Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Side 10
rLAUQAW49U£ %/tfRÍL 1989. 10 r r Breiðsídan dv Breiddin er í þessari keppni „Tildrögin að þvi að ég syng þetta lag Bjarna Hafþórs Helgasonar í keppninni eru þau að við í Hljóm- sveit Ingimars Eydal fluttum þetta lag í þættinum „í sumarskapi“ á Stöð 2 í haust. Þegar keppnin um „Lands- lagið" kom svo til hringdi Bjarni Hafþór í mig og var að velta vöngum yfir þvi að senda þetta lag inn. Síðan þegar lagið komst í úrslit hringdi hann í mig aftur og spurði hvort ég væri til í að syngja lagið í úrslita- keppninni sem var auðsótt mál.“ Þetta segir söngkonan Inga Eydal frá Akureyri, en hún syngur lag Bjarna Hafþórs „Ég útiloka ekkert“ í keppninni um Landslagið á Hótel Sögu. Eydal-nafnið er löngu lands- þekkt þegar tónhst er annars vegar, og Inga er dóttir hins kunna hljóm- listarmanns Ingimars Eydal. „Nei, ég hef aldrei tekið þátt í svona keppni áður. Þetta er mjög ólíkt því sem ég er vön að gera, að syngja í „stúdíói", og mér finnst það erfiðara. Mér finnst vanta tengslin við fójkið, maður er ósköp eitthvað einn í hljóð- verinu. En það er líka afskaplega gaman að gera eitthvað nýtt, breyta til.“ Inga sagðist hlakka mikið til úr- slitakeppninnar á Hótel Sögu 28. apríl. „Þá verð ég'á sviði og þetta verður skemmtilegt. Það er góður hópur sem stendur að þessu, maður kynnist góðu fólki og samkeppnin virðist ekki vera hörð innan hóps- ins.“ Inga var 17 ára þegar hún byrjaði að syngja að staðaldri opinberlega með hljómsveit pabba síns á Hótel KEA, og með hljómsveit hans hefur hún sungið svo til óshtið síðan. Hún hafði þó sungiö opinberlega áður, m.a. á skólaskemmtunum og 17. júní svo eitthvað sé nefnt. En hvenær kviknaði áhuginn á söngnum fyrst? „Ég veit það varla, söngurinn hefur einhvem veginn alltaf verið eðhleg- ur og sjálfsagður hlutur fyrir mér. Þessi vinna var mér heldur aldrei frEunandi, aö vinna um helgar og vera á sviði. Æth uppeldið eigi ekki einhvem þátt í þessu, ég ólst upp við aö þetta væri sjálfsagt og eðlilegt. Svo er þaö þannig að þegar ég á frí um helgar þá veit ég ekkert hvað ég á af mér að gera.“ Inga hefur ekki látið sönginn einan segir Inga Eydal sem syngur eitt af landslögunum Inga Eydal á skrifstofu Samvinnuferða-Landsýn á Akureyri nægja sér. Hún hefur starfað talsvert við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri, og undanfarið ár hefur hún starfað hjá Samvinnuferðum- Landsýn. „Þetta bætir hvert annað upp, því þetta eru allt ólík störf,“ sagði Inga. Það er hins vegar greini- legt að henni finnst vanta fleiri klukkustundir í sólarhringinn. „Það er ahtaf sama sagan, mér finnst allt- af vanta meiri tíma. Það má segja að ég sé eins og helgarpabbi heima hjá mér, syni mínum, sem er þriggja ára, finnst það a.m.k. og er ekki aht of ánægður. En það er svo gaman að þessu öhu saman að það er spuming hvar maður ætti að byrja að minnka við sig.“ Miklu meiri breidd „Nú spyrðu stórt," sagði Inga þegar hún var spurð hvaða álit hún hefði á söngvakeppni Sjónvarpsins sem er nýafstaðin. „Eins og fyrirkomulagiö var á keppninni núna finnst mér að ekki hafi verið staðið rétt að málum, að velja örfáa menn til að semja lög fyr- ir keppnina. Mér finnst alveg sjálf- sagt að við séum með í þeirri keppni því það sem við höfum fram að færa er ekki síðra en það sem kemur frá öðrum. Hins vegar felst sérstaða okk- ar í því að við hlustum svo htið á þá tónlist sem kemur frá Evrópu. Við hlustum nær eingöngu á enska og bandaríska tónlist. Tónlistin sem kemur frá okkur í þessa söngva- keppni er öðruvísi en hjá öðrum, DV-mynd: gk ekki lélegri, en við sjáum árangurinn samt sem áður. Munurinn á þessari keppni og keppninni um Landslagið er aðallega sá að í keppninni um landslagið fá allir að spreyta sig. Það verður hka miklu meiri breidd í lögunum vegna þess að það er ekki verið að stíla upp á þessa Evrópukeppni, fólk er að semja fyrir íslenskan markaö en ekki eitthvað sem er líklegt til sigurs í einhverri annarri keppni.“ Þú ert 2000 krónum ríkari! Ljósmyndari DV var á (erð um Hafnarfjörö á sumardaginn fyrsta og rakst þá á þessi myndarlegu systkini þar sem þau tóku þátt í skrúögöngunni í tilefni dagsins. Annaö barniö, það sem hefur hring um höfuö sér, er nú oröið tvö þúsund krónum rfkara. Peninganna má vitja á ritstjórn DV, Þverholti 11. -ELA/DV-mynd GVA DV-mynd Barbara DV-myndbrot vikunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.