Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Qupperneq 28
3Þ A Skák popi j}ocon HUOAQHADUjA t LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989. Evrópukeppni taflfélaga í Brussel: Taflfélagsmenn sneru blaðinu við - stórsigur seinni keppnisdaginn gegn Anderlecht og TR heldur áfram keppni Sveit Taílfélags Reykjavíkur og SK Anderlecht leiddu saman hesta sína í 1. umferð Evrópukeppni tafl- félaga í Brussel um síðustu helgi. Þetta er í annað sinn sem TR tekur þátt í keppninni sem fram fer á tveggja ára fresti. Síðast var haldið í eförminnilega för til Búkarest þar sem jafntefli varð gegn skákfélag- inu Politeknika en heimamenn höföu ögn betri stigatölu og komust þvi áfram. SK Anderlecht er kunnasta skák- félag Belga og angar þess ná yfir tfl Hollands. Þekktustu stórmeist- arar Hollendinga, Timman, So- sonko og Van der Wiel, eru á þeirra snærum. Sjálfir eru Belgar hins vegar Utt kunnir af framúrskar- andi árangri á skáksviðinu og því mátti fyrirfram telja sveit TR sigur- stranglegri. Eftir fyrri keppnisdaginn leit þó út fyrir að róðurinn ætlaði að verða þungur. Heimamenn höföu betur, með 3,5 vinningum gegn 2,5 vinn- ingum TR. Helga Ólafssyni tókst einum íslendinga að vinna skák, gegn Jadoul, en Jón L. tapaði fyrir Timman á fyrsta borði og Þröstur Þórhaflsson tapaði fyrir TonoU á sjötta borði. Skákum Margeirs Pét- urssonar og Sosonko, Hannesar Hlífars og Meulders og Karls Þor- steins gegn Roofthoovt lauk með jafntefli. Um kvöldið var boðið tfl máls- verðar í höfuðstöðvum SWIFT- fyrirtækisins en þar er Bessel Kok, sem jafnframt er stjómarformaður stórmeistararasamtakanna, í for- svari. Veislan var haldin á óðals- setri fyrirtækisins á 40 hektara landareign þess og luku íslending- amir upp einum rómi um það að sjaldan eða aldrei hafi viðurgem- ingur verið glæsflegri á skákferða- lagi. Taflfélagsmenn létu þó ekki glepja sig af réttri leið, innbyrtu appelsínusafa í miklum mæU og sú hemaðaráætlun skflaði ríkulegum ávexti. Daginn eftir mætti sveitin ákveðnari tfl leiks en nokkm sinni fyrr og eftir fjögurra tíma setu var 5-1 stórsigur í höfn. Jón L. og Timman geröu jafntefli á fyrsta borði, Margeir vann So- sonko nokkuð ömgglega á 2. borði og Helgi vann Jadoul afftn- á 3. borði. Hannes Hlífar og Meulders skildu aftur jafnir, Karl vann Ro- oftoovt og Þröstur náöi fram hefnd- um gegn TonoU á 6. borði. Lokatöl- ur urðu því 7,5 - 3,5, TR í vfl. Vara- maður sveitarinnar var Elvar Guð- mundsson og Uðstjóri og fararstjóri Jón G. Briem, formaður Taflfélags Reykjavíkur. Litríkur siökkviliðsstjóri Greinflegt var að heimamenn gerðu allt sem mögulegt var tfl að gera okkur dvölina í Bmssel sem ánægjulegasta. Gist var á úrvals- hóteU, boðið upp á dýrindismáls- verði og efnt tfl fróðlegra skoðunar- ferða. Það er skemmtfleg tflviljun að sveit TR skyldi sækja slíka höfð- ingja heim eftir fyrri ferð félagsins í keppninni, tfl Bukarest í Rúme- níu. Ómurleikanum sem þar blasti við í hvívetna og eymdinnni alls staðar verður ekki með orðum lýst. Munurinn á þessum tveimur borg- um Evrópu er með ólikindum - eins og hvítt og svart. SlökkviðUðsstjórinn í Brussel, Hugo van Gompel, tók á móti ís- lensku sveitinni við komuna og var henni innan handar, ákaflega geð- þekkur og líflegur maður. Hann lét sig ekki muna um að senda Taflfé- lagsmenn með slökkvfliösbflnum í skoðunarferð í glæsflegt ráðhús borgarinnar. „Ef þið lendið í vand- ræðum,“ sagði van Gombel og hló sínum smitandi hlátri, „hikið ekki viö að hringja á slökkvfliðið og þá kem ég á stundinni!" Liðsmenn héldu frá Brussel á þriðjudagsmorgun, akandi áleiðis tfl Luxembourg. Van Gompel fór fyrir hópnum á einkabifreið sinni Skák Jón L. Árnason og vísaði stystu leið út á hrað- brautina. Er ekið hafði verið dá- góða stund kom upp úr dúmum að yngsti Uðsmaðurinn hafði gleymt farseðh sínum og vegabréfi á hótel- herberginu. Van Gompel var gefið merki um að stöðva og hann var fljótur að taka ákvörðun. „Strákur- inn kemur með mér, þið bíðið hér á meðan,“ sagði hann. Síðan skellti hann ljóskeri upp á bílþakið, ók af staö með sírenuvæU og fyrr en varði var hann horfinn sjónum. „Hann fór á 140 km hraöa, á móti umferðinni og yfir á rauðu og hló aö öflu saman,“ sagði íslenski ungl- ingurinn er þeir voru komnir tfl baka og hélt dauðahaldi í farseðfl- inn og vegabréfið. Þannig skfldi leiðir íslensku sveitarinnar og þessa Utríka slökkvfliðsstjóra. Ekkert jafntefli, takk! Er tveimur skákum var ólokið seinni keppnisdaginn var staðan spennandi. Helgi átti betri færi en tafl Karls var hins vegar afar tví- sýnt, auk þess sem hann var tíma- naumur. Jafntefli í skák Helga hefði tryggt sveit TR sigurinn í keppninni, jafnvel þótt Karl tapaði. Jón G. Briem, Uðsstjóri, laumaði þessu að Helga en orð hans féllu í grýttan jarðveg. Helgi var ákveð- inn í því að vinna og smám saman herti hann tökin uns mótherjinn var vamarlaus. í tímahrakinu batnaði staða Karls sömuleiðis með hverjum leiknum og svo fór að hann vann einnig og innsiglaði þar með sigur sveitarinnar. Hvitt: Jadoul Svart: Helgi Ólafsson Enskur leikur 1. c4 c5 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. e3 Rc6 5. Re2 e5 6. Rbc3 Rge7 7. 0-0 0-0 8. b3 a6 9. Bb2 Hb8 10. d3 b5 11. Dd2 d6 12. Hadl Bd7 13. Dcl b4 14. Rd5 Rxd5 15. Bxd5 Re7 16. Bg2 Rf5 Svartur hefur jafnað taflið þægi- lega eftir varlega taflmennsku hvíts í byrjuninni. í næstu leikjum teflir hvítur ómarkvisst og á fljót- lega undir högg að sækja. 17. h3 h5 18. Kh2 He8 19. Rgl g5 20. Be4 g4 21. f3?! Betra er 21. f4 sem Helgi haföi hugsað sér aö svara með 21. - h4!? 21. - Rh6 22. Bd5 Be6 23. e4 Bxd5 24. cxd5 f5 25. Dc2?! Annar slakur leikur. Betra er 25. exf5 og áfram t.d. 25. - gxh3 26. Rxh3 Rxf5 26. f4 Bh6! og svartur stendur betur. 25. - Hf8 26. Bcl 26. - f4! 27. fxg4 hxg4 28. gxf4 exf4 29. Kg2? Eftir þennan leik tapar hvítur strax. Hann varð að leika 29. Bxf4, sem svartur svarar með 29. - Hxf4! 30. Hxf4 Be5 31. Hfl Dg5 32. Re2 HÍ8 33. Dd2 og nú 33. - Dh4! og hvítur á í vandræðum. Ef 34. De3, þá 34. - gxh3! og hótar 35. - Rg4+ illflega, en best er 34. Kgl Bxf4 35. Hxf4 Hxf4 36. Dxf4 Del+ 37. Dfl Dxfl + 38. Kxfl gxh3 með riddaraendatafh sem gefur svörtum góöa vinnings- möguleika. Bridge Philip Morris Evrópumótið í tvímenningskeppni: Lesniewski og Prysbora frá Póllandi Evrópumeistarar Evrópumótið í tvímenningskeppni var haldið fyrir stuttu með þátttöku 200 para frá 23 löndum, þar af 4 frá íslandi. íslensku pörin voru: Jón Þorvarðarson og Guöni Sigurbjam- arson, Bragi Hauksson og Sigtryggur Sigurðsson, Jakob Kristinsson og Magnús Ólafsson, Ólafur Lárusson og Hermann Lámsson. Frammistaða okkar manna var heldur klén, þrátt fyrir að tvö pörin næðu í úrslitakeppnina. Forkeppnin var spfluð í tveimur lotum og voru Jón og Guðni í 7. sæti eftir fyrstu lotu, Bragi og Sigtryggur í 54. sæti; Jakob og Magnús í 136. sæti og Ólafur og Hermann í 144. sæti. Eftir seinni lotuna vora Jón og Guðni í 38. sæti, Bragi og Sigtryggur Bridge Stefán Guðjohnsen í 80. sætij Jakob og Magnús í 141. sæti og Olafur og Hermann í 175. sæti. Samkvæmt reglunum komust 84 pör í úrsUt en hin spiluðu sárabót- artvímenning. Pólverjamir Lesniewski og Prys- bora urðu Evrópumeistarar, Jón og Guðni höfnuðu í 63. sæti og Bragi og Sigtryggur í 80. sæti. Frakkarnir Bihl og Schweitzer unnu sárabótartví- menninginn, Ólafur og Hermann urðu í 30. sæti og Jakob og Magnús í 80. sæti. Hér er góður toppur sem Pólveij- amir nældu sér í. ♦ G8 V Á98763 ♦ K9 + Á43 ♦ D643 V K ♦ ÁD32 + D985 ♦ 972 V G542 ♦ G764 + 62 Með Pólveijana a-v gengu sagnir á þessa leið: Suöur Vestur Noröur Austur pass 1+ 2¥ dobl 4? pass pass dobl pass pass 4* pass pass Norður spilaði eðlilega hjartaás og meira hjarta. Vestur drap, kastaði tígU, tók þrisvar tromp og spilaði laufi. Norður drap annað laufið og spflaði sig út á laufi. Vestur varð nú að komast hjá því að gefa tvo slagi á tígul og þar eð líklegt var að norður ætti tígulkóng lagði sagnhafi niður tígulás. Norður var nú í vanda því að léti hann níuna yröi hann að spfla í tvöfalda eyðu þegar hann kæmist inn á tígulkóng í næsta slag. Hann lét því kónginn í ásinn. Vestur fór nú inn í blindan á lauf og spflaði tíg- ultíu. Þar með klessti hann níu norð- ur jog fékk 11 slagi og algjöran topp. Stefán Guðjohnsen Frá Bridgedeild Skagfirðinga í Rvk M)ög góð þátttaka var sl. þriðjudags- kvöld hjá deildinni á eins kvölds tví- menningskeppni. 30 pör mættu til leiks og var spilað í tveimur riðlum. ÚrsUt urðu: a) Lárus Hermannsson - Óskar Karlsson Aron Njáll Þorfinnsson - 187 Þorfinnur Karlsson Birgir ísleifsson - 179 Gunnar Alexandersson Gylfi Guðmundsson - 178 Þórarinn Guðmundsson Ester Valdimarsdóttir - 161 Lovísa Eyþórsdóttir b) Jakob Kristinsson - 159 Ólafur Lárasson Þórður Bjömsson - 266 Þröstur Ingimarsson Anton R. Gunnarsson - 243 Hjálmar S. Pálsson Jóhannes Guðmannsson - 232 Siguröur ívarsson Alfreð Alfreðss. - 232 Bjöm Þorvalds. 232 ... Blindhæð framundan. Við vitum ekki hvað leynist handan við hana. Ökum eins langt til hægri og kostur er og drögum úr hraða. Tökum aldrei áhættu! mÉUMFERÐAR VI Iráo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.