Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Qupperneq 12
12
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989.
Erlendbóksjá
Wexford
í aldar-
fjórðung
Wexford lögregluforingi er tutt-
ugu og fimm ára um þessar
mundir.
Hann kom í heiminn í From
Doon with Death árið 1964, en svo
hét fyrsta spennusaga breska rit-
höfundarins Ruth Rendell. Marg-
ir hafa kynnst \yexford, sem á
ættir að rekja til Maigrets og Fred
Fellows, á þessum aldarflórð-
ungi, nú síðast í sjónvarpi. íslend-
ingar hafa þannig getað fylgst
með honum síðustu vikumar í
sjónvarpsmyndaflokki sem gerð-
ur var eftir sögunni A Guilty
Thing Surprised.
Ruth Rendell hefur lifað fyrir
að skrifa og lesa þessi tuttugu og
fimm ár sem liðin eru frá útgáfu
fyrstu bókarinnar.
Hún segist hafa byrjað á Wex-
ford-sögunum vegna þess aö þær
sögur hafi forleggjarar fengist til
að gefa út. Hún hafi hins vegar
alltaf haft áhuga á að skrifa ann-
ars konar bækur. Þegar hún var
orðin þekkt sem rithöfundur gat
hún leyft sér að semja þær sögur
sem hana langaði mest til að
skrifa í trausti þess að allt sem
hún sendi frá sér yrði gefið út og
myndi seljast vel.
Auk spennusagnanna um Wex-
ford skrifar Rendell undir eigin
nafni átakasögur þar sem sterkar
tilfmningar, ekki síst kynferðis-
legs eðlis, ráða ríkjum.
Barbara Vine
Fyrir nokkrum árum hóf hún
svo að gefa út skáldsögur undir
nafninu Barbara Vine. Þær eru
að vísu spennusögur en með allt
öðrum hætti en þær sögur sem
hún gefur út undir eigin nafni.
Þrjár skáldsögur Barböru Vine
hafa þannig ekki aöeins selst
mjög vel heldur einnig fengið al-
menna viðurkenningu gagnrýn-
enda sem bókmenntaverk.
Rendell segir að fyrstu Vine-
skáldsöguna hafi hún verið meö
í smíðum í ein fimmtán ár. Sú
saga hafi alls ekki fallið að þeirri
ímynd sem lesendur hefðu af
bókum eftir Ruth Rendell. Því
hafi hún búið til höfundarheiti
úr öðru skímarnafni sínu og ætt-
amafni ömmu sinnar.
Rendell býr með fjölskyldu
sinni á sveitasetri í Suffolk. Hún
kveðst nota allan daginn til að
skrifa og lesa. Dagurinn byijar
og endar með bók í hendi enda
les hún að meðaltali fimm bækur
á viku. Auk þess skrifar hún
bæði fyrir og eftir hádegi.
„Ég er að lesa þegar ég er ekki
að skrifa," segir hún í nýlegu viö-
tali. „Mér hggur við að segja:
hvað annað er hægt að gera?“
Ýmsar skáldsögur eftir Ruth
Rendell/Barböru Vineæru til sölu
í pappírskiljum í bókaverslunum
hérlendis.
Ást Fassbinders var
kaldari en dauðinn
Á síðustu tveimur áratugum eða svo
hefur vestur-þýsk kvikmyndagerð
vakið verulega athygli meðal áhuga-
manna heima fyrir og í öðrum Evr-
ópulöndum. Allmargir leikstjórar
hafa gert forvitnilegar kvikmyndir
þótt flestar þeirri hafi að vísu náð
lítilli útbreiðslu utan Evrópu.
Rainer Werner Fassbinder var af-
kastamestur þessara vestur-þýsku
kvikmyndaleikstjóra. Þegar hann
lést árið 1982, þrjátíu og níu ára að
aldri, hafði hann leikstýrt um fjöru-
tíu myndum. Á þrettán ára tímabili
gerði hann að meðaltali eina kvik-
mynd á eitt hundrað daga fresti.
Robert Katz og Peter Berling
þekktu Fassbinder og áttu við hann
samstarf. Katz ákvað fljótlega eftir
andlát þýska leikstjórans að rita
ævisögu hans og ræddi í því skyni
ítarlega við flesta þá sem höfðu um-
gengist Fassbinder mest og þekktu
hann best. Árangurinn er hreinskilin
frásögn af ógeðfelldum manni sem
misnotaði vald sitt yfir öðrum og
eyðilagði loks sjálfan sig á hömlu-
lausri ofneyslu fíkniefna.
Kaldir æskudagar
Fassbinder bjó sér gjarnan mynd-
efni úr persónulegri reynslu sinni
sem var oft á tíðum óskemmtileg.
Hann fæddist árið 1945, þegar
Þýskaland var í rúst eftir heimsstyrj-
öldina síðari. Foreldrar hans skildu
þegar hann var sex ára. Æsku- og
unglingsárin bjó hann því hjá móður
sinni í íbúð við helstu gleðigötu
Munchenborgar. Á þessum köldu
æskudögum vandist hann lífsháttum
karla og kvenna sem lifðu af því að
selja líkama sinn. Helstu vinir hans
voru meðal „öreiganna“ - vændis-
kvenna, melludólga og erlendra
verkamanna sem unnu skítverkin
fyrir Þjóöveija.
Fimmtán ára aö aldri komst Fass-
binder að því að hann væri hommi.
Hann fór að sækja samkomustaði
þeirra, eignaöist þar brátt vin - þann
fyrsta af mörgum - og hjálpaði hon-
um að selja sig. Vændi var honum
jafneðlilegt og að drekka bjór.
Þráin til að tjá sig
Þótt skólaganga væri af skornum
skammti fann Fassbinder á ungl-
ingsárum sterka þrá til að tjá sig.
Þegar komið var fram á miðjan sjötta
áratuginn orti hann ljóð, samdi leik-
rit og smásögur og innritaðist í leik-
listarskóla.
Um líkt leyti fékk hann áhuga fyrir
kvikmyndagerð en hin svokallaða
þýska kvikmyndanýbylgja var þá að
rísa. Þegar Fassbinder eignaðist vin,
sem átti peninga á banka, greip hann
tækifærið og fékk hann til að leggja
peningana í stutta kvikmynd.
Fassbinder komst síðan í samband
við leikara í utangarðsleikhúsi í
Munchen. Þótt hann væri ekki mik-
ill fyrir mann að sjá, feitur og ljótur,
varð hann brátt sjálfskipaður foringi
þess hóps sem næstu árin var eins
konar hirð Fassbinders. Vopn hans
til að halda hirðinni kringum sig
voru bæöi persónuleg og fjárhagsleg.
Þeir sem héldu tryggð við hann og
sættu sig við óblíða meðferð af hálfu
foringjans gátu vænst þess að fá
vinnu við kvikmyndir sem Fass-
binder gerði upp frá því nánast á
færibandi.
En Fassbinder var kröfuharður á
vináttu og tryggð hirðmanna sinna,
karla jafnt sem kvenna, eins og ljós-
lega kemur fram í frásögnum margra
þeirra. Ást hans gat verið harla köld,
já, kaldari en dauðinn, svo vitnað sé
til nafns á einni af fyrstu kvikmynd-
um Fassbinders og þessari ævisögu.
Katz og Berling draga þar ekkert
undar og eru ýmsar lýsinganna
ófagrar. Fassbinder er sýnilega enn
eitt dæmið um áhugaveröan lista-
mann sem var persónulega afar
ógeðfelldur maður. Og hann notaði
kvikmyndagerð sína meðal annars
til þess að halda hirð kringum sig og
hindra að hann sæti eftir einn og
yfirgefinn.
Eiturlyfjasjúklingur
Fassbinder tókst að gera margar
áhugaverðar kvikmyndir og heföi
vafalaust getað haldið því áfram
lengi enn hefði hann ekki fallið fyrir
sterkum fíkniefnum.
Hann ánetjaðist kókaíni svo ræki-
lega að síðustu árin snerist líf hans
öðru fremur um að afla nægra pen-
inga fyrir eitrinu. Hann sökk dýpra
og dýpra og undir lokin virðist hann
hafa áttað sig á því sjálfur hvert
stefndi. Skömmu áður en Fassbinder
lést af of stórum skammti af eitri var
hann farinn að tala um það við félaga
sína að dagar sínir væru taldir, aö
hann myndi deyja ungur.
Þessi ævisaga Fassbinders virðist
unnin af samviskusemi og hrein-
skilni. Hún varpar ljósi á persónu-
leika Fassbinders, umhverfi hans og
aðstæður. Þar sem líf hans og verk
tvinnast nánar saman en hjá flestum
öðrum kvikmyndahöfunóum veiiir
ævisaga hans um leið gleggri innsýn
í verk hans.
LOVE IS COLDER THAN DEATH.
Höfundar: Robert Katz og Peter Berl-
ing. Paladin Books, 1989.
Metsölubækur
Bretland
Söluhœstu Mljurnar:
1. Jilly Coopor:
RIVALS.
2. Ðen Elton:
STARK.
3. Catherine Cookson:
THE COLTUREO HANDMAIOEN.
4. Robert Ludlum:
THE tCARUS AGENDA.
5. Nikolal Tolstoy:
THE COMING OF THE KING.
6. Ellfs Peters:
THE CONFESSION OF BROTHER
7. Ruth Rendetl:
THE VEILED ONE.
8. Tom Wolfe:
THE BONFIRE OF THE VANITIES.
HALUIN.
9. Barbara Taylor Bradlord:
VOICE OF THE HEART.
10. Stephen Donaldson:
A MAN RIDES THROUGH.
Rtt almenns eðlís:
1. Rosemary Conley:
COMPLETE HIP & THIGH DIET.
2. Callan Plnckney:
CALLANETICS.
3. Barry Lynch:
THE BBC DIET.
4. Michael Jackson:
MOONWALK.
5. HISTORIC HOUSES, CASTLES AND
GARDENS.
6. Elkington & Haites:
THE GREEN CONSUMER GUIDE.
7. Barry Lunch:
BBC HEALTH CHECK.
8. Madhur Jaffrey:
FAR EASTERN COOKERY.
9. Judith Wllls:
THE JUNK FOOD DIET,
10. Les Stocker:
SOMETHING IN A CARDBOARD
BOX.
(Byggt á The Sunday Tlme*)
Bandaríkin
Metsöluklfjur:
1. Robert Ludlum:
THE ICARUS AGENDA.
2. Rosamunde Pilcher
THE SHELL SEEKERS.
3. Fern Mlchaels:
TEXAS FURY.
4. Larry McMurtry:
LONESOME DOVE.
5. Judith Michael:
INHERITANCE.
6. Cynthia Freeman:
THE LAST PRINCESS.
7. Belva Plaln:
TAPESTRY.
8. Olck Francls;
HOT MONEY.
9. Tom Wolfe:
BONFIRE OF THE VANITIES.
10. Dale Brown:
SILVER TOWER.
11. Isaac Asimow:
PRELUDE TO FOUNDATION.
12. Edward Stewart:
PRIVILEGED LIVES.
13. Glorla Naylor:
THE WOMEN OF BREWSTER
PLACE.
14. Judith McNaught:
A KINGDOM OF DREAMS.
15. Piers Anthony:
ROBOTS ADEPT.
Rit almertn8 eðlis:
1. Roxanne Pulitzer:
THE PRIZE PULITZER.
2. Ðernie S. Siegel:
LOVE, MEDICINE & MIRACLES.
3. M. Scott Peck:
THE ROAD USS TRAVELED.
4. James Gleick:
CHAOS.
5. D.J. Trump/T. Schwartz:
TRUMP: THE ART OF THE
DEAL.
6. Joseph Campbeli, Bill Moyers:
THE POWER OF MYTH.
7. Tom Peters:
THRIVING ON CHAOS.
8. Gwenda Blair:
ALMOST GOLDEN.
9. Joseph Campbell:
THE HERO WITH A THOUSAND
FACES.
10. James M. McPherson:
BATTLE CRY FOR FREEDOM.
11. Jerry Bledsoe:
BITTER BLOOD.
(Byggt á Now York Tlmo» Book floview)
Danmörk
Metsöluklljur:
1. Sue Townsend:
ADRIAN MOLE HAR VOKSE-
VÆRK. (-).
2. Isabel Allende:
ÁNDERNES HUS. (2).
3. Jean M. Auel:
HULEBJORNENS KLAN. (3).
4. Jean M. Auel:
HESTENES DAL. (5).
5. Fay Weldon:
SHRAPNEL AKADEMIET. (1).
6. Jean M. Auel:
MAMMUTJ/EGERENE. (4).
7. Mllan Kundera:
TILVÆRELSENS ULIDELIQE
LETHED. (-).
8. Reglne Delorges:
PIGEN MED DEN BLÁ CYKEL.
(8).
9. Pat Conroy:
SAWANNAH. (10).
10. Klaus Rlfbjerg:
FALSK FORAR. (7).
(Tölur Innan svloa lákna röð bökar vlkuna
á undan. Byggl á Pollilken Sondag)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
Njósnir og
stjömustríð
í nýjustu spennusögu Tom
Clancy, sem líklega er þekktastur
fyrir söguna um for sovéska kaf-
bátsins Rauða október til Banda-
ríkjanna, er tekist á um stjörnu-
stríðstilraunir í austri og vestri.
Sovéskir vísindamenn eru
komnir langt áleiðis með að ná
tökum á þeirri leysitækni sem
gerir eyðingu eldflauga og gervi-
tungla úti í geimnum mögulega.
Háttsettur sovéskur embætt-
ismaður, sem hefur njósnað fyrir
Bandaríkjamenn í þrjá áratugi
og ber dulnefnið Kardínálinn,
reynir að koma nýjustu upplýs-
ingum um stjörnustríðstækni
Rússa til bandarísku leyniþjón-
ustunnar en setur sjálfan sig um
leiö í mikla hættu. Söguhetjan í
spennubókum Clancys, leyni-
þjónustumaðurinn Ryan, kemur
þá að sjálfsögðu til bjargar.
Sem fyrr blandar Clancy saman
tiltölulega hefðbundinni njósna-
sögu og tæknilegum fróðleik, og
tekst það ágætlega.
THE CARDINAL OF THE
KREMLIN.
Höfundur: Tom Clancy.
Berkley Books, 1989.
Jctihi/ h'íarx - Mary Uvingstime ■ Emtm Daririn
Konurnar í
skugganum
Ha? Var David Livingstone
kvæntur?
Já, svo sannarlega. Og kona
hans, Mary, helgaði líf sitt trú-
boðsstarfinu af engu minni fórn-
fýsi en Livingstone sjálfur.
En nafn hennar er sjaldan nefnt
þegar íjallað er um afrek Livings-
tones í Afríku. Þó mátti hún þola
engu minni raunir þar en eigin-
maðurinn - já, jafnvel enn meiri
því stundum var hún vanfær á
ferðum sínum um eyðimerkur og
frumskóga Afríku. Og þar bar
hún að lokum bein sín.
Edna Healey, eiginkona Denis
Healey, sem eitt sinn var vamar-
málaráðherra Bretlands, íjallar
um ævi þriggja kvenna sem horf-
ið hafa í skugga frægra eigin-
manna sinna í bókinni „Wives of
Fame“. Auk Mary Livingstone
era það Jenny Marx, eiginkona
„föðurs“ kommúnismans, og
Emma Darwin sem var gift höf-
undi þróunarkenningarinnar.
Þessar konur eiga það allar
sameiginlegt að hafa mátt þola
margt misjafnt vegna sambúðar
sinnar viö eiginmenn sem allir
kepptu aö ákveðnu marki, létu
það ganga fyrir öllu öðru og urðu
að lokum frægir fyrir verk sín án
þess aö hlutar kvennanna væri
að nokkru getið. Það er tímabært
að draga þær út úr skugganum.
WIVES OF FAME.
Höfundur: Edna Healey.
New English Library, 1988.