Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Síða 26
42
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989.
Handknattleikur unglinga
Grótta með byrjendaflokk
- mikill áhugi hjá þessum aldurshópi
Grótta byrjaði um síðustu áramót
með byijendaflokk í handbolta. í
þessum flokki eru börn á aldrinum
5-8 ára, bæði stelpur og strákar.
Gríðarlegur áhugi er hjá þessum
krökkum því aö nú hafa 45 krakkar
skráð sig í flokkinn. Þegar börnin
skrá sig í flokkinn fá þau lítinn bolta
sem hentar þessum aldurshópi og
nota þau boltann á æfingum og eru
framfarimar eftirtektarverðar.
Framfarimar stafa að miklu leyti af
því að allir eru með bolta á æfingun-
um og geta tekið hann með heim.
Þetta er nyög gott framtak hjá Gróttu
sem á örugglega eftir að skila þeim
betri handboltamönnum í framtíð-
inni.
Yfirþjálfari og upphafsmaður aö
þessu er Gauti Grétarsson og hefur
hann þurft að hafa tvo til þrjá aðstoö-
armenn með sér á æfingum vegna
þess mikla fjölda sem er á æfingum.
• Einbeitingin og áhuginn er greinilegur hjá þessum krökkum i Gróttu.
• Handknattleiksmenn framtíðarinnar
ásamt þjáifurum sínum.
• XI f
2. flokkur karla:
Stjarnan meistari eftir
mikla barátta við ÍR
Sigurður Bjarnason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur hér íslandsmeistarabikarinn
í 2. flokki karla á loft eftir frækilegan sigur á ÍR í skemmtilegum úrslitaleik.
Stjanian vann það frækilega af-
rek á íslandsraóti yngri flokka í ár
að bera sigur úr býtum í þremur
flokkum. Stjaman varö Islands-
raeistari í 5. flokki kvenna, 2. flokki
kvenna og 2. flokki karla.
Ekkert félag varð íslandsraeistari
í tveimur flokkum en aðrir titlar
skiptust sem hér segir.
í 3. flokki karla varð Fram ís-
landsmeistari, KR í 4. flokki, UBK
í 5. flokki og FH í 6. flokki karla.
_ í kvennaflokkum varð Stjarnan
íslandsraeistari í tveimur flokkum
eins og áður sagði en Njarðvík varð
íslandsmeistari í 3. flokki og
Breiðablik í 4. flokki.
3. flokkur kvenna
UMFN Islandsmeistari
Um síðustu helgi var leikið til úr-
shta í 2. flokki karla. Leikið var á
þremur stöðum, í Valshúsinu, á Sel-
tjamamesinu og í íþróttahúsinu Di-
granesi. Þetta er nokkur nýlunda að
leikið sé á svo mörgum stöðum í
sama flokki. Þessi nýlunda er mjög
góð og mætti að ósekju gera meira
að þessu því að með þessu móti líður
ekki eins langt á milli leikja og leik-
menn verða ekki eins leiðir.
En það voru Stjaman og ÍR sem
leiddu saman hesta sína í úrslitaleik
um íslandsmeistatitlinn. Eins og áð-
ur hefur komið fram sigraði Stjaman
Þrátt fyrir hetjulega baráttu ÍR-inga
i úrslitaleiknum gegn Stjörnunni
máttu þeir sætta sig viö eins marks
ósigur eftir aö hafa náð yfirhöndinni
í fyrri hálfleik.
í þessum leik, 18-17. Leikurinn var
mjög skemmtilegur á að horfa fyrir
fjölmarga áhorfendur sem lögðu leið
sína í íþróttahús Vais síðastiiðinn
sunnudag. Fögnuðu leikmenn
Stjömunnar gífurlega að leik lokn-
um en ÍR-ingar voru að sama skapi
súrir á svip. Þessi tvö félög eru tví-
mælalaust með bestu hðin í þessum
aldursflokki og hefur verið gaman
að fylgjast með baráttu þeirra í vetur.
ÍBV og Grótta léku til úrshta um
3. sætið. Leikurinn var mjög jafn
framan af og börðust höin af miklum
krafti allan leikinn. En leikmenn ÍBV
’vom þó sterkari á lokasprettinum
og tryggðu sér ömggan sigur með 17
mörkum gegn 13. Grótta lenti því í
4. sæti.
Valur tryggði sér 5. sætið eftir sigur
á Víkingum, 18-16.
FH sigraöi Þór, Ak., ömgglega meö
24 mörkum gegn 19 og lenti FH því í
7. sæti en Þór, Ak., í 8. sæti.
Fram lenti í 9. sæti því að hðiö
vann Hauka með 24 mörkum gegn
21 og urðu Haukar því í 10. sæti.
Nú þegar höa tekur að ársþingi HSÍ
ættu menn að setjast niður og athuga
hvort ekki sé tímabært að breyta fyr-
irkomulaginu hjá þessum flokki. Þaö
er skoðun margra að alltof mikiö álag
sé á þessum aidursflokki og nauð-
synlegt sé að minnka það. Hvemig
fara á að því skal ekki svarað hér en
menn hafa stungið upp á því aö stytta
leiktímann eða breyta fyrirkomulag-
inu sjálfu og leika ekki í tamafyrir-
komulagi.
Eins og áður hefur komið fram hér
í DV tryggði UMFN sér íslands-
meistaratitihnn í 3. flokki kvenna.
Liðið sigraði ÍBK í úrshtaleik mjög
ömgglega með 20 mörkum gegn 12,
eftir aö staðan í hálfleik hafði verið
9-5, UMFN í vil. í hði UMFN eru
mjög margar efniiegar handknatt-
leiksstúlkur sem mjög fróölegt verð-
ur að fylgjast meö í framtíðinni.
Sigur Njarðvíkur í 3. flokki kvenna
þarf ekki að koma á óvart en þær
sigmðu einnig í íslandsmóti 3. flokks
í fyrra og þá hafa þær verið nær
ó'stöðvandi í vetur.
KR, sem sigraði í síðustu törn,
tryggði sér 3. sætið eftir sigur á Sel-
fossi, 15-7, og var sigur þeirra aldrei
í hættu eins og tölur gefa til kyirna.
Víkingur lenti í 5. sæti en liðið sigr-
aði Gróttu ömgglega, 13-7, og geta
Víkingsstúlkumar vel við unað því
gengi þeirra í vetur hefur verið upp
og ofan. Grótta varð því að gera sér
6. sætið að góðu að þessu sinni.
Þór Ak sigraði ÍBV í hörkuleik um
7. -8. sætið með 14 mörkum gegn 13
og var það eini leikurinn um sæti
sem var spennandi fyrir áhorfendur.
Fram sigraði svo KA í leik um 9.-10.
sætið ömgglega 10-5 og var sigur
þeirra aldrei í hættu.
Brynjar Stefánsson
Og
Heimir Ríkharösson
á veginn!
Flestir slasast
í umferðinni á sumrin.
Þá er enn meiri þörf á
að halda athyglinni
vakandi en ella.
Látum ekki of hraðan
akstur eða kæruleysi
spilla sumarleyfinu.
Tökum aldrei
áhættu! iJuj/VTnoAn