Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Side 11
INGAWÓNUSTAN/SiA
LAU
(lAÍlí)ÁGÓR 22. APRÍL 1989.
11
Thierry hefur ekkert nema gott eitt
aö segja um fyrrverandi eiginkonu
sína. „Hún var góð kona og frábær
móðir.“ Þær Christina og Gaby héldu
alltaf vinskapinn og Christina kom
oft í heimsókn með Athinu htlu til
þeirra Gaby og Thierry. Nú lofar
Thierry því að ala litlu dóttur sína,
Athinu, upp eins og móðir hennar
hefði helst kosiö. Og sú stutta er á-
nægð með lífið og er það víst fyrir
öliu.
Athina ásamt föður sínum, Thierry, stjúpmóðurinni, Gaby, og hálfsystkinum
sinum, Erik og Sandrine.
Athina Onassis:
Býr hjá föður sínum í Sviss
Athina litla Onassis er hamingju-
söm á nýjan leik. Hún býr hjá föður
sínum, Thierry, og konu hans, Gaby,
sem er sænsk og fyrrum fyrirsæta.
Thierry og Gaby eiga tvö börn sam-
an, Erik, sem er fjögurra ára og jafn-
gamall Athinu, og Sandrine sem er
tveggja og hálfs árs. Pjölskyldan býr
í Sviss.
Sagt er að Athina sé alsæl með fjöl-
skyldunni og sé hrifin af hálfsystkin-
um sínum. Ef Christina fengi að sjá
dóttur sína núna yrði hún sjálfsagt
ánægð því hún sagði einhvern tíma
að ef eitthvað ætti eftir að koma fyr-
ir sig vildi hún að dóttirin yrði hjá
föður sínum. Hún hefur því verið
bænheyrð.
Thierry segist gefa dóttur sinni allt
sem hann getur. „Ég ætla mér að
hjálpa henni að komast yfir dauða
móður sinnar,“ segir hann. Eigin-
kona Thierrys, Gaby Landhage, er
gömul kunriíngjakona Christinu og
þær höfðu oft samand. Gaby flutti frá
Gautaborg til Parísar er hún var átj-
án ára og starfaði þar við fyrirsætu-
störf. Árið 1974 hitti hún Thierry í
fyrsta skipti. Þau voru bæði í nætur-
klúbbinum Le Castel. Þau voru sam-
an um nokkurra ára skeið en skildu
síðan. Þá hitti Thierry Christinu
Onassis og þau giftu sig 17. mars 1984.
Reyndar höfðu þau Thierry og
Christina þekkst lengi. Hins vegar
vissi hún ekki að um svipað leyti og
þau giftu sig hélt hann framhjá henni
með Gaby. Hann segist hafa elskað
þær báðar. Thierry vildi skilnað sem
Christina tók ekki í mál. Gaby eign-
aðist son um svipaö leyti og Athina
fæddist og var Thierry faðir beggja
bamanna. Það var ekki fyrr en
Sandrine fæddist að Christina gaf
eftir skilnað. En hjónaband þeirra
hafði einungis verið á pappírum.
n
B í LASTÆÐASJ ÓÐUR
Velkomin í Kolaport
Kolaport er opið frá 7.30-19.00 mánudaga-föstudaga. Gjaldið er
40 kr. fyrir hverja klukkustund. Mánaðarkort eru seld í varðskýli á
4000 kr. einn mánuð í senn. Skilatrygging mánaðarkorts er 1000
kr. Hægt er að fá bíla geymda fyrir kr. 1600 pr. viku.
Unnt er að fá peningum skipt í varðskýli.
Símasjálfsali er á staðnum.
Gatnamálastjóri
AÐ JOKIAFOLD 41CRAFARVOCI
ER TIL SÝNIS UM HFLGINA.
SÝNINGAKTÍMIKL14-19
HAPPDRÆTTI
.1 GM
MOÍini
: hef átt marga góða og dýra bíla um ævina
en fyrir tilviljun kynntist ég Saab 9000 Turbo. Að mínu áliti tekur
hann öllum öðrum bílum íram. Til samanburðar má nefna
Mercedes Benz sem hefur svipaðan búnað, rými og kraft
og Saab 9000 Turbo, en er helmingi dýrari.
Auk þess veit ég að í Saab erum við fjölskyldan í öruggasta
bflnum ef eitthvað gerist.“
Kristján Jóhannsson, óperusöngvari.
.Íf|gpiMíPðl(IIL
^ im
' (S1 “
Saab 9000CD Turbo 16 ventla, 175 hestöfl,
sjálfskiptur 4 gíra. Leðursæti, sóllúga, rafdrifnar
rúður - spegiar - læsingar og loftnet, sjálívirk
hraðastilling, ökutölva, málmlitur, ABS hemlar,
Direct Ignition o.fl. o.fl.
Verð
Afsláttur
\örtilboð
kr. 2.557.000,00
kr. 256.000,00
kr. 2.301.000,00
Lágmúla 5, s. 681555