þingsins á fimmtudag á aðgerðir og stefnu ísraela á herteknu svæðunum. í tilkynningu utanríkisráðu- neytisins í íran segir: „AUsherj- arþingið kýs alfariö að hunsa þau fjöldamorð sem eiga sér stað í Libanon." Allherjarþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að for- dæma aögerðir ísraela, með 129 atkvæðum gegn 2, og fór fram á við Öryggisráðið aö þaö íhugaði aðgerðir til að vemda rúmlega l miRjón Palestinumanna á her- teknu svæðunum. Róstur þar hafa nú staðið í 16 mánuði og orðið 442 Palestínumönnum og 17 ísraelum aö fjörtjóni. I>á sagði í yfirlýsingunni að Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, myndi áfram þrýsta á að fá samþykkta tiiiögu sína um kosningar á herteknu svæðunum. Margir leiöogar Pa- lestínumanna hafa hafnað tillögu um kosningar á meðan ísraelskur her er á svæöinu. Hosni Mubar- ak, forseti Egyptalands, sagöi í viðtali við dagblað í Egyptalandi að friður virtist óhugsandi í ísra- el á meðan Shamir væri við völd og kvaðst styðja kröfur Palest- ínumanna um brottflutning ísra- elskra hermanna. Shamir hefur enn ekki bmgöist við orðum Mubaraks. Haglél verða 87 að bana Gífúrlega öflugur haglstormur í suðvesturhluta Kína varö a.m.k. 87 aö bana og slasaði rúmlega 4.000 á fimmtudagsmorgun sam- kvæmt frétt kínversku fréttastof- unnar. Stormurinn eyðilagði fjölda húsa í 10 borgum og hverfum er hann gekk yfir hiö þéttbýla Sic- huan-hérað. Veðurofsinn varaði fimm klukkustundir. í borginni Luzhou skemmdust 90 hús meira eöa minna. Á sum- um fuku þökin af. í úthverfl borg- arinnar eyðilögöust 70 prósent húsnæöis. Taliö er að skemmdir i Luzhou nemi að minnsta kosti 40 miUjónum dollara. Reuter Flett ofan af víð- tæku njósnaneti - segir íranska fréttastofan Mikill órói er nú i irönskum stjórnmálum. Leiðtogi írana, Ayatollah Kho- meini, er orðinn 86 ára gamall og enginn ákveðinn eftirmaður virðist í augsýn. Teikning Lurie íranskir embættismenn tilkynntu í gær að þeir hefðu flett ofan af víð- tæku njósnasamsæri Bandaríkjanna í íranska hemum. Samkvæmt frétt- um Irna, hinnar opinberu fréttastofu í íran, sagði Ali Akbar Hashemi Rafs- anjani, forseti þingsins, að njósnarar í hemum á vegum bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, hefðu verið handteknir og yfirheyrðir. Hann sagði aö nokkrir hinna meintu njósn- ara hefðu játað. í fréttinni sagði að Rafsanjani hefði tilkynnt um þessa uppgötvun við trú- arathöfn í Teheran þar sem áheyr- endur hefðu krafist dauðadóms yfir njósnurunum. Rafsanjani sagði að Bandaríkja- menn hefðu komið njósnurum fyrir í innsta hring hersins alveg frá árinu 1979 þegar íranska byltingin átti sér stað. Rafsanjani sagði að Bandaríkja- menn þjálfuðu írani til að njósna um land sitt og þjóö og greiddu þeim 500-1500 dollara fyrir á mánuði. Að sögn Rafsanjani, sem einnig er yfirmaöur íranska hersins, tilkynntu njósnaramir yfirvöldum í Banda- ríkjunum um ferðir og aðgerðir ír- anskra skipa á þeim tíma er írönsk og bandarísk skip áttust viö á Persa- flóa. Hann sagði einnig aö nokkrir hinna meintu njósnara hefðu snúist á sveif með írönum og unnið sem gagnnjósnarar. Heimildarmenn í íran segja að a.m.k. þrír háttsetttir menn í hernum hafi verið teknir af lífi og aðrir hand- teknir fyrir meint samsæri gegn stjómvöldum. Ekki var tilkynnt um fjölda þeirra sem handteknir vom. Tilkynning Rafsanjanis kemur á tíma mikils óróa á stjómmálasviðinu í íran. Fréttaskýrendur segja að harðskeytt valdabarátta eigi sér nú stað í landinu þar sem enginn ákveð- inn stjómmálamaður sé viöurkennd- ur sem eftirmaður hins aldna trúar- leiðtoga írana, Ayatollah Khomeini. Reuter Þúsundir söfnuðust saman í hjarta Peking til að minnast Hu Yaobang. Simamynd Reuter Kinverskir námsmenn skoða veggspjöld til minningar um Hu Yaobang, fyrr- um leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins. Simamynd Reuter miðju torginu. Á það voru letruð, í blóði að sögn margra námsmanna, lofsyrði um Hu. Yfirvöld vöruðu námsmenn við frekari mótmælum og sögðu dagblöð stjórnarinnar að stjómvöld hefðu enn sem komið er sýnt þolinmæði. Lögregla hefur hingaö til ekki skipt sér mikið af mótmælagöngum náms- manna fyrir utan atvik er átti sér stað á miðvikudagskvöld þegar lög- reglumenn börðu á námsmönnum er voru að mótmæla fyrir utan höf- uðstöðvar kommúnistaflokksins. Þessi mótmæli eru þau mestu í Kína síðan árið 1976. Það ár söfnuð- ust þúsundir saman á Tiananmen- torginu til aö minnast Chou En-lai. Minningarathöfnin snerist upp í mótmælagöngu og margir létu lífið þegar öryggissveitir skárust í leik- inn. Yfirvöld hafa tilkynnt að torgið og næsta nágrenni verði lokað af í dag í tilefni jarðarfararinnar. Reuter jarðsettur Mótmæli kínverskra námsmanna gegn stjómvöldum héldu áfram í gær, fimmta daginn í röð. í dag verð- ur Hu Yaobang, fyrrum leiðtogi kín- verska kommúnistaflokksins, bor- inn til grafar og má búast við að fjöldi fólks verði viðstaddur. Þúsundir námsmanna, bæði í Pek- ing og öðrum borgum, sem og al- mennir borgarar, söfnuðust saman á miðju Tiananmen torginu í hjarta höfuðborgarinnar í gær til að minn- ast Hu. Hu, sem lést fyrir viku, var neyddur til að segja af sér fyrir tveimur árum vegna þess að hann leyfði „útbreiðslu vestrænna stjórn- málaskoðana.“ Veggspjald var lagt að fótstalli minnismerkis um hetjur fólksins á Hu Yaobang í dag Bjórinn vinsæll í Japan Japanir kunna að meta sinn bjór ef marka má nýjustu tölur um áfengisneyslu þar i landi. í fyrra drakk hver fullorðinn Jap- ani 95 lítra af áfengi að meðaltali samkvæmt niðurstöðum opin- berrar skýrslu um þau mál og rekja menn það aö mestu til sí- vaxandi vinsælda bjórs. Heildameysla áfengis i Japan árið 1988 nam 8,45 milljörðum lítra og er það 5,9 prósent aukning frá árinu 1987. Bjór nemur 70 pró- sentum af heildarsölunni. Fréttir af áfengisneyslu Japana gefa til kynna að meöalneysla þar í landi sé hærri en í Bandaríkjun- um en lægri en í Frakklandi. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 13-15 Vb.Ab,- Lb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 11-17 Vb 6mán. uppsögn 11-19 Vb 12mán.uppsögn 11-14,5 Ab 18mán. uppsögn 26 Ib Tékkareikningar, alm. 2-8 Vb Sértékkareikningar 3-17 Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán. uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb Innlán með sérkjörum 24 Bb.Vb,- Ab Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 8,5-9 Ib.Vb Sterlingspund 11,5-12 Sb.Ab Vestur-þýsk mörk 4,75-5,5 Sb.Ab Danskarkrónur 6,75-7,25 Bb.Sp,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 24,5-27 Úb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 24-29,5 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 27-31 Úb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,25-8,5 Bb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 20-29,5 Úb SDR 10 Allir Bandarikjadalir 11,75 Allir Sterlingspund 14,5 Allir Vestur-þýsk mörk 7,75-8 3,5 Úb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 33,6 MEÐALVEXTIR Cverötr. april 89 20,9 Verðtr. april 89 8.1 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala april 2394 stig Byggingavísitala mars 435stig Byggingavísitalamars 136,1 stig Húsaleiguvisitala 1,25% hækkun 1. aprll VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,738 Einingabréf 2 2,086 Einingabréf 3 2,444 Skammtímabréf 1,292 Lífeyrisbréf 1,880 Gengisbréf 1,667 Kjarabréf 3,722 Markbréf 1,976 Tekjubréf 1,644 Skyndibréf 1,134 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1,796 Sjóðsbréf 2 1.473 Sjóðsbréf 3 1,271 Sjóðsbréf 4 1,044 Vaxtasjóösbréf 1.2484 HLUTABRÉF Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv • Sjóvá-Almennar hf. 138 kr. Eimskip 400 kr. Flugleiðir 292 kr. Hampiðjan 157 kr. Hlutabréfasjóður 153 kr. Iðnaðarbankinn 179 kr. Skagstrendingur hf. 226 kr. Útvegsbankinn hf. 137 kr. Verslunarbankinn 152 kr. Tollvörugeymslan hf. 132 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Llb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.