Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989. 13 Hinhliöin Þriðja Ijóðabók Sigmundar Ernis kemur út eftir nokkrar vikur. Skemmtilegast að vera ástfanginn Sigmundur Emir Rúnarsson, fréttamaður á Stöð 2 og skáld, sýn- ir á sér hina hliðina að þessu sinni. Hann hefur nú lokið við þriðju ljóðabókina sína og gefið henni nafnið Sfimdir úr lífi stafrófsins. Bókin kemur út í byrjun maí hjá Almenna bókafélaginu. Sigmundur Emir hefur áður gef- ið út ljóðabækumar Kringumstæð- ur og Óstaðfest ijóð. Um skáldskap- inn og fréttamennskuna segir hann að það „þurfi furðulega persónu til að fá þetta til að ríma saman. En það er mjög góð afslöppun frá erli dagsins að setjast niður og endur- meta það sem gerst hefur. Það er skáldskapurinn sem gefur lífinu gildi“. Sigmundur Emir hefur verið fréttamaður á Stöð 2 frá því síð- sumars árið 1987. Áður var hann í fjögur ár blaðamaður á Helgarpóst- inum og þar áður á DV og Vísi. Jafnframt hafði hann endrnm og sinnum gripið í þáttagerð hjá Sjón- varpinu. Fullt nafn: Sigmundur Emir Rúnarsson. Fæðingardagur og ár: 7. mars árið 1961. Maki: Ég er fráskilinn. Böm: Tvö böm. Bifreið: Engin. Ég ferðast með vinum og kimningjum. Starf: Fréttamaður. Laun: Prýðileg. Áhugamál: Landafræði, ljóðlist, kvikmyndir, blús og fólk. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég fékk einu sinni þrjár réttar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að vera í hópi góðra kunningja og að vera ástfanginn. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að þvo sokkana mína. Uppáhaldsmatur: Allur ítalskur matur. Uppáhaldsdrykkur: íslensk mjólk, köld. Hvaða iþróttamaður stendur fremstur í dag? Sigurður Sveinsson. Uppáhaldstímarit: Films and Filming. Fallegasta kona sem þú hefur séð: Móðir mín, Helga. Hlynntur eða andvigxu- ríkisstjórn- inni: Ég er hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Gene Hackman á góðri stundu. Uppáhaldsleikari: Gene Hackman. Uppáhaldsleikkona: Joan Wooward. Uppáhaldssöngvari: Guðjón Amgrímsson af því að hann syngur svo sjaldan. Uppáhaldsstjómmálamaður: Gylfi Þ. Gíslason. Hlynntur eða andvígur hvalveiðum íslendinga: Ég er hlynntur þeim undir ströngu og viðurkenndu eftirliti. Hlynntur eða andvígur bióraum: Ég er hlynntur honum svo lengi sem hann er aðeins seldur í ríkinu. Hlynntur eða andvígur veru vam- arliðsins hér á landi: Andvígur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég á erfitt með að gera upp á milli Bylgjunnar og rásar 2 eftir tímum dags. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þessi sem spilar Cooder. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Svipað en ég horfi lítið á sjónvarp. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Guðjón Arngrímsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Þjóðleikhúskjallarinn og Eyja- fiörður. Uppáhaldsfélag i iþróttum: KA Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Já, að yrkja fleiri og betri ljóð og að vera góður við bömin mín og trausta vini. Hvað ætlar þú að gera i sumarfrí- inu? Ég ætla á kvikmyndahátíð í Moskvu og vinna ferðaþætti með Guðjóni Amgrímssyni. -GK Nauðungaruppboð Að kröfu Eggerts Ólafssonar hdl. fer fram opinbert nauðungaruppboð á ýmsum lausafjármunum, s.s. vélum, tækjum, verkfærum, húsgögnum o.fl., í eigu íslenskra matvæla h/f I Hafnarfirði. Uppboðið fer fram að Hvaleyrarbraut 4-6 í Hafnarfirði föstudaginn 28. apríl nk. og hefst kl. 14.00. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. ÍBR ___________________________ KRR REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA í DAG kl. 17.00 ÍR - KR Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við grunnskóla. Umsóknarfrestur til 16. maí. Skólastjórastöður viö Grunnskólann Sandgerði, Dal- vík, Kópaskeri og Vesturhópsskóla. Yfirkennarastöður við Víðistaðaskóla, Hafnarfirði, og Grunnskólann Grindavík. Stöður grunnskólakennara við Álftanesskóla, Stein- staðaskóla, meðal kennslugreina mynd- og hand- mennt, Árskógarskóla og Alþýðuskólann Eiðum, aðalkennslugreinar danska og þýska. Umsóknarfrestur um eftirtaldar áður aug- lýstar stöður framlengist til 2. maí. Reykjanesumdæmi: Stöður grunnskólakennara við eftirtalda grunnskóla: Kópavogi, meðal kennslugreina sérkennsla, mynd- mennt, tónmennt og heimilisfræði. Seltjarnarnesi, meðal kennslugreina stærðfræði og heimilisfræði. Garðabæ, meðal kennslugreina sérkennsla, íþróttir, danska og tónmennt. Hafnarfirði, meðal kennslugreina íslenska, danska, stærðfræði, náttúrufræði, íþróttir og samfélagsfræði. Mosfellsbæ, meðal kennslugreina mynd- og hand- mennt, stærðfræði, íslenska og verslunargreinar. Keflavík, meðal kennslugreina íþróttir, mynd- og handmennt, enska, danska, íslenska, stærðfræði og náttúrufræði. Grindavík, meðal kennslugreina myndmennt og sér- kennsla. Njarðvík, meðal kennslugreina myndmennt, tón- mennt og sérkennsla. Sandgerði, meðal kennslugreina mynd- og hand- mennt og tónmennt Klébergsskóla, meðal kennslugreina smíðar og myndmennt. Gerðaskóla, meðal kennslugreina íslenska, enska, sérkennsla, tónmennt og heimilisfræði. Stóru-Vogaskóla, meðal kennslugreina handmennt. Norðurlandsumdæmi vestra. Stööur grunnskólakennara við eftirtalda grunnskóla: Siglufirði, meðal kennslugreina sérkennsla, náttúru- fræði og samfélagsfræði. Sauðárkróki, meðal kennslugreina sérkennsla, danska og tónmennt. Staðahreppi, Hvammstanga, Blönduósi, meðal kennslugreina tónmennt, mynd- og handmennt og kennsla yngri barna. Höfðaskóla, meðal kennslugreina íþróttir og hand- mennt. Hofsósi, meðal kennslugreina mynd- og hand- mennt, tungumál, íþróttir, danska, enska og kennsla yngri barna. Laugarbakkaskóla, meðal kennslugreina handmennt. Vesturhópsskóla. Húnavallaskóla, meðal kennslugreina sérkennsla. Varmahlíðarskóla. Sólgarðaskóla. Menntamálaráðuneytið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.