Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989. LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA Vanur lögmaður getur bætt við sig lögfræðistörfum, s.s. málflutningi, samningum, búskiptum, innheimt- um og mati á fasteignum. Upplýsingar í síma 34231. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við grunnskóla Umsóknarfrestur til 5. maí. Skólastjórastöður við Grunnskólann Grímsey og Hvammshlíðarskóla, Akureyri. Stöður grunnskólakennara við Grunnskólann Dalvík, meðal kennslugreina stærðfræði, danska og mynd- mennt, Þelamerkurskóla, kennsla yngri barna, mynd- og handmennt og við Grunnskólann Svalbarðs- strandarhreppi. Umsóknarfrestur um eftirtaldar áður auglýst- ar stöður framlengist til 28. apríl. Norðurlandsumdæmi eystra. Staða skólastjóra við Grunnskólann í Svalbarðs- hreppi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Akureyri, meðal kennslugreina íslenska, danska, enska, stærðfræði, náttúrufræði, hand- og mynd- mennt, tónmennt, íþróttir og sérkennsla. Húsavík, meðal kennslugreina sérkennsla. Ólafsfirði, meðal kennslugreina danska, eðlisfræði og tónmennt. Grímsey, Hrísey, Þórshöfn og við Stórutjarnaskóla. Vestfjarðaumdæmi Staða skólastjóra við Grunnskólann á Flateyri. Stöður sérkennara og grunnskólakennara við Grunn- skólann á Isafirði, meðal kennslugreina heimilis- fræði, mynd- og handmennt. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Bolungarvík, Reykhólaskóla, Barðastrandarhreppi, Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri, Mos- vallahreppi, Flateyri, Suðureyri, Súðavík, Finnboga- staðaskóla, Drangsnesi, Hólmavík, meðal kennslu- greina íþróttir, Broddanesi og Borðeyri. Vesturlandsumdæmi: Staða skólastjóra við Grunnskólann á Hellissandi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Akranesi, meðal kennslugreina náttúrufræði, sér- kennsla og kennsla á bókasafni. Ólafsvík, meðal kennslugreina íþróttir, handmennt, heimilisfræði, tónmennt og sérkennsla. Borgarnesi, meðal kennslugreina heimilisfræði og kennsla á bókasafni. Stykkishólmi, Hellissandi, meðal kennslugreina handmennt og kennsla yngri barna. Grundarfirði, meðal kennslugreina erlend tungumál, handmennt, náttúrufræði og kennsla yngri barna. Við Heiðarskóla, Kleppjárnsreykjaskóla, Laugagerð- isskóla, meðal kennslugreina íþróttir. Við Laugaskóla, meðal kennslugreina íslenska, hand- og myndmennt og íþróttir. Suðurlandsumdæmi: Stöður grunnskólakennara við eftirtalda grunnskóla: Vestmannaeyjum, meðal kennslugreina líffræði, eðl- isfræði, tónmennt og myndmennt. Selfossi, meðal kennslugreina tónmennt, íþróttir og sérkennsla. Hveragerði, meðal kennslugreina handmennt. Hvolsvelli, meðal kennslugreina mynd- og hand- mennt. Hellu, meðal kennslugreina kennsla yngri barna. Þykkvabæ, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn, meðal kennslugreina mynd- og handmennt. Laugalandsskóla, Villingaholtsskóla, Reykholtsskóla og Ljósafossskóla. Menntamálaráðuneytið Mitt áhugamál er hestamennska. Spamaðarhugvekja handa fyrirhyggjulausu fólki Nú eru spamaöartímar eftir aUt bruðlið og sukkið á undanfómum ámm. Og í sjálfu sér er ég ekki algerlega frábitínn sparnaði en engu að síður vildi ég óska að allir vinir mínir og ég sjálfur hefðum getað bruðlað og sukkað pínulítið meira meðan á góðærinu stóö því að eins og einn kunningi minn segir: Það er eins og maöur sé alltaf í koju þá sjaldan góðæri kemur - að minnsta kostí verður maður aldrei var við það - en þegar harðærið skeUur yfir þá er maður ræstín: út með harðri hendi og látinn púla sem aldrei fyrr. Og á spamaðartímum hefur fóUí minni peninga handa á miUi tíl að kaupa sér afþreyingu. Þetta er auð- vitað ekki neitt verulegt vandamál því að vegna aukins vinnuálags hefur fólkið líka minni þörf fyrir aðra afþreyingu en þá að fara heim að sofa. En það er verið að tala um aö spara. TU að geta sparað svo að um munar þarf maður að vera þokka- lega vel stæður. Vel stæð fjölskylda getur á einu augabragði sparaö fleiri hundmð og fimmtíu þúsund á því einu að hætta við að kaupa sér nýjan bU en fátæk fjölskylda getur ekki sparað nema óverulega upphæð á ársgrundvelh með því tU dæmis að hætta að kaupa salemis- pappír og byija að fullnýta dag- blöðin. Ég vona að ég hafi ekki vakið upp neina falskar vonir með þessari grein því að það stóð aldrei tíl að ég gerðist spamaðarráðgjafi. Ég kann tíl dæmis enga leið til þess að breyta einu kUói af togaraýsu í veislumat handa tíu tíl fimmtán manns. Enda hafa flestir fjölmiðlar á sínum snærum ráðagóða ein- stakfinga sem em hafsjór af fróð- leik um það hvemig efnalitlir ein- stakUngar geti Ufaö eins og greifar og barónar. Fyrir örfáum dögum sá ég til dæmis ágæta grein um það hvemig sparsamt fólk getur hlaðið sér var- anlegt útigrill tíl að geta haldið stórar grUlveislur. Galdurinn er bara aö verða sér úti um ókeypis múrsteina úr Sænska frystihúsinu sem var rifiö fyrir allmörgum árum og þá er manni ekkert að van- búnaöi að halda góða veislu. Gallinn á þessu er aðeins sá, hvað mig áhrærir, að mig skorti á sínum tíma fyrirhyggju til að ná mér í bUhlass af múrsteinum úr Sænska frystihúsinu svo að ég þarf senni- lega að bíöa með mína grUlveislu eftir því að Seðlabankinn verði rif- inn. Það er nefiúlega erfitt fyrir fyrir- huggjulausa einstakUnga eins og mig að spara, jafnvel þótt fiölmiðl- amir séu fullir með góð ráð og ábendingar.______________________ Fjölmidlaspjall Þráinn Bertelsson Helst hefur mér dottið í hug að spara með því að hætta að kaupa áskrift að svo sem eins og einum fjölmiðli. Eins og stendur er ég áskrifandi 'að Ríkisútvarpinu. Og af því að þaö er nú eini fjölmiöillinn sem að ein- hveiju leyti er í minni eigu vU ég heldur reyna að efla hag þess fyrir- tækis heldur en hitt. Og þar fyrir utan hef ég aUtaf verið sænúlega ánægður með margt í Útvarpinu. Sjónvarpið hefur verið mér meira áhyggjuefni en ég ætla að bíða og sjá til hvort Sveini Einarssyni tekst ekki að láta innlenda dagskrárgerð á þeim bæ rétta úr kútnum eftir niðurlægingu síðustu ára. Sömuleiðis kaupi ég tvö dagblöð, Þjóðviljann og DV. Þetta er náttúrlega bmðl en það er hægara sagt en gert að draga úr óráðsíunni. Þjóðviljann kaupi ég af ótal ástaeðum sem ég útíistaði í örfáum orðum í greinarstúf í Morgunblað- inu fyrir fáeinum dögum. Og ég treysti mér ekki tíl að setja spam- aðarhnífinn á þann leyniþráð sem hangir mUU mín og Þjóðviljans. En þetta með DV er spuming. Get ég án þess verið? Og ef ekki - þá af hveiju? Þetta em miskunnarlausar spumingar. Enda em sparnaðar- tímar. Og tíl aö komast að niðurstöðu verð ég aö rifja upp af hveiju DV varð fyrir valinu þegar ég ákvað eftir mikla umhugsun að gerast áskrifandi að einhveiju dagblaði tíl viðbótar við ÞjóðvUjann. Einhvem veginn fannst mér Tíminn aldrei koma til greina, þótt ég sé í sjálfu sér ekkert frábitinn því að lesa öðm hveiju lærðar greinar um kýlapest i sauðfé og þaðan af síður hafði ég áhuga á því að gerast áskrifandi að Alþýðu- blaðinu og lái mér hver sem vUl. En ég get alveg viðurkennt að ég var soldið veikur fyrir Morgun- blaðinu. Það var pappírsmagniö sem heiUaði mig og ég varð að minna sjálfan mig á að það væri lesefni sem ég ætiaði að kaupa en ekki svo og svo mörg kUó af pappír á viku. Og þá fóm böndin að berast að DV. Fyrst og fremst vegna þess að ég komst að þeirri niðurstöðu að DV innihéldi meira lesefni um mitt aöaláhugamál heldur en nokkur annar fjölmiðill. ÖU dagblöðin snúast áð verulegu leyti um pólitík og fréttir og þegar ég var að reyna að gera upp á milli þeirra fyrir mig sjálfan prívat og persónulega réð það úrslitum að DV var eina blaðið sem gerði ein- hveija tílraun til að sinna áhuga- máli mínu á sæmUegan hátt. Mitt áhugamál er hestamennska. Þetta er ekki sérlega fmmlegt áhugamál því að lauslega áætlað em það um tuttugu þúsund manns hér á landi sem hafa hestamennsku fyrir tómstundagaman - eða at- vinnu. Og ég gat ekki séð að neinn fjölmiðUl annar en DV gerði nokkra tilraun tíl að sinna þessu máli á frambærilegan hátt. Mogginn birtir að vísu einstöku sinnum fréttapistía frá helstu hestamannamótum og uppákom- um sem verða í greininni. En DV stendur sig heldur betur og birtir fleiri fréttir handa þessum tuttugu þúsund hestamönnum sem allir bíða í ofvæni eftir lesefni um þetta áhugmál sitt. Og fyrir hönd DV er það sérstaklega einn fréttamaður sem stendur sig í stykkinu. Hann heitir Eiríkur Jónsson og tryggir DV ömgglega fleiri áskrifendur en flestir aðrir starfsmenn blaðsins. Hitt er svo annað mál að mér finnst að það skorti mikið upp á að DV notfæri sér hæfileika Eiríks Jónssonar á þessu sérsviði og gefi honum svigrúm til að skeiöa fram og aftur um síður blaðsins að stað- aldri. Svo að stundum er ég alveg að því kominn að taka upp símann og segja upp áskriftinni þegar ekk- ert hefur birst frá Eiríki lengi lengi. Ég segi frá þessu svona í aðvör- unarskyni því að ég veit að ég er ekki eini maðurinn á landinu sem er að svipast um eftir spamaðar- leiðum um þessar mundir. Það er síöur en svo sjálfsagöur hlutur að vera að staðaldri áskrifandi að fjöl- miðh. Og þess vegna er það skyn- samlegt fyrir þá sem fjölmiðlum stjóma að reyna aö fylgjast með því að fjölmiðUlinn þeirra reyni aö sinna áhugamálum áskrifenda, sem geta verið býsna fjölbreytUeg. Þráinn Bertelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.