Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Qupperneq 24
24
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989.
Næst veróur það
marmari í Kína
- Kristinn Benediktsson ævmtýrakaupmaður í helgarviðtalinu
Á árunum fyrir 1960 var Kristinn Benediktsson einn besti skíðamaður ís-
lands.
Hann minnir á vestfirskan bónda
þegar hann lítur upp úr varningnum
í anddyri Laugardalshallarinnar.
Hann tekur þéttingsfast í höndina á
viömælanda sínum: „Hvaö segist þú
heita? Já, þaö er einmitt það.“ Þann-
ig heilsa menn upp á menn úr næsta
hreppi.
En hann er ekki úr stétt bænda,
nýkominn frá Bandaríkjunum til aö
setja upp skyndisölu á ódýrum vam-
ingi og kallar Vorleik. Sölumennsk-
an skín úr orðinu. Hann hefur lært
ýmsar aðferðir við kaupmennsku í
þremur heimsálfum og er á leiðinni
utan enn á ný. Næsti viðkomustaður
er Hong Kong.
Hingað heim kemur hann helst
ekki nema til að hrinda í framkvæmd
ævintýralegum uppátækjum. Trú-
lega er leitun að þeim bónda - í það
minnsta á Snæfjallaströnd - sem
lætur sér til hugar koma aö búa til
snjófjall. Snjófjali er ekki heimatil-
búinn jökull heldur skíðaland með
tilbúnum snjó.
Snjófjöllin eiga
eftir aö koma
Og má græða á snjófjalli? Jú, Krist-
inn Benediktsson er enn þeirrar
skoðunar að hægt sé að græða á sjó-
fjöllum á íslandi þótt gróðinn hafi
látið á sér standa þegar snjófjallið
hans reis í hlíðum Selfells í landi
Kópavogs fyrir nærri tveimur ára-
tugum. Þá voru aöstæður frumstæð-
ari en nú og skíðadellan hafði ekki
heltekið nema þijóskustu sérvitr-
inga. Ef til vill rís aftur vélfryst snjó-
fjaU í nágrenni Reykjavíkur.
„Það er bara spuming um tíma
hvenær þetta verður gert aftur,“ seg-
ir Kristinn ofurlítið rámri röddu.
„Brekkumar fyrir ofan Elliðaámar
eru kjömar fyrir skíðabrekkur með
gervisnjó. Það er óþarfi að fara
lengra."
Kristinn hefur þó ekki hug á að
endurtaka tilraunina með snjófjall
sjálfur. Hann segist vera þannig
gerður að hann vilji gera hugmyndir
sínar að veruleika þegar hann fær
þær og svo snýr hann sér að öðm.
Vorleikurinn, sem staðið hefur í
Laugardalshöllinni síðustu vikum-
ar, er hugmynd sem Kristinn segist
hafa fengið á síðasta ári. Þá gerði
hann tilraun með svona skyndisýn-
ingu hér en hún gekk ekki eins og
til var ætlast. í vor kom hann aftur
og nú er hann ánægður með árang-
urinn.
Fullfermi
í millilandaskip
Vörumar koma frá Bandaríkjun-
um þar sem Kristinn hefur búið síð-
ustu fimm árin. Hann kaupir þó ekk-
ert nema það sem er til sýnis. Eftir
að viðskiptavinirnir hafa ákveðið að
festa kaup á einhverju sem í boði er
pantar hann það frá framleiðendum
vestanhafs og afgreiðir vömna innan
fárra vikna.
„Ég er búinn að selja fullfermi í
eitt millilandaskip á þessum vikum
sem Vorleikurinn hefur staðið,“ seg-
ir Kristinn sem er reyndar búinn að
selja sýningargripina og blóma-
skreytingamar líka. „Með þessum
viðskiptamáta losna ég við mikiö af
fjármagnskostnaðinum og get selt
vöruna ódýrara en aðrir innflytjend-
ur.“
Undanfarin ár hefur Kristinn selt
íslenskar ullarvörur í Bandaríkjun-
um en er nú hættur því - ekki vegna
þess að markaðurinn hafi bmgðist
heldur er íslenska ullin orðin of dýr
til að vera frambærileg. „Það eru
ekki nema einstaka sérvitringar sem
geta leyft sér að kaupa íslenskar ull-
arvömr," segir hann.
Alltafaðfá
nýjar hugmyndir
Núna er huginyndin að stofna til
viðskipta í Kína - eða Rauða-Kína
eins og Kristinn kallar landiö. „Ég
er alltaf að fá hugmyndir," segir
hann. „Ég Ugg yfir þeim allan sólar-
hringinn og annaöhvort skila þær
árangri eða ekki. Þannig er það að
standa í bisness."
Vorleikurinn verður þó áfram leik-
inn hér á landi, hvemig sem gengur
með viðskiptin í austrinu. „Ég hef
þetta fyrir tómstundagaman," segir
hann. „Þaö er líka sama hvar í heim-
inum viðskipti em stunduð ef mark-
aðurinn er fyrir hendi.
Það skiptir líka miklu máli fyrir
mig að fjölskyldan er meira og minna
hér heima. Tengslin við ísland hafa
aldrei rofnað en ég get aldrei sest að
á íslandi fyrir fullt og fast.“
Kona Kristins er Konný Arthurs-
dóttir. Hún vinnur með honum í við-
skiptunum og hefur gert það öll 26
árin sem þau hafa verið gift. „Það
er merkilegt hvað hún hefur enst til
að fylgja mér á þessum flækingi,"
segir Kristinn. „Menn spyija mig oft
hvort ég sé ekki skilinn og eiga ekki
von á að nokkur kona endist til að
búa með mér. Við erum mikið á ferð
og flugi en þetta er ekki svo erfltt
eftir að strákamir okkar komust á
legg.“
Hnífsdælingur
með skíðadellu
Kristinn hefur reynt sitthvað í við-
skiptum í Evrópu, Ameríku og Asíu.
Hann hefur stundum grætt vel og
stundum líka tapað miklu. Allt byij-
aði þetta vegna þess að hann var
ungur gripinn mikilli skíöadellu.
Kristinn er fæddur og uppalinn í
Hnifsdal.
Frá því hann man eftir sér voru
skíðin það eina sem komst að. Hann
keppti á öllum mótum sem mögulegt
var að komast á og 17 ára gamall fór
hann á heimsbikarmót í Austurríki.
Þaö var árið 1956 og næstu árin var
hann í Austurríki alla vetur við æf-
ingar og keppni.
Hingað heim kom hann á sumrin
til að vinna fyrir uppihaldinu næsta
vetur og á kvöldin lærði hann tungu-
mál. „Ég lagði allt fyrir sem ég eign-
aðist,“ segir Kristinn. „Ef ég fór á
böll þá var það til að fara út aftur
þegar hætt var að selja inn og selja
miðann. Allt sem ég tók mér fyrir
hendur snerist um að koma undir
mig fótunum.“
Af skíðunum
íviðskiptin
„Ég var í þessum skíðasirkus í
Evrópu og keppti þar á alþjóðlegum
mótum. Ég var þó aldrei framarlega
á stórmótum en gerði það oft gott á
heimamótum í Austurríki. Skíða-
menn fá gefnar vörur þegar keppnis-
tímabilin standa yfir og geta svo selt
þær að þeim loknum. Þannig komst
ég á bragðiö í viðskiptunum.
Ég fór fljótlega að flytja inn skíða-
vörur. Þá hugsuðu kaupmenn hér
lítið um slíkan vaming. Þetta var
upphafið að kaupmennskunni og
hún hefur verið starf mitt frá því
laust eftir 1960. í fyrstu var þetta inn-
flutningur til íslands en síðan fór ég
að færa út kvíamar og flytja inn frá
Asíu til Evrópulanda.
Á sama tíma fór ég að skipuleggja
skíðaferðir til Austurríkis í sam-
vinnu við Loftleiðir. Það hafði enginn
gert áður. Ég hef byijað á mörgu,
sinnt því um tíma og þá snúið mér
að öðru.“
Þetta var á þeim árum þegar árit-
unin Made in Hong Kong fór að sjást
á vörum í Evrópu og þótti reyndar
ekki sérlega virðuleg. Kristinn lagði
þó lykkju á leið sína áður en hann
hélt í austurveg. Árið 1969 keypti
hann tæki til að framleiða gervisnjó
og setti á stofn fyrirtæki sem hann
kallaði Snjófjall.
Snjógerð á íslandi
„Flestir gerðu ráð fyrir að ég væri
alvitlaus aö ætla að framleiða sqjó á
íslandi," segir Kristinn. Hann gekk
inn í banka hér heima og fékk að
láni fé sem þá dugði til að kaupa fjög-
ur góð einbýlishús. Kristinn telur að
þetta jafngildi um 50 milljónum í
dag. Hann lagði engar tryggingar
fram.
Á árunum fram undir 1970 vom
margir vetur snjóléttir og því varð
sú hugmynd til að hér yrði að búa
til snjó svo að fólk gæti stundað skíði
óháð duttlungum í veðurfari. Hug-
myndin er upphaflega amerísk og
þar hefur skíðasnjór verið búinn til
síðustu áratugi.
„Mér datt 1 hug að gera þetta hér
og dreif í þvi haustið 1969,“ segir
Kristinn. „Allt sem til þarf er nóg af
vatni og öflugar dælur. Selfelliö varð
fyrir valinu. Ég gróf niður vatns-
leiðslu og var með sérfræðinga mér
til aðstoðar þótt ekkert stæðist sem
þeir sögðu. Snjórinn er búinn til með
því að úða blöndu af vatni og lofti
undir miklum þrýstingi yfir skíða-