Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Síða 19
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989.
19
Uppáhaldsmatur á sunnudegi
Magnús Kjartansson hefur verið hjálparhella Hemma Gunn I vetur I sambandi við tónlistina. Maggi er ekki síður klár
í matargerðinni eins og sést á uppskriftunum sem hann gefur lesendum í dag. DV-mynd GVA
einungis gera hann við sérstök tæk-
ifæri. „Menn verða að gæta að því
að rétturinn er mjög saðsamur"
Kaldur blandaóur
kjötréttur
„Þá er það kjötrétturinn sem er
minn uppáhaldsréttur. Hann er bor-
inn fram kaldur og er alltaf veislu-
matur. Hægt er að fá sér sneið í há-
deginu, á kvöldin og rétturinn er
meiri háttar þegar maður kemur
heim á nóttunni. Ég veit ekki um
neinn sem ekki hefur fallið fyrir hon-
um,“ sagði Magnús.
í réttinn fer:
1 kálfaiæri eða 800 g af kálfahakki
2 lambalærissneiðar
200 g skinka
100 g svínaspekk (fæst oftast hjá kjöt-
iðnaðarmanninum)
400 g lambakjöt eða hakk
3 egg
3 tsk. timian
200 g beikon
Kryddlögur
2 dl koníak
1 saxað hvítlauksrif
1 tsk. einiberjaduft
salt og pipar
Aðferðin:
Kálfalærið er þvegið, þerrað og
úrbeinað. Bestu vöðvamir skornir í
þunnar ræmur og látnar í kryddlög-
inn. Það sem eftir er af lærinu er
hakkað. Kálfahakkið, lambakjötið og
hakkið er hrært saman með eggjun-
um og þynnt út með kryddleginum.
Farsið er hrært jafnt og fínt og
kryddað.
Undir réttinn er notað eldfast leirmót
sem er í laginu eins og formköku-
form og er það klætt að innan, hátt
og lágt, með beikoninu. Farsinu er
smurt eftir endilöngu og spekkinu
og kjötræmunum raðað ofan á. Þá
er farsi smurt aftur yfir og síðan kjöt-
ræmunum og spekkinu. Þetta er gert
til skiptis uns formið er orðið fullt
en þá er beikoni raðað yfir. Farsinu
er sem sagt pakkað inn í beikon.
Timiankryddi er stráð yfir og lárvið-
arlaufi stungið 1 farsið. Mótinu er
lokað og rétturinn bakaður i vatns-
baði í 200° heitum ofni í eina og hálfa
klukkustund. Rétturinn er síðan
kældur.
Uppáhaldsmatur:
Leyn iu pp s krifti r
Magga Kjartans
- maís- og paprikubakstur og köld kjötkaka
Magnús Kjartansson, tónlistarsér-
fræðingur hjá Hemma Gunn, segisf
eiga tvo uppáhaldsrétti sem hann fái
sér við hátíðleg tækifæri. Annars
vegar er það maís- og paprikubakst-
ur sem hann segist búa tii á tyllidög-
um eða þegar bestu vinir hans koma
í mat. Hins vegar er það sérstæð
köld kjötkaka eða paté sem Magnús
býr til fyrir jólin og sendir þá vinum
sínum sneið í álpappír enda sagði
hann að fólk verði háð kökunni eftir
fyrsta bita. „Reyndar er uppskriftin
leyniuppskrift sem ég hef ekki gefið
neinum en ég geri undantekningu
núna,“ sagöi Maggi og bætti við að
menn yrðu bara að passa sig að borða
ekki allt of mikið því þá yröu þeir í
laginu eins og hann sjálfur. En þá
er það fyrst maís- og paprikubakstur-
inn hans Magga.
Maís- og
paprikubakstur
2 msk. sérsaltað smjör
2 msk. hveiti
IZi dl mjólk
1 heildós maískom
1 lítil rauð paprika
3-4 dl rifinn ostur
1 tsk. salt og múskat
3 egg
Rétturinn er ætlaður flórum. Byij-
að er að gera hveitijafning, þennan
gamla góða. Síðan er potturinn tek-
inn af hitanum og eggjarauður þeytt-
ar út í hvítu sósuna. Gott er aö þeyta
þær aðeins áður. Þá er rifnum osti
og smátt skorinni papriku blandað
saman við ásamt maískomunum. Sía
verður soöið af maísnum frá og kom-
in eiga að vera vel þurr. Þá er saltið
og múskatið sett saman við. Magnús
sagðist setja ríflega af múskatinu í
réttinn, það gæfi réttinum sérstætt
bragð.
Þá eru eggjahvíturnar þeyttar,
mjög vel, þ.e.a.s. aðeins meira en stíf-
þeyttar. Þeim er síðan blandað var-
lega saman við. Nú er tekiö fram
djúpt eldfast form og það smurt vel
að innan með smjöri og brauðraspi.
Rétturinn er settur í formið og bak-
aður í ofni við 175 gráöu hita í fjöru-
tíu mínútur. Með þessu sagðist
Magnús bera fram brætt sérsaltað
smjör og grænmetissalat. „Þetta er
æöislega gott og flestir era sammála
um að þessi réttur sé dálítið skrýt-
inn, feikilega spennandi og mjög
öðmvísi," sagði Magnús og segist
Nú lítur rétturinn út eins og brauð
og er skorinn í sneiðar og með hon-
um er borið fram gott danskt rifs-
berjahlaup, sýrðar gúrkur eða pickl-
es í litlum bitum og gróft brauð. „Með
þessu fer mikið af rifsberjahlaupi og
því gott að eiga nóg af því og ég get
lofað að rétturinn er bijálæðislega
góður og þess virði að búa hann til,“
sagði Magnús. Hann bætti því við að
gott væri að baka tvö „kjötbrauð" í
einu því vel mætti frysta annað.
„Kjötbrauðið" geymist annars vel í
ísskáp, pakkað inn í álpappír. „Ég tek
mér oft sneið, t.d úr frystinum, þegar
ég kem heim og set inn í örbylgjuofn-
inn. Svo bið ég bara að heilsa sælker-
unum og vona að þeir veröi ekki í
laginu eins og ég,“ sagði Magnús
Kjartansson.
-ELA
ÆTLAR ÞU
AÐ GERAST
ÁBYRGÐAR-
MAÐUR
Á SKULDABRÉFI?
Haföu þá í huga, aö ef lán-
takandinn greiðir ekki af lán-
inu, þá þarft þú að gera þaö.
Getir þú það ekki, gæti svo
farið að þú misstir þína íbúð á
nauðungaruppboð. Um slíkt
eru fjölmörg dæmi.
ÞÚ TEKUR ÁBYRGÐINA
Með því að gerast ábyrgðar-
maður á skuldabréfi, ábyrgist
sá hinn sami, að af láninu verði
greitt á réttum gjalddögum.
ÞÚ GÆTIR ÞURFT
AÐ BORGA
Greiði lántakandinn ekki af
láninu á tilskildum gjalddögum,
þá þarf ábyrgðarmaðurinn að
gera það, eða eiga á hættu að
krafist verði nauðungarupp-
boðs á íbúð hans.
Hafðu eftirfarandi hugfast áður
en þú gerist ábyrgðarmaður á
láni sem vinur þinn eða vanda-
maður ætlar að taka:
GETUR ÞÚ GREITT AF
LÁNINU
EF LÁNTAKANDINN
GETUR ÞAÐ EKKI?
Við leggjum til að þú fylgir
þeirri reglu að veita aldrei
öðrum veðleyfi í íbúð þinni fyrir
láni sem þú getur ekki sjálfur
greitt af, nema þú sért viss um
að lántakandinn muni standa í
skilum.
FÓLK HEFUR MISST
ALEIGU SÍNA VEGNA
VINARGREIÐA.
HAFÐU ÞITT Á HREINU
RÁÐGIAFASTÖÐ
HUSNÆÐISSXtffNUNAR