Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Side 16
16 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989. Helgi Óskarsson hefur lengst um 40 sm Lokameð - ferðin er hafin Helgi Óskarsson var mikið í frétt- um fyrir sex árum en ári áður fór hann i fyrsta skipti til Síberíu í leng- ingu hjá sérfræðingnum Ilizarov sem heimsfrægur er fyrir störf sín. Helgi er ennþá hjá Ilizarov en nú er hann að ganga í gegnum lokameðhöndlun. Það er lenging á handleggjum. Helgi á von á að útskrifast frá sjúkrahús- inu fljótlega á næsta ári. Ef taldir eru Allt niður í átta ára börn eru á sjúkrahúsinu í Kurgan. Hér er Óskar Einarsson, faðir Helga, að aðstoða við þjálfunina á lítilli telpu. saman þeir mánuðir, sem Helgi hefur dvalið á sjúkrahúsinu hjá Ilizarov, eru þeir orðnir að þremur og hálfu ári. Þegar Helgi fór fyrst til Kurgan í Síberíu, þrettán ára gamall, var hann aðeins 114 sm. í fyrstu aðgerðinni var hann lengdur um átján sentímetra. Síðan hefur hann verið lengdur enn meira og í dag er hann 154 sm. Það var fyrir algjöra tilviljun að foreldrar Helga uppgötvuðu sovéska lækninn á sínum tíma. í DV árið 1983 segir móðir Helga, Ingveldur Hösk- uldsdóttir, svo frá: „Eg kaupi alltaf dönsku blöðin en svo var prentara- verkfall í Danmörku haustið 1981. Þá fór ég að kaupa norsk blöð. í einu þeirra, Norsk ukeblad, sá ég grein um þennan lækni. Faðir Helga hafði samband við rússneska sendiráðið. Það skrifaði út og að sex mánuðum liðnum var allt komið í kring.“ Helgi var fyrsti Norðurlandabúinn sem lagðist inn á sjúkrahúsið í Kurg- an. Núna dvelja þar sjúklingar frá flestum löndum, t.d. margir Italir. „Þetta hefur gengið alveg feikilega vel. Helgi er búinn að vera í aðgerð síðan í október og það er lokastigið," sagði faðir hans, Óskar Einarsson, en hann er á förum til Síberíu eftir hálfan mánuð til að aðstoða Helga í lokaslagnum. „Þegar búið er að lengja handlegg- Sovéski læknirinn getur allt, gæti maður haldið. Hér er verið að lengja fingur á litilli stúlku sem hafði misst framan af þeim. ina þarf aðeins að rétta leggina og laga þá til. Óskar segir að drengurinn kvarti ekki þrátt fyrir aö þetta hafi verið honum erfitt. „Hann vill verða eins og við hin. Það er mikill munur fyrir hann að vera nú kominn yfir 150 sentímetra frá því að vera 114 sm. Maður getur sjálfur ímyndað sér hveraig þaö er með þvf að ganga á hnjánum í viku,“ segir Óskar. Faðir Helga hefur verið meö hon- um meira eða minna allan þann tíma sem aðgeröimar hafa staðið í Síber- íu. Óskar og Ingveldur eru skilin og það hefur því verið auðvelt fyrir Óskar að vera langdvölum erlendis. „Þetta hefur veriö mjög þroskandi fyrir mig og ég hef lært mikið á því 'að vera.svona mikið á sjúkrahús- inu,“ segir hann. „Ég hugsa þannig að það sem maður ér að gera daglega og það sem því fylgir, íbúð, bíll og aðrir dauðir hlutir, skiptir engu máh Eins og sjá má er prjónum stungið inn í handlegginn og síðan er teygt á. Helgi fór í aðgerðina í október sl. en býst við að losna við prjónana í lok þessa mánaðar. Þá þarf að rétta fætur hans sem eru lítið eitt bognir. þegar maður hefur kynnst hinu,“ segir Óskar. „Skólanám Helga hefur farið for- görðum enda ekki hægt að gera hvort tveggja í einu. En drengurinn er al- talandi á rússnesku og það getur hann nýtt sér í starfi hér heima þeg- ar að því kemur.“ Óskar segir að hann kunni vel við Rússana. „Þetta er gott fólk sem má vera að því að tala við mann.“ Óskar býr fyrir utan sjúkrahúsið og aðstoð- ar Helga við þjálfun, auk þess sem hann útvegar honum betra fæði en hægt er að fá á sjúkrahúsinu. Á sjúkrahúsinu í Kurgan fara fram alls kyns aðgerðir - ekki bara leng- ingar. Ilizarov hefur einnig stytt fólk, lagað fætur eftir slys og hjálpað fólki sem er með annan fótinn styttri en hinn, svo eitthvað sé nefnt. Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt dvöl Helga en fyrstu aðgerðina þurfti ekki að greiða þar sem sjúkra- húsið gaf hana. Óskar segir að þessar aðgerðir muni gjörbreyta lífi Helga. Nú sér hann fyrir endann á þessari löngu baráttu sem oft hefur verið hrein pína og ákaflega kvalafull. -ELA Hér má sjá hvernig Helgi hefur vaxiö eftir aðgerðirnar frá 114 sm upp í 154., Það er mjög sársaukafullt að bera prjónana í sér og oft þarf að taka á honum stóra sínum til að hafa það af. Helgi hefur því sýnt óvenjulegan styrk í öllu því sem hann hefur mátt þola. Hér eru læknar að skoða röntgenmyndir af handleggjum Helga en þeir hafa alltaf verið ánægðir með framfarir hans. Hér er gömul mynd af þeim feðgunum frá því Helgi fór í aðra aðgerð sína sem var lenging á lærum. Það var erfiðasta aðgerðin og Helgi missti mörg kíló á meðan á henni stóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.