Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Qupperneq 18
18
LAUGARDÁGUR 22. APRlL 1989.
í Waldheimum er sveit ein, sem
Innvertel nefnist. Dregur hún nafn
sitt af ánni Inn, sem reyndar markar
á þessum slóöum landamæri Wald-
heima og Sambandslýöveldisins
þýska. Innvertel, eða Innarþinghá
eins og ég uppnefni héraöið gjarnan,
þykir um margt sérkennileg - þó öllu
fremur íbúarnir en landið. Þeir eru
sagöir heldur drumbslegir og um þá
er sagt aö engir tali jafnoft um sjálfa
sig í þriðju persónu og þeir. Svipar
þeim aö þessu leyti kannski eilítið til
Rangæinga, þaö er að segja þeirra
sem við sandfokiö á völlunum bjuggu.
Kenna menn veðurfarinu um og
satt er þaö að í Innarþinghá er veður
hráslagalegra en hjá okkur sem
Alpaskjólsins njótum. Kynni mín af
Innarþinghæingum hafa þó orðið til
Sögukomúr
Waldheimum
Eyjólfur Melsted
aö koma mér á aðra skoðun um lund-
arfariö en almannarómur segir. Und-
ir skel fálætisins er venjulega jafn-
skemmtilegt fólk og hvarvetna ann-
ars staðar í henni veröld.
Við naglastokkinn er
jafnræði með mönnum
Ég kem reglulega í nokkrar dag-
vistarstofnanir fyrir þroskahefta í
Innarþinghá og hlakka venjulega
mjögtil hádegishléanna þegar ég er
á þeim slóðum. Á hveiju dagheimili
fyrir fullorðna er nefnúega að finna
naglastokk.
Hvað naglastokkur er? Jú, það hef-
ur tíðkast frá fomu fari í Innarþing-
há að reisa svo sem metralangan bút
af gildum tijábol upp á endann á
stöðum þar sem fólk kemur saman
og skemmta sér við að reka nagla
ofan í bolinn. Sigurvegari er sá sem
fyrstur rekur hausinn svo á kaf að
hann hverfi. Hamarinn, sem gengur
manna á milli, er af þeirri gerð sem
miirhamar nefnist og er bannað að
nota skallann.
Sko, með blaðinu skal naglinn kaf-
rekinn og þá vandast málið eins og
hver getur séö. Naglastokkurinn er
naglastokkinn einn mildan vetrar-
dag fyrir skömmu.
Sá hryllilegi maður
Sem ég stend þarna með mínum
þroskaheftu samverkamönnum við
naglastokkinn og reiði til höggs ber
þá ekki að kerlingu. Ég veit það er
ljótt að segja kerling um miðaldra
konur. En hvaö á maður að segja um
eintak í formi túrista með perlumóð-
urskeljargleraugnaspangir, grá-
fjólublálitað hár, íklætt 100% akrýl-
pels, mundandi instamatikvélina um
leið og það segir með óumdeilanleg-
um miðvesturríkjahreim - „Where’s
that room where he was born?“ „He
who?“ varð mér spum. „That
horrible man,“ sagði kella.
Hvorki fékkst hún til að taka sér
nafn þessa hryllilega manns sér í
munn né tók hún tilboði mínu um
að beija augum dagheimilið fyrir
þroskahefta sem í húsinu er rekiö.
Eftir að hafa smellt af fáeinum mynd-
um meö instamatikkinni sinni sner-
ist hún á hæli og trítlaði hröðum
skrefum áleiðis að ferðamannahópi
sem stóð götumegin viö húsið og hún
augsýnilega tilheyrði.
Hefurréttsinn hlut
Það var ekki fyrr en við vorum
aftur teknir til að reka naglana af
afli ofan í tijábolinn að ég fékk skýr-
inguna hjá einum af félögunum.
„Sko, sjáðu til, þær halda allar að
húsið sé svo hryllilegt - sko, ekki af
því að viö erum hérna heldur af því
að hann Hitler fæddist í því.“
Og mikið rétt: Fyrir öld og fáeinum
dögum fæddist þar sveinstauli, sem
hlaut nafnið Adolf. Hann bar í fyrstu
ættarnafn móður sinnar, Schicklgru-
ber, eða þar til faðir hans gekkst við
honum og léði honum þar með ættar-
nafn sitt sem var Hitler.
En merkilegt nokk: kæmi ekki af
og til skrýtið fólk eins og kellingin
að westan, truflaði það okkur ekki
hið minnsta, hvorki viö naglastokk-
inn né aðra markvissa iðju, að þessi
ógæfumaður fæddist í húsinu. Húsið
hefur að minnsta kosti rétt sinn hlut,
því nú iðka þroskaheftir músík í her-
berginu sem þessi illræmdi náungi á
aö hafa fæðst.
Eyjólfur Melsted
Fæðingarstaöur Adolfs Hitlers. A plötunni stendur Volksbibliotek, eða almenningsbókasafn, en það er aðeins einn
þáttur af mörgum í sögu hússins. DV-myndir EM
svo útbreiddur og vinsæll í vissum
hlutum héraðsins aö jafnvel á diskó-
tekum negla menn í kapp um það
hver borga skal fyrir bjórinn.
Það skemmtilegasta við þetta allt
saman er að mínir þroskaheftu sam-
verkamenn standa hveijum sem er,
jafnvel læröum timburmönnum, á
sporði í þessari íþrótt. Ég játa fúslega
að venjulega tapa ég (og þaö hreint
ekki vújandi) rétt eins og aðrir sem
þykjast vera að hjálpa hinum svo-
nefndu þroskaheftu áleiðis.
Gildir einu hvort loftið
ergotteðavont
Eitt af þessum umræddu dagheim-
ilum er í borginni Braunau, smá-
borgarholu á landamærunum. Við
borgaijaðarinn stendur álver, sem
fyrir hálfri öld var eitt hið allra ný-
tískulegasta í veröldinni en skal nú
aflagt vegna þess aö það kostar víst
meira aö breyta því svo það standist
hinar hörðu mengunarkröfur hér í
landi en að byggja nýtt. Þess vegna
þykir, mér að minnsta kosti, loftið
vont í Braunau.
En við naglastokkinn getur maður
þó alltént skemmt sér þótt loftið sé
kannski ekki jafngott og heiinæmt
og heima á Fróni. Dagheimilið, sem
ég minntist á, er í gömlu húsi í mið-
bænum. í því var áður bókasafn og
stendur utan á því Volksbibliotek eða
almenningsbókasafn. Annað er ekki
til aö gefa sögu hússins til kynna.
En aö þvi átti ég eftir að komast við
Húsið þar sem Hitler fæddist
ERÞAÐ 1 ebaX eða 2 48
A Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra er nýkominn
úr ferð til Evrópuríkis. Hvert fór hann?
1: til Vestur-Þýskalands
X: til Danmerkur
2: til Hollands
F Fyrirtæki, sem m.a. hefur starfsemi í Hveragerði, hefur
sætt gagnrýni fyrir að menga umhveríið. Hvað heitir það?
1: Gróðrarstöðin
X: Ullarfoss
2: Álafoss
B Jóhann Hjartarson hefur undanfarið keppt á heimsbikar-
mótinu í skák. Hvar er mótið haldið?
1: í Bandaríkjunum
X: í Austurríki
2: á Spáni
G
Þessi strákur á oft í vandræðum í teiknimynda-
sögu í DV. Hvað er hann kallaður?
1: Púki
X: Siguijón
2: Leifur heppni
jöldi fólks lét lífíð í troðningi á knattspymuleik í Sheffi-
d um helgina. Hve margir fórust?
: 94
: 104
: 84
Stofnun í Reykjavík notar þetta merki.
Hvað heitir hún?
1: Gríniðjan
X: Þjóðleikhúsið
2: Spaugstofan
E Leikari í Reykjavík starfrækir leikhús sem hann kennir
við egg. Hvað heitir hann?
1: Viðar Eggertsson
X: Eggert Eggertsson
2: Eggert Viðarsson
H Málsháttur hljóðar svo: Það er skammgóður vermir að
pissa...
1: upp í vindinn
X: í skó sinn
2: í kopp
Sendandi__________________________________________
Heimili
I Rétt svar: A □
;
B □ C □
F □ G □
0 □
H □
Hér eru átta spurningar og hverri
þeirra fylgja þrír möguleikar á réttu
svari. Þó er aðeins eitt svar rétt við
hverri spumingu. Skráið réttar
lausnir og sendiö okkur þær á svar-
seðlinum. Skilafrestur er 10 dagar.
Aðþeim
tímaliðnum
drögumvið
úrréttum
lausnumog
veitumein
verðlaun.
Þaðereink-
ar handhægt ferðasjónvarp af gerð-
inni BONDSTEC frá Opus á Snorra-
braut 29. Verðmæti þess er 8.900
krónur. Sjónvarpið er gert fyrir 220
volt, 12 volt og rafhlöður og kemur
því jafnt að notum í heimahúsum
semfjarri mannabyggð.
Merkið umslagið 1 eða X eða 2,
I c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík.
| Héreftirverðuraöeinseinnvinn-
ingur veittur fyrir rétta lausn í get-
I rauninnileðaXeða2.
1 Vinningshafifyrirfertugustuog
| sjöttugetraunreyndistvera:
I Hanna Ingólfsdóttir
I Ásvegi 21
I 760 Breiðdalsvík
| Vinningurinnverðursendurheim.
| Rétt lausn var: X-1-2-1-2-1-X-1