Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Side 15
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989.
15
Sumarkoman er aUtaf fagnaðar-
efni. Jafnvel þótt veðrið sé ekki í
takt við almanakið og verkfoll og
válynt ástand fylgi með í kaupun-
um. Sumrinu heilsa menn með
ýmsiun hætti og flestir eiga sínar
minningar, tilfmningar eða vís-
bendingar um vorkomuna. Sumir
tengja hana við lóuna, aðrir við
grásleppuna og svo eru þeir sem
segja að stúdentamir og stuttu
kjólarnir boði vor og vetrarlok.
Mínar minningar tengjast fót-
boltanum. Þegar flautað var til
leiks vestur á Melum, þá var vorið
komið. Þegar boltinn fór að rúlla
og áhorfendur streymdu inn um
hliðin á gamla Melavellinum og
sölukrakkamir æptu: sælgæti,
sígarettur og vindlar, þá var sum-
arið á næsta leiti. Þá var hátíð í bæ
og vorþeyr í lofti. Hver maður átti
$inn stað í stæðunum og stúkunni,
gamlir kunningjar heilsuðust og
strákamir vissu hvar hægt var að
svindla sér inn. Og svo hlupu þeir
inn á, leikmennimir í bláum eða
rauðum eða röndóttum búningum,
stolt sinna félaga, poppstjömur
síns tíma. Það var æðsta ósk og
stærsti draumur hvers strákhngs í
bænum að komast í hóp hinna út-
völdu, komast í meistaraflokk og
hlaupa inn á völlinn, taka þátt í
þeirri baráttu sem var upphaf og
endir sumarsins.
Þetta var í þá daga, þegar ekkert
sjónvarp var komið til sögunnar
og menn þyrptust í bíó til að sjá
ársgamla fótboltaleiki frá útlönd-
um og Laugardalurinn var ennþá
uppi í sveit. Sumir fylgdust með
enska fótboltanum með því að lesa
ársskýrslur og úrsht í annálum og
þeir sem lengst vom komnir í
áhuganum og tækninni fylgdust
með BBC á laugardögum. Útlendir
fótboltamenn vora í guðatölu og
ævintýraljóminn var slíkur að þeg-
ar þriðju deildar hð frá Englandi
heimsóttu okkur á Melavölhnn
þóttu það svo merkir viðburðir að
þúsundir áhorfenda lögðu leið sína
á Melana og messur féhu niður
meðan leikir fóra fram.
Stórleikir í stofunni
Þetta var veröldin á vorin og ég
finn ennþá ilminn og eftirvænting-
ima í loftinu þegar ég hugsa til
þessara gömlu og góðu daga sem
enginn blettur féh á og aht er ljúft
og indælt í minningunni. Með tím-
anum var Melavöhurinn rifinn
undir bílastæði og bókhlöðu og
Laugardalurirtn er orðinn að gervi-
grasi fyrir vorleUci sem enginn tek-
ur eftir og enginn veit um. Sjón-
varpið hefur tekið frá okkur
ímyndunarafhð um ævintýrin í
útlöndum og fjarlægðin gerir ekki
lengur fjöUin blá og mennina
mikla. Þeir era allir komnir heim
í stofu, leikmennirnir og áhorfend-
umir, og fótboltinn er orðinn eins
og annað tómstundagaman, fastur
á skerminum og enginn þarf lengur
að finna stæðið sitt á veUinum,
enginn getur lengur æpt og hrópað
til sinna manna og keypt sér sæl-
gæti í hálfleik. Það era allir límdir
ofan í hægindastólana í stofunni
heima og fylgjast þar með stórleikj-
um sem gera að engu gömlu stemn-
inguna hér heima, þegar blá og
rauð og röndótt átrúnaðargoð
hlupu til leiks. Við höfum þetta allt
í beinni útsendingu.
Það hefur orðið hlutskiph mitt
að fara með stjóm knattspyrnu-
mála hér á landi um nokkurra ára
bil. Þau stjómunarstörf hafa leitt
th afskipta minna af knattspymu-
málum í Evrópu og hvorutyeggja
hefur viðhaldið áhuganum. Ég er í
hópi þeirra fjölmörgu sem eru að
endurgjalda knattspymunni það
sem hún hefur geflð þeim. í leik
og gleði, góðum félögum og þakk-
látri æsku, sem vonandi smitast af
sömu bakteríunni og grasseraði á
mínum ungdómsárum og enn er
að fá útrás. Jafnvel þótt aðstæður
séu breyttar og ég sé orðinn gam-
aU. Leikurinn er jú alltaf eins. Og
sumarið kemur á hveiju vori.
Með eigin augum
Laugardagurinn síðasti rann upp
með enn einum spennandi leiknum
í sjónvarpinu. Þökk sé Bjama Fel,
sem mættur var á staðnum í Shef-
field í Englandi. Ég var búinn að
funda um morguninn og ákvað að
nota góða veðrið til að koma mér á
skiði um eftirmiðdaginn. Ætlaði að
eiga það inni til kvöldsins að skoða
myndband af sjónvarpssending-
unni hans Bjama og þegar góð-
kunningi minn vék sér að mér í
biðröðinni í Skálafelh síðla dags og
spurði hvort ég væri búinn að
frétta af leiknum þaggaði ég sam-
stundis niður í honum. Ég vUdi
ekki láta hann eyðUeggja fyrir mér
ánægjuna með þvi að segja mér
úrslitin fyrirfram.
En það voru ekki úrslitin sem
hann vUdi tala um. Það vora engin
úrslit í þessum leUc, sagði hann.
KappleUcurinn breyttist í martröð,
harmleik, þar sem hundrað manns
létu líflð í troðningi áhorfenda.
Þetta gat ég séö með eigin augum
síöar um daginn eins og allir hinir
sem urðu vitni að þessum sorgarat-
burði. Slysið blasti við og enginn
gat rönd við reist. MUljónir manna
sátu heima í stofu með deyjandi
fólkið á skerminum.
Stundum er sjónvarpstæknin og
íjarskiptin til ánægju en í þetta
skipti reyndist hún tU lítUlar bless-
unar og vafasamrar auglýsingar
fyrir íþróttina og dagskrána. Ég
óskaði mér aftur framstæðra að-
stæðna MelavaUarins, gömlu stúk-
unnar og þess skírlífls sem gerði
fótboltann að sporti en ekki fómar-
lambi á vígvelU.
Við fyrstu sýn mátti ætla að enn
og aftur hefðu óspektir áhorfenda
valdið slysinu. Enskir áhorfendur
eru alræmdir fyrir óeirðir og áflog
og hafa raunar verið gerðir útlægir
úr öðram löndum eftir að þrjátíu
og níu manns létu lífið á Heysel-
leikvanginum í Brassel fyrir fjór-
um árum. Enda stóð ekki á hvatvís-
um yfirlýsingum og ásökunum i
garð þeirra þegar fréttir um at-
burðina í Sheffield bárast út.
Samúð í stað sakar
En smám saman er að koma í ljós
að hér er ekki við knattspymuna
að sakast né heldur áhorfendur
sjálfa. Hvað þá leUcmenn eða
stjómendur þeirra Uða sem hlut
áttu aö máh. Sökin Uggur í mistök-
um við löggæslu og öryggisbúnaði
og vandlætingin er að snúast upp
í samúð. Samúð með hinum látnu,
samúö með þeim þúsundum áhorf-
enda og áhangenda sem sluppu
með skrekkinn, samúö með þeim
mönnum sem eru í forsvari fyrir
knattspymuna á Englandi. Von-
andi breytist sú samúð í stuöning
við að axla þá ábyrgö sem fylgir
því að stjóma þeirri fjöldahreyf-
ingu sem knattspyrnan er meðal
mflljónaþjóðanna.
Fáir ef nokkrir þjóðlífsatburðir
okkar tíma draga jafnmargt fólk á
einn og sama staö og mikUvægur
fótboltakappleikur. Á miövikudag-
inn sóttu sjötíu þúsund manns
ólympíuleikvanginn í Munchen.
Annar eins mannfjöldi tróð sér inn
á leikvanginn í MUanó. í Madrid
Slysið í
Shefíield
vora greiddar hundrað og áttatíu
miUjónir króna í aðgangseyri og
sjónvarpsréttindi vegna eins leiks.
Um aUa álfuna era vellir og leikir
og félög sem tugþúsundir manna
lifa í og hrærast. Knattspyman er
ekki nema að hluta tíl íþrótt. Hún
er atvinnustarfsemi, fjöldahreyf-
ing, snar þáttur í félagslegu um-
hverfi borga og þjóða. Leikmenn
ganga kaupum og sölum fyrir millj-
ónir króna, sjónvarpið gerir þá að
alþjóðlegum dýrlingum og pening-
arnir, sem era í húfi í töpum og
sigram, skipta milljónum í hveiju
og einu sparki.
Með öðram orðum: knattspyma
er umfangsmikUl atvinnurekstur
sem gleymir á stundum uppruna
sínum, sem hefur fjarlægst þann
frumstæða en einfalda tilgang sinn
að vera til leiks og gleði. Hún hefur
fyrir löngu flutt sig af gamla Mela-
vellinum og selur fleira heldur en
sælgæti, sígarettur og vindla. Hún
er barátta um peninga og sigra.
Hún er elixír fiöldans. Eða eins og
maðurinn sagði: „Knattspyma er
ekki barátta upp á líf og dauða. Hún
er miklu meira.“
Dauðagildrur
Við þessar aðstæður getur enginn
leyft sér að Uta á áhorfendur sem
andhtslaust mannhaf. Áhorfendur
era óaðskUjanlegir þátttakendur í
íþróttinni, uppspretta peninganna,
sáUn í klúbbnum, riddarar götimn-
ar sem Ufa og deyja fyrir gengi síns
Uðs. Þar sem atvinnuleysi ríkir og
fjöldinn leitar að afþreyingu í til-
breytingarleysinu er fótbolti
kannski eina útrásin og áhuginn
sem þetta fóUc öðlast. Það hefur
enginn efni á né leyfi til að van-
rækja sína fylgismenn og stappa
þeim í eina kös eins og sfld í tunnu.
Það er í þessu sem orsök slyssins
í Sheffield Uggur. Vanrækslunni
gagnvart fólkinu sem sefjast við
sigra og fylgir Sínum mönnum tfl
enda veraldar. Það hefur verið
hlaðið undir stjömumar, hossað
sigranum og hampað verðlaunun-
um. En það hefur gleymst að hefja
áhorfendur til virðingar og sætis
og öryggis. Þeir era lokaðir inni í
búrum vaUanna, troðið inn í stæði
og reknir eins og trippi. Og dauða-
gfldramar biðu og urðu að vera-
leika á laugardaginn var.
Knattspymanlíður fyrir atburð-
inn í Sheffield. íþróttinni er kennt
um. Sumir vflja jafnvel ganga svo
langt að leggja hana algjörlega nið-
ur. Fordómarnir og hneykslunin
lætur ekki á sér standa. En jafnvel
þótt knattspymumú sjálfri veröi
um kennt þá er það skammsýn
lausn að hegna henni eða setja
hana í bann. Við leysum ekki neinn
vanda með því að banna hann. Ef
óláta- og ofbeldisseggir vflja ná sér
niðri á þjóðfélaginu eða fá útrás
fyrir óknytti sína þá færa þeir sig
einfaldlega um set, ráðast tfl atlögu
gegn öðrum og annars staðar. En
ef og þegar knattspyman sjálf,
kappleikurinn og kappUðsmenn-
imir, bera ekki sök á slysum þá era
menn að hengja bakara fyrir smið
með þvi að beina spjótum sínum
að íþróttinni.
Það getur enginn stöðvað heim-
inn, það færir enginn klukkuna til
baka. Gamla stemningin á Melun-
um kemur ekki aftur. Öll sú stór-
tæka starfsemi, sem þrífst með og
í tengslum við knattspymuna víðs
vegar xun heim, verður ekki lögð í
rúst á einum degi. Við leggjum ekki
niður flugsamgöngur þegar flug-
slys verða. Viö hættum ekki að Ufa
þótt sjúkdómar breiðist út.
Vonandi veröur þetta hörmulega
slys í Sheffield tfl þess aö yfirvöld
þar í landi og raunar um heim allan
bæti aöstöðu og aðbúnað áhorf-
enda, breyti stæðum í sæti og búi
þannig um hnútana að íþróttaleik-
vangurinn verði aftur að griðastaö
leiks og gleði. Bæði fyrir þá sem á
horfa og hina sém leika.
Knattspymuunnendur og aðrir
þeir sem hafa skflning á gildi
íþrótta mega ekki láta deigan síga.
Knattspyman er áfram sami leik-
urinn og sami vorgjafinn. En þaö
er rétt að sumarið kemur seinna
en oft áður. Það grúfir skuggi yfir.
Ellert B. Schram