Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Síða 48
F R ÉTT/VS l< O T I Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV,, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringirrn.
Rítstjórn - Auglýsingar - Áskrifft - Dreiffing: Sími 27022
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989.
Skagaflöröur:
Hænur hættu
—að verpa eftir
búfjártalningu
Þórhallur Ásmundsson, DV, Saudárkróki:
Bóndinn í Argeröi í Sæmundarhlíð,
Eymundur Jóhannsson, hefur orðið
fyrir miklu tjóni vegna þess að varp
í hænsnahúsi hans datt niður eftir
búfjártalningu. Rúmlega helmingur
varphænanna 600 eru hættar varpi
og fleiri bætast við daglega. Ekki er
vitað hvort hann fær tjónið bætt.
Landbúnaðarráðherra gat ekki svar-
að því á fundi í Miðgarði.
Að sögn Eymundar datt varpið
langmest niður þar sem talningar-
menn gengu um húsið. Hann var
ekki heima þegar þeir komu og átti
ekki von á talningu þennan dag. Auk
taps á varpi á hann einnig á hættu
að tapa markaði.
„Okkur þykir þetta að sjálfsögðu
leiöinlegt en ég get-ekki fundið neitt
athugavert hjá okkur við talninguna,
var vel tekið af húsfreyju og fórum
eins rólega og okkur var unnt,“ sagði
Sólveig Arnórsdóttir, hreppstjóri í
wJJtvík.
Kári Marísson, bóndi í Sólheimum
í Blönduhlíð, baðst undan talningu í
sínu hænsnahúsi sem er það stærsta
í Skagafirði. Viö því var orðið. Hann
gaf upp tölur sem voru teknar gild-
ar. Kári hafði fregnaö af hænsna-
bónda í Húnavatnssýslu sem fékk
undanþágu frá talningu hjá sýslu-
manni.
HM í Tékkóslóvakíu:
íslendingar í
erfiðum riðli
íslenska landshðið í handknattleik
leikur í C-riðli í heimsmeistara-
keppninni í Tékkóslóvakíu sem hefst
í febrúar á næsta ári. Með íslending-
um í riðh leika Júgóslavar, Spán-
verjar og Kúbumenn.
„Það er alveg ljóst að þetta er erf-
iðari leiðin. Við munum leika gegn
Sovétmönnum, Austur-Þjóöverjum
og Pólverjum í milliriðhnum ef við
komumst þangað. Það er greinilegt
aö þetta verður mjög erfitt. Við mun-
um hins vegar gera okkar besta og
stefna á 8. sætið sem gefur rétt til aö
leika á ólympíuleikunum í Barcelona
1992,“ sagði Guðjón Guðmundsson,
- -aðstoðarmaður Bogdans landsliðs-
þjálfara, eftir að dregið hafði verið í
riðlana í Prag í gærmorgun.
-SK
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja:
Yfirgnæfandi meirihluti
samþykkti samningana
Niðurstaðan kemur mér ekki á óvart, sagði Ogmundur Jónasson
ins sógöu 88,8 prósent ja cn lö.ö
Niðurstaöa kosninga um nýju
kjarasamningana hjá þeim aðildar-
félögura Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja sem skrifuðu undir
þá á dögunum var kunngerð í gær.
Útkoman varð sú að samningarnir
voru samþykktir með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða í öllum félög-
unum.
„Úrslitin koma mér ekki á óvart.
Ég var viss um að samningamir
yröu samþykktir. Við stóðum eins
lýðræðislega og hægt var að þess-
um samningum. Við héldum
vinnustaðafundi og fundi í félögun-
um, þannig að vissum alveg hug
okkar fólks. Ég er að sjálfsögðu
ánægður með úrsbtin og ht á þau
sem fyrsta skrefið í sókn okkar til
bættra lífskjara,“ sagði Ögmundur
Jónasson, formaður BSRB, í sam-
tah við D V þegar niðurstöður kosn-
inganna höfðu verið kynntar.
Einar Ólafsson, formaður Starfs-
mannafélags ríkisstofnana, sagðist
að vonum vera ánægður með úr-
slitin. Þau kæmu sér ekki á óvart
þvi svo vel hefði hugur félaga í hin-
um ýmsu aðildarfélögum verið
kannaður áður en til samninga var
gengið.
„Þessi niðurstaða sýnir að viö
viljum ekki næra þá sem vilja nær-
ast á verðbólgu,“ sagði Einar Ólafs-
son.
Úrshtin í hinum ýmsu félögum
uiöu sem hér segir.
{Ljósmæðrafélagi íslands sögðu
83,7 prósent já en 15 prósent nei.
í Starfsmannafélagi ríkisstofn-
ana sögðu 82,5 prósent já en 15,4
prósent nei.
í Félagi starfsmanna stjórnar-
ráðsins sögðu 71,2 prósent já en
22,1 prósent nei.
í SFS sögðu 92,5 prósent já en 7,5
prósent nei.
í Starfsmannafélagi ríkisútvarps-
prósent nei.
í Starfsmannafélagi Reykjavík-
urborgar sögðu 85,5 prósent já en
13,6 prósent nei.
í Félagi íslenskra símamanna
sögðu 86,5 prósent já en 11,7 pró-
sent nei.
í Starfsmannafélagi Sjúkrasam-
lagsins sögðu 85,7 prósent já en 3,6
prósent nei.
í Póstmannafélagi íslands sögðu
88^4 prósent já en 10,6jprósent nei.
I Tohvarðafélagi Islands sögðu
92,1 prósent já en 6,6 % nei.
S.dór
Það er komið vor og stúlkurnar farnar a.m.k. úr úlpunum þegar þær bregða sér I snú snú. Eins og sjá má á
bandinu eru örlitlir byrjunarörðugleikar hjá hoppurunum sem eru með háriö bundið í tagl. Ekki er að sjá að þær
séu mjög verkfallslegar á svipinn, stúlkurnar, enda voru þær í frímínútum. -ÓTT/DV-mynd GVA
Hæstiréttur:
Þyngir dóm um tvö ár vegna manndráps
Hæstiréttur þyngdi í gær refs- konu sinni, Grétu Birgisdóttur, að að hækka laun verjanda Braga,
ingu héraðsdóms yfir Braga Ólafs- bana aðfaranótt 10. janúar 1988 aö Arnar Clausen, um 50 þúsund
syni, 52 ára Reykvöángi, úr átta heimili þeirra að Klapparstíg 11 i krónurvegnaréttargæsluíhéraös-
árafangelsiítiuár.Bragivarfund- Reykjavík. dómi.
inn sekur um að hafa orðið eigin- Hæstiréttur ákvað i þessu máli -gse
Húsbréfafrumvarpið:
Mun Jóhanna
segja af sér?
„Ég á varla annars kost en að
greiða atkvæði með því í nefndinni
að málinu verði vísað til ríkisstjórn-
arinnar ef stjórnin finnur ekki aöra
leið hepphegri til að láta málið bíða,“
sagði Alexander Stefánsson, þing-
maður Framsóknar.
Líkur eru til þess að meirihluti fé-
lagsmálanefndar neðri deildar sam-
þykki að vísa húsbréfafrumvarpi
Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmála-
ráðherra til ríkisstjórnarinnar með
stuðningi Alexanders og fulltrúa
stj órnarandstöðunar.
Auk Alexanders hefur annar þing-
maður Framsóknar, Guðmundur G.
Þórarinsson, lýst því yfir að hann
vilji að máhð verði dregið th baka á
þessu þingi eða skotiö til milhþinga-
nefndar.
Litlar líkur eru því til þess að hús-
bréfafrumvarpiö hafi stuðning
meirihluta þingsins til að fá af-
greiðslu í vor. Jóhanna Sigurðardótt-
ir hefur lýst því yfir að hún muni
segja af sér ráðherradómi ef svo
verður ekki.
Þegar ríkisstjórnin var mynduð
lýsti Steingrímur Hermannsson því
yfir að hann myndi boða til kosninga
ef nýr meirihluti skapaðist á þinginu
um eitthvert af stærri málum stjórn-
arinnar. -gse
LOKI
Ekki virðast
talningarmennirnir sérlega
eggjandi!
Veðrið um helgina:
Bjart víða
um helgina
Góðar vonir eru til að bjart veð-
ur verði víða á landinu um helg-
ina. Það eru helst Norölendingar
sem eiga á hættu að þurfa að
sætta sig við úrkomu. Ekki verða
hlýindi en víða samt ágætis veð-
Veöurspár DV eru akki
byaaðar ú upplýsinaum
tri Veðurstofu (slemls.
Þair aru fengnar arlendis
•* I gegnum veðurkorta-
T
A
A
K
N
a ORIENT
BÍIALEIGA
v/FlugvalIarveg
91-61-44-00
T
A
I
M
A
N