Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Qupperneq 23
LAUGÁRDÁ'GUR 2^. APRÍL 1989.
23
Sérstæð sakamál
Grimm örlög
Þau höfðu þekkst frá blautu bams-
beini og þeir sem þekktu þau höfðu
alltaf gengið út frá því að þau yrðu
hjón. Og það urðu þau og eignuðust
tvo drengi. Þannig gekk allt vel um
hríð en svo gripu örlögin í taumana.
Frá
sama þorpinu
Renate Schúlein og Klaus Wachter
voru bæði fædd í sama þorpinu sunn-
arlega í þýska Sambandslýðveldinu.
Þar gengu þau í sama skólann og
strax þá var samband þeirra svo
náið og innilegt að margir spáðu því
að þau myndu ganga í hjónaband
sem yrði hamingjusamt og stæði svo
lengi sem bæði lifðu. Það skorti því
ekki að þeim fylgdu góðar óskir er
þau eltust og sá tími nálgaðist er
vænta mátti þess að þau færu að búa
sig undir hjónabandið.
Áður en til þess kom ákvað Klaus
þó að fara að heiman um hríð til
þess að læra að gera við vélar. Sam-
tímis ákvað Renate, sem var þá orðin
mjög lagleg ung stúika, að gerast
dömuklæðskeri og hóf hún nám í
iðninni.
Brúðkaupið
Einhverjum hefði getað komið til
hugar að það boðaði ekki gott að
Klaus héldi að heiman er Renate var
orðin gjafvaxta en samband unga
fólksins var svo sterkt að það þoldi
aðskiinaðinn og nokkru eftir að
Klaus kom heim var ákveðið að
brúðkaupið skyldi haldið 30. júní.
Þetta var árið 1979. Það fór svo fram
eins og til stóð og varð ekki séð að
neitt myndi geta skyggt á hamingju
ungu hjónanna.
Eitt var það þó sem greindi Klaus
Wachter frá öðrum ungum mönnum
og það var skarð í vör sem hann
hafði verið með frá fæöingu. Það
hafði háð honum að því leyti að hann
hafði alla tíð verið feiminn í návist
ungra stúlkna og haldið sig frá þeim
en þetta hafði þó ekki komið svo
mjög að sök vegna sambandsins við
Renate og reyndar var helst að sjá
sem skarðið í vörinni hefði frekar
orðið til þess að hann hallaði sér að
henni en frá því hún hafði aldrei sett
það fyrir sig.
Dugmikill
eiginmaður
Hjónaband þeirra Klaus og Renate
var í upphafí hamingjusamt. Klaus
lagði hart að sér við vinnu og vildi
greinilega gera allt sem hann gat til
að búa fjölskyldu sinni sem besta
framtíð. Brátt kom sonur í heiminn
og sex árum síðar annar en þeir voru
skírðir Kevin og Daníel. Er sá örlaga-
ríki atburður gerðist sem sagan fjall-
ar um, árið 1986, var eldri sonurinn
orðinn sjö ára en hinn var aðeins
eins árs. Þá höfðu Wachtershjónin
keypt sér hús í bænum Nordhalben
nærri austurþýsku landamærunum.
Þau áttu bíl og hafði tekist að leggja
fyrir fé svo allt sýndist ganga þeim í
haginn.
í herinn
Klaus hafði um þetta leyti verið í
hernum um hríð. Það hafði í fór með
sér að hann var oft að heiman og það
var einmitt á þeim stundum sem
hann var fjarri Renate að skarðið í
vörinni fór að hafa sérstök og alvar-
leg áhrif á sálarlíf hans. Honum varð
oft hugsað til þess og fór að bera sig
með skaddaða vör saman við alla þá
ungu menn sem hann þóttist viss um
Renate umgengist á meðan hann var
að heiman. Þar kom svo aö Klaus
þóttist orðinn fuUviss um að skarðið
væri farið að hrekja Renate í fang
annarra manna og um leið kviknaði
mikil afbrýöisemi með unga her-
manninum. Eftir nokkurn tíma varð
hún sjúkleg og kom það meðal ann-
ars fram í því að þegar hann var að
heiman sá hann konu sína fyrir sér
í heitum ástarleikjum með öðrum
mönnum.
Rifrildi
Er leið að jólum 1986 kom Klaus
Wachter heim í leyfi. Þá var her-
þjónustan orðin honum svo erfið
sákir afbrýðiseminnar að hann hafði
sagt upp ráðningarsamningnum. Það
táknaði að hann fengi greidd 13.000
mörk, jafnvirði um 365.000 króna, er
hermennskunni lyki og gæti hann
Hús Wachtershjónanna i Nordhalben.
þá haldið áfram námi í vélaviðgerð-
um en frá því hafði hann horfið all-
löngu áður. Allt hefði því átt að geta
farið vel en Klaus var illa farinn á
taugum og því urðu jóhn þeim hjón-
um ekki eins ánægjuleg og búast
hefði mátt við.
Þau tóku að rífast og bar Klaus
Renate á brýn að hún væri að verða
sér afhuga og hefði fengið áhuga á
öðrum mönnum en ásakanir hans
komu henni í fyrstu á óvart. Svo fór
smám saman að renna upp fyrir
henni hvernig hugarheimur manns
hennar var þegar hann var að heim-
an og leist henni ekki vel á.
Gestkvæmt
var á heimili Wachtershjónanna
um jóhn því margir vina þeirra og
kunningja höfðu ekki séð Klaus lengi
vegna fjarverunnar af heimihnu. Við
gestina munu hjónin hafa látið sem
ekkert væri að og sýndu sömu gest-
risni sem áður. En sakir þess hve
margir heimsóttu þau fengu þau of
htinn tíma tíl að ræða það sem mestu
skipti að ræða, hjónabandið og fram-
tíðina. Þetta leiddi til þess að þegar
kom fram yfir sjálfa jóladagana var
ástandið milh Klaus og Renate orðið
mjög erfitt og hékk hjónabandið nú
í raun á bláþræði. Um það vissi þó
enginn fyrr en einn daginn aö Ren-
ate missti alla þohnmæði vegna hug-
aróra manns síns og eftir óvenju-
ákaft rifrhdi lýsti hún yfir því að hún
ætlaði sér að fara fram á skilnað.
Reyndar var hún svo áköf þennan
dag að er leið að kvöldi sagðist hún
ekki mundu verða í húsinu aðra nótt
heldur fara þá um kvöldið. Og það
gerði hún.
Fór á næstu krá
Þótt Renate væri í raun farin cif
Kevin (t.v.) og Daníel.
heimilinu hélt þún þó í fyrstu ekki
lengra en á næstu krá þar sem hún
ætlaði sér að hugsa ráð sitt áður en
hún héldi lengra. Er hún hafði verið
þar um hríð hringdi Klaus th krár-
eigandans og spurði hvort kona hans
væri þar. Fékk hann það svar að svo
væri. Bað hann þá kráreigandann að
færa henni þau boð að hann vhdi að
hún kæmi heim aftur. Ekki féhst hún
þó strax á að fara en þegar Klaus
hafði hringt þrisvar eða fjórum sinn-
um lét hún þó undan.
Renate Wachter hélt því heim aft-
ur. Hún kom inn í stofuna og er hún
haföi rætt við mann sinn um hríð
lagði hún sig í sófanum.
Klaus tilkynnir
hvarfRenate
Er kom fram á miðjan næsta dag,
30. desember, hringdi Klaus Wachter
th lögreglunnar í Nordhalben og
skýrði frá því að kona hans, Renate,
væri horfin.
Skömmu síðar hófst mikh leit að
henni á stóru svæði, ekki síst í skóg-
lendinu við landamærin að Alþýðu-
lýðveldinu austurþýska. Það var
ekki bara lögregla sem tók þátt í leit-
inni heldur vinir og kunningjar
þeirra Wachtershjónanna. Klaus var
hins vegar dapur og ákvað að vera
heima. Sat hann þöguh í setustofunni
fram undir kvöld.
Renate finnst
Leitin í skóglendinu reyndist ár-
angurslaus. Það varð hins vegar ljóst
hver örlög Renate Wachter höfu orð-
ið er lögreglan gerði leit í húsi þeirra
hjóna eins og venja er við slík tæki-
færi. Þá reyndist hún hggja örend í
kjaharatröppum að húsbaki. Var að
sjá sem henni hefði verið kastað nið-
Renate í brúöarkjólnum.
Klaus á brúökaupsdaginn.
ur tröppurnar og peysu hennar á eft-
ir henni.
Klaus var þegar spurður hvort
hann gæti gefið einhverja skýringu
á því sem komið hefði fyrir konu
hans og eftir nokkra stund sagði
hann sögu sem var samhljóða fram-
burði hans er hann kom fyrir saka-
dóm í Coburg nokkru síðar, ákærður
fyrir morðið á konu sinni.
„En höndin
tók að renna..."
„Ég sé konu mína fyrir mér,“ sagði
Klaus. „Hún sefur á sófanum. Ég legg
mig við hhðina á henni. Hún hrýtur
en ég vh að hún hætti því. Ég legg
þvi höndina yfir munninn á henni
og nefið. En höndin tekur aö renna
niður á hálsinn á henni og...“
Líkskoðarinn komst að þeirri nið-
urstóðu að Klaus hefði ekki tekið
með annarri hendinni um háls konu
sinnar heldur báðum. í raun .hefði
hann kyrkt hann af svo miklum
krafti að barkakýhð á henni hefði
brotnað.
Er Klaus Wachter sagði sögu sína
fyrir réttinum í Coburg var hann að
að sjá sem í leiðslu. Er hann kom að
því er Renate lá andvana fyrir fram-
an hann tók hann að lýsa því sem
þá tók við. Hann kvaðst hafa tekið
hana í fang sér, gengið með hana út
úr húsinu og kastað henni niður í
kjallaratröppurnar. Síðan hefði hann
lagt sig til svefns og ekki vaknað fyrr
en yngri sonur hans hefði vakið hann
daginn eftir.
„Þegar ég vaknaði hélt ég að þetta
hefði verið vondur draumur,“ sagði
Klaus er hann reyndi að gera grein
fyrir ástæðunni til þess að hann hefði
tjáð lögreglunni að kona hans væri
horfin af heimilinu í stað þess að játa
það sem gerst hafði.
í rauninni var þó ekki um draum
að ræða. Hvort Klaus sagði satt er
hann gaf þessa skýringu verður víst
engum ljóst en ýmsum þykir sem
hann kunni ekki að hafa getað greint
miUi þess raunverulega og óraun-
verulega er hér var komið. Hann var
líka lengi búinn að vera á valdi
ímyndunarafls og hugarflugs og það
var einmitt það annarlega ástand,
afleiðing sjúklegrar afbrýðisemi,
sem var orsök þeirra hörmulegu at-
burða sem gerðust.
Rétturinn tók ekki mark á skýr-
ingu Klaus og fann hann sekan um
morðið á Renate.